Þjóðviljinn - 27.05.1981, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 27.05.1981, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 27. mai; 1981 ÚTBOÐ Borgarneshreppur óskar eftir tilboðum i byggingu sökkla fyrir skóla i Borgarnesi. Útboðsgögn verða afhent frá og með mið- vikudeginum 27. mai á skrifstofu Borgar- neshrepps Borgarbraut 11 og verkfræði- stofu Sigurðar Thoroddsen Berugötu 12, Borgarnesi. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Borgar- neshrepps þriðjudaginn 9. júni kl. 11. VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN hf ÁHMÚU4 REYKJAVlK SlMI 84499 gff FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR W Vonarstræti 4 - Sími 25500 18 ára stúlka, sem er i fullri vinnu og hyggst stunda nám næsta vetur, óskar eftir að búa hjá fjöl- skyldu i Reykjavik. Upplýsingar i sima' 25500 milli kl. 11 - 12. (Petrina) Frá F j ölbrautaskólanum við Armúla Innritun fer fram i skólanum dagana I. —5. júni kl. 9—15. 1. og 2. júni verður einnig innritað i Miðbæjarskólanum kl. 9.00—18.00. Við skólann eru starfræktar eftirtaldar brautir: 1. Heilsugæslubraut 2 (4 annir). Bóklegt nám sjúkraliða. 2. Heilsugæslubraut 4 (8 annir). ’ Námi lýkur með stúdentsprófi. 3. Náttúrufræðibraut (8 annir). Námi lýkur með stúdentsprófi. 4. Uppeldisbraut 2 (4 annir). (Fóstur- og þroskaþjálfabraut). 5. Uppeldisbraut 4 (8 annir). Námi lýkur með stúdentsprófi. 6. íþróttabraut (4 annir). 7. iþróttabraut (8 annir). Námi lýkur með stúdentsprófi. 8. Samfélagsbraut. Námi lýkur með stúdentsprófi. 9. Viðskiptabraut 2 (4 annir). Námi lýkur með almennu versl.pr. 10. Viðskiptabraut 4 (8 annir). Námi lýkur með stúdentsprófi. II. Málabraut (8 annir). Námi lýkur með stúdentsprófi. Með öllum umsóknum þarf að fylgja af- rit af prófskirteinum. Skólastjóri • Blikkiðjan Asgaröi 7, Garöabæ onnumst þakrennusmiöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíöi. Gerum föst verötilboö SIMI 53468 skák Umsjónr Helgi Ólafsson Sjónhverfingar undrabamsins I 5. umferð á Moskvumótinu urðu úrslit sem hér segir: Beljavski-Geller 1/2-1/2 Gheorghiu-Karpov 1/2-1/2 Portisch-Polugajevski 1/2-1/2 Torre-Balashov 1/2-1/2 Timman-Kasparov 1/2-1/2 Anderson-Smejkal 1/2-1/2 Smyslov-Petrosjan 1/2-1/2 Það vill stundum verða svo þegar miklir meistarar mætast að jafnteflin láta á sér kræla. 1 þessari umferð var litil barátta i flestum skákunum, en undan- tekningu mátti þó finna i viður- eign Kasparovs og Timmans. Þó að skákinni hafi lokið eftir aðeins 24 leiki gerðist þó ýmislegt i milli- tiðinni. Hvitt: Jan Timman Svart: Harry Kasparov Kóngsindversk vörn 1. d4-Rf6 5. f3-0-0 c4 g6 6. Be3-Rc6 3. Rc3-Bg7 7. Rge2-a6 4. e4-d6 8. Rcl (1 1. umferð lék Beljavski hér 8. Dd2 gegn Kasparov). 8. ,..-e5 10. Rb3-Rxb3 9. d5-Rd4 11. Dxb3 (Þannig tefldi Spasski i frægri skák við Kortsnoj. Þó Kortsnoj hafi tapað fetar meistarinn ungi ótrauður i fótspor hans). 11. ...-c5 13. 0-0-0-De7 12. dxc6-bxc6 (Kortsnoj lék 13. -Be6). 14. Db6-Bb7 16. h4-Hfc8 15. g4-Hab8 17. h5 17. ...-Rd5!? (Hvilik ósvifni!) 18. exd5 (Það er auðvitað nærtækast að reyna að halda c-linunni sem mest lokaðri). 18. ...-cxd5 19. Hxd5 (Eftir skákina komust menn að þeirri niðurstöðu að 19. cxd5 væri betri leikur, en honum hugðist Kasparov svara með 19. -Ba8 20. Da5-e4! o.s.frv. Hann hefur i öllu falli góð færi fyrir manninn sem hann fórnaði). 19. ...-Bxd5 21- Da7-Ha8 20. Rxd5-De6 22. Db7 (Upphaflega hugðist Timman leika 22. Rc7 en sá leikur dugir skammt vegna 22. -Dxc4+!! 23. Bxc4-Hxa7 24. Bxa7-Hxc7 25. b3-d5 o.s.frv.) 22. Db7-Hab8 24. Db7-Hab8 23. Da7-Ha8 — Jafntefli. Stutt en tilþrifamikil skák. Staðan eftir þessa umferð var sem hér segir: 1. Karpov 4 v. 2—3. Kasparov og Smyslov 3 1/2 v. 4—5. Anderson og Portisch 3 v. 6—8» Petrosjan, Gheorghiu og Polugajevski 2 1/2 v. o.s.frv. Félagsfréttir Frá Bridgefélagi Akureyrar Siðasta lotan i Minningarmóti um Halldór Helgason var spiluð s.l. þriðjudagskvöld, 12. mai. Þetta var sveitakeppni með þátttöku 14 sveita. Spilað var eftirBord-o-max fyrirkomulagi. Sigurvegari nú varð sveit Páls Pálssonar sem hlaut 211 stig. Auk Páls eru i sveitinni Frimann Frimannsson, Soffia Guðmundsdóttir, Ævar Karles- son, Grettir Frimannsson og Ólafur Agústsson. sæti sveit Dóru Friðleifsdóttur. I B riðli sigraði sveit Drafnar Guðmundsdóttur og i C riðli sigraði sveit Kolbrúnar Indriða- dóttur. 16. mai var haldinn aðalfund- ur klúbbsins að Hótel Sögu og var hann fjölsóttur. Verðlauna- afhending fyrir spilakvöld vetr- arins fór fram svo og fyrir bronsstig klúbbsins en brons- meistarar spilaársins 80 - 81 urðu hjónin Erla Sigurjónsdóttir og Kristmundur Þorsteinsson. Kosin var ný stjórn og er for- maður hennar Guðmundur Guð- veigsson. li Umsjón: Ólafur Lárusson 1. Kristjana Steingrimsdóttir 2858 2. Sigriður Ingibergsd. 2687 3. Gunnþórunn Erlingsd. 2666 4. Alda Hansen 2625 5. Aldis Schram 2613 Röð efstu sveita varð þessi: stig 1. Sv. Páls Pálssonar....211 2. sv. Magnúsar Aðalbjörnss.204 3. sv. Alfreðs Pálssonar..194 4. sv. Ferðaskrifstofu Ak. ...193 5. sv. Gissurar Jónassonar .. 182 6. sv. Stefáns Ragnarssonar . 166 7. sv. Jóns Stefánssonar..165 8. sv. Stefáns Vilhjálmss.163 Meðalárangur er 156 stig. Þetta var siðasta keppni hjá Bridgefélagi Akureyrar á þessu starfsári, en opið hús var að Félagsborg 19. mai. Keppnis- stjóri hjá BA var eins og undan- farin ár Albert Sigurðsson og stjórnaöi hann öllum keppnum félagsins og er óhætt að segja að þar sé réttur maður á réttum stað. Sveitir Páls Pálssonar og Stefáns Ragnarssonar munu spila á Norðurlandsmótinu i bridge sem verður i Varmahlið i Skagafirði 5. - 8. júni. Þar spila 10 sveitir viðsvegar að af Norð- urlandi. Núverandi Noröur- landsmeistari er sveit Páls Pálssonar frá Akureyri. Einnig munu sveitir frá Akureyri spila i Bikarkeppni Bridgesambands Islands i sumar. Frá Bridgeklúbbi hjóna 12. mai s.l. lauk aðalsveita- keppni klúbbsins og var það jafnframt siðasta spilakvöldið. 18 sveitir tóku þátt i keppninni og var spilað i 3 riðlum. Skipt var i riðlana með jöfnum styrk- leika og spiluðu allir við alla. Siðan var sveitunum raðað eftir úrslitum fyrri keppninnar þann- igað i A riðli voru þær 6 efstu, i B næstu 6 og i C siðustu 6. Úrslit urðu þau að sveit Guðriðar Guð- mundsdóttur var i 1. sæti, 2. sæti sveit Erlu Sigurjónsdóttur, 3. Frá Bridgefélagi kvenna Þann 18. mai var spiluð sið- asta umferð i hraðsveitar- keppni þeirri sem staðið hefur yfir hjá Bridgefélagi kvenna i fimm kvöld. Þegar upp var staðið hafði sveit Kristjönu Steingrimsdóttur sigrað með talsverðum yfir- burðum. t sveit Kristjönu spil- uðu auk hennar Halla Bergþórs- dóttir Ester Jakobsdóttir, Ragna ólafsdóttir og Erla Sig- urjónsdóttir. Röð annarra sveita varð ann- ars sem hér segir. Þetta var siðasta spilakvöld vetrarins en til stendur að hitt- ast laugardaginn 13. júni og þá liklega i skiðaskálanum, en nánar verður sagt frá þvi siðar. Bikarkeppnin Nú er Bikarkeppni B.í. haíin og i tilefni af þvi vill þátturinn beina þvi til fyrirliða, að senda inn úrslit i leikjunum þannig að menn geti fylgst með hverjir halda áfram. Menn geta haft samband *við mig i 16538, eða 41507 (Her- * mann). Nú, eða senda linu til Þjóðviljans, merkt Bridge. KENNARAR í fræðshiiimdæmi Reykjaness Komið hefur i ljós að fjármálaráðuneytið og fræðsluskrifstofa Reykjaness hafa itrekað reynt að skerða áunnin kjararétt- indi kennara. Þeir kennarar sem telja ein- hvern vafa á um réttan útreikning launa sinna eru beðnir að hafa samband við trúnaðarmenn félagsins eða skrifstofu Kennarasambands íslands. Sérstaklega eru þeir kennarar sem hafa fengið kennslustyttingu vegna aldurs á siðastliðnu kennsluári beðnir að láta vita af sér. Stjórn Kennarafélags Reykjaness.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.