Þjóðviljinn - 10.06.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.06.1981, Blaðsíða 6
,6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 10. júnl 1981 SAMVINNUTRYGGIING/VR Ármúla 3 - Reykjavik • Simi 38500 Aðalfundir Samvinnutrygginga g.t., Liftryggingafé- lagsins Andvöku og Endurtryggingafélags Samvinnutrygginga h.f., verða haldnir i fundarstofu Samvinnutrygginga, Armúla 3, Rvik., þriðjudaginn 23. júni 1981 og hefjast kl. 10 fyrir hádegi. Dagskrá verður samkvæmt samþykktum félaganna. Stjórnir félaganna. SKATTSKRÁ REYKIAVÍKUR ÁRIÐ 1980 Skattskrá Reykjavikur árið 1980 vegna álagningar á tekjur og eignir ársins 1979 liggur frammi á Skattstofu Reykjavikur, Tryggvagötu 19, frá 10. júni til 24. júni n.k. að báðum dögum meðtöldum, alla virka daga nema laugardaga, frá kl. 10.00-16.00. Að gefnu tilefni skal athygli vakin á þvi, að þessari birtingu — álagðra opinberra gjalda i skattskrá 1980 vegna tekna og eigna ársins 1979 — fylgir ekki sjálfstæð kæruheimild. Reykjavik 9. júni 1981 Skattstjórinn i Reykjavík Auglýsing um aðalskoðun blfreiða í lögsagnarumdæml Reykjavíkur í júní 1981: Mánudagur 1. júni R-33501 til R-33800 Þriðjudagur 2. júni R-33801 tii R-34100 Miðvikudagur 3. júni R-34101 til R-34400 Fimmtudagur 4. júni R-34401 til R-34700 Föstudagur 5. júni R-34701 til R-35000 Þriðjudagur 9. júni R-35001 til R-35300 Miðvikudagur 10. júni R-35301 til R-35600 Fimmtudagur 11. júni R-35601 til R-35900 Föstudagur 12. júni R-35901 til R-36200 Mánudagur 15. júni R-36201 til R-36500 Þriðjudagur 16. júni R-36501 tii R-36800 Fimmtudagur 18. júni R-36801 tii R-37100 Föstudagur 19. júni R-37101 til R-37400 Mánudagur 22. júni R-37401 tii R-37700 Þriðjudagur 23. júni R-37701 til R-38000 Miðvikudagur 24. júni R-38001 til R-38300 Fimmtudagur 25. júni R-38301 til R-38600 Föstudagur 26. júni R-38601 til R-38900 Mánudagur 29. júni R-38901 til R-39200 Þriðjudagur 30. júni R-39201 til R-39500 Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar sínarfil Bifreiðaeftirlits ríkisins, Bfldshöfða8 og verður skoðun framkvæmd þar alla virka daga kl. 08:00 til 16:00 Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Viðskoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki f yrir því að bif reiðaskattur sé greiddur og vá- trygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Athygli skal vakin á því að skráningarnúmer skulu vera vel læsileg. Samkvæmt gildandi reglum skal vera gjald- mælir i leigubif reiðum sem sýnir rétt ökugjald á hverjum tíma. Á leigubifreiðum til mann- flutninga, allt að 8 farþegum, skal vera sér- stakt merki með bókstafnum L. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tíma verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum. Lögreglustjórinn i Reykjavik. 1. júní 1981 Sigurjón Sigurðsson Það Kari rlkisarfi meö drottningarefninu: Hann hefur sjáifdæmi i skatta- málum. er dýrt spaug, kónga- fólkið Það var einhverntíma haft eftir Farúk Eygypta- konungi, sem Nasser og vinir hans steyptu af stóli, að konungar yrðu ekki margir eftir við næstu aldamót. Hann sagði: Það verða fimm kóngar eftir í heiminum: hjartakóngur, spaðakóngur, tígulkóngur, laufakóngur og Englands- kóngur. Siöastnefnda konungdæmið er nú um stundir töluvert i fregnum vegna þess aö Karl rikisarfi hefur trúlofað sig geðþekkri stúlku og hafa blöð og ljósmyndarar þar i landi haft nóg að gera aö undan- förnu við að snúast i kringum þetta kærustupar og gera þvi lifið leitt. Yfirleitt er sjaldgæft, að sjá i breskum blöðum kvartanir yfir konungdæminu. Vitanlega er ein- hver hluti landsmanna lýðveldis- „ sinnar innst inni, en þaö er > berlegt að þeim finnst varla taka þvi að gera veður út af drottningum og prinsum — nema þá kannski til að nöldra ofboðlitið yfir þvi, að það er dýrt spaug að hafa kóngafólk. Öflugur þjónustuiðnaður. Breska konungsfjölskyldan er firnamikið brúkuð segir John Cunningham i grein i Gauardian. Hann tekur dæmi af einu ári: drottningin hefur nartað i ýmsa rétti i 52 opinberum veislum, hún veitir 186 áheyrnir, fer kannski i fjórar opinberar utanlandsreisur — alls kemur hún fram 325 sinn- um. Ekkjudrottningin móðir hennar, og prinsessurnar Mar- grét og Anna komu fram um 120 sinnum hver. Alls urðu „verk- efni” kóngafólksins á þessu til- tekna ári 1500 talsins, og var þeim skipt á milli tiu persóna. Þetta er, segir Cunninghan\heilmikill fjöl- skyldubisness, sem réttast væri að kalla þjónustuiðnað. Peningar. Og sem fyrr segir: það er dýrt að hafa kóngafólk. Drottningin er einhver rikasta kona i heimi. Það veit vist enginn hve miklar eignir hún á, eina opinbera heimildin um það er sérstök nefnd neðri deildar þingsins, sem taldi sig hafa komist aö þvi árið 1971, — fyrir tiu árum — að eignirnar væru eitthvað minna en 50 miljón punda virði. Siðan þá hafa marg- ar tölur breyst. Og drottningin borgar ekki neina skatta, hvorki af eignum né öðrum tekjum. Og hvað þær varðar skal þess getið, að i fyrra fékk þingið henni 2.7 miljónir punda samkvæmt svo- nefndum „sivillista”, og fjórir aörir meðlimir fjölskyldunnar fengu þar að auki 600 þúsund pund undir sömu grein. Fulltrúar hirðarinnar hrylla sig allir ef talað er um þessar fjár- hæðir sem „laun”. Þessir pen- ingar heita „kostnaður” við að reka 375 manna hirðlið og við að vera drottning: það eru svo margir sem vilja sjá drottning- una. Hallir og flugvélar. Sem fyrr segir fær konungsfjöl- skyldan 3.3 miljónir punda frá þinginu skv. „slvillista”, en þar að auki koma um 12 miljónir punda frá hinum ýmsu ráðuneyt- um og stjórnarstofnunum til að kosta drottningarf jölskylduna. Þetta gætu verið um 220 miljónir nýkróna. Kóngum fylgja hallir. 1 fyrra borgaði breska umhverfismála- ráðneytið 5.8 miljónir punda til að reka og gera við fimm hallir. Fjöl skyldan býr reglulega i aðeins tveim höllum — Buckingham og Windsor og ganga 4.2 miljónir punda til þeirra. Kóngafólk verður að ferðast með glæsibrag, annars er ekkert i það varið. Varnarmálaráðu- neytið breska greiddi i fyrra tvær miljónir punda til að reka snekk ju drottningar og fimm miljónir að auki fóru i endurbætur og við- gerðir. Flugvélar sem drottning hefur til umráða (þrjár Wessex- þyrlur og þrjár Androversflug- vélar) kosta 1.8 miljónir punda, en þessar flugvélar eru einnig notaðar að nokkru af ráðherrum og hershöfðingjum. Ef að rekstrarkostnaður bresku konungsfjölskyldunnar er alls um sextán miljónir punda, þá mætti draga svo sem fjórar miljónir punda, frá vegna viðhalds á eignum sem fjölskyldan ekki notar, eða þjónustu, sem deilt er með stjórn og her. Þá fara, segir i grein Cunninghams um 12 mil- jónir punda til að kosta þann „sendiherra” sem Bretar telja að drottning þeirra sé. Sjáið bara Svíakóng. Cunningham er ekki frá þvi, að það geti verið hagkvæmt að hafa slikan sendiherra út á við, en inn á við segi þetta dýra kerfi margt um það, hve erfitt Bretar eigi með að taka skynsamlega. á þeim sögulega arfi sem konungdæmið er. Hann visar einkum til Svia til fyrirmyndar, honum finnst það skynsamlegt að Sviakóngur hefur dregið saman seglin, að ekki er beinlinis áusið i hann fé, og að sænskt samfélag er ekki að brúka sinn kóng i tima og ótima. Hann sér lika fyrir sér ákveðna þenslu i þeim „þjónustuiðnaði” sem kon- ungsfjölskyldan er með þvi, að fleiri og fleiri börn koma til skjal- anna og fá ýmsar sporslur (til dæmis fær Andrew prins 20 þúsund pund frá þinginu á ári enda þótt hann hafi engum skyld- um að gegna), einnig sé prinsum og prinsessum att fram i tima og ótima, einmitt til aögeta látið þau hafa fé sem „kostnað” af þvi ekki má heita svo að þau hafi „laun.” „Innan fimmtán ára mun yfir okkur steypast mikið syndaflóö af konunglegum afkvæmum Mar- grétar prinsessu (tvö stykki), hertogans af Gloucester (eitt) hertogans af Kent (þrjú) og Alexöndru prinsessu (tvö). í hnignandi Bretlandi tiunda ára- tugarins mun að likindum verða meira af verksmiðjum spitölum og þessháttar fyrir þau til að loka heldur en vigja”. Karl krónprins. Síöan sú grein var skrifuð, sem hér var rakin, hefur svo Karl rikisarfi trúlofast. Hans tekjur koma frá Hertogadæminu Corn- wall og námu þær i fyrra um 800 þúsund pundum. Sjálfur greiðir hann helming þess fjár i skatt, af frjálsum vilja — m.ö.o. — hann hefur lagt á sig sjálfur 50% tekju- skatt. Hann er eini maðurinn i Sameinaða konungdæminu sem hefur slikt sjálfdæmi. Fróðlelksmolar um rekstur bresku konungsf jölskyldunnar Drottning og Filippus drottningarmaður: 1500 sinnum komu tiu manneskjur fram.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.