Þjóðviljinn - 10.06.1981, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.06.1981, Blaðsíða 1
Orkuþing hófst í gær UOmiUINN Yfir 200 manns Hjörleifur Guttormsson, iönaðarráðherra: Stórauka þarf hlut inn- lendra orkugjafa i orkunotkun landsmanna. ASI og Sjálfsbjörg: Sameiginlegar kröfur um atvinnu- og lífeyrismál Samstarfsnefnd Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra og Alþýðusambands Islands, sem sett var á laggimar i vetur hefur sent frá sér kröfugerð um úrbæt- ur f atvinnu- og lifeyrismálum fatlaðra. Hefur samninganefnd ASt i komandi kjarasamningum verið falið að bera fram kröfur- nar I næstu samningagerð. Aö sögn Theodórs A. Jónssonar formanns Sjálfsbjargar snúast kröfurnar m.a. um fleiri hluta- störf sem henta fötluðum i at- vinnulifinu, og að fatlaðir njóti lifeyrissjóðsréttinda á borð við annað vinnandi fólk. A það hefur mjög skort hingað til. Þá er þess krafist að fundnar verði leiðir til að þeir sem ekki eru færir um að vinna vegna fötlunar sinnar fái aðgang að lifeyrissjóði af ein- hverju tagi. ASI geröi raunar samþykkt um það efni á þingi sinu á liðnum vetri. 1 tilefni af ári fatlaðra mun Sjálfsbjörg halda aukaþing um næstu helgi. Þar verður fjallað um framkvæmd alþjóöaársins og hvernig halda beri á málum það sem eftir lifir af þvi. A laugardaginn heldur svo Sjálfs- björg útifund á Lækjartorgi. Þar munu flytja ávörp: Sigursveinn D. Kristinsson tónskáld, Hulda Steinsdóttir frá Sjálfsbjörg og Björn Þórhallsson varaforseti ASÍ. Samkvæmt skattskrá Reykja- Vfkur 1980, sem lögð verður fram i dag, urðu heildargjöld I borginni fyrir tekjuárið 1979 gkr. 138.191.776.462.-. Af þeirri fjárhæð er söluskattur 55 miljarðar 635 miljónir, skattar einstaklinga 52 miljarðar 473 miljónir og skattar félaga og fyrirtækja 17 miljarðar 344 miijónir g.kr. Skattar einstaklinga skiptast á 58.927 gjaldendur og nam tekjuskattur þeirra 23.5 miljörðum gkr. og lítsvar 20.6 miljörðum gkr. Barnaskattar voru lagðir á 1715 börn samtals 83 miljónir gkr. Persónuafsláttur til greiðslu út- svars nam gkr. 1.403.338.084,- og kom I hlut rúmlega 17 þúsund gjaldenda. Barnabætur að upp- hæð gkr. 4.761.167.599,- skiptust á 22.411 gjaldendur og persónuaf- sláttur til greiðslu sjúkratrygg- ingagjalds var 352.906.090-, og hlutu hann 17.670 manns. Til að foröast misskilning er vakin at- hygli á þvi að hér er um aö ræða álagningu ársins 1980 en ekki gjöld sem greiða skal á yfirstand- andi ári. „Lögaöilar” þ.e. skattskyld félög og fyrirtæki voru 3.585 tals- ins og greiddu þeir 4 miljarða gkr. i tekjuskatt, 5 miljarða I að- stöðugjald, 2 miljaröa i eign- arskatt og 2.5 miljarða i lifeyris- tryggingagjald. Launaskattur þeirra nam einum miljarði gkr. Þess ber og að gæta að allur samanburður við fyrri skrár er vara- samur vegna breytinga sem leiða af 1. nr. 40/1978 og fyrst var lagt á eftir 1980. Skv. 98 gr. þessara laga skal nú leggia fram skattskrá þegar kærumeðferð er lokið, en i eldri skajtskrám voru birt gjöld eins og þau voru áður en kærumeðferð hófst, en við úrskurð á kærum verður oftast umtalsverð breyting á gjöldum. Sjá lista yfir hæstu gjaldendur á bls. 14 Leikarar og félagar úr Sinfónfuhljómsveit tslands brugðu sér f bæinn i gær og léku fyrir bæjarbúa. Þeir voru að seija aðgöngumiða og ve:kja|athygli á árlegri skemmtun Slysasjóðs sem verður á fimmtudags- og föstudagskvöld í Háskólabiói kl. 23:15. Agóðinn rennur til bágstaddra. Ljósm.: gel. Gervasoni frír og frjáls Patrick Gervasoni er nú frir og frjáls IFrakklandi. Hann hringdi til kunningja sinna hér á landi fyrir nokkrum dögum og sagði þeim hvernig honum gekk að komast aftur heim. Við frönsku landamærin var hann tekinn og látinn biða þar i 3 klukkustundir meðan mál hans var kannað. Að þvi búnu var hon- um t jáð að hann væri frjáls, hann yröi aðeins að hafa samband við ddmstólinn i Marseilles sem mál hans heyrir undir. Það hafa þvi skipast veður i lofti eftir að Mitterrand komst til valda og nú hafa vonir vaknað um viðtækar náðanir til handa þeim mönnum sem neitað hafa að gegna her- þjónustu vegna skoöana sinna á hermennsku og vopnaburði. -ká. sitja þingið Orkuþing, hið fyrsta sem haldið er hér á landi hófst i gær og sitja það yfir 200 manns, forsvarsmenn og sérfræðingar allra þeirra lendrar orku en draga að sama skapi úr notkun innflutts elds- neytis. Hann minnti á aö með samþykkt hinna nýju laga um raforkuver er mörkuð sú stefna að tvöfalda raforkuframleiðslu frá vatnsaflsvirkjunum á næstu 10 til 15 árum og gott betur, en virkjanahraðinn muni þó óhjá- kvæmilega ráðast af markaösað- stæðum hvað varðar nýtingu ork- unnar. — Jafnframt hefur rikisstjórnin sett fram það markmiö, sagði Hjörleifur, að landsmenn stefni að þvi að jafna orkureikninginn gagnvart útlöndum fyrir lok ald- arinnar með nýtingu innlendra Framhald á bls. 14' stofnana sem fjalla um orkumál á tslandi. Auk þeirra sitja þingið ýmsir aðrir sérfræðingar á sviði orkumála, fulltrúar stjórnmála- flokka og fjölmargir áhugamenn. Aðalsteinn Guðjohnsen, for- maður Sambands isl. rafveitna setti orkuþingið og rakti i stuttu máli aðdraganda þess og undir- búningsstarf. Með þinginu er i fyrsta skipti skapaður vettvang- ur, þar sem allir þeir aðilar, sem um orkumál eiga aö fjalla, geta boriö saman bækur sinar og rætt um stöðu og framtið orkumála i landinu. Með tilliti til þeirrar miklu og vaxandi þýðingar, sem orkumálin gegna i islenskum þjóðarbúskap verður ekki annað sagt en að orkuþingið nú sé næsta timabært. Að lokinni setningarræöu Aðal- steins ávarpaði Hjörleifur Gutt- ormsson.iðnaðarráðherra þingið. Meðal dagskrárefna á orkuþingi, i gær má nefna mat á umfangi is- lenskra orkulinda, spá um orku- notkun til aldamóta og skipulag orkuframkvæmda. t dag verður fjallað um undirbúning orku- mannvirkja og gildi orkufreks iðnaðar fyrir þjóðarbúið. A morg- un verður stefnumörkun i orku- málum til umræðu og eftir hádegi fara fram pallborðsumræður um það efni.Alls er reiknað með þvi, aö flutt veröi um 40 erindi á þing- inu. Orkuþing 1981 fer fram i fundarsölum Hótels Loftleiða. Þingiö er öllum opið, en þátt- tökugjald er kr. 300. Skattskrá Reykjavíkur 1980: Miðvikudagur 10. júni — 129. tbl. 46. árg. Hjörleifur Guttormsson á Orkuþingi: inn gagnvart útlöndum fyrir aldamót! Sá reikningur, sem við íslendingar þurftum að greiða á siðasta ári fyrir alla okkar orkunotkun hljóðaði uppi á 180 miljarða g.kr. — Þetta voru um 13.5% af þjóðar- framleiðslu okkar það ár. Innflutt e Idsneyti tryggði okkur rösk 40% orkunnar, sem hér var not- uð, en fyrir það þurftum við að greiða um 70% af heildarupphæð orkureikn- ingsins. Nær 60% þeirrar orku sem við notuðum á síðasta ári var frá innlendum orkulindum, en sú orka kostaði hins vegar ekki nema um 30% af heildar- upphæð orkureikningsins. Þessar upplýsingar komu m.a. fram i ávarpi Hjörleifs Guttorms- sonar, iðnaðarráöherra við upphaf Orkuþings i gær. Hjörleifur ræddi um nauösyn þess að stórauka enn hlut inn- Heildargjöld röskir 138 miljaröar gkr. Jöfnum orkureíkning-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.