Þjóðviljinn - 13.06.1981, Page 4
4 SIÐA — ÞJ6ÐVILJINN Helgin 13.-14. júni 1981
UOBVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýds
hreyfingar og þjódfrelsis
Auglýsingastjóri: Þorgeir Ólafsson.
, llmsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guðjón Friðriksson.
Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson
Blaöamenn: Álfheiöur Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir,
Kristin Ástgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs-
son.
iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson.
Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir.
Skrifstofa: GuörUn Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson.
Afgreiðsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Siguröardóttir.
Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir.
Bílstjóri: SigrUn Bárðardóttir.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns-
dóttir.
Ótgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Útkcyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Slöumúla 6,
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. útlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson. Reykjavik, slmi 8 13 33.
Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eiiasson.
Ólafsson. llandrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Prentun: Blaöaprent hf..
rits4Jórnararcin__________________________
íslenskt forrœöi i
orkunýtingarmálum
• ísland býr yf ir miklum náttúruauðlindum. Þessar
auðlindir felast m.a. í gróðurlendi og orkulindum
landsins og fiskistofnunum í hafinu umhverfis það.
Þegar á umfang þessara auðlinda er litið, verður ekki
annað sagt en að i samanburði við f jölmargar aðrar
þjóðir ráði Islendingar yfir náttúrugæðum í afar rík-
um mæli. Að svo miklu leyti sem náttúruauðlindir eru
undirstaða efnahagslegrar velmegunar ættu Islend-
ingar að vera í tölu farsælustu þjóða.
• Islenskt efnahagslíf hefur, frá upphafi, byggst á
hagnýtingu náttúruauðlinda. Sú hagnýting hefur hins
vegar, lengst af, f remur einkennst af kappi en forsjá.
Auðlindir gróðurlendisins og sjávarins, sem atvinnu-
lífið hefur, fram til þessa, einkum hvílt á, hafa því
ekki orðið sá grundvöllur varanlegra efnahagsfram-
fara, sem unnt hefði verið, ef nýting þeirra hefði farið
fram með meiri fyrirhyggju.
• Á Orkuþingi 1981, sem haldið var í þessari viku,
var f jallað um orkulindir (slands og þau tækifæri til
efnahagsframfara, sem þær skapa.
• I kjölfar þeirra umskipta í orkumálum heimsins,
sem átt hafa sér stað á undanförnum árum, hefur
verðmæti islenskra orkulinda aukist stórkostlega.
Jafnframt hefur samkeppnisstaða orkufreks iðnaðar
hér á landi styrkst, og horf ur eru á því að sú breyting
verði varanleg.
Á það var þó lögð rík áhersla á orkuþinginu, að sú
hagsbót, sem íslendingar gætu haft af því að nýta
orkulindir sínar í auknum mæli á komandi áratugum,
væri ákaflega háð því, hvernig að slikum fram-
kvæmdum væri staðið. Ætti það ekki hvað síst við um
þær hliðar orkunýtingarmála, sem snertu náttúru-
vernd, ýmis félagsleg atriði og, síðast en ekki síst,
hugsanlegt samstarf við erlenda aðila.
• Það var ein helsta niðurstaða orkuþingsins, að
forsenda þess, að nýting á íslenskum orkulindum gæti
orðið undirstaða varanlegrar efnahagsþróunar hér á
landi, væri sú, að islendingar hefðu sjálfir virkt for-
ræði í stóriðjumálum. Um þetta viðhorf varð almennt
samkomulag á orkuþinginu, enda var það tekið upp í
yfirliti sem ein merkasta niðurstaða þess.
• Undir forystu Iðnaðarráðuneytisins hafa nú verið
tekin upp vandaðri vinnubrögð í orku- og orkunýting-
armálum en áður hafa tíðkast. Framkvæmdar hafa
verið ýtarlegar grundvallarrannsóknir á möguleikum
til nýtingar innlendra orkulinda með þeim árangri, að
Islendingar hafa nú betri yfirsýn yfir tækifæri sín á
þessu sviði en nokkru sinni f yrr. Rannsóknir af þessu
tagi eru bæði yf irgripsmiklar og tímaf rekar. Þær eru
engu að síður forsenda þess, að unnt sé að forðast
ákaf lega kostnaðarsöm mistök i orkuf ramkvæmdum.
Afleiðingar bráðræðis í orkumálum blasa viða
við. Eittátakanlegasta dæmið um þetta er samningur
sá, sem gerður var við erlenda aðila um álbræðsluna í
Straumsvík.
• í greinargerð þeirri, sem þáverandi stjórnar-
flokkar, Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn,
lögðu fram með frumvarpi til laga um staðfestingu á
samningi Islands við Alusuisse, lýstu þessir stjórn-
málaf lokkar þeirri trú sinni, að álsamningurinn yrði
undirstaða íslenskrar iðnvæðingar. Tekjur af raf-
orkusölu myndu greiða kostnað vegna Búrfellsvirkj-
unar á skömmum tíma. Skatttekjur af starfsemi ál-
versins myndu skapa fjárhagslegar forsendur fyrir
isienska iðnvæðingu. Og hér á landi myndi spretta
upp úrvinnsluiðnaður áls.
• Þessar vonir hafa því miður ekki ræst. Raforku-
verðþað, semálverið greiðir, er nú einungis um þriðj-
ungur af framleiðslukostnaði raforku í nýjum vatns-
orkuverum. Skatttekjur af álverinu hafa reynst .
hverfandi. Og því fer f jarri, að hér á landi haf i haf ist
vinnsla úr hrááli.
• Orkuþing 1981 leggur á það höf uðáherslu, að (slend-
ingarhafi sjálfir forræði um hagnýtingu íslenskra
orkulinda.
• Oþarftætti að vera að minna á það, að þetta hef ur
einnig verið stefna Alþýðubandalagsins um árabil.
úr aimanakinu
Einkafyrirtækiö Securitas sf.
hefur aö undanförnu vakiö
nokkra athygli, einkum og sér i
lagi vegna samninga sem þaö
hefur gert viö rikiö um gæslu á
opinberum byggingum og ýmsum
verðmætum og dýrgripum I eigu
þjóöarinnar. Er þar skemmst að
minnast Þjóöm injasaf ns tslands,
og þar meö Listasafns tslands, og
Stofnunar Árna Magiuíssonar þar
sem handritin eru geymd. Ekki
eru allir á eitt sáttír um aö fela
fyrirtæki, sem stjórnað er af ung-
um athafnamanni út I bæ, slíka
ábyrgð og einnig hafa menn velt
fyrir sér þeirri spurningu hvort
hér sé um stefnubreytingu aö
ræöa þar sem sérstakri miö-
stýrðri löggæsiusveit er falið aö
koma í stað venjulegra hús- og
næturvarða sem hingaö til hafa
starfaö á ábyrgö hverrar stofnun-
ar. Veröur nú reynt aö brjóta
máliö nokkuö til mergjar.
Gæslumál á vegum hins opin-
berra hafa undanfarið verið I
hálfgeröum ólestri og var auövit-
að þörf á aö taka þau föstum tök-
um. Er Þjóöminjasafniö besta
dæmiö um þaö kæruleysi sem rikt
hefur i þessum efnum. Triíi þvi
hver viU,en þar hefur engin kvöld-
og næturvarsla verið og þjófa-
varnakerfiö mjög ófullkomiö. Aö
visu hefur veriö ibúö i húsinu, þar
sem þjóöminjavöröur bjó lengst
af ,en núverandi þjóöminjavöröur
hefur þó búiö annars staöar.
Margsinnis hefur veriö fariö fram
á fjárveitingu til þess að koma
þessum málum i betra horf, en
það er fyrst núna sem árangur
hefur oröið af þessum málaleit-
unum og þá meö þeim hætti aö
felaSecuritas sf. gæsluna. Verður
Varsla handritanna um nætur er nú á ábyrgö ungs
athafnamanns úti i bæ.
Að gæta fjöreggja
aö teljast hrein mildi aö Valþjófs-
staðahuröin, litla Þórslikneskið
eða Grundarstóllinn svo aö dæmi
séu tekin, skuli ekki löngu hafa
horfið i greipar þjófa.
Dæmi um aðra stofnun þar sem
þessi mál hafa frá upphafi veriö i
góöum höndum er Stofnun Arna
Magnússonar, sennilega vegna
þess aö oröstir okkar gagnvart
Dönum var i hættu. Þar hafa
lengi starfað tveir næturverðir
viö góöan oröstir, báöir á besta
aldri, velá sig komnir, heilsugóð-
irog hafa fengið ákaflega lofsam-
leg meömæli hjá yfirmanni sln-
um. Engu aö siöur var þeim báö-
um sagt upp tilþessað rýmafyrir
fyrirtækinu Securitas sf. sem tók
gæsluna yfir. Kusu þeir aö ganga
til annarra starfa frekar en aö
gangast undir þá skilmála sem
fyrirtækiö setti ef þeir ætluðu aö
ganga til liös viö þaö.
Eftir þvi sem kemur fram i
a-indisbréfi frá Securitas sf. virö-
ist fyrirtækiö stefna markvisst aö
þvi aö hrekja úr starfi þá nætur-
veröi sem starfa hjá rikinu. Þar
segir orörétt:
„Þá er þaö veröugt umhugsun-
arefni fyrir hiö opinbera sem og
einkafyrirtæki, hvort til er ein-
hver siðferöisleg réttlæting á að
nota lasburöa fólk eða gamal-
menni i þessi störf, einungis
vegna þess hve ódýr sá vinnu-
kraftur er. Þessir menn eru
sjaldnast færir um aö bera hend-
ur fyrir höfuð sér þó á þyrfti aö
halda. Þeir eru „hefðbundnir
vaktmenn” sem heyra fortiöinni
til, enda enga þjálfun fengiö
hvorki i sjálfsvörn eða öörum
viðbrögöum sem nauðsynleg eru
gagnvart starfinu. Nútiminn kall-
ar á velþjálfaöa öryggisveröi og
markvissar varnir gagnvart af-
brotamönnum. Um þetta ætti
ekki aö þurfa aö deila. Varla opna
menn fjölmiöla svo ekki sé
minnst á einhver myrkraverk.
Glópalániö hefur kannski dugaö
hingaö til, en hver veröur næst-
ur?”
Þetta er auövitaö heldur
ósmekkleg yfirlýsing um van-
hæfni þeirra manna sem hingað
til hafa stundaö gæslustörf hjá
rikinu, a.m.k. meðan engin rök
fyrir fullyröingum sem þessum
eru lögð fram. Aö sjálfsögöu er
þaö skylda yfirmanna rikisstofn-
ana sem hafa næturverði i sinni
þjónustu aö fylgjast meö þvi aö
þeir, eins og aörir starfsmenn,
vinni sin störf af trúmennsku.
Ekkert er í vegi fyrir þvi aö kom-
iö veröi upp stimpilútbúnaöi, þeir
látnir sækja námskeið i bruna-
vörnum og komiö sé á simasam-
bandi millinæturvaröa og lögregl-
unnar. Reyndar munu nætur-
veröir hjá nokkrum rikisstofnun-
um — og bönkum — hafa slikt
simasamband og tilkynninga-
skyldu.
Það er þvi ekkert sjálfgefiö mál
aö rikiö stefni aö þvi aö kaupa
jafn viökvæma og ábyrgöamikla
þjónustu af fyrirtæki i einkaeign,
sem rekiö er á ábyrgö eins manns
Guðjón
Friðriksson
skrifar
sem þar aö auki viröist ekki hafa
aflað sérineinnar sérmenntunar á
þessu sviði, enda þótt i sjálfu sér
sé engin ástæöa til aö efast um að
það sé rekiö á viðunandi hátt.
Ýmsir aðrir kostir hljóta aö
vera fyrir rikiö i þessum efnum.
Annaðhvort t.d. að treysta gamla
kerfiö með þvi að setja reglugerð
um slika gæslu á vegum hins
opinbera eöa setja á stofn sér-
staka miöstyröa gæslu á vegum
rikisins. Einkafyrirtæki eins og
Securitas getur átt rétt á sér aö
vissu markL en gera verður þá
kröfu til opinberra aðila að þeir
taki engar skyndiákvarðanir i
þessum efnum heldur kanni þessi
mál vandlega frá öllum hliðum.
Hliöstæö fyrirtæki öryggisvaröa
starfa viöa um heim t.d. i
Skandinaviu og hafa mælst mis-
jafnlega fyrir. I Danmörku er t.d.
mjög viötækt net Securitas-fyrir-
tækja enþar hefur stofnun eins og
Kaupmannahafnarháskóli frekar
kosiö aö sjá sjálfur um gæslu á
eignum sinum. Hér er þessu öfugt
fariö.
Einnig má velta fyrir sér hvort
sú mikla áhersla sem fyrirtækið
Securitas leggur á einkennisbún-
inga, aga, sjálfsvörn og að starfs-
menn þess séu kallaöir öryggis-
verðir en ekki bara hús- eöa næt-
urverðir bjóöi hættunni heim. Þá
má spyrja hvaö veröi um starfs-
menn Securitas sf., sem nú eru
orönir yfir 20 talsins, þegar þeir
eldast og eru ekki lengur ungir og
til I hvaö sem er. Hver veröur þá
réttur þeirra?
Erum viö kannski með samn-
ingum viö þetta fyrirtæki aö fær-
ast þrepi nær þvi ofbeldi sem er
daglegt brauð viöa i nágranna-
löndum — fremur en þrepi fjær?
Ég held aö þaö væri holltað hugsa
sigaðeins um við þessi timamót.