Þjóðviljinn - 13.06.1981, Page 24

Þjóðviljinn - 13.06.1981, Page 24
ÞJÚÐVIUINN Helgin 13.-14. júní 1981 nafn Yfkunnar Ingi R. Helgason Fá nöfn hefurborið hærra i vikunni en nafn Inga R. Heigasonar, hæstaréttarlög- manns, sem skipaður hefur verið forstjóri Brunabótaféi- ags islands. Ingi er nafn vik- unnar að þessu sinni og hann var fyrst spurður að þvi hvernig það væri að taka við nýju starfi eftir alian þann hávaða sem skipunin hefur valdið. ,,Það hefur oft orðið mikið fjaðrafok út af skipun i þetta embætti eins og reyndar önnur og þvi þarf enginn að kippa sér upp við þann hávaða sem nú hefur orðið. Grundvallaratriðið er að heimild ráöherra stendur traustum fótum i lögum, um það verður ekki deilt. Þessi læti hafa minnst snúist um mig sjálfan og ég kviði þvi ekki að ganga inn i þetta starf nú. Ég er vanur að starfa i blönduðum pólitisk- um nefndum og trúi ekki öðru en ég nái góðu sam- bandi við stjórn félagsins og starfsfólk og ég geti bæst i hóp þeirra sem vilja vinna fyrirtækinu gagn og sinna hagsmunum þess”. — Nú virðast ýmsir telja að verið sé að leiða heims- kominúnismann til öndvegis i Brunabót? „Þessi leiðari Visis, sem þú vitnar i, er nú bara brand- ari, — að visu nokkuð skemmtilegur en illa skrif- aður. Skrif af þessu tagi eru til þess eins fallin að ala á þeim hugmyndum að menn með sömu stjórnmálaskoð- anir og ég, eigi helst að vera atvinnulausir og þeim sé ekki trúandi til nokkurra verka. Ég hef hins vegar ald- rei fundið til þess að stjórn- málaskoðanir minar væru mér fjötur um fót við fram- kvæmd starfa semmérhafa verið falin. Sumt fólk á hins vegar erfitt með að losa sig við fordóma af þessu tagi.” — Nú hefur verið bent á að meðal umsækjenda cru ýmsir sem hafa reynslu af tryggingamálum eða eru tryggingafræðingar? „Það er nú sitt hvað, sérfræðistörf og stjórnunar- störf i fyrirtæki af þessu tagi. Þannig er t.d. ekki sjálfgefið að læknir ætti aö sjá um rekstur sjúkrahúss, þó ekki sé ég með þessu að kasta rýrð á sérfræöiþekkingu manna. Þó þetta starf sé að ýmsu leyti ólikt þvi sem ég hef áður sinnt nýtist mennt- un min og reynsla i þvi. Þetta verða að sjálfsögðu nokkur umskipti fyrir mig, en ég tel mig vera á góðum aldri til þess að hasla mér völl á nýjum starfsveitvangi. — Nú rekurðu lögfræði- skrifstofu og gegnir ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Alþýðubandalagið. Geturðu bætt þessu ofaná það? „Nei, þar er engu á bæt- andi. Ég mun helga Bruna- bótafélaginu mina starfs- krafta og i þvi skyni ganga úr störfum sem ekki sam- rýmast forstjórastarfinu og létta af mér öðrum starfs- skyldum sem á mér hvila. Þar er efst á blaði lögfræöi- skrifstofa min, sem ég hætti að reka 1. júli, n.k. eftir 28 ár.”. -þs. Aðaisfmi Þjóðviljans er 81333 ki. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt aö ná I blaðamenn og aðra starfsmenn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i af- greiöslu blaðsins i slma 81663. Blaðaprent hefur slma 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Fríöar- gangan 1981 Á skrif- stofu Herstöðvaandstæðinga Astráður Haraldsson hafði I ýmsu að snúast á skrifstofu Herstöðvaandstæðinga þegar blaðamenn litu þar inn.en Ijósmyndarinn benti á að stellingin minnti óneitanlega á gamia Marx. Ljósm.: gei. A skrifstofu Herstöðvaandstæð- inga við Skólavörðustiginn er ys og þys þessa dagana. Þaðan er stjórnað skipulagningu Keflavfk- urgöngunnar, núeraðeins vika til stefnu. Siminn hringir, það er rætt um fjársöfnun, rútur, ræðu- menn, borða og plaköt og það vantar sjálfboðaiiða til starfa. Meðan blaðamaður og ljósmynd- ari staldra við i bið eftir formanni samtakanna Erling ólafssyni, verður blaðamanni fyrir að tylla sér, meðan ljósmyndarinn mund- ar linsur og smellir af. Upp í hugann koma minningar um fyrri göngur ýmist sólríkar eða svalar, en alltaf hressilegar. Þegar fyrsta Keflavlkurgangan var f arin árið 1960 var viðreisnar- stjórnin nýtekin við, vonir þær sem bundnar voru við „vinstri” stjórn Hermanns Jónassonar höfðu brostið, en á stefnuskrá hennarvar brottför hersins. Eins og geta má nærri var kippt ræki- lega i spottana vestur i Washington, svo sem oftar siðar. Blaöamaður var að visu barn að aldri og fjarri góðu gamni þegar þetta var, en gamlir sam- herjar tjá okkur með eld i augum að i þá tið hafi baráttan gegn hernum átt mikinn hljómgrunn, þá voru rökin einkum sótt til þeirrar hættu sem menningu og tungu stöfuðu frá hernáminu. Nú er öldin önnur, sprengjur, eld- flaugar, kjarnorkuvopn, vigbún- aðarkapphlaup, nýr ótti um ragnarök gagntekur okkur á vinstri vængnum, meðan aðrir láta sér fátt um finnast og bera okkur enn þeim sökum að við sé- um að undirbúa jarðveginn fyrir Rússa. En það voru Keflavikurgöngur sem leituðu á hugann. Þegar undirrituðþrammaði I fyrsta sinn frá Keflavik til Reykjavikur var vor i lofti. Það var árið 1968. Næsta dag átti að hefjast NATO- fundur I Reykjavik, þar sem mættir voru meðal annarra fasistinn Pippinelli utanrikisráð- herra Grikkja. Nokkru áður höfðu herskip NATO—flotans komið i kurteisisheimsókn og fengið herlegar móttökur með kveðjum frá Che Guevara i formi málningar. Já, það var þrammað ' alla þessa 50 kilómetra eða hvað þeir nú eru margir. Þarna var Jónas Arnason sem hvatti til að láta gönguna ekki slitna i sundur, þvi Moggamenn sem öðru hvoru svifu yfir i flugvélum, lágu á þvi lúalagi að taka myndir hátt úr lofti, sem aðeins sýndu hluta göngunnar. Úthugsuð tækni það. Við Garðabæinn gripu litlu börnin til gamals leiks, að kasta mold og skit i kommana, þeim þó að meinalausu. Næsta morgun reif maður sig upp þrátt fyrir bólgna fætur og stirðan gang til að mót- mæla NATO—fundinum, og tókst með naumindum að forðast hand- tökur og barsmiðar. Þaðvariþá tið. önnur ganga sem ekki er siður minnisstæð var árið 1976, þegar landhelgisdeilan stóö sem hæst. Þann dag skein sólin glatt og hiti varilofti. Stemmningin var stór- kostleg, söngur, harmonikuleik- ur, hróp og vigorð glumdu allan siðasta spölinn. Enn var vor i lofti. NU þýðirekki lengur að sitja og rifja upp gamlar endurminning- ar. Lesendur Þjóðviljans eiga heimtingu á að vita hvernig undirbúningurinn gengur. Það kemur i ljósað formaðurinn hefur tafist svo það eina ráð er eftir að snúa sér til óbreyttra liðsmanna (sem auðvitað vita allt um gang mála, það er þetta venjulega snobb sem fær okkur til að tala alltaf viðæðstu menn). Strákarn- ir sem eru á skrifstofunni láta nokkuð vel yfir sér, þeir segja skort á sjálfboðaliðum, þvi það er gifurlega margt sem þarf að gera. Lokasóknin er eftir, dreif- ing áróðurs og öflun fjár, þvi Keflavlkurgangan kostar svo sannarlega sitt. Ekki slst þarf að blása i glæður baráttuandans. Það ætti að vera okkur hvatning að við erum ekki ein á báti. Félagar okkar og samherjar Ut I Evrópu ætla að þramma lika eftir malbikuðum vegum Evrópu. Gangan hér verður fyrsti liðurinn I miklum friðaraðgerðum, þó að svo virðist sem sumum þarna Uti i löndum finnist rétt mátulegt á okkur að sitja uppi með kjarn- orkuvopnin, ef þeim tekst að losa sig við draslið. Við sættum okkur auðvitað alls ekki við slikar „lausnir”, en leggjum enn einu sinni af stað í okkar kröfugöngu undir kjörorðunum: Island Ur NATO — herinn burt. Framhaldsaðalfundur AB Mánudaginn 15. júní verður framhaldsaðalfund- ur Alþýðubandalagsins í Reykjavík að Hótel Esju og hefst hann kl. 20.30. Nánar er f jallað um fundinn og dagskrá hans á fréttasíðu inni i blaðinu. ,

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.