Þjóðviljinn - 23.06.1981, Síða 3

Þjóðviljinn - 23.06.1981, Síða 3
Þriöjudagur 23. júní 1981 ÞJÓÖVILJÍNN — SIÐA 3 Aðalfundur Sambands íslenskra rafveitna: Sóknarskeið í hag- nýtingu orkulindanna sagði Hjörleifur Guttormsson í ávarpi „Framundan blasir viö sóknar- skeið í hagnýtingu orkulindanna. Undir það tóku menn á nýaf- stöönu Orkuþingi, og þar var lögö áhersla á innlent frumkvæöi og forræði á sem flestum sviöum. Við þurfum aö hagnýta hugvit, mannafla og fjármagn þjóöarinn- ar á næstu árum til nauðsynlegra og arðbærra framkvæmda i orku- öflun og orkunýtingu. Ég þykist vita aö sami sóknarhugur riki á þessum vettvangi. Hér þarf aö fylgjast aö kapp og forsjá meö langtfmahag og öryggi þjóðarinn- ar að leiöarljósi”, sagði Hjörleif- ur Guttormsson, iðnaðarráðherra er hann ávarpaði aðalfund Sam- bands islcnskra rafveitna á Egilsstöðum I gær. Aðalfundurinn stendur i þrjá daga og lýkur þvi á morgun. A fundinum eru um 80 þátttakend- ur, og hlýöa þeir á nokkur erindi um orkumál, auk þess sem venju- leg aðalfundarstörf fara fram. I gær hlýddu fundarmenn á ávörp þeirra Aðalsteins Guöjohn- sen, formanns Sambands is- lenskra rafveitna, og Hjörleifs Guttormssonar, iðnaðarráð- herra. Einnig flutti Jóhannes Nordal, Seðlabankastjóri erindi um ákvarðanatöku i orkumálum. 1 dag mun Guðmundur Magniísson, Háskólarektor flytja erindi um fjármögnun og verð- lagningu i raforkuiðnaði, og Steinar Friðgeirsson, verkfræð- ingur talar um töp i orkuverum. A morgun verður fariö meö aðalfundargesti um væntanlegt virkjunarsvæði Fljótsdalsvirkj- unar, eftir þvi sem færð leyfir. ✓ Islenskt frumkvæði í ávarpi sinu fjallaði iðnaðar- ráðherra nokkuð um Orkuþing, og þærumræður er þar fóru fram um orkunýtingu. Hann sagði m.a.: ,,Ekki var siður athyglis- vert það sem kom fram varðandi orkunýtinguna. Þar kom fram yfirgnæfandi stuðningur við virkt islenskt forræði varðandi undir- búning, uppbyggingu og rekstur þess orkuiðnaðar, sem að yrði stefnt i landinu, og að sú upp- bygging yrði hagnýtt öðrum iðn- aöi til hagsbóta, svo sem verða má, og jafnframt stefnt að úr- vinnslu úr afurðum orkufreks iðnaðar hér innanalnds. Islenskt frumkvæði og forræði á sviði orkunýtingar gerir auknar kröfur til okkar sjálfra á mörgum sviðum. Til að það leiði til árang- urs þarf að leggja mun rikari áherslu en verið hefur á rann- sóknir á sviði orkunýtingar- tækni..” Útfærsla ■ Landsvirkjunar Um skipulag raforkumála I sagði Hjörleifur m.a.: • „Skipulag raforkumála verður I áfram til úrlausnar, og i þvi sam- I bandi veröur leitast viö að ná I frekara samkomulagi um út- 1 færslu Landsvirkjunar, m.a. i I tengslum við byggingu vatnsafls- I virkjana á Austurlandi og Norð- I urlandi. Ríkisolíufélag j Ég tel æskilegt að stofnað verði I oliufélag á vegum rikisins til að I annast um innkaup á oliuvörum | til landsins og dreifingu þeirra, i ■ samvinnu við oliufélögin sem fyr- I ir eru”, sagði iðnaðarráðherra I um eldsneytismál i ávarpi sinu. I eng. • -----------------------1 Rommí í leikför um Norðurland Leikfélag Reykjavikur er að leggja upp I leikför með Rommi sem sýnt hefur verið við mjög góðar undirtcktir I vetur. Það eru þau Sigríður Hagalln og Gisli Halldórsson sem leika tvo ein- staklinga scm hittast á clliheimili ogtaka þar tal saman um lifið og tilveruna, um lcið og þau stytta sér stundir við spilamennsku. Leikritið er bandariskt eftir D.L. Coburn. Þaö var frumsýnt árið 1976 og hlaut tveimur árum siðar Pulitzerverðlaunin sem besta leikrit ársins. Það hefur verið sýnt 70 sinnum i Iðnó, auk 6 sýninga í nágrenni bæjarins, en nú er ætlunin aö halda norður i land. Fyrsta sýningin verður á fimmtudagskvöld á Akureyri, en siðan liggur leiðin i Mý- vatnssveitina, til Húsavikur, Dal- víkur, Ólafsfjarðar, Siglufjarðar. Hofsóss, Sauðárkróks og nálægra staða. Leikferöirút á land hafa verið nær árviss þáttur i starfi Leik- félagsins enda móttökur með miklum ágætum. Þeim Leikfélagsmönnum bar saman um að aðstæður úti á landi hefðu viða breyst mjög til hins betra á undanförnum árum, þó verður að miða útbúnað við nán- ast h vað sem er og þvi var smíöuð sérstök leikmynd fyrir ferðina. Þaö verður sex m anna hópur sem leggur upp i norðurförina sem lýkur nálægt miöjum júli. — ká Létust í umferðar- slysi Piltarnir tveir sem létust i um- ferðarslysi á Reykjanesbrautinni s.l. föstudag voru Guðmundur St. Ingason, til heimilis aö Hliðar- götu 23, Fáskrúðsfirði, hann var 22 ára. Hinn hét ólafur Geir Hauksson, 17 ára, til heimilis að Alfaskeiði 82, Hafnarfirði. ' ■ i f- , I fc m I" < * „ d |gggg#Ú gSgÉjgl * Leikfélagsmenn kynntu i gær leikför um Norðurland. F.v.: Þorsteinn Gunnarsson leikhússtjóri, leik- ararnir Sigrföur Hagalin, Guömundur Pálsson og GIsli Halldórsson, ásamt Stefáni Baldurssyni leikhús- stjóra. Ljósm. eik. Kamival listamanm Bandalag fslenskra lista- inanna efnir til mikillar uppá- komu í Laugardalshöllinni næstkomandi laugardag. Þang- að er boðið öllum félags- mönnum BÍL ásamt vinum og velunnurum. Inni f höllinni verður komiö fyrir innimarkaði, með mark- aðstjöldum, listamenn troða upp með tónlist, leikatriði, söng, nýja og gamla dansmúsik og á boðstólnum verða blóm i hnappagatið. Þá má búast við uppboðiá listmunum, veitingar, verða rauð, hvit og freyðandi vin ásamt pizzuúrvali, en undir lokin verður stiginn dans fram á nótt. Þetta mikla karnival lista- manna hefst kl. 21 og stendur til kl. 3 um nóttina. Mikið verður lagt upp úr léttri og skemmti- legri stemmningu i höllinni og listamennirnir lofa þvi að kveikja ekki i, en vegna bruna- hættu varþeim meinað að halda hátiöina að Korpúlfsstööum, eins og fyrirhugað var. Það verður sem sagt kátt i höllinni á laugardagskvöld. Þau undirbúa hátiöina I Höllinni: F.v.: Gestur Þor- grlmsson, Þorbjörg Höskulds- dóttir, Herdís Þorvaldsdóttir og Kristinn Ragnarsson. Ljósm: eik Norrænir fjármála- ráðherrar á Höfn: Ræða efna- hagsmálin Fundur fjármál aráöherra Noröurlanda veröur haldinn á Höfn I Hornafiröi dagana 25.—26. þ.m. Er hér um aö ræöa reglu- bundna samkomu fjármálaráö- herranna, en sllkir fundir eru haldnir tvisvar á ári til að ræöa sameiginlega þætti rlkisfjármála landanna og efnahagsmálin I vlö- ari skilningi. Auk ráðherra allra landanna munu allmargir embættismenn fjármálaráðuneytanna sitja fundinn, og verða þátttakendur alls um 40 þar af rösklega 30 út- lendingar. Fundinum lýkur um hádegi föstudaginn 26. júni, og mun þátttakendum þá gefast kostur á kynnisferð til Vest- mannaeyja. Tölur lögreglu út í hött Ihaldspressunni sárnar greini- lega mjög hve friðarganga her- stöövaandstæöinga sl. laugardag var glæsileg. Ljósmyndari Visis lagöi á sig mikiö erfiöi og beitti aödráttarlinsunum til aö gera gönguna sem allra minnsta á mynd. Biaöiö skammast einnig mjög yfir fréttaflutningi útvarps- ins og hefur eftir lögreglunni aö um 1000 manns hafi veriö i göng- unni. Herstöðvaandstæðingur sem býr i Garðabæ, þar sem mynd Visis var tekin, brá sér I hlutverk rannsóknarblaðamanns og kann- aði aðstæður. Niðurstaðan varð sú að á mynd Visis má sjá milli 9 og 10 ljósastaura. Milli hins fyrsta og siðasta eru um 600 metrar. Við Garöabæinn var gangan nokkuð þétt eins og sjá má á myndinni. Ef reiknað er með sex manns i röö og tveimur röðum á hvern metra sem er gróft reiknaö, kem- ur út úr dæminu 12x600 eða um 1200 manns. Eftir að farið var fram hjá Garöabæ bættust mjög margir i hópinn, svo að sjá má aö tala lögreglunnar er út i hött, enda sýndi lengd göngunnar þeg- ar komið var til Reykjavlkur að þar voru ekki á ferðinni nokkur hundruö, heldur nokkur þúsund. — ká Stjórn Starfsmannafélags Þjóðleikhússins: Höfum ekki farið framá rannsókn Stjórn Starfsmannafélags Þjóðleikhússins hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu „aö gefnu tilefni”: „Stjórnin hefur aldrei farið fram á rannsókn, né krafiö þjóð- leikhússtjóra um skýrslu vegna iqiptökutækja á skrifstofu hans, enda sér hún ekki annaö en farið hafi verið að lögum aö öllu leyti. Ennfremur harmar stjórnin þá umfjöllun sem mál þetta hefur fengið í fjölmiölum og þann úlfa- þyt sem það hefur vakið.”

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.