Þjóðviljinn - 05.06.1981, Side 6

Þjóðviljinn - 05.06.1981, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 5. júnl 1981 Jón Thor Haraldsson skrifar bókmenntír Hinn svonefndi „selsbær” í Skaftafelli um 1930. krog” eins og i Sigfúsi segir, af- leidda orðið „hótré” er þar hvergi að finna? Hvað muna margir það lif sem svo er lýst: „Rúmfjalir voru við hvert rúm framan af öld- inni. Sérstaklega þótti gömlu fólki gott að skýla sér með þeim. Fyrir kom að lum var haft i rúmbotna, en algengara var þó að hafa rúm- hroða.sem skipt var um árlega. Fariskinn voru breidd yfir hroð- ann” (bls. 113, leturbr. hér). Þannig mætti áfram halda. Þóröur Tómasson hefur gert þessa bók vel úr garði og leitað mjög vfða fanga. Allt sýnist það trúlega gjört og unnið (utan hvað likræður presta sanna nú vist ekki alltaf mikiðum mannkosti). — Og skelfing varð ég glaður að rekast i textanum aftur á hið ágæta orð „kames” sem ég hélt satt að segja að væri orðið aldautt i mál- inu. Ég minntist á mannlif, hér er skemmtileg svipmynd: „Þorsteinn i Böltanum hefur liklega verið það, sem nú er kall- að náttúruskoðari. Hann var bókamaður og viðlesinn á þeirrar tiðar visu. Mannkynssögu Páls Melsteð átti hann og kunni á henni góð skil. Einu sinni sem oft- ar fór hann til kirkju og komst eitthvað á tal við prestinn eftir messu. Fóru þeir að ræða ýmsa atburði mannkynssögunnar og nefndi presturinn ákveðið ártal i þvi sambandi. Þá varð Þorsteini að orði: ,,Já, það er einmitt það, þá var viða ófriður, þetta er sama árið og máriuerlan og steindepill- inn flugust á inn i Bölta!” Þetta minnir eilitið á frásögn- ina góðu i Skarðsárannál við árið 1485: „Höfðu krákur og krummar og aðrir fuglar ógnarlegan rif- rildisgang i loptinu. Eftir það kom mikið strið á milli Engelskra og Franskra”. En erfitt gat þetta mannlif orð- ið eins og sjá má af bréfi Skafta- fellsbænda 1786 vegna „kóngs- jarðarinnar Skaftafells kúgilda” sem voru „18 ær, hver nú eru dauð með öðru voru fé”. Þvi er siðan átakanlega lýst hvað yfir jörðina hafi dunið frá þvi „fyrst byrjaði sú stóra plága árið 1783” og lýkur á þessum ömurlegu bænarorðum: „Hér uppá biðjum vér og væntum allra auðmjúkast góðrar úrlausnar, sem vér viljum halda oss i allan máta eftirréttan- lega, sem oss er mögulegt, og for- blifum með auðmýkt Hans Há- eðla Hávelbyrðigheita Hr. Stift- amtmannsins i djúpustu undir- gefni auðmjúkir þénarar” (bls. 19). Ég hefði kosið að það fylgdi svo sem eitt kort þessari bók, það get- ur stundum verið dálitið erfitt fyrir ókunnugan að fylgja frá- sögninni. A móti kemur margt góðra ljósmynda, þeir Grétar Eiriksson og Snorri Snorrason eiga þar drjúgan hlut að máli að ógleymdum Vigfúsi Sigurgeirs- syni. J.Th.H. m **!■ „Þar skyldi aldrei sauð- laust vera” Þóröur Tómasson: Skaftafell. Þættir úr sögu ættarseturs og atvinnu- hátta. Bókaútgáfan Þjóðsaga. Reykjavík 1980. Mér er það allt að þvi i barns- minni hvilikt töfraland öræfin voru i augum minum þegar ég leit til öræfajökulsaf Siðunni, maður bjóst tæpast við að eiga eftir að stiga fæti á þær „furðustrandir”. Þórði Tómassyni safnverði i Skógum er likt farið, hann segir það hafi verið sér sem ,,f jarlægur draumur”. Þórður hefur nú tekið saman bók um Skaftafeil sem er mikill merkisbær þar sem að visu var erfitt en þó öðrum þræði gott að búa, enda hefur tröllkona á hann lagt, ,,að þar skyldi aldrei sauðlaust verða” (b)s. 22). Þættirnir eru nokkuð sundur- lausir og misskemmtilegir eins og gengur, en framar öllu er þessi bók sönn fróðleiksnáma um þjóð- hætti, mannlif og raunar málfar. Hver kannast lengur við orðið „hór” i merkingunni „Gryde- Gagnleg Hollandsbók Frank E. Huggett: Holland: Ingi Karl Jóhannesson þýddi. Bjallan Reykjavík 1980. „Landabóka Bjöllunnar” hefur litt eða ekki verið getið i Þjóðvilj- anum, en þær eru nú orðnar fimm talsins. Þetta eru býsna liflegar bækur og feykimikið mynd- skreyttar, reynt að kynna „land og þjóð” en sá er undirtitill allra bókanna. Mér sýnist sem fyrst og fremst séu þessar bækur ætlaðar aldursflokkum grunnskólanna, en ekkert ætti þó að vera þvi til fyrirstöðu að eldri lesendur geti haft af þeim gagn og ánægju. Þess er tæpast að vænta i okkar hápólitiska heimi að slikar bækur beri ekki einhvern vott uppruna sins, t.d. er höfundur Sovétrikja- bókarinnar áberandi gagnrýnni en sá sem hér ritar um Holland og sér ekki blett eða hrukku á þvi borgaralega þjóðfélagi. En yfir- leitt virðist mér bókarhöfund- arnir allir af vilja geröir að rit þeirra auki lesendum umburðar- lyndi og skilning á marg- breytileik mannlifsins i henni veröld^ þótt ekki væri nema af þeirri ástæðu er fengur að þessari útgáfu. Landafræðibækur úreldast af- skaplega fljótt, svo dæmi sé tekið eru allar tölur um ibúafjölda i borgun i þessari bók frá 1973 og Júliana (sem raunar fullkomlega eðlilegt má teljast) enn Hol- landsdrottning. Við þessu er ekk- ert að gera nema gefa bækurnar sem oftast út á ný og þá vandlega endurskoðaðar, en á sliku veröur vist eðlilega bið hér á tslandi og ekki við forlagið að sakast. Ein dálitiö leiöinleg fljótfærnis- villa hefur slæðst inn i þessa út- gáfu, stjórnarfar i Hollandi er sagt vera „þingbundið ein- veldi” — og einhver enskukeimur er af þvi að tala um „skrifaða stjórnarskrá” siðan 1814, en ann- ars virtist mér þýðingin vel af hendi leyst. Areiðanlega eiga þessar bækur eftir að gera heil- mikið gagn á skólabókasöfnum og raunar viðar. Til heiðurs biskupi: Úrval greina °g predikana eftír Sigurbjöm Einarsson Um mánaðamótin ágúst—september er væntanleg bók með úr- vali ritgerða og predik- ana eftir biskup ís- lands, Sigurbjörn Ein- arsson. Það er Presta- félag Islands sem gef- ur bókina út í tilefni þeirra tímamóta að séra Sigurbjörn lætur í haust af biskupsstarf i en hann verður sjötug- ur 30. júní n.k. Akvörðun um að heiðra biskup með þessum hætti var tekin á aðalfundi Prestafé- lagsins á árinu 1979 og var Séra Sigurbjörn Einarsson skipuð þriggja manna nefnd til að annast undirbúning út- gáfunnar. í henni eru dr. Einar Sigurbjörnsson, sr. Magnús Guðjónsson, biskupsritari og sr. ólafur Skúlason, dómprófastur. 1 úrvalinu er leitast við að gefa sem besta mynd af fræöimanninum og kirkju- manninum Sigurbirni Ein- arssyni en fáir aðrir hafa sett meiri svip á islenskt kirkjulíf þá áratugi sem hann hefur gegnt embætti biskups. Einungis verða i bókinni óútgefnar greinar og predikanir en val þeirra reyndist að sögn þeirra þremenninganna ekki auö- velt enda safnið stórt, hátt á fjórða hundrað spjöld eru i tilvitnanaskránni. úrvalið er gert I samráði viö biskup og nær það frá árinu 1946 fram til þessa dags. Tveir háskólakennarar rita um biskup i bókinni, dr. Jón Sveinbjörnsson og dr. Páll Skúlason um trúvarnar- manninn. 1 bókinni, sem ekki veröur seld á almennum markaði til að byrja með, verður „tabula gratulatoria” eða heillaóskaskrá og eru þeir sem vilja árna biskupi heilla á henni og tjá þakklæti sitt beðnir að senda nöfn sin til Prestafélags tslands, prófasta eða bókaútgáfunnar „örn og örlygur” fyrir 15. júni n.k. Biskup mun árita þessar bækur. Titill bókarinnar hefur ekki verið ákveöinn en hún veröur gefin út I 1200 eintök- um. —AI — J.Th.H.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.