Þjóðviljinn - 05.06.1981, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 05.06.1981, Qupperneq 16
DJÚÐVIUINN Föstudagur 5. júnl 1981 Aöalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt aö ná i blaðamenn og aöra starfsmenn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt aö ná i afgreiöslu blaösins i sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Heimsókn landstjórans lýkur í dag 1 dag lýkur opinberri heim- sókn kanadisku landstjórahjón- anna til tslands meö heimsókn til orkuversins i Svartsengi. Klukk- an 12.30 mun flugvél landstjóra leggja af staö frá Keflavikurflug- velli. 1 gær heimsótti landstjórafrúin tslenskan heimilisiönaö og skoö- aöi fatasýningu og kynningu á handiðum. Þá fóru landstjóra- hjónin til Þingvalla og Hvera- gerðis, og heimsóttu Garöyrkju- skólann á Reykjum i Olfusi. Rik- isstjórnin hélt þeim hádegisverö- arboö i Valhöll en i gærkvöldi héldu landstjórahjónin forseta Is- lands boð á Hótel Sögu. Kosið í útgerðar- ráð í gær: Björgvin kosinn formaður ÍBÚR Björgvin Guömundsson, borg- arfulltrúi Alþýöuflokksins var i gær kjörinn formaður I útgerðar- ráöi en hann hefur sem kunnugt er verið ráðinn forstjóri Bæjarút- gerðarinnar, sem útgerðarráð stjórnar. Björgvin hefur lýst þvi yfir að hann muni láta af störfum i út- gerðarráði þegar hann tekur við forstjórastarfinu i haust. Þá verður borgarstjórn að kjósa nýj- an formann útgerðarráðs, en varamaður Björgvins er Eggert G. Þorsteinsson, fyrrverandi ráð- herra. I borgarstjórn i gær fóru fram árlegar kosningar i margar nefndir og ráö borgarinnar, þeirra á meðal útgerðarráð, borgarráð, framkvæmdaráð, hafnarstjórn, stjórn Innkaupa- stofnunar og atvinnumálanefnd. Engar breytingar uröu á fulltrú- um i þessum nefndum en Kristján Benediktsson tekur við for- mennsku i framkvæmdaráði af öddu Báru Sigfúsdóttur og Sigur- jón f’étursson tekur við for- mennsku i borgarráði af Kristjáni Benediktssyni. Formaður hafn- arstjórnar er Björgvin Guð- mundsson, formaður Atvinnu- málanefndar er Guðmundur Þ. Jónsson og formaður stjórnar Innkaupastofnunar Eirikur Tóm- asson. — A1 Schreycr og Ólafur Jóhannesson koma að Reykjum I ölfusi. Ljósm.:: gel Lögbannskrafa Garðbæinga: Úrskuröur í dag úrskurður i lögbanns- af bæjarfógeta í Hafnar- kröfu Garðbæinga á firði i dag. breikkun Hafnarf jarðar- t gær var krafan dómtekin vegar verður kveðinn upp Kærendur lögðu þá fram ýmis Eiginfjárstaða Sambandsins traust: F j ármagnskostnaður jafn hár og öll Vextir 62% af launagreiðslum laun Aðalfundur Sambandsins hófst I gærmorgun að Bifröst I Borgar- firði. Fundinn sitja 106 fulltrúar frá 41 kaupfélagi. Valur Arnþórs- son, stjórnarformaðúr setti fund- inn og tilnefndi fundarstjóra Steinþór Magnússon og Sigurð Inga Sigurðsson. t skýrslu stjórnarformanns og forstjóra, Erlendar Einarssonar, kom fram aö afkoma Sambandsins var góð á siðasta ári. Heildarumsetning var 164 miljarðar g.kr. og jókst um rúm 50% frá fyrra ári. Brúttó- tekjur voru 31 miljarður g.kr. jukust um 13 miljaröa eða 71,7%. Tekjuafgangur að frádregnum fyrningum og sköttum er 926,5 miljótiir g.kr. Athygli vakti i skýrslu forstjóra að fjármagnskostnaöur Sam- bandsins var um það bil jafn mik- ill og allar launagreiðslur þess og vaxtagreiðslur einar 62% af launum. Mjög góöur hagnaður varð af rekstri sjávarafurða- deildar og skipadeildar dg inn- flutningsdeildar, en iönaðardeild á viö mikla erfiðleika aö striöa. Eiginfjárstaöa Sambandsins batnaöi á árinu og er nú mjög traust eða 32,4% af heildarniður- stöðu efnahagsreiknings. A fundinum kom einnig fram að heildartekjuafgangur kaupfélag- anna var 249,8 miljónir g.kr. á siðast liðnu ári og eigiö fé þeirra 48 miljarðar eða 29,6% af niöur- stööu efnahagsreiknings. Að skýrslum formanns og forstjóra loknum urðu miklar umræöur um rekstur Sambandsins. Fundinum verður fram haldið I dag og er ráðgert aö honum ljúki kl. 14. —BÓ gögn máli sinu til stuðnings, en þeir telja að framkvæmdirnar brjóti i bága við gildandi lög og reglur. Lögfræðingur Vega- igeröarinnar krafðist þess á móti að lögbannskröfunni yrði visaö frá vegna þess að íbúarnir væru ekki lögformlegir aðilar að mál- inu. Yrði þeirri kröfu hafnað krafðist hann þess aö lögbanninu yrði hrundiö á þeirri forsendu að skipulagslög heimiluðu fram- kvæmdina. Ef lögbanniö yrði hins vegar staöfest, lýsti hann þvi að Vegagerðin myndi gera kröfu um svimandi háa tryggingu. Helgi Hallgrimsson, forstjóri tæknideildar Vegagerðarinnar sagði i samtali við Þjóðviljann i gær að þeir Vegageröarmenn teldu aö breikkunin væri lögleg skv. skipulagslögum. „t þeim til- vikum likt og nú, þegar aðal- skipulag bæjarfélags liggur ekki fyrirsamþykkt, þá heimila skipu- lagslög aö einstaka framkvæmdir séu hafnar ef skipulagsstjórn og bæjarstjórn mæla meö þvi”, sagði Helgi. Hann sagöist ekki til- búinn til þess að svara þvi hverjir yröu látnir borga, ef fram- kvæmdirnar verða dæmdar ólög- legar. „Við höfum ekki hugsaö málið út frá þeim sjónarhól, þvi við teljum okkur hjá Vegagerö- inni vera að framkvæma löglega hluti”, sagði Helgi. -lg- Sölusýning „Nordic Screening” á Islandi: Snorri Sturlu- son til- búinn á skjáinn Á mánudag hófst í Reykjavík hin árlega sölu- sýning//Nordic Screening" en á þessari sýningu bjóða norrænar sjónvarpsstöðv- ar efni sitt til sölu kaup- endum utan Norðurlanda. Þetta er sjöunda árið sem þessi sýning er haldin en í fyrsta sinn sem hún er á islandi. i ár sækja um 90 kaupendur frá 45 sjón- varpsstöðvum i 20 löndum þessa sýningu.sem haldin er i Menntaskólanum við Hamrahlíð. tslenska sjónvarpið býður fram fimm myndir i fyrsta sinn á þess- ari sölusýningu en þrjár þeirra hafa verið sýndar i islenska sjón- varpinu. Þær sem ekki hafa verið sýndar þar eru Snorri Sturluson og Flæðarmál, hálftima mynd sem Agúst Guðmundsson, gerði eftir sögu Jónasar Arnasonar. Hinar myndirnareru Dagurilifi forseta, sem hér var sýnd i Fréttaspegli, Vandarhögg og Óðurinn um afa. Flæðarmál verður sýnt i is- lenska sjónvarpinu i haust en Snorri Sturluson síðar á þessu ári. Allseruum 140sjónvarpsþættir og myndaflokkar frá öllum Norðurlöndunum boðnir til sölu á Nordic Screening og stanslausar sýningar i gangi allan daginn. Elinborg Stefánsdóttir.sem sér um sýninguna fyrir hönd islenska sjónvarpsins sagði að litið væri um að kaupsamningar væru gerðir á sýningunni sjálfri. Fólk ráðfærði sig við yfirmenn sina þegar heim kæmi og pantaði siðan efni. Þar af leiðandi væri erfitt að segja um söiumöguleika og viðbrögð manna við mynd- unum. Snorra Sturlusyni hefði verið nokkuð vel tekið, t'.d. hefði franskur kaupandi verið jákvæð- ur gagnvart henni, en að visu fundist hún nokkuð löng. Myndin væri tvisvar sinnum 78 minútur og vel liklegt að hana mætti stytta. Dagur i lifi forseta þætti auö- vitað áhugaverð vegna atburðar- ins er við völdum okkur konu sem forseta og svo hefði Flæðarmálið fengið góö orö. Annar fulltrúinn frá Finnlandi skaut þvi inni að hann heföi séð smápart af Vandarhöggi og áliti myndina áhugaverða. Elinborg nefndi siðan að mynd Valdimars Leifssonar, Lifið I mýrinni hefði vakið mikla athygli, en þetta er i annað sinn sem hún er á sýningu Nordic Screening. Allir fulltrúar norrænu sjón- varpsstöðvanna voru mjög ánægðir með fyrirkomulag þess- arar sölusýningar og aðbúnaö allan og kváðu Elinborgu eiga hrós skilið fyrir afbragðs skipu- lagningu. Andrúmsloft væri mjög þægilegt og laust við þann verslunaranda sem yfirleitt lægi i loftinu á slikum sýningum. Einnig voru þeir sammála um að sýningar Nordic Screening væru mjög gagnlegar fyrir sjón- vörp á Norðurlöndum, þvi að svo smáar þjóðir ættu mjög litla möguleika á að koma sjónvarps- efni sinu á framfæri við aðrar þjóðir nema með sliku samstarfi. —A

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.