Þjóðviljinn - 13.06.1981, Side 7

Þjóðviljinn - 13.06.1981, Side 7
en þar er aðeins virkjað sem nemur 70 GWh á ári. A Noröur- landi er sama hlutfall 2000 GWh og 180 GWh. Þetta misvægi i hag- nytingu orkulinda okkar sker vissulega í auga og verður ekki réttlætt Ut frá núverandi búsetu- skiptingu, hvað þá heldur skyn- samlegri nýtingu auðlinda lands- ins og eðlilegri þróun byggðar. A þessu þarf að verða breyting sem fyrst, einnig vegna öryggis not- enda í öllum landshlutum og nauðsynlegrar jöfnunar heild- söluverðs samkvæmt gjaldskrá. Stórvirkjanir í þremur landshlutum Á siðustu árum hefur veriö gert verulegt átak i rannsóknum á virkjunarkostum með það að markmiði að nauðsynlegum undirbUningi yrði lokið við fleiri en eina virkjun, áður en taka þyrfti ákvaröanir af Alþingi og rxkisstjórn. Þetta hefur nú tekist, þannig aö undirbúningi vegna þriggja vatnsaflsvirkjana með allt að 130-330 MW afli er langt á veg komiöog hægt að gera skipu- legar áætlanir vel fram i timann um framkvæmdir og mannvirki, sem þessum virkjunum þurfa aö tengjast. Þær heimildir sem nú hafa verið veittar af Alþingi vegna þessara virkjana og ann- arra aðgerða til raforkuvinnslu hvila þannig á betri undirbúningi en áður hefur tfökast, og með þeimerm.a. tekinstefnaá bygg- ingu stórvirkjana á Norður- og Austurlandi á næstu 10 árum. Hljóta allir aö sjá hver stakka- skipti verða i raforkuiðnaði landsmanna við slikar aðgerðir, þvi að fyrir utan aukið afl og dreifingu stórra virkjana á þrjá landshluta i stað eins áöur, eykst miðlunarstig að baki vatnsorku- veranna um fullan þriðjung með tilkomu Eyjabakkamiðlunar einnar. Fylkjum liði um innlenda orkunýtingu Með því átaki i hagnýtingu vatnsorku og jarðvarma sem rikisstjórnin nú undirbýr og heimilda er aflað fyrir i nýsettum lögum verður lagður grunnur að öryggi og viðunandi jafnræði i landinu varöandi orku til al- mennra nota og atvinnurekstrar. Hlutur orkufreks iðnaðar mun fara vaxandi og skilyröi skapast til að reisa myndarleg fyrirtæki viða um land, er byggi á innlendri orku og innlendum hráefnum al- fariö eða að nokkrum hluta. Hér er verk að vinna undir islenskri forystu og við eigum að lita á þennan þátt atvinnuþróunar i landinu sömu augum og aðra at- vinnustarfsemihérlendisþar sem tryggja ber islenskt forræði á öll- um sviðum, þótt samvinna verði við útlendinga um einstaka af- markaöa þætti. Viö höfum náð góðum tökum á beislun orkulinda landsins, bygg- ingu vatnsaflsvirkjana og hag- nýtingu jarðvarma að vissu marki og eigum herskara af fær- ustu kunnáttumönnum á þessu sviði. A sama hátt þurfum við að fylkja liöi til að ná tökum á orku- nýtingunni, uppbyggingu arðbærs og fjölþætts iðnaðar í landinu er hafi orkulindirnar að bakhjarli. Þaö er engin ástæða til að ætla út- lendingum forystu eða frumkvæöi á þvi sviði. Þvi aöeins að gengið sé að þessu verki út frá okkar eigin forsendum með fjölþætta hagnýtingu auðlinda landsins i huga og samhengi og samfellu i efnahagsþróuninni, munum við uppskera þann arð, sem við vænt- um og hafa þau tök á þróuninni, sem er forsenda efnahagsleg sjálfc stæðis. I þvi sambandi eru undir- stööurannsóknir og þróunarstarf- semi lykilatriöi, sem gefa þarf meiri gaum að og verja meira fjármagni til en verið hefur. Enginn skilji orð min svo að ég sé að hvetia til einangrunar frá samskiptum viö grannþjóðir og aðra sem viö okkur vilja eiga samskipti á jafnræðisgrundvelli. Þvert á móti er æskilegt aö gagn- kvæm samskipti aukist, einnig á sviði orku- og iönaðarmála. Þar er það samstarf sem nú er hafið innan Norðurlanda i heild og meö tvihliða samningum milli landa allrar athygli vert. Helgin 13.-14. júnl 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 tónbálhur Gjörn- ingar í Norræna húsinu Það verða „nýlistarmenn” á fjóröu tónleikum Skerplu Mus- ica Nova, i Norræna húsinu fimmtudaginn 18. júni, kl. 20.30. Þar verða mættir Bandarikja- mcnnirnir Philip Corner (pianó ofl.) og Malcholm Goldstein (fiðla o.s.frv.) og ætla að leika frumsamdar tónsmiðar og gjörninga (happenings) fyrir viðstadda. Corner er mjög vel þekktur i hópi nýlistarmanna á tónlistar- sviöinu i Bandarikjunum, en hann var (og er) i tengslum við framúrstefnumenn i Greenwich Village (Dick Higgins, Le Monty \oung ofl.) allt frá siðustu árum sjötta áratugarins. Það má þvi segja að hann sé löngu orðinn „klassiskur” en tónleik- ar af þessu tagi mega þó teljast býsna gott nýnæmi hér á landi. Umsjón Leifur Þórarinsson Músíkhópurinn að Kj arvalsstööum A mánudaginn kemur, kl. niu e.h. verða þriðju tónleikar á „Skerpluhátið" Musica Nova. Þeir verða á Kjarvalsstöðum og er þaö Músikhópurinn, samtök vngstu tónskálda okkar, sem stendur fyrir þeim. Þar á að frumflytja eða flytja i fyrsta sinn á tónleikum hér á landi, verk eftir Lárus Grimsson, Þorstein Hauksson, Askel Más- son, Iijálmar Ragnarsson, Karólinu Eiriksdóttur og Magnús Bl. Jóhannsson. Þrjú verkanna eru elektrónisk, þ.e. segulbandsverk og flytjast i gegnum hátalarakerfi, þ.e. verk þeirra Lárusar, Þorsteins og Magnúsar Blöndal. Manúela Wiesler mun leika Itys, sóló- flautuverk eftir Askel Másson, en það hefur að visu oft heyrst I útvarpinu, enda til á plötu, en hefur aldrei verið flutt i hljóm- leikasal hér á landi. Þarna verður lika einleiks- verk fyrir fiölu, spánýtt af nál- inni frá Karólinu Eiriksdóttur og heitir „In vultu solis” eða”! andliti sólar” og er samið fyrir og frumflutt af Guðnýju Guðmundsdóttur. Einar Jóhannesson ætlar þá að leika þrjú Klarinettst ykki eftir Hjálmar Ragnarsson og leikur Anna M. Sigurðardóttir með honum á pianó. Fyrst og siðast á tónleikunum verða útlend verk: Miniatury f. fiðlu og pianó eftir Pendercki, þann pólska framúrstefnusnilling, sem kannski er frægastur fyrir harmljóð um Hiróshima og Embryons Desséchés (skrælnuð frjó) eftir Satie, þ.e. pianóverk sem Jónas Tómasson hefur út- sett fyrir nokkur hljóðfæri. Auk Manúelu, önnu, Einars og Guðnýjar koma Snorri S. Birgisson (pianö) Laufey Sigurðardóttir (fiðla) Carmel Russill (selló) og Bernard Wilkinson (flauta) fram á þessum tónleikum. Einar brillerar í Það þarf auðvitað enga út- lendinga til að segja okkur hvað Einar Jdhannesson er magn- aður músikant, hann er löngu viðurkenndur sem einn okkar snjallasti hljóðfæraleikari. En vitaskuld hlýnar manni unt hjartarætur þegar lesa má há- stemmt hrds um landann I heimsblöðum sbr. Daily Tele- graph í London 3. júni s.l.: ...dásamlega ákveðin og þó jafnframt eðlileg lina og bjartur tónn”... við flutning Klarinett- sdnötu Jdns Þórarinssonar og „yndislega hlýr leikur”... á sdnötu i Es dúr eftir Brahms. Gagnrýnin i D.T. var sem sagt með afbrigðum góð, en tón- leikana sem um er að ræða héldu þeir Einar og Philip Jenk- ins i Wigmore Hall i London i byrjun mánaöarins. Einar Jóhannesson hefur lengi verið búsettur i London, en fyrir skömmu settist hann i sæti fyrsta klarinettista i Sinfóniu- hljómsveit Islands og þvi eftir sem best verður séð fluttur heim alfarið. Megum viö svo London sannarlega hrósa happi, aö missa ekki þennan ágæta snill- ing úr landi og hugsum gott til glóöarinnar að heyra hann á tónleikum i framtiðinni, bæöi á sinfóniutónleikum og einleiks- og kammertónleikum. Það næsta sem við heyrum frá Einari er f rumflutningur á klarinettsty kk jum eftir Hjálmar H. Ragnarsson, á þriðju Skerplutónleikum Musica Nova, sem Músikhópur- inn stendur fyrir á Kjarvals- stöðum n.k. mánudag. 111» Kaupfélag Árnesinga m Nýjungamar fylgja UAMIXA Örugg og tæknilega fullkomin. Ódýr, stílhrein og audstillanleg. Glæsileg í nýja baöherbergiö og eldhúsiö og auötengjanleg viö endurnýjun á gömlu. Leitiö upplýsinga. Biöjiö um myndlista.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.