Þjóðviljinn - 19.06.1981, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 19. júnl 1981
Efnahagsbandalag
Evrópu hefur ekkert
vald á fiskveiðum
í Norðursjó
Ennþá rikir algjört öngþveiti i
fiskveiöum Efnahagsbandalags-
rikjanna i Norðursjó og þykir
breskum fiskimönnum aö á þá sé
hallað, þar sem skip hinna land-
anna leggja nú undir sig bresk
mið. Enginn sildveiðikvóti hefur
ennþá verið samþykktur vegna
veiða í Noröursjó, en skip hinna
ymsu E.B.-landa fara sinu fram
og veiða án leyfa eins og þeim
synist.
Deilt
um
norsku vorgotssíldina
Verður leyfð veiði
á norskri vorgotssíld
í ár?
Eins og á undanförnum árum
þá eru nú komnar fram kröfur frá
ýmsum fiskideildum i Noregi um
að leyfðar verði sildveiðar á
norskri vorgotsild I ár. Síðasta
samþykktin sem ég hef séð þessu
viðkomandi kom frá fiskideild-
inni I Sogni og Fjörðum sem hélt
aðalfund sinn nylega. Þar er farið
fram á að leyft verði að veiða 200
þúsund hektólitra af vorgotsild i
ár, þ.e. af þeim sildarstofni, sm
kom hingað á miðin fyrir Norður-
landi á löngu árabili, og var meg-
in uppistaðan I þeim mikla sildar-
afla sem veiddist úti fyrir Norð-
urlandi. Þá gerir þessi fiskideild
jafnframt kröfur til þess að leyft
veröi að veiða til viðbótar 100 þús
hektólitra af sild i Þrándheims-
firði, en norska Hafrannsóknar-
stofnunin telur að sú sild sé af
sérstökum stofni og tilheyri svo-
kölluðum fjarðastofní.
En hvað segja norskir fiski-
fræðingar um ástand norska vor-
gotsildarstofnsins?
Á aöalfundi i Feitsildsfiskernes
Salgslag sem haldinn var nyiega,
mætti Odd Nakken sem er næst
æðsti maður i' norsku Hafrann-
sóknarstofnuninni, og þar gaf
hann eftirfarandi upplýsingar um
stærð norska vorgotsildarstofns-
ins, samkvæmt mælingum sem
stofnunin hafði látið gera á árinu
1980. Odd Nakken sagði aö vor-
gotsildin hefði á siðustu árum
haldið sig I tveimur megin breið-
um meðfram ströndinni. Sú
nyrðri á Lófótsvæðinu og noröur
eftir þaðan. A þessu svæði hefur
sildin haldið sig meiginhluta árs-
ins, nema þegar hún hefur gengið
suður með ströndinni i marsmán-
uði til að hrygna, en hrygningin
hefur farið fram á Buagrunni.
Syðri si'ldarbreiðan hefur náð frá
Staö i suðri og allt norður undir
Bodösvæðiö. Þessi hluti stofnsins
hefur hrygnt i mars frá Stad og
noröur um Mæri. Odd Nakken
sagði að nyrðri hluti stofnsins
hefði ekkert aukist að undanförnu
og teldu þeir hann minni heldur
en árið 1977. Hins vegar hefði
stofninn stækkað á syðra svæðinu
á samati'ma, að þeirteldu um 25-
30 þús tonn á ári. A s.l. ári sagði
hann aö þeir hefðu áætlað stærð
hrygningarstofns vorgotssildar-
innar 325 þús. tonn. Rannsókn á
stærð sfldarstofnsins i ár stóð fyr-
ir dyrum þegar aðalfundurinn
var haldinn. Þegar Odd Nakken
var spurður um veiðihorfurnar á
slldi'ár, ;iþá sagðist hann ekkert
geta sagt um hvað þeir sem nú
ynnu að rannsóknunum myndu
leggja fram i sinum tillögum.
Hinsvegar sagði hann aö merk-
ingar á sild bentu til að aukning á
stofnstærð hefði orðið litil á s.l.
ári. Odd Nakken sagöi aö þegar
skoðaö væri ástand sildarstofns-
ins eins og það horfði við þeim og
spurt hvort leyföar yrðu veiðar nú
og i næstu framtlð, þá væri sú
spurning meira stjórnmálalegs
heldur en faglegs eðlis.
Einn fundarmanna spurði Odd
Nakken hvortekki gilti það sama
lifslögmál meö sildina sem marg-
ar aðrar lifverur, að hún yröi
ófrjó þegar hún næði ákveönum
aldri. Og taldi hann tilgangslaust
að láta slika sild taka ætið úr
sjónum frá þeim sildarstofni sem
væri frjór og vaxandi Þessu svar-
aöi Odd Nakken þannig, að þeir
hefðu engar rannsóknir sem
sönnuðu þetta.
Þærsamþykktirsem búið er að
gera i norskum fiskideildum viðs-
vegar á ströndinni, þar sem skor-
að er á stjórnvöld að leyfa veiðar
á vorgotsild i ár, benda til þess,
að talsverður þrýstingur muni
verða á stjórnina á þessu sviði
þegar liða tekur á sumar. En
þetta á fyrstog fremst upptök sin
I þvi'að mikið ber á milli um stærð
sildarstofnsins, þar sem sjómenn
Jóhann J.E. Kúld
fiskimái
telja stofninn stærri heldur en
fiskifræðingar áætla hann.
Eneitt ervist, að norski vorgot-
sildarstofninn hagar sér nú gjör-
ólikt þvi' sem hann gerði á hinum
miklu sildarárum. Þá kom þessi
stofn venjulega af hafi upp að
Norðmæri upp úr miöjum desem-
ber eða i byrjun janúar. Gekk sið-
an suöur með ströndinni og hóf
hrygningu upp úr miðjum mars-
mánuöi. Þá voru aðal hrygningar
stöðvarnar innan skerja á Haug-
sundssvæðinu. Og hrygning var
þá nær óþekkt fyrir noröan Stad.
í mai að lokinni hrygningu hélt
sildin svo á haf út og fdr hingað á
miðin fyrir norðurlandi I æösleit.
Þetta voru árvissar göngur
norsku vorgotsildarinnar. Þeirri
mikilvægu spurningu er ennþá
dsvarað af fiskifræðingum, hvaða
orsakir urðu þess valdandi að
þessi vorgotsfldarstofn hefur al-
gjirlega horfið frá sinum fyrri
hrygningarstöðvum við Noregs-
strönd.
Frakkar hefja aftur
fiskveiðar
á seglskipum
Þann ,25. april s.l. var fyrsta
túnfiskveiðiskipinu af þremur
sem hafa verið i byggingu hjá
skipasmiðastöð i Lorient i Frakk-
landi hleypt af stokkunum.
Þetta þættu nú engin tiðindi ef
um venjulegt túnfiskveiöiskip
væri aö ræða. öll þessi túnfisk-
veiðiskip verða seglskip, þau
verða aðeins búin hjálparvélum
sem notaöar verða i logni á mið-
unum, svo og til að hjálpa skipun-
um til að komast úr og i höfn. Að
sjálfsögðu fara Frakkar nú inn á
brautseglskipasmiöa til fiskveiða
vegna hinnar miklu veröhækkun-
ar á oliu sem orkugjafa.
Takist þessi tilraun Frakkk-
anna vel hvað viðkemur afkomu
veiðanna þá gæti svo farið, að
dagar seglskipa til fiskveiða væru
ekki algjörlega hornir á vit sög-
unnar.
Fiskeldi áhörpudiski
Japanir hafa um langt árabil
ræktað hörpudisk i sjó. Þeir veiða
hörpudiskseiðin i smáriðin net
þar sem þau eru látin vaxa um
stund. Þegar skeljarnar verða
það störar að þær taka að synda
með þvi' að opnast og lokast á
vfxl, þá taka Jápanir þær og bora
gat á skegg skeljarinnar og draga
þar i gegn finan þráð. Sfðan eru
skeljarnar bundnar á streng og
látnar vaxa sem fangar i búri,
þar til þær hafa náð heppilegustu
stærö til matar. 1 Englandi, ír-
landi og Noregi hefur nú vaknað
áhugi á hörpudiskseldi og eru
rannsóknir þegar hafnar á þvi
hvernig best verði að slikri rækt-
un staöiö.
Nýjar upplýsingar
um norðurhluta
Atlantshafs
Rússneskir visindamenn, land-
fræðingar, haffræðingar og veð-
urfræðingar, hafa nýlega lokið
viö Atlasbók um noröurhluta
Atlantshafs. Þetta er talin fyrsta
bók sinnar tegundar, þar sem
gefnar eru mjög nákvæmar lýs-
ingar frá öllu þessu stóra haf-
svæöi, sem hefur verið kortlagt
að nýju með tilliti tii veöurfars,
hafstrauma og hafiss og fleira
sem getur komið sjófarendum
þessa stóra hafsvæðis aö góðu
gagni. Verkið er sagt byggt á
upplýsingum frá bandariskum,
breskum og hollenskum skipum á
hafsvæðinu. Þá hefur margskon-
ar f róðleikur um hafsvæðið einnig
verið sóttur i leiðabækur sjófar-
enda allt aftur i tið seglskipanna.
Þessi sami visindamannahópur
hefur nú hafið undirbúning að
samningu hliðstæörar kortabókar
um Kyrrahafið.
Norskar klak og
seiðaeldisstöðvar
A undanförnum árum höfum
við Islendingar selt talsvert af
laxaseiðum til fiskeldisstööva i
Noregi. Nú virðistvera tekið fyrir
þennan útflutning og hefur það
komið fram I islenskum blööum
að Norðmenn beri við hræðslu um
að islensk laxaseiði geti verið
sjúk. Eins og öllum er kunnugt þá
var talsvert skrifaö um það á s.l.
vetri þegar öll laxaseiði i eldis-
stöðinni við Grindavik voru drep-
invegna þess að þau voru dæmd
sjúk. Náttúrlega berast slik
blaðaskrif til næstu landa og þarf
þviengan að undra þó kaupendur
islenskra laxaseiða i Noregi hafi
fengið vitneskju um þetta. En
hinsvegar held ég að þetta sé alls
ekki aðal ástæðan fyrir þvi ef
norskar laxeldisstöðvar hætta nú
að kaupa laxeldisseiði héðan.
Astæðan ereinfaldlega sú aö á ár-
inu 1980 þá lögðu Norðmenn mikið
fjármagn i' byggingu klak- og
seiðaeldisstöðva og eru nú algjör-
lega sjálfbjarga á þessu mikil-
væga sviði. Þetta áttu menn hér
á landi að vita sem höfðu atvinnu
af seiðaeldi með markað i Noregi
i huga. Um þessa fjárfestingu
Norðmanna var talsvert skrifað i
norsk blöð á s.l. ári og kemur mér
það þvi spánskt fyrir sjónir ef
þetta hefur algjörlega farið fram
hjá ráðamönnum hér i laxeldis-
málum.
Landið sem Jón
/
Olafsson vildi helga
íslenskum landnem
um í Ameríku
Bandariki Norður-Ameriku
keyptu Alaska af rússakeisara
þegarhann var ifjárþröng og var
á þeim tima talsvert deilt um þau
kaup vestanhafs, hvort þau væru
hagkvæm. Jón ólafsson ritstjóri
sem var landflótta i Ameriku á
nitjándu öldinni sökum ógæti-
legra skrifa um Dani og fleira,fór
i rannsóknarleiðangur norður til
Alaska á vegum Bandarikjafor-
seta til að athuga möguleika á þvi
að aðfluttir landnemar næmu þar
land. Niðurstaða hans varð sú að
þaö mundi henta fyrir islenska
landnema að setjast að i Alaska.
Af framkvæmdum varð þó ekki
hver svo sem ástæðan hefur ver-
ið. A þessum tima var Alaska al-
gjörlega óþekkt og ókannað land
og eitt af harðbýlustu löndum
jaröarinnar, þvi vetrarriki er þar
geysilega mikið, en hinsvegar
sumarblitt í syðri hlutanum. Þá
vissu menn ekki um þau miklu
auðæfi sem siðan urðu þekkt bæði
i sjó og á landi. Frá ströndum
Alaska er nú veitt meira af dýr-
um fiskitegundum heldur en við-
así annarsstaðar á jöröunni svo
sem sjö tegundir af laxi, lúða og
risakrabbar sem eru aðallega á
hafsvæðinu milli Alaska og Sovét-
rikjanna. Svo þegar miklar oliu-
íindir fundust i Alaska norður við
ishaf og farið var að nýta þær, þá
varð Alaska eitt af auðugustu
rikjunum i rikjasambandi
Bandarikjanna. Nú er fiskiðnaður
Alaska i' hraðfara uppbyggingu
cg hefur nokkur hópur danskra
iðnaöarmanna sest þar að siðustu
árin, tengdur þessari uppbygg-
ingu. Jóni ólafssyni var á sinum
tima legið á hálsi fyrir það að
vilja beina islenskum landnem-
um i Ameri'ku norður til Alaska;
þaö þótti ein hin mesta fásinna á
þeim tima. En máske hefur Jón
Olafsson verið svo forvitur að
hann hafi séð i huganum öll þau
miklu auðæfi Alaska, þegar hann
vildi fá landa sina til að flytja
þangað norður.
25. mai 1981.
T
Áskrift -
kynning
vr;riVi\]vw)H
MUMFOULS
vió bjóóum nýjum lesendum okkar
ÓKEYPIS ÁSKRIFT til næstu mánaóamóta.
Kynnist blaóinu af eigin raun, látió ekki
aóra segja ykkur hvaó stendur í
Þjóóviljanum. ^
PIÚOVIUINN