Þjóðviljinn - 23.06.1981, Page 4

Þjóðviljinn - 23.06.1981, Page 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 23. júnl 1981 UOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis itgefandi: Utgáiulelag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafsson Auglysingastjóri: Þorgeir olalsson. l nisjónannaiiur sunnudagsblaös: Guöjón Friðriksson. Afgreiðslustjóri: Valþor Hlöðversson Klaðamenu: Altheiður Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdottir, Magnus H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs- son. iþróttafréttamaður: lngollur Hannesson. Útlit og liönnun: Guöjon Sveinbjörnsson. Sævar Guðbjörnsson. I.jósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Ilandrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Höldum göngunni áfram Keflavíkurgangan 1981, sem fór fram á laugardaginn tókst vel. Um600 manns gengu alla leið frá hliði Kefla- víkurf lugvallar til Reykjavíkur, nær 50 kílómetra leið, og þegar til Reykjavíkur kom margfaldaðist fjöldi göngumanna, en göngunni lauk með fjölmennum úti- fundi. • Það er ástæða til að færa f orgöngumönnum göngunnar þakkir f yrir f ramtak þeirra, svo og öllum þeim sem með þátttöku sinni stuðluðu að þessum öflugu mótmælaað- gerðum um friðlýst land og friðsamlegan heim. • Þjóðviljinn heitir á alla þá, sem andvígir eru dvöl erlends hers í landinu, að láta merki baráttunnar fyrir herlausu landi aldrei falla fyrr en f ullur sigur er unninn. Viðgöngum ekki frá Keflavíktil Reykjavíkur dag hvern, en í verkum okkar og viðleitni alla daga ber okkur að taka mið af því stóra markmiði að losa ísland úr hern- aðarviðjum. • Forsenda þess að okkur auðnist að sigra í hinni lang- vinnu deilu um herstöðina er vakandi umræða úti í þjóð- félaginu, fræðsla og kynning á öllum þeim margvíslegu röksemdum sem við höfum fram að færa til styrktar kröfunni um herlaust ísland. Það er okkar eigin innri styrkur sem hér mun ráða úrslitum að lokum. • Mikilvægt er að mönnum auðnist að byggja upp öf lugt og varanlegt samstarf herstöðvaandstæðinga úr ólíkum stjórnmálaflokkum burtséð frá því hvers konar ríkis- stjórn fer með völd á hverjum tíma. Þarna hefur skort nokkuð á að undanförnu. Þótt Alþýðubandalagið sé eini stjórnmálaflokkurinn þar sem hver einasti maður er andvígur dvöl erlends hers í landinu, þá er fleiri eða færri herstöðvaandstæðinga að finna innan allra ís- lensku stjórnmálaf lokkanna, — sem betur fer. • Samstarf við friðarhreyfingar í öðrum löndum er sjálfsagt og æskilegt, en forsenda þess hlýtur þó að vera sú að slíkar hreyfingar séu með öllu óháðar ráðamönn- um risaveldanna beggja og áróðursnetum þeirra. • í Vestur-Evrópu sjást nú merki þess að nýjar hreyf- ingar af slíku tagi láti til sín taka. Menn neita að lúta for- sjá hins stríðsglaða forseta Bandaríkjanna. Við skulum vona að þessum hreyf ingum vaxi fiskur um hrygg, og að jafnframt takist þjóðum Austur-Evrópu smátt og smátt að losa um þau heljartök sem stríðsvél hins risaveldisins heldur þeim í. — Sjáið Pólland. k. Upp París • Kosningasigur Mitterrands, Frakklandsforseta og franska Sósíalistaflokksins nú er einn ánægjulegasti at- burður í Evrópusögunni um langt skeið fyrir alla sósíal- ista. • Þótt verkin eigi enn eftir að tala, þá vekur þessi mikli kosningasigur, fyrst í forsetakosningunum þann 10. maí og síðan í þingkosningunum sem lauk í f yrradag, vonir um nýja þróun ekki aðeins í Frakklandi heldur víð- ar. • Trúlega hefur það aldrei gerst í sögunni að nokkur sósíalistaflokkur í Evrópuríki ynni hreinan þingmeiri- hluta út á svo róttæka stefnuskrá sem þá er Mitterrand og flokkur hans börðust fyrir nú. l innanlandsmálum Frakka má því vænta mikilla umskipta. • Frá okkar sjónarhól skoðaðskiptirhitt þó meira máli að sigur sósíalistanna f rönsku glæðir vonir um nýtt hlut- verk Vestur-Evrópu, bæði gagnvart risaveldunum í austri og vestri og síðast en ekki síst gagnvart þriðja heiminum. Ekki fer milli mála að sögulegt hlutverk Frakklands á f yrri tíð er Mitterrand, f orseta ríkt í huga. Hann veit að hið besta úr þjóðlegum og alþjóðlegum arf i f rönsku byltingarinnar, Parísarkommúnunnar og fyrstu sósíalistanna kallar hann og félaga hans til dáða. • Það er ekki neinn venjulegur vanmetakrati sem ger- ir Regis Debray, trúnaðarmann Che Guevara, að ráð- gjafa i utanríkismálum og lætur það verða sitt fyrsta verk að bjóða ekkju Salvadors Allendes, hins myrta for- seta Chile að mæta við innsetningu í forsetaembættið ásamt hinni grísku Melinu Mercouri. • Slík tákn skiljast um allan heim. I París er enn á ný risið merki þeirrar jafnaðar- stefnu og þess lýðræðis sem heimurinn þarfnast mest. k. Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifslofa: Guörun Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiðsla: Kristin Fétursdóttir, Bára Sigurðardóttir. Simavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Baröardóttir. I’ökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Ötkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6, Keykjavik, simi 8 13 33. I’renlun: Blaöaprent hf„ klrippf Sosem ósköp frjálst Félag frjálshyggjumanna byrjaöi f fyrra aðgefa út timarit sem á að koma út þrisvar á ári og heitir Frelsið Nú hefur fé- lagið látið binda inn fyrsta ár- ganginn i bók og sendir út og biður um ritdtíma. Frelsið er sérkennilegt rit. Argangurinn er um 340 siður. Það er gefiðút af mikilli rausn: myndakostur mikill, auglýsing- ar svo út úr fltíir (um 70 siöur). Það er ekkert til sliks rits spar- að. Ekki þurfa tveir aðstand- endur þess, Skafti Harðarson og Hannes Gissurarson ritstjtíri annað en frétta af þvi að „frjálshyggjubúö” sé starfandi i London og New York, þá gera þeirsér sérstaklega ferð þangað að skoða bökalista! Hannes stóð einn Merkilegust eru kannski sjálf hlutföllin i" efni ritsins. Þegar auglýsingasiður og þessháttar hafa verið dregnar frá, þá eru eftir um 260 siður (rækilega myndskreyttar, en um það hugsum við ekki sérstaklega). Af þessum 260 skrifar Hannes Hólmsteinn 145 (við reiknum honum þa samantektir sem heita „Fréttir af hugmyndabar- áttunni”. Stilinn á þeim frá- sögnum leyfir ekki að aðrir séu haföir undir grun). Nú. Þá fara 30 siður til viðbótar i þýöingu á fyrirlestri eftir andlegan fööur ritsins, Hayek, og i spurningar til hans og svör frá honum: Hannes Hólmsteinn tekur það einnig saman. Eru eftir alls 75 siöur handa öllum öðrum frjáls- hyggjumönnum, Eykon og Jón- asi Haralz og ólafi Björnssyni og minni spámönnum, sem skrifa nokkra bókadóma. Þetta er merkilegt. Allir blaðalesendur vita, að Hannes Gissurarson er dugnaðarforkur svo lofsvert er — en hvernig i ósköpunumstendurá þvi, að hin volduga hægribylgja, sem okk- ur er sagt að hafi verið aö hrisl- ast um löndin, að hún verður hér á fslandi einskonar einkamál eins manns? Getur það verið, að hugsjónamenn, kenndir við seðlahyggju, hafi ekkert að segja? Ekkert fram að færa annað en skylduauglýsingar sem þeir láta fyrirtækin sin borga? Það er engu likara. Kirkjan i villu Hannes ritstjóri og höfundur ritsins hefur mikla þörf fyrir að tyfta menn sem fara út af þeim brautum sem hann vill að menn gangi. 1 umsögn um Kirkjuritið skammar hann t.d. kirkjunnar menn fyrir að „iofa einn au- virðulegasta loddarann á valda- stóli í Blálandi (Afriku)” og á þá við Nyerere, forseta Tans- anfu, sem hefur reyndar verið talinn með skástu þjóðarleið- togum álfunnar. Nyerere er ka- þólskur maður, en sósialisti einnig, og það þola þeir ekki i Frelsinu. Hannesi finnst einnig skelfilegt til þess að vita að „guðfræðingar hafa setið á skrafi við marxsinna” og sér af- leiðingar af þeirri herjans villu hér og þar. Meðal annars i grein eftir unga konu i Kirkjuritinu, sem minnir á aö maöurinn sé mtítaður af félagslegum skil- yröum um leiö og hann breytir þjóðfélaginu með skapandi at- höfnum sfnum — „Maöurinn verður aðeins mennskur i gegn- um samskipti sin viö aðra menn” segir hún. Hannes kemst umsvifalaust að því að þetta sé marxisk og andkristileg kenn- ing, „hófáiyggjukenning þvert á hina kristilegu”. Það er nú svo. Kristindómur á, eins og allir vita, ættir aö rekja til gyðing- dtíms, sem er mjög rækilega út- færð „hóphyggjukenning”. Það mætti skjóta þvi að ritstjóran- um, að hann ætti að reyna að sýna Gyöingum t.d. i New York fram á það, að það væri aöeins stigsmunur en ekki eölis á trú feöra þeirra og Marxismanum. Er guð kapítalisti? Hér skal ekki fariö langt Ut i þá sálma, en aðeins minnt á það, að ritstjóri Frelsis er viss um að guð sé kapitalisti, eða eins og hann segir: „frjáls- hyggian er eina rökrétta álykt- unin, sem draga má af siðferði- legum forsendum kristinna manna”. (Það er reyndar fróð- legt, aö sá sami Hannes Hólm- steinn, hefur haldið þvi fram á málfundi um franska heimspek- inginn Sartre (bls. 295), að „draumurinn um bræöralag ætti ekki við á okkar dögum”). Það sem fyrr var til vitnað um kristilegheit kapitalismans hefur Hannes eftir „hugsuðunum ” Maritain og Röpke, en hann er afar mikið fyrir að láta nöfn detta hér og þar: ritið er allt að verulegu leyti ivitnanir i það sem aðrir hafa sagt undir for- merkinu: „annar eins maður og Óliver Lodge fer ekki með neina lýgi”. Frjálshyggjumenn sýnast annars furðu svipaðir vissri tegund marxista, ekki sist þeirri sem vissi alla hluti betur en aðrir sitt hvorum megin við heimsstyrjöldina siðari. Rit- stjórinn er t.d. alveg handviss um, að hann sé i félagsskap við endanlegan sannleika. í frásögn af klúbbfundi með Hayek i Kali- forniu i september i fyrra segir hann svo undir lokin: „Það er hressandi að sleppa úr þeirri þröngu kytru sem stjórnmálin búa i uppi á Islandi og komast út á víðáttuna, þar sem lögmál réttrar hugsunar gilda og eina leiöarljósiö er einstaklingsfrels- ið”. Með leyfi að segja: þegar menn hafa fundið „lögmál réttrar hugsunar” — þá mega þeir fyrst fara að vara sig. HversKonðf rökrœða? Ritstjóri fór fram á það i bréfi til klippara, aö tekin væri upp við hann rökræða enda bæri Þjóðviljanum „siðferðileg skylda” til að taka afstöðu úl málflutnings þeirra í Frelsinu. Við spyrjum á móti: með hvaða aðferðum vilja frelsis- menn tala við andstæðinga? Hér var áöan minnst á þaö, að Frelsisritstjóra fannst það i sjálfu sér rangt (sjálfsagt „röng hugsun”) að guðfræðingar og marxistar ræöist við. Ekki nóg með þaö. Hann setur upp hunds- haus yfir því að ræðumenn á ráöstefnum samtakanna Lif og land eru honum ekki allir að skapi. Hann telur það bersýni- lega skaðlegt frjálslyndi að „innan um fijálslynda lýðræðis- sinna eru menn eins og Arni Bergmann, Þorbjöm Brodda- son, B jörn Þorsteinsson og Thor Vilhjálmsson”. Þetta finnst honum ámælisvert af þvi að „sumar hugmyndir (náttúrlega þeirra martna sem nú voru nefndir) eru hættulegar sjálfu frelsinu tilaö hafahugmyndir”. Með öðrum orðum: Frelsis- menn vilja frelsi — nema hvað þeir einir sem hafa fundið „rétta hugsun” um frelsið eiga aö ráða því hverjir taki til máls á opnum vettvangi, þar sem ýmsir straumar mætast. Málflutningur frelsismanna býður þvi'upp á það öðru frem- ur, aö hagrætt sé frægum um- mælum Napóleons: „Klóraðu frjálshyggjumanninn og fasist- inn kemur i ljtís”! Á réttri leið I einni klausu ritsins er þvi fagnað aö „ungir og frjálslyndir menn” sem Frelsið telur sina samherja, séu að ná áhrifum i Sjálfstæðisflokknum — það fólk er upp talið og þvi fagnað. Óvart hljóta leiðir að liggja saman i mati Þjóðviljans og Frelsis á þeirri þróun. Einnig við hljótum aö fagna þvi' aö Frelsisliðið og málflutningur þess fá sem mest áhrif i Sjálfstæðisflokknum : það getur ekki leitt til annars en að sá flokkur hætti að vera stór- veldi i' islenskum stjórnmálum og setjist við hlið Konservativ folkeparti i Danmörku eða skyldra htípa. Það væri einnig mjög hentugt slíkri þróun, ef að einhver góður sjóður fyndist, sem dreifði sjálfu timaritinu Frelsi sem viðast ókeypis: þá mundu fleiri vita að hverju þeir ganga þar sem frelsishjaliö nýja er. ókeypis sögðum við — þvi miöur eru ekki likur á að markaöslögmálin dugi þessu frjálshyggjuriti til þeirrar út- breiöslu sem þaö á sannarlega AB tekin væn upp skiUö. AR , ;ða. enda bæri I •9 skorrid

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.