Þjóðviljinn - 19.06.1981, Blaðsíða 3
- - Föstudágur 19.' júnl 1981 ÞJÖtíVILJINN'^'&ÍÐA 3
F riöar gangan
Steindór Steindórsson
Lúóvik Kristjánsson
Heiðursdoktorar
Sautjánda júní voru tveir kunn-
ir fræðimenn sæmdir heiðurs-
doktorsnafnbót við Háskóla ts-
lands, þeir Steindór Steindórsson
frá Hlöðum og Lúðvík Kristjáns-
son.
Steindór Steindórsson var um
árabil kennari við Menntaskólann
á Akureyri og siðar skólameist-
ari. Þrátt fyrir það hefur hann
unnið umtalsverö afrek á fræða-
sviði sinu, grasafræði. Jafnhliöa
hefur hann svo þýtt fjölda rita
sagnfræðilegs efnis.
Luðvik Kristjánsson hefur
löngum verið titlaður sagnfræð-
ingur, þótt hann hafi ekki Há-
skólamenntun á þvi sviði. Hann
hefur m.a. skrifaö nokkrar bækur
um lif og störf Jóns Sigurðssonar.
1 haust kom svo út fyrsta bindið i
flokknum Islenskir sjávarhættir
sem dómbærum mönnum ber
saman um að sé meiriháttar af-
rek i islenskri sagnfræði og þjóð:
háttafræði. _j
Velheppnuð
hátíðarhöld
,,Það var allt annar blær yfir
dansleikjunum um kvöldiö en oft
hefur verið á siðustu árum. Bæði
var skipulag á staðnum allt til
fyrirmyndar, og við þurftum litið
sem ekkert að hafa afskipti af
fólki, en glöggir menn telja aö
yfir 5000 unglingar og einnig mið-
aldra fólk innan um, hafi verið i
Höllinni þegar mest var”, sagöi
Páll Eiriksson aðstoðaryfirlög-
regluþjónn sem stjórnaði lög-
gæslu á dansleiknum.
1 sama streng tók Þorsteinn
Eggertsson formaður þjóðhá-
tiðarnefndar. ,,Hátiðahöldin tók-
ust mjög vel að minu mati, og ég
vileinkum þakka það lipurri lög-
gæslu og skynsamlegri fram-
komu hljómsveita sem eiga hrós
skilið,” sagði Þorsteinn.
Gifurlegt fjölmenni tók þátt i
útihátiðahöldunum i miðbæ
Reykjavikur, auk þess voru
hverfaskemmtanir i Arbæjar- og
Breiðholtshverfum.
Þrátt fyrir hálfkuldalegt veður,
stóð fólk lengi við á hátiðarsvæö-
unum, enda fjölbreytt dagskrá i
boði.
Mikið af unglingum úr ná-
grannabyggðalögum Reykja-
vikur, af Suðurlandi og frá Suður-
nesjum komu á dansleikinn i
Laugardalshöll, sem stóð til kl. 1
eftir miðnætti.
Að sögn lögreglunnar var fólk
fljótt að tinast heim að loknum
dansleiknum og litið um mann-
safnað i miðbænum um nóttina.
Sömu sögu er að segja alls
staðar af að landinu. Hátiöahöld-
in fóru vel fram og allir virtust
skemmta sér hið besta. ,,I raun
fóru landsmenn það vel með dag-
inn að útvarpið sá ekki ástæðu til
að minnast á það i fréttum i gær,
ólikt fréttum fyrri ára um óspekt-
ir, drykkjuskap og skemmdar-
verk”, eins og einn lögregluþjón-
inn orðaði það.
-Ig-
Undir-
búningur
í fullum
gangi
Undirbúningur undir sumar-
ferð Alþýðubandalagsins inn i
Þórsmörk er i fullum gangi.
Kristján Valdimarsson starfs-
maður ABR heldur traustum
höndum i alla spotta og vinnur að
skráningu og skipulagningu
ásamt feröanefnd og fararstjóra.
Hann sagði i gær að þegar hefðu
100 manns skráð sig, og yrði þaö
að teljast stór hópur þegar þess
væri gætt að cnn er vika til stefnu.
Hann vildi þó hvetja fólk til að
skrá sig sem fyrst þvi að það auö-
veldaði allan undirbúning.
Lagt veröur af stað i ferðina kl.
8.00 annan laugardag og staldrað
viö i örfáar minútur á Hellu og
Hvolsvelli til að sinna ýmsum
náttúrulegum þörfum. Fyrsti viö-
<4Kt
komustaðurinn þaðan i frá verður
svo sá frægi Gunnarshólmi þar
sem Jón Böðvarsson mun lýsa
staðháttum og væntanlega verður
ljóð Jónasar rifjaö upp fyrir við-
stöddum. Eftir það verður numið
staðar i við Stakkholtsgjá og hún
skoöuð. Siðan mun Jón Böðvars-
son spjálla við feröalangana áður
en farið verður yfir Krossá og
segja þeim frá Þórsmörk, sögu
staðarins og náttúrufari.
Þrjár gönguferöir verða skipu-
lagðar i Mörkinni á laugardag og
ein meiriháttar ganga á sunnu-
daginn og veröa þær kynntar sið-
ar. Rútur fara til baka til Reykja-
vikurkl. 17 á laugardeginum fyrir
þá sem aöeins hafa tök á aö vera
einn dag i ferðinni. —j-
20. JÚNÍ FRÁ KEFLAVÍK TIL REYKJAVÍKUR
Ólafur Ragnar Grímsson:
Samstaða með friðar-
hreyfingum í Evrópu
Gangan núna er bæði fram-
hald af áratuga baráttu okkar
gegn hernum og staðfesting á
samstöðu okkar með hinum við-
tæku friðarhrey fingum sem
komið hafa fram i fjölmörgum
löndum Evrópu siðustu mánuði.
Þessi nýja friðarhrcyfing er
mynduð til að berjast gcgn við-
tækum áformum Bandarikj-
anna um kjarnorkuvopn i Evr-
ópu.
Herstööin á Islandi hefur á
undanförnum áratugum smátt
og smátt tengst kjarnorku-
vopnakerfi Bandarikjanna á
N-Atlantshafi, i gegnum
SOSUS-kerfið i hafdjúpunum,
Loran-C stöðvar, radarkerfin og
staðsetningu Orion og Phantom
flugvéla. Þegar rikisstjórn
Geirs Hallgrimssonar heimilaði
hingaðkomu AWACS flugvél-
anna var eitt slikt spor stigið,
þvi samkvæmt áliti hernaðar-
sérfræöinga eru AWACS vélarn-
ar einnig ætlaðar til að stjórna
árásum. Herstöðin hér er nú
orðin bæði liður i kjarnorku-
vopnakerfi Bandarikjanna i
N-Atlantshafi og vettvangur til
að hefja og stjórna árás. Slikt
sýnir að eöli herstöðvarinnar
hér er allt annað en stuönings-
menn NATO hafa haldið fram.
Það er þvi rökrétt að um leið
og friðarhreyfingar úti i Evrópu
hefja aðgerðir til að krefjast
kjarnorkuvopnalausrar Evrópu
frá Póllandi til Portúgal, þá
göngum við frá herstöðinni i
Keflavik og undirstrikum þar
með baráttu okkar hér og sam-
stöðu með evrópskum friðar-
hreyfingum. _
Bjarnfríður Leósdóttir, Akranesi:
V erkalýðshreyimgin
standi vörð um frið
Ég tel að verkalýðshreyfingin
sé það afl sem best getur staðiö
vörð um frið i heiminum. Það er
verkafólk sem framleiðir vopn-
in sem siðan eru notuð gegn
verkafólki annarra landa. Ég er
einmitt nýkomin af ráðstefnu
erlendis þarsem fjallað var um
verkalýðshreyfingar og friðinn.
Þar fékkst sú niðurstaða að þeir
sem vinna við hergagnafram-
leiðslu verði að beita sér og
breyta framleiðslunni til nyt-
samara horfs.
Hér á landi getum við best
stuðlað að friði með þvi að vera
utan hernaðarbandalaga og losa
okkur við herinn. Ég vil hvetja
allt verkafólk til þátttöku i
friðargöngunni á morgun og
sýna i verki að við viljum
berjast gegn vigbúnaöarkapp-
hlaupinu og kjarnorkuvopnum.
Svava Jakobsdóttir, rithöfundur:
í okkur heyra
Svava Jakobsdóttir rit-
höfundur hafði þctta að segja i
tilefni friðargöngunnar 1981:
Við höfum fengið það staðfest
að við eigum samleið með fólki i
Evrópu sem berst gegn kjarn-
orkuvopnum. Það sem við höf-
um gert i okkar herstöðvarbar-
attu er ekki bara þjóðernislegt,
heldurhöfum við sýnt fram á að
það er verið að gera okkur að
skotmarki. Allir þættir bar-
áttunnar halda gildi sinu, en nú
er málið að veröa svo alvarlegt
að smáþjóð eins og við getur
ekki hallaðsér á annað eyrað og
sofið vært. Við veröum að finna
leiðir til að ná sambandi við
aðrar þjóðir sem likt er komið á
fyrir. Ég lit á það sem jákvæða
byrjun ef við getum orðið sam-
stiga um að láta óskir okkar um
frið og kjarnorkuvopnalaus lönd
i ljós. Það er mikilvægara en
allt annað að koma á samstarfi
og þvi verður að halda áfram.
Viö verðum að láta i okkur
heyra með þvi móti styðjum viö
best hvert annað.
Erling Ólafsson, form. SHA:
Þarf fjöldabaráttu
A skrifstofu Ilcrstöðvaand-
stæöinga náöuni við tali af Er-
ling, Ólafssyni á lokaspretti
undirbúnings friöargöngunnar.
Erling sagöist vilja leggja á-
herslu á að þeir sem eiga eftir
að láta skrá sig i gönguna geri
það strax, þvi þaö auöveldar
þeim sem vinna viö undir-
búninginn aö ganga endanlega
frá rútuferöunum suöur aö
Kefla vikurflugvelli.
Erling sagðist einnig vilja
minna á að þessar aðgerðir hér,
tengjast friðaraögerðum úti i
Evrópu þar sem mjög breið
þverpólitisk samstaöa hefur
náöst um baráttuna gegn vig-
búnaðarkapphlaupinu og fram-
leiðslu kjarnorkuvopna. Um leið
og við tökum undir þær kröfur
leggjum við einnig áherslu á þá
baráttu sem hér helur veriö háð
alltfrá lokum siðari heimsstyrj-
aldarinnar, gegn herstöðvum og
hernaðarbandalögum.
„Viö stöndum frammi fyrir
þvi, að við drögumst æ meir inn
i vigbúnaðarkapphlaupið og
gegn þvi þarf viötaæka fjölda-
baráttu. Við þurfum aö sýna i
verki með göngunni á morgun
að slik barátta sé til staðar. Ég
vil hvetja fólk til aö láta okkur
hér á skrifstofu Herstöðvaand-
stæðinga heyra frá sér, þó að
þaö komi ekki inn i gönguna fyrr
en i Hafnarfirði. Hér er enn íull
þörf á meiri starfskröftum og að
lokum vil ég hvetja þá sem ekki
sjá sér fært að koma i gönguna
til að mæta á útifundinn á
Lækjartorgi. Þar flytur ávarp
Berit As frá Noregi, hún tengir
okkar aðgerðir göngunni sem
hefst daginn eftir úti i Evrópu”,
sagði Erling.
—Irn