Þjóðviljinn - 13.06.1981, Side 2

Þjóðviljinn - 13.06.1981, Side 2
r 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 13.-14. júní 1981 skammtur Af „ Operation Bullshit Norður-breidd Akureyrar á jarðkringlunni gerir það að verkum að straumar í menntum og listum berast þangað seinna en til höfuð- borgarinnar og suðlægari staða. Þannig mun akureyringum þykja talsvert nýjabrum af ýmsu því í tónlist, leiklist og mál- aralist, sem okkur sunnlendingum, sem erum í svolitlum tengslum við heimsmenninguna, er farið að þykja sjálfsagðir hlutir og jafnvel gamaldags. Akureyringar hafa löngum sýnt mikla og lofsverða viðleitni í að vera sjálf um sér nógir í listrænum efnum, og er það framtak rómað bæði í plássinu sem og í nærliggjandi byggðar- lögum, þótt sumum úr intelígensíu staðarins þyki ástæða til aö veita nýjum straumum lista og mennta héðan úr hámenningunni í Reykja- vík og vökva þannig og frjóvga þurran og rýr- an jarðveginn á Akureyri. Er nú skemmst frá því að segja að fyrir sirka mánuði fól intelígensían á Akureyri ein- um af yngri myndlistamönnum staðarins, Guðmundi á gröfunni, að gangast fyrir ný- listasýningu. Nýlist hafa akureyringar ekki kynnst áður, nema af afspurn eða óaf vitandi, eins og þegar Norðurpóllinn var brotinn í spón með krana og kúlu, að ógleymdum dularfullum tilfæringum mjólkurfræðinga mjólkurbús KEA með eitr- aðan gráðost. Guðmundur á gröfunni hafði þegar sam- band við blómann af nýlistamönnum höfuð- borgarinnar, þá Eggert, Björn og Daða, og féllust þeir — eftir nokkrar málalengingar — á að stof na til sýningarinnar ,,Operation Bull- shit", ef Guðmundur á gröfunni treysti sér til að útvega gler, sleggju, segulbandstæki, hörpusilki, skipamálningu og tjöru, járnkall til að reka niður í gegnum gólf ið á Galleríi Háhól og svo auðvitað sýningar- og svefnaðstöðu í nefndum Háhól. Guðmundur á gröf unni kvað engin tormerki á því að útvega allt þetta fyrir upphengingu myndlistarsýningarinnar, sem og að ganga f rá myndskrá þar sem verðið á listaverkunum yrði tilgreint. Nú hófu hinir sunnlensku myndlistarmenn undirbúning að sýningunni, sem þeir hugðust fella eftir megni að listasmekk akureyringa. Eggertgaf úttilskipun um að ekkert yrði étið næstu daga og á leiðinni norður annað en puls- ur með öllu. Pulsubréf in yrðu svo hengd upp í Gallerí Háhól með leif unum af sósum og sinn- epi. Aðspurðir sögðu listamennirnir á meðan á þessum undirbúningi stóð, að þeir ætluðu alls ekki til Akureyrar til að sýna sig, heldur til að græða peninga. Nú fer ekki hjá því, að gera verði nokkra grein fyrir stöðu myndlistarinnar á Akureyri. Helst skilst manni að listmálarar staðarins skiptist í intelígent listmálara og óintelígent listmálara. Intelígent listmálararnir leggja mest fyrir sig „kvabb" og hafa meðal annars „kvabbað" Háhól útúr bænum ef tir mikið þóf, sem endaði eins og svo oft áður með því, að hinn óskemmtilegri fer með sigur af hólmi. Öintelígent málararnir hafa lífsviðurværi af því að aka stórvirkum vinnuvélum. Kyrralífsmyndir og blóma, sem og landslög, er dáðust myndlist á Akureyri, og með það í huga er ekki undarlegt þótt „Operation Bull- shit" yrði talsvert umdeild meðal heima- manna. Að vísu hafði kontaktmaðurinn Guð- mundur á gröf unni stolist til að breyta naf ninu á sýningunni úr „Operation Bullshit" í „Pro- jekt 81" og mun það hafa slegið á mesta æs- inginn, að minnsta kosti fyrir opnunina. Af sýningunni sjálf ri er það að segja, að hún var mestanpart uppákomur og gjörningar listamannanna og aðdáenda, sem þeir fluttu ásamt list sinni til Akureyrar, og stóð þessi „forleikur" að sýningunni í tvo sólar- hringa fyrir opnunina. Sjálf opnunin hófst síðan á „klúðrun", en meginatriði þess þáttar var að Guðmundur á gröf unni hafði klúðrað öllu, sem klúðrað varð. Þá var „klúðrun" Guðmundur „afklúðruð" og Daði fór með rómantískt Ijóð í anda Davíðs með fótinn uppá gulum stól sem ekki var þornaður. Hinir lömdu trollarabobbíng með járnkalli á meðan til að yfirgnæfa rómantík- ina. Þá var Eggert búinn að króa boðsgesti og betra fólk af með því að hella rauðri málningu á gólfið í kringum efrimilliklassann á Akur- eyri og náðist með því svipaður effekt og á Bergþórshváli forðum. Þá var konum og börnum boðiðað ganga úr Háhóli, og þáðu það flestir. Einn textílhönnuður og grafíkstelpa lögðust þó undir feld ásamt Birni og tilkynntu að eitt skyldi yfir þau þrjú ganga. Síðan var sýningarskrám dreift á gólf ið fyr- ir f rúrnar á sýningunni og af kvæmi þeirra, að stikla á til dyranna, en þegar hér var komið sögu brast á panikk meðal sýningargesta, sem flestir voru meðal betra fólks á Akureyri og þeir ruddust út vaðandi rauða menjuna uppí ökkla. Þegar allir sýningargestir voru horfnir af athafnasvæðinu voru sýningarskrárnar fisk- aðar uppúr eðjunni og þærhengdar uppá vegg. Þar með var myndlistarsýningin „Operat- ion Bullshit", alias „Projekt 81", tilbúin fyrir hinn venjulega Akureyring og enn er þar opið, ef ekki er búið að loka. Misjafn rómur var gerður að þessari sýn- ingu á Akureyri, en þó er vitað um einn, sem var stórhrifinn, en það er eigandi efnalaugar- innar á staðnum. Haf t er ef tir honum, orðrétt: „Þessi nýstárlega sýning skilur þó talsvert eftir." Morguninn eftir opnunina læddust síðan listamennirnir og aðdáendur þeirra útí öku- tæki sín og gættu þess vandlega að vera komn- ir útúr bænum áður en akureyringar leystu svefninn og kæmu útá bæjarhellurnar, Ekki var laust við að nokkurs trega gætti hjá nýlistamönnunum, þegar þeir óku útúr Gler- árþorpinu við sóiarupprás á móti hækkandi sól og í menningarátt. Og þá var þessi vísa rauluð með nokkrum trega: Á Akureyri er um það bil ekki neins að sakna. Jú! Þar er fagurt þangað til þorpsbúarnir vakna. Fjölmargir biöa spenntir eftir aö siöara bindi Bræörabanda, úttektar tJlfars Þormóössonar blaöa- manns á Frimúrarareglunni komi út. Eitthvaö mun útgáfa bindindisins tefjast frá þvi áöur var ákveöiö þvi eftir aö fyrra bindiö kom út, bárust höfundi ýmislegar nýjar upplýsingar um háttu og athafnasemi Frlmúrara, sem hann vildi gjarnan aö kæmu fram i siöara bindinu. Meðal þeirra gagna eru upplýsingar um aöra og sérstaka leynireglu fri- múrarafélaga „Samfrimúrana”. Búið er aö ganga frá bókinni til prentunar aö ööru leyti, útgáfu- kostnaöur var tryggöur með góöri sölu fyrra bindis og þvi mega les- endur eiga von á bókinni jafnvel i ágústmánuði. Bókelska „Þaö gerist sárasjaldan aö mig langi til aö sofa hjá bók, halda ut- an um hana, strjúka henni og hvisla aö henni fallegum orðum. En þetta geröist þegar ég hafði lesið tslenska sjávarhætti. Eini gallinn viö bókina er kannski sá hvaö hún er þung og rúmfrek og þar af leiöandi erfiö I rúmi”. Þessi fállegu orö eru tekin úr grein eftir Guölaug Arason i Sjómannablaðinu Vikingi. Segiöi svo að ekki séu lengur til bókelsk- ir menn á tslandi! Ælubakki 8 Sinfóníuhljómsveit íslendingur meö „Els Comediants Það er mikill vandi aö velja götuheiti á allar hinar nýju götur i borginni og sýna nafngiftirnar oft fádæma frumlegheit og snilld. Sem dæmi má nefna að hlið við hliö i efra Breiðholti eru Hrafn- hólar og Krummahólar og enn þann dag i dag þarf að taka fram sérstaklega ef pantaöir eru leigu- bílar að þetta sé ekkiein og sama gatan. Götunöfnin eru jafnan sett i stafrófsröð hlið við hlið og i neðra Breiðholtinu eru siðastir i stafróf- inu Prestabakki, Osabakki, Núpabakki, Staðarbakki, Tungu- bakki, Uröarbakki og Vikur- bakki. Þá koma Þangbakki, Þarabakki og Þönglabakki. Og þá vantar bara Þokubakka, ösku- bakka og Ælubakka. Eöa hvað? tt Hver man ekki eftir „Els Comediants” sem lifguöu svo hressilega upp á mannlifið hér i borginni i fyrravor. Eins og flest- ir muna samanstóð hópurinn af hljóðfæraleikurum, dönsurum ogl leikurum frá ýmsum löndum oe nú mun Islendingur bætast i hóp þeirra. Það er islenskur leikari, Margrét Árnadóttir, sem hefur verið búsett i Danmörku aö und- anförnu og m.a. tekið þátt i sýn- ingum Kraka flokksins, sem er á förum til Spánar til aö vinna með „Els Comediants”. Getur veriö, aö Ragnar Hall- dórsson forstjóri álversins i Straumsvik sé oröinn þreyttur á þvi að tala svissnesku og hafi hug á þvi að skipta um húsbændur? A orkuþingi i vikunni komu fram háværar raddir um það, aö ís- lendingar ættu sjálfir að taka viö rekstri álversins. Þvert ofan i það, sem menn hafa átt aö venj- ast tók Ragnar nokkuð vel i þess- ar hugmyndir, enda þótt hann kysi að halda öllum timasetning- um sveigjanlegum. fslands hef- ur alltaf átt meira undir högg að sækja gagnvart fjárveitingavaldi og almenningsáliti en aðrar menningarstofnanir hér og það þótt aðsókn að tónleikum hennar sé með afbrigðum góð og þarf þá ekki að miða við höfðatölu. Skiln- ingur háttvirtra alþingismanna á hlutverki þessarar stofnunar hef- ur þó verið i lágmarki og er þess skemmt að minnast er einn þing- maður lýsti þeirri skoðun sinni aö innan sveitarinnar væru svo fjöl- hæfir hljómlistarmenn að þeir kynnu margir hverjir á fleiri en eitt hljóðfæri. Væri þvi vel hægt að spara mannafla og fækka i hljómsveitinni án þess að hljóð- færum fækkaði. Ahugamenn um viðgang tón- listar á Islandi hafa barist fyrir þvi i áraraðir að fá setta löggjöf um Sinfóniuhljómsveit íslands en hún hefur ekki verið til fram að þessu. Eftir mikið japl og jaml og fuður var svo komið s.l. vor, að horfur voru á að tekist hefði aö ná meirihluta fyrir þvi á þinginu aö koma þessu máli i höfn. Þá gerðist það i málinu að framkvæmdastjóri Sinfóniu- hljómsveitarinnar Sigurður Björnsson kom á fund hjá menntamálanefnd og lýsti sig andvigan þvi uppkasti að lögum sem búið var að semja og tókst að snúa nefndarmönnum i málinu. Varð þvi ekki af samþykkt þess- ara laga á þinginu nú i ár. Hefur þetta valdið miklum úlfaþyt og vonbrigðum þeirra sem fyrir málinu höfðu barist.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.