Þjóðviljinn - 19.06.1981, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 19.06.1981, Blaðsíða 11
Föstudagur 19. júnl 1981 ÞJÓÐVILJINN — StDA 11 iþrottir^ iþróttirg) íþróttír rTl 1 a vaismenn I dllCimCÍTCft áttu allskostar JL illlillllil lil við stjörnulið maður leiksins Fyrir framan 11 þús. áhorf- endur léku stjörnuliösmenn As- geirs Sigurvinssonar gegn Vals- mönnum sem á þessu ári fagna 70 ára afmæli sinu. Leiknum lauk með jafntefli, 2:2, en eftir vita- spyrnukeppni, þar sem hvort lið tók 15vitaspyrnur (!) (!) hrósuðu Valsmenn sigri, þeir skoruðu 12 sinnum en stjörnuliðsmenn 11 sinnum. Yfirbragð leiksins, þann 17. júni, var sannarlega með léttara móti, leikmenn tóku hlutina ekki ýkja alvarlega, enda um hrein- ræktaðan vináttuleik að ræða. Þar fyrir utan var það greinilegt að leikmenn stjörnuliðsins voru i sáralitilli samæfingu og snjallir hlutir oftast að þakka einstak- lingsframtaki Hollendingsins Tahamata. Staðan i hálfleik var 0:0, en i siðari hálfleik skoraði Hilmar Harðarson fyrsta mark leiksins með þvi að snúa á fyrrum félaga sinn, Magnús Bergs. Tahamata jafnaði stuttu siðar úr vitaspyrnu, en Hilmar Sighvats- son kom Valsmönnum yfir með frábærlega ' fallegu marki, þrumuskoti af 20 metra færi i þverslána og inn. Werner Schneider jafnaði svo fyrir stjörnurnar, en i vitaspyrnu- keppni sem fram fór i heldur létt- um dúr urðu Valsmenn hlut- skarpari. Frá knattspyrnulegu sjónar- miði var leikurinn heldur slakur, en fallegir hlutir sáust þó. Taha- mata var besti maöur vallarins og yljuðu tilþrif hans áhorfendum oft um hjartaræturnar. Fyrsti drengjalandsleikurinn: Leíkið við Skota á sunnudaginn A sunnudaginn fer fram á gras- vellinum i Kópavogi fyrsti lands- leikur islendinga i Evrópukeppni drengjalandsliða, 16 ára og yngri og verður leikið við Skota. Anton Bjarnason þjálfari liðsins hefur valið eftirtalda drengi til að taka þátt i leiknum: Markvcrðir: Friðrik Friðriksson, Fram fæddur 06-10-64. Helgi Einarsson, Stjörnunni, fæddur 11-11-64. Aðrir leikmenn: Guðmundur Helgason, KR, fædd- ur 20-01-65. Guðni Bergsson, Val, fæddur 21-07-65. Halldór Askelsson, Þór, Akureyri fæddur 20-04-65. Hlynur Stefánsson, IBV, fæddur 08-10-64. Ingvar Guðmundsson, Val, fæddur 24-01-65. Jón Sveinsson, Fram, fæddur 05-08-65. Ólafur Þórðarson, 1A, fæddur 22-08-65. Sigurður Jónsson 1A, fæddur 27-09-66. Snævar Hreinsson, Val, fyrirliði, fæddur 16-11-66. Stefán Pétursson, KR, fæddur 16-05-65. Steindór Eliasson, Fram, fæddur 16-10-65. Steingrimur Birgisson, KA, fædd- ur 13-12-64. Sæmundur Sigfússon, KA, fæddur 13- 05-65. Orn Valdimarsson, Fylki, fæddur 14- 09-65. Leikurinn á sunnudaginn hefst kl. 16. Dómari verður óli Ólsen og linuverðir Þorvarður Björnsson og Friðjón Edvardsson. Dregið í 16-liða úrslitum bikarins bikarsins i gær var dregið i 16-liða úrslit- um i bikarkeppni KSl. Eftirtalin félög eigast viö og það lið sem á undan er skráö á heimaleik: Fylkir — Breiðablik Leiftur — Þór, AK. ÍA — Valur Þróttur, R. — Þróttur, N. KA — IBV. Arroðinn — ÍBV IBK — Vikingur Fram — KR Asgeir Sigurvinsson, liðsstjóri stjörnuliðsins^fær koss frá ungfrú Holly- wood. ljósm.: — eik. Afmælið varð að aukaatriði Talið er að u.þ.b. 11 þús. manns hafi lagt leið sina á Laugardalsvöll til að fylgjast með leik islandsmeistara Vals við stjörnulið Asgeirs Sigur- vinssonar. Valsmenn hafa þvi örugglega fengið dágóðan skilding umfram kostnað út úr þeirri heljarins sýningu sem af- mælisleikurinn var. Það var ekki laust viö að al- mælið sjálft væri ofurliði borið af ýmsum öðrum þáttum. Miklu frekar var leikurinn og um- stangið i kringum hann eins- konar uppskeruhátið fyrir kók- verksmiðjuna, Hollywood, Karnabæ og fleiri fyrirtæki. Það fór örugglega ekki á miili mála. Að undanskilinni upphitun hljómsveitarinnarStart varð alls ekki þverfótað fyrir auglýsing- um af ýmsu tagi. Kók - róbótið Star-wars tók við vallargest- um þegar i upphaíi og útdeildi af gjafmildi sinni gosdrykknum vinsæla. Að upphitun Start slepptri, kynnti Laddi nýju plötuna sina (leggið á minnið orðið deió, þaö mun heyrast viða innan skamms) og siðan kom Sigurður Bjarklind fall- hlifarstökkvari svifandi úr há- loftunum með adidas-bolta með- ferðis og i sambandi við stökkið var vörumerki knattarins auð- vitað aðalmálið. Rétt áður en leikurinn hófst var kastað til á- horfenda óvæntum glaðningi. fyrirbæri sem kallast frispi með kókauglýsingu auðvitað. Rúsinan i pylsuendanum var þegar ungfrú Hollywood kom inná völlinn i japanskri blikk- belju og kyssti alla leikmenn og Asgeir auövitað alveg sérstak- lega. Leikmenn komu siðan inn- á völlinn i galla frá Henson margir hverjir a.m.k. Frá fagurfræðilegu sjónar- miði var hámarkinu náð i leik- hléinu þegar kókbillinn hlaðinn kókkössum ók með sigurbros á vör einn hring i kringum völlinn áhorfendum til yndisauka. Staðan i hálfleik var 0:0 og þegar fyrsta markið var skorað var það tilkynnt i hátalara- kerfinu að viðkomandi leik- maður gæti nú boðið vinum sin- um og vandamönnum til kvöld- verðar og kók ætlaöi að gefa honum af náð sinni 10 kassa af drykknum góða. Þannig mætti lengi telja, varla kom það atvik fyrir að það sannaði ekki um leið ágisf: ein- hverjar tiltAinna 'vöru umfran aðrar t.d. þegar Tahamata var valinn leikmaður ieiksins þá hlaut hann vitaskuld að launum föt frá Karnabæ. Þaö er út af fyrir sig eðlilegt að knattspyrnufélögin fari inn á braut auglýsinganna, þar er dá- góðan skilding að fá og knatt- spyrnufélagið Valur hefur gengið lengra inná þessa braut en nokkurt annað iþróttaféiag hér á landi. Hitt er svo ástæða til að benda á að á stjörnuleikn- um á 17. júni var ofhleðslan slík að 70 ára afmæli Vals varð að algjöru aukaatriði, leik mennirn-ir i rauðu peysunum örsjaldan hvattir úr sporunum o.s.frv.Höfum við gengið til góðs...? Hreinn. Kominn yfir 20 metra strikiö. Hreinn Hreinn Halldórsson vann afrcksbikarinn á 17. júnimótinu. Hann kastaði i fyrsta sinn á sumrinu yfir 20 metra, kúlan flaug 20,02 17. júnimótið fór að mestu fram i kyrrþey en engu að siður voru unnin nokkur góð afrek. Þannig setti Kristján Harðarson nýtt drengjamet i langstökki, stökk 7,05 metra og hafnaði i 2. sæti á eftir Jóni Oddssyni sem var 2 sentimetrum betri. 1 mót- vindi hljóp Oddur Sigurðsson 100 metrana á 11,1 sek. 20,02 Leiðréttíng í fréttum af knattspyrnu- úrslitum 3. deildar i þriöju- dagsblaðinu misritaðist úr- slit eins leiksins i F-riðli. Sagt var að Höttur hefði unnið Val, 5:0 i F-riðii deildarinnar. Þessu var alveg öfugt farið, þvi Valur vann með 5 mörkum gegn engu. Leiðréttist þetta hér með.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.