Þjóðviljinn - 27.05.1981, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 27.05.1981, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 27. mai, 1981 þjöÐVILJINN — SIÐA' 11 iþróttirlT] iþróttirí/l íþróttir V / BlJmsMB: Ingólfur Hanaesson. '-■» Birgir aftur til KR-inga Birgir Guðbjörnsson, fyrrum landsliðsmaður i körfubolta, mun næsta vetur leika að nýju með sínum gömlu félögum í KR. Þá er hugsanlegt að 1S- félagarnir, Arni Guðmundsson og Gísli Gislason, gangi að nýju til liðs við Vesturbæjarliðið. Einnig hefur komið til tals, að „Spóinn”, Dakarsta Webster, leiki með KR-ingum næsta vet- ur, en hann ætlar að flytja til Reykjavikur frá Borgarnesi. Webster er giftur Islenskri stUlku og stefnir að þvi að öðlast islenskan rikisborgararétt -IngH. Fyrirmyndar- aðstaða í Kópavogi A aðalfundi Samtaka fþrótta- fréttamanna fyrir skömmu var ákveðið að útnefna vinnuaðstöðu íþróttafréttamanna við Iþrótta- völlinn við Fifuhvammsvcg I Kópavogi þá bestu i landinu, raunar þá einu boðlcgu. Vinnuaðstaða iþróttafrétta- manna er viðast fyrir neðan allar hellur og virðast þeir sem ráða ferðinni hreinlega gleyma þess- um þætti. Friörik Þór á heimleið Frjálsiþróttamaðurinn kunni Friðrik Þór Óskarsson er væntan- legur heim i þessari viku og er jafnvel li'klegt að hann verði með- al keppenda, á EÓP-mótinu á föstudaginn Friðrik Þór hefur i vetur dvalist I Bandarikjunum ásamt Oddi Sigurðssyni við æf- ingar og keppni. —IngH Friörik Þór óskarsson • * ■ «* >■' ' II lv\i Það er oftast hlutskipti yngstu fótboltaáhugamannanna að fylgjast með þeim stóru að leik. Um næstu helgi er ætlunin að guttarnir fái að spreyta sig og er fyllsta ástæða til þess að hvetja hina eldri að standa í stykkinu og hvetja sin lið til dáða. Mynd:—gel — Knattspyrnumót fyrir guttana í 6. flokki Um næstu helgi verður haldið svokallað Miniknattspyrnumót KRR, sem ætlað er strákum i 6. flokkum Reykjavikurfélaganna. Á laugar- daginn hefst keppnin kl. 10 á svæðum KR og Þróttar og á sunnudeginum fara úrslitaleikirnir fram á Þróttarvellinum. Framarar með fótboltanámskeið Knattspyrnudeild Fram gengst i sumar fyrir námskeiðum i fót- bolta fyrir stráka fædda á árun- um 1969 tii 1975, að báðum árun- um meðtöldum. Hvert námskeið nær yfir tveggja vikna timabil og hcfst það fyrsta 1. júni nk. Verð fyrir citt námskeið er 130 kr. Kennarar verða Agúst Hauks- son, meistaraflokksmaöur og Guðmundur Ólafsson. Yfirum- sjón er I höndum Jóhannesar Atlasonar. Framararnir eru með ýmsar ráðagerðir á prjónunum i sambandi við námskeiðin og má þar nefna sýningar á knatt- spyrnumyndum, heimsóknir meistaraflokksmanna Fram og landsliðsmanna, keppni um vita- kóngs- og bráðabanakóngstitla á hverjum degi o.s.frv. Þá munu allir geta reynt við knattþrautir KSl og unnið þar til brons- eða silfurmerkis. Innritun fer fram i Framheim- ilinu við Safamýri frá 25. mai, kl. 13 til 156. Nánari upplýsingar fást i sima 34792. Davíð sefir I V-Þýskalandi Fimleikamaðurinn Davið Inga- son úr Ármanni dvelst þessa dag- ana við æfingar i Vestur-Þýska- landi, en þangað hélt hann að af- loknu Norðurlandamótinu fyrir skömmu. Davið mun dveljast i Miinchen næsta mánuðinn. A Norðurlandamótinu keppti, Davið ásamt Islandsmeistaran- um Heimi Gunnarssyni, en þeir félagarnir höfnuðu i neðstu sæt- unum þrátt fyrir talsverðar framfarir. Reyndar settu þeir báðir persónulegt met, en það dugði ekki til. —IngH 3. deild knattspyrnunnar Allt á fulla ferð Keppni i 3. deild fótboltans hófst um sfðustuhelgi og urðu úr- slit þessi: A-riðill: Grótta—Armann 0:2 Afturelding—Óðinn 2:1 Grindavfk—IK 5:1 B-riðill: IR—Þór, Þorl. 1:1 Njarðvik—Leiknir 1:2 Viðir—Léttir 5:2 C-riöill: Reynir, H—Vikingur 1:3 Grundarfj.—HV 0:9 I gærkvöldi voru mörg 3. deild- arliðanna á fullri ferð i Bikar- keppninni og um næstu helgi verða 8 leikir i deildinni. Liverpool og Real Madrid leika í kvöld (Jrs'litaleikurinn i Evrópu- keppni meistaraliða i knatt- spyrnu veröur háður i París i kvöld. Liðin sem leika eru Liver- pool frá Englandi og spænska stórliðið Rcal Madrid. Liverpool varð Evrópumeistari árin 1977 og 1978, en afrekalisti Madrid-liðsins er mun glæsilegri. Það hefur sigrað 6 sinnum i keppninni Gunnar Páll Jóakimsson Gunnar Páll til V-Þýskalands Gunnar Páll Jóakimsson, milli- vegalengdahlauparinn kunni úr ÍR, crá forum til Kölnar i Vestur- Þyskalandi hvar hann mun stunda æfingar og keppni fram- undir miðjan júlimánuð. 1 Köln dveljast einnig hlaup- ararnir Jón Diðriksson, UMSB og Ragnhildur ólafsdóttir, FH. Þeir félagarnir Jón og Gunnar Páll munu væntanlega æfa og keppa saman, en þeir stefna báðir á að vera i.islenska karlalandsliðinu sem tekur þátt i C-keppninni i Luxemburg. —IngH 2. hluti Meistaramótsins næstkomandi Annar hluti tslandsmeistara- mótsins i frjálsiþróttum verður haldinn laugardaginn 30. mai næstkomandi. Keppt verður i 4x800 metra boðhlaupi, 3.000 metra hlaupi kvenna og 10 kiló- metra hlaupi karla. Keppt verður laugardag á gamla vellinum i Laugardal i Reykjavik, og hefst keppni kl. 16.00. með keppni i 4x800 m. Væntanlegir keppendur eru beðn- ir að mæta timanlega til skrán- ingar. Framkvæmdaaðili mótsins er frjálsiþróttadeild IR. ■ I i ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ L Leikið gegn Tékkum í HM-keppninni í kvöld 6 atvinmimenn í íslenska liðinu i kvöld leikur tsland gcgn Tékkum i undankeppni HM i knattspyrnu og fer viðurcignin fram i Bratislava. Tékkarnir eru með eitt af bestu knatt- spyrnuliðum Evrópu þannig að róðurinn verður vafalitið þung- ur hjá islensku strákunum. Strákarnir hafa æft siðustú dagana i Tékkóslóvakiu og koma þvi sæmilega vel undir- búnir til leiks. Þeir sém lands- liðshópinn skipa eru eftirtaldir: Markverðir: Þorsteinn Bjarna- son, IBK og Bjarni Sigurðsson, 1A. Áðrir leikmenn: Trausti Haraldsson, Fram, Arni Sveins- son, IA, Viðar Halldórsson, FH, Sigurður Halldórsson, IA, Dýri Guðmundsson, Val, Sigurlás Þorleifsson, IBV, Ómar Torfa- son, Vikingi, Þorgrimur Þráins- son, Val, Janus Guðlaugsson, Fortuna Köln, Asgeir Sigurvins- son, Standard Liege, Magnús Bergs, Borussia Dortmund, Atli Eðvaldsson, Borussia Dort- mund, Pétur Pétursson, Feyenoord, og Amór Guðjohn- sen, Lokeren. Nokkuð ljóst er að 5 atvinnu- mennirnir siðasttöldu munu skipa miðjuna og framlinuna og að Þorsteinn Bjarnason stendur i markinu, Trausti er öruggur með stööu vinstri bakvarðar og Sigurður verður örugglega „stopper”. Janus leikur annað hvort „sweeper” eða hægri bak- vörð Dýri og Þorgrimur bitast sennilega um lausa sætið. „Utlendingahersveitin" I i ■ I ■ I ■ I ■ A m I ■ j i ■ I ■ I ■

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.