Þjóðviljinn - 10.06.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.06.1981, Blaðsíða 3
Miövikudagur 10. júni 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Aðalfundur Ársfjórðungsfundur Ólafur lónsson tók við af Öddu Báru sem formaður KRON A aðalfundu KRON, sem hald- inn var i vor gaf Adda Bára Sig- fiisdóttir ekki kost á sér til endur- kjörs f stjórn félagsins, en þar hefur hún setið s.l. 15 ár og verið formaður stjórnarinnar s.l. tvö ár. A fyrsta stjórnarfundi I ný- kjörinni stjórn skipti hUn með sér verkum þannig að Ólafur Jónsson er formaður., Þórunn Klemens- dóttir varaformaöur og Jón Þór Jóhannsson, ritari. Heildarvelta KRON á árinu 1980 varð 6.5 miljarðar gamalla króna og jókst um 60%. Tekjuaf- gangur varð 151 miljón g.kr. Reksturinn gekk misjafnlega hjá einstökum verslunum en afkoma Stórmarkaöarins og verslunar- irmar við Norðurfell réðu þó mestu um afkomu félagsins. Velta þeirra var um helming- ur af heildarveltunni og skáru þessar verslanir tvær sig Ur hvaö árangur varðaði, á sama tima og rekstur annarra verslana var i járnum eða með halla. Sam- bandið og KRON hafa nU sótt um heimild til að reka stórmarkað i Hdtagörðum og er umsóknin til athugunar hjá borgaryfirvöld- um. Norrœnir músíkdagar 1982: Fimm íslensk tónverk flutt Nýlega voru valin fimm islensk verk til flutnings á Norrænu mUsikdögunum, sem haldnir verða I Osló i september og októ- ber 1982. Að Norrænu mUsikdög- unum stendur Norræna tón- skáldarráðið en tónlistarhátiðin er haldin annað hvort ár til skiptis i höfuðborgum Norðurlanda. A fundi dómnefndar, sem skip- uð er einum fulltrUa frá hverju Noröurlandanna voru islensk tón- verk falin til flutnings: Evridis.konsert fyrir flautu og hljómsveit eftir Þorkel Sigur- björnsson. Adagiofyrir strengjasveit eftir Magnús Bl. Jóhannsson. In vultu solis fyrir einleiksfiölu eftir Karólinu Eirikidóttur. Undanhald samkvæmt áætiun eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Klarinettkonsert eftir Askel Másson. Tekið við nýjum togara A laugardaginn var hinn nýji togari BæjarUtgerðar Reykjavik- ur, Ottó N. Þorláksson afhentur eigendum sinum með viðhöfn. Togarinn er 499 brUttólestir að stærö smiðaður i Stálvik h.f. i Hafnarfiröi og bráðabirgöatölur um verð hans hljóöa upp á 54 milljónir króna, en ekki munu öll kurl vera þar til grafar komin. Skipstjóri á Ottó N. Þorlákssyni er MagnUs Ingólfsson. 1 helgarblaði Þjóöviljans birtist smáviðtal viö unga stúlku, sem ásamt fólki sinu hafði vcriö sagt að rýma, á annan dag hvita- sunnu, fbúð þá, sem fjölskyldan haföibúið i að undanförnu. Lang- vinn leit að öðru húsnæði hafði ekki borið árangur og virtist ekki annað liggja fyrir fólkinu en tjaldbúðalif i Laugardalnum. EnUr rættist um helgina. HUsa- skjól hefur nU fengist til næstu fjögurra mánaða. Er það þó I átt- ina og vonandi kemur ekki til þess að tjalda þurfi i októberbyrjun. Jón Sveinsson forstjóri Stálvíkur h.f. afhendir Björgvin Guðmundssyni —mhg. framkvæmdastjóra BÚR togarann formlega fyrirtækinu til eignar.--------------------------------- Atvinnuleysi í Reykjavík í maí: Tjaldvistin úr sögunni um sinn Leigjenda- samtakanna Aðalfundur Leigjendasamtak- anna verður haldinn n.k. fimmtu- dag kl. 20.30 i Fellahelli I Breið- holti. Þar veröa öll venjuleg aðal- fundarstörf og eflaust ræddar þær stórfelldu þrengingarsem margir leigjendur eiga nU i. Eru þeir hvattir til að fjölmenna. Þess skal getið að Fellahellir er i kjallara Fellaskóla við Noröurfell 17-19 i Fellahverfi (efra-Breiðholti)., gengið inn að austanverðu. Möguleikar á kaffiveitingum veröa meðaná fundinum stendur. Magnús skipstjóri og Kristin kona hans I brúnni. Myndir: Eik. Rauðsokka- hreyfingar- innar Arsfjórðungafundur Rauð- sokkahreyfingarinnar verður haldinn i' Sokkholti, á fimmtu- dagskvöld kl. 20.30. Þar veröur til umræðu sumarstarfiö, en ætlunin er að hafa opið hUs á fimmtu- dagskvöldum i sumar með umræðum, gestum og öðru þvi sem til fellur. Þá stendur hrein- gerning fyrir dyrum, svo og fleiri verkefni. Allir eru velkomnir að Skólavöröusti'g 12. 4. hæð. -ká. Meira nú en á sama tíma í fyrra Ottó N. Þorláksson fánum prýddur við bryggju. Skráðir atvinnuleysisdagar I mai voru samtals 5690 á öllu land- inu og svarar til þess að 263 hafi verið atvinnulausir, eða 0,3% af áætluðum mannafla á vinnu- markaði. 1 april voru skráöir atvinnu- leysisdagar 7.877 sem jafngildir þvi að 363 hafi verið atvinnulaus- ir. Skráðir atvinnuleysisdagar i mai eru 2141 fleiri en i mai 1980. Atvinnuástand hefur skánað á Norðurlandi eystra og á höfuð- borgarsvæðinu, en þó er vinnu- framboð greinilega minna nú en á sama tima i fyrra, segir i frétt frá Félagsmálaráðuneytinu. Af þvi leiðir að erfiðlegar hefur gengiö að útvega skólafólki sumarvinnu nú en áður. Hinn 31. mai voru 379 skóla- nemendur á atvinnuleysisskrá i Reykjavik, 142 fleiri en i fyrra. Annars staðar á landinu virðist sumarvinna vera með svipuðum hætti og áður. Atvinnuleysi i mai var hvað mest i Reykjavik, Akranesi, Stykkishólmi, Sauöárkróki, Akureyri, Kópaskeri og Bakka- gerði. Mikil innlánaaukning: m Sveigjanleg bindisskylda; 1 kjölfar þess að dregið hefur úr verðbdlgunni, hefur, það sem af er árinu, orðið mikil aukning á innlánum bankakerfisins og er nú ráðstöfunarfé innlánsstofn- ana meira en verið hefur um árabil. Rfkisstjdrnin hefur nú heimil- að Seðlabankanum að mæta þessari innlánaaukningu með þvf að taka upp sveigjanlega bindingu á ráðstöfunarfé inn- lánsstofnana. Nánar tiltekið hefur Seðlabankanum veriö heimilað, að binda allt af 5% af heildarinnlánum banka og sparisjdða i Seðlabankanum til viöbotar þeirri bindisskyldu, sem fyrir er og ncmur nálægt fjórðungi af heildarinnlánum. Þetta þýðir, að viðskiptabankar og sparisjdðir getaekki ráðstaf- að þessu fé til útlána. Þar með ætti að draga úr þeirri þenslutil- hneigingu, sem örlað hefur á i hagkerfinu á siöustu vikum og dgnað hefur verðbólgumark- miðum ríkisstjórnarinnar. Eitt grundvallaratriðið i efna- hagsstefnu rikisstjórnarinnar er það, að peningamagn i um- ferð sé f samræmi við þau verð- bólgumarkmið, sem hún hefur sett sér. A undanförnum árum hafa viðskiptabankarnir, sem gegna lykilhlutverki I peninga- sköpuninni innanlands, verið fremur ósamvinnuþýðir áþessu sviði. A það ekki siður við um rikisbankana en einkabankana. Þaö hefur veriö árvisst fyrir- bæri hin siðari ár, að Seðla- bankinn hefur, fyrir hönd við- komandi rikisstjórna, gert sam- komulag við viöskiptabankana þess efnis, að þeir gæti þess að I halda Utlánum sinum fyrir neð- " an tiltekin hámörk. Það hefur | verið jafnárviss liður i árs- m skýrslu Seölabankans, að þvi ■ miöur hafi viðskiptabönkunum ■ ekki tekist að standa við þessa . samninga. Þannig jukust útlán I viðskiptabankanna mjög ótæpi- ■ lega á fyrri hluta siðasta árs. | Enda þótt tekist hafi að stöðva ■ þessa þróun á siðari hluta árs- ■ ins, varð Utlánaaukningin á ár- “ inu I heild til þess aö draga Ur ■> hagkvæmum áhrifum hins góöa I rekstrar rikissjóðs á árinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.