Þjóðviljinn - 23.05.1981, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 23.05.1981, Blaðsíða 11
Helgin 23. ^-21. mai 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 „Úti á landi eru mörg góð og velbúin hótehhvers vegna ekki að slá eina flugu i tveim höggum (eins og maðurinn sagði), og fá hvorttveggja á spottpris, flug- farið og gistinguna?” Hvur hefur ekki heyrt þetta eða lesið? Allténd hlýtur eitthvað af þessu tagi, að hafa síast inn i koll- inn á flestum tslendingum sem komnir eru til vits. Og á ég þar ekki við þá sem stiga i vitið, þvi það eru ekki hagstæðar gáfur. Fjölmargir nota sér þessar þægilegu ferðir, sér til ánægju og skemmtunar, og niutiu og niu prósent likur eru til þess, að slik- ar ferðir séu stórgott efni i sögur handa börnum og barnabörnum siðar meir. Slikum ferðum er ekkertgaman aðsegja frá, vegna þess, að þær eru á hvurs manns vörum. Hinsvegar gæti verið gaman, að reyna að lýsa reynslu manns sem tilheyrir þessu eina prósenti, þar sem ferðin mistekst, af einhverjum orsökum. Frásöguþáttur eftir Stefán Þóroddsson frá Kópaskeri Og þar sem aðdragandi slikra ferða er oftast svipaður, skulum viðsleppa öllu kjaftæði og byrja, þar sem fjörið hefst. Mikil lifandis ósköp leið mér vel, þar sem ég sat i góðum stól i matsal, á fyrsta ílokks hóteli, austan til á Norðurlandi, með ný- afétinn disk fyrir framan mig. Flaska með dreggjum, var einnig á borðinu, hverrar innihald — ásamt með laxi og fleira góðgæti, sem verið hafði á boðstólum, yljaði mér nú af miklum krafti. Stúlka var á stjákli i salnum, var að tina saman leirtau og ilát. Þarna hafði verið heil herdeild útlendinga til borðs, ein fjöl- skylda islensk, blindfulli kallinn við næsta borð, og svo auðvitað ég. Útlendingarnir voru farnir, fjölskyldan gengin til náða, svo að við vorum þarna staddir, tveir gesta, ég og blindfulli kallinn. Að sjálfsögðu voru fleiri næturgestir, en þeim hafði verið holað niður til borðs, á nálægum matsölustað, — vegna útlendinganna. ,,Hæ félagi, komdu hingað og spjallaðu við mig”. Sá blindfulli. Ég leit ekki upp. „Hvað er þetta, maður, kanntu ekki islensku?” Ég sneri mér við. „Góða kvöldið, jú ég kann islensku; áttaði mig bara ekki á þvi, að verið væri að tala við mig”. „Hvaða stælar eru þetta, komdu og talaðu við mig. Ég er búinn að reyna við stelpuna hérna; hún er vonlaus”. Ég hugsaði með sjálfum mér, að hvort sem hún væri vonlaus eða ekki, væri þó ekkert vafamál meö hann sjálfan, i þvi efni. „Ég get sagt þér það góurinn, að ég er búinn að vera fyrir norð- an, — oft og lengi, búinn að at- huga kvenfólkið mikið, og ég er kominn að þeirri merkilegu niðurstöðu, að gellurnar við Faxaflóann eru mun viðráðan- legri, en þessar þingeysku hámerar”. Þetta var talsverð ræða. Lesendur verða að hafa það hugfast, að þó þetta sé auðskilið á prenti, þá þurfti þó nokkra þýðingarhæfileika, til að skilja manninn. „Ertu sjómaður”, spurði ég. „Nei, af hverju heldur þú það? ” „Þú talar þannig”. „Blessaður vertu maður, þetta er bara orðaleikur, skilur þú ekki mælt mál, eða hvað”? Ég hvolfdi i mig þvi sem eftir var af bórðvininu, og svipaðist um. Það var enginn nærstaddur, sem gat bjargað mér frá þessum hrútleiðinlega kalli. Ég ákvað að leita á náðir Laxness i herbergi minu. „Hæ”, ég kallaði á stelpuna. Hún kom strax. „Viltu færa mér eina flösku af „Jóni á röltinu” upp á herbergi, þegar þú hefur tima?” Ég hálf hvislaði; vildi ekki að kallinn heyrði. Hún kinkaði kolli. „Góða nótt”, sagði ég upphátt, og strunsaði áleiðis upp stigann, leit hvorki til hægri né vinstri. Svarið var einhvers konar þvogluhljóð; óskiljanlegt með öllu. Ég var rétt sestur i hæginda- stólinn, búinn að kveikja i vindli, og var að opna „Sjálfstætt fólk”, þegar stelpan birtist með flösk- una. „Gjörðu svo vel, ég set þetta á blaðið þitt, er það ekki i lagi?” „Jú, það er bestaðgúmmafyrir þessu öllu á einu bretti, það er það sem túrinn byggist á”, sagði ég með heimsmannssvip. „Já ókey, góða nótt”, sagði pían og fór. Og þar sem mig óraði ekki fyrir hörmungum næturinnar, þá sam- sinnti ég þessu. Þegar hún var farin, stóð ég upp og fékk mér i glas. Siðan gekk ég að glugganum og virti fyrir mér útsýnið. Það var mjög fag- urt, hélt ég. Á aðra hönd, — lik- lega i austri — voru skógivaxin hæðadrög, sem fóru hækkandi uns þau urðu að fallegu fjalli. A bak við það voru fleiri fjöll. I gagnstæða átt var allstórt vatn, með hólmum á við og dreif. A einum stað sýndust mér vera hænsni á sundi, en ér ég hafði hugleitt málið, sá ég, að það fékk vart staðist. Sú fuglategund var nefnilega ekki synd, um það leyti sem ég var i barnaskóla. En margt getur nú breyst. Eitt var vist: útsýnið þarna var sko engin andsk. Esja, hvert sem litið var, eins og i Reykjavik. Ég hætti að glápa, og settist makindalega með bókina. Ég hafðiekkilengi lesið, er ég heyrði fyrst i stelkunum. Raunar hélt ég fyrst, að hljóðið kæmi frá stofu- klukku, eða einhverju þess háttar. En þegar þetta var búið að sarga ieyrum, i korter, þá datt mér i hug að telja slögin. Ég komst upp i fimmtiu, áður en ég gerði mér grein fyrir þvi, að engin stofuklukka, með fullu viti, slær meira en tólf slög i einu. Einnig datt mér i hug að verið væri að þvo upp niðri, og hávað- inn heyrðist er diskum væri stafl- að. Nei, þetta var hvort tveggja útilokað. En ástandið breyttist ekki. Ég fór aö hugsa um, hvort ég gæti verið orðinn geggjaður. Nei: Drukkinn. Nei. Hvort hægt væri að heyra tvöfalt. (Sbr. sjá tvöfalt). Nei. Ég hélst ekki við. Æddi aðglugganum og reif hann upp á gátt. Viti menn. Hljóðið hækkaði um allan helming. Það gaf auga leið, hljóðið kom að utan. Ég skimaði i allar áttir. „Pi pi. PI pi.” Engin hreyfing. „Pi pi. Pi pi.” Biðum við, þarna bærðist eitt- hvað. Á simastaur, skammt frá glugganum, sá ég gráleitan kepp, með tvö rauð prik út úr miðjunni. Prik þessi skullu saman i sifellu, i takt við hljóðið.Einnig voru'tvö mjög svipuð prik neðan á keppnum, og virtist jafnvel sem hann stæði á þeim. Þau hreyfðust ekki, eins og hin. Margt flaug um hugann við þessa sýn. Þetta hlaut t.d. að vera lifandi dýr. Rotta, mús, læmingi eða minkur. Allt kom þetta til greina. „Pi pi.” Skyndilega sá ég fugl koma fljúgandi (ekki hænu, þær eru ekki fleygar nema minkur eða köttur séu að elta þær). Fugl þessi settist á simastaur. Hann varð samstundis að kepp með fjórum prikum. Jafnframt fór pi pi hljóðið að heyrast i stereó. Gátan ráðin. Þetta voru sem sé fuglar. Og þó fuglafræðin væri ekki min sterka hlið, þá vissi ég að til væru fleiri tegundir en hænsn ýmiss konar. Ég afréð þvi að arka niður, klappaði á öxl dyravarðarins, sem vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið og spurði hvað þessir hljóðabelgir hétu. Hann klóraði sér af stakri ná- kvæmni i einkennishúfunni, horfði á keppina og svo á mig: „Stelkar”. Ég setti upp megnan fyrir- litningarsvip og gaf stelkunum illt auga: „Leiðindagaur — ” Dyra- vörðurinn sneri sér snöggt að mér: „Þú ert það sjálfur”. Ég hristi hausinn og tölti i á tt til stigans. Nennti ekki meira þrasi. Fékk svo allt i einu hugdettu og sneri við. „Jæja kall minn, þú lýgur þvi að þessir fuglar heiti stelkar”. Dyravörðurinn horfði á mig furðulostinn. Þvilik ósvifni. „Ég held að svona kaupstaðar- kjabbar ættu fremur að þegja og fara að sofa i hausinn á sér, heldur en bera mönnum á brýn lygar. Þú veisttrúlega ekki, hvort á að mjólka kú að framan eða aftan. Og ég frábið mér alla náttúrufræðikennslu, frá þér”. „Ég gef nú ekki mikið fyrir þina speki, miðað við speki Lax- ness. Hann skrifar, aö stelkar segi „ti ti” en þetta fyrirbæri þarna úti segir óumdeilanlega „pipi”.” Þar baunaði ég á hann. „Ekki sé ég nú ýkja mikinn mun á þvi, gæti verið önnur beyg- ing”. Ég klóraði mér i hausnum. Hafði enda engri húfu að klóra, eins og spekingurinn alvisi. Mér fannst ég kominn út á hálan is. Laxness minntist, að ég hélt, hvergi á málfræði fugla i „Sjálf- stætt fólk”, enda fuglar auka- atriði i þeirri ágætu bók. „Allténd leiðindafugl”, tautaði ég og rölti upp stigann. „Sjálfur”, suðaði dýri illgirnis- lega á eftir mér. Ég skellti á eftir mér hurðinni, skenkti i glas, fékk mér vænan vindil og tók svo til viö bardaga Bjarts i Sumarhúsum við hrein- dýrið. „Pi pi. Pi pi” Ég byrjaði að skjálfa. „Pi pi, pi pi, pi pi”. Tvöfalt stereó. Ég rak upp öskur og stökk að glugganum. Bölvaðir litlu þrjót- arnir voru enn að og hafði bæst liðsauki. Ég gekk að stólnum, en hætti við að setjast. Tók þess i stað út úr glasinu i einum teyg. Siðan háttaði ég i hasti, lokaði glugganum og stakk mér á kaf undirsængina. Mér rann ibrjóst. „Pi pi pi pi”. Ég hrökk upp, meira vakandi en nokkru sinni fyrr. — Skyldu þessi kvikindi aldrei sofa? Ég leit á úrið: þrjú eftir miðnætti. Af al- efli reyndi ég að bæla mig niður. Fór að rifja upp allt það sem ég vissium dýr. Gamall frændi hafði eitt sinn sagt mér, þegar ég var litill, að gott væri að telja kindur, ef illa gengi að sofna. En þar sem karlinn var hraðlyginn, breytti ég kindunum i mýs og taldi þær. Eftir þúsund stykki, var farinn að siga á mighöfgi og mýsnar óðum að breytast i alls kyns furðudýr. „Pi pi pi pi”. Þetta skelfilega hljóð þrengdi sér gegnum svefn- inn. Ég þvingaði mig til að liggja kyrr. Jafnframt fór ég að reyna að upphugsa ráð, til að losna við þessa keppi. Varla kom til greina að skjóta á þá; ég hafði enga byssu. Auk þess hafði ég heyrt, að skytteri væri ekki vel séð á hótelum. öskra á þá? — Ekki svo vitlaust. Ég framkvæmdi þetta snarlega. Enginn árangur utan- dyra, en ég heyrði háværar mót- mælaraddir úr næstu her- bergjum. Þá datt mér loks i hug snjallræði. Éghringdi i vin minn, dyravörðinn, og bað hann vinsamlegast að fæla upp fugl- ana mig langaði til að sjá þá á flugi. Hann tók þvi nokkuð vel. Ég gekk að glugganum og beið spenntur. Dyravörðurinn marseraði hermannlega að einum simastaurnum og barði i hann með spýtu. Og þeir flugu allir. Já, ég segi allir, þvi loftið bókstaflega þykknaði. Og þvilik- ur dómadags-hávaði. Þeir sögðu allir pi. Þetta styrkti þá trú mina, að annað hvort væri Laxness ekki pottþéttur i fuglamálafræði, eða dyravörðurinn vissi ekkert um fugla almennt. Siminn hringdi. „Skemmtir herrann sér vel?” Kurteisi min hafði þegar beðið skipbrot. „Leiðindasvin”. „Sömuleiðista...” Ég skellti á. Strunsaði að glugganum, og lokaði honum með háum dynk. „Pi pi pi pi”. Litlu kvikindin flugu i tugatali, 1 kring um hótelið. Fleiri sátu á öllum til- tækum simastaurum. Ég hljóp nokkra hringi i kring um sjálfan mig á herbergisgólf- inu, fékk mér siðan vænan teyg úr flöskunni. Fékk mér annan og tók bjargfasta ákvörðun. Ég dró fram töskuna og hóf að pakka niður, skyrtum, sokkum, buxum, rakáhöldum og fleiru. Fékk mér einn enn, kláraði að taka mig til.. Siðan drakk ég afganginn úr flöskunni og lagðist til svefns. Stelkar, rottur, minkar og hænsn. Þetta rann saman i móðu, og likt- ist hvað öðru. Ég hentist upp. Það var glaða sólskin. Ég leit á úrið: Tiu. „PI pi”. Djöfullinn. Þeir unna >ér ekkihvildar. Ég hökti framúr, sá töskuna á gólfinu. Já, ég skyldi ko yfirgefa þetta andsk. hótel, tefði betur aldrei komið. Það æri þó alltaf munur að horfa á lessaða Esjuna i öllum sinum iölbreytileik, heldur en (hlusta ) þessi béuö fuglstippi, hér arðan heiða.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.