Þjóðviljinn - 24.07.1981, Side 4
4 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 24. júH 1981
MOBVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýds-
hreyfingar og þjódfrelsis
(Jtgefandi: Útgáfufélag ÞjóBviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann.
Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan
Ólafssor..
Augiýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir
Umsjónarmaóur sunnudagsblaós: Þórunn Sigurðardóttir
Afgreiöslustjóri: Valþór Hlöðversson
Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir,
Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs-
son.Jón Guöni Kristjánsson.
íþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson.
Útlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Björn Br. Björnsson .
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Auglýsingar: Unnur Kristjánsdóttir
Skrifstofa: Guðrún Guövaröardóttir, Jóhannes Harðarson.
Afgreiðsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Sigurðardóttir.
Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir.
Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns-
dóttir.
Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Síöumúla 6,
Iteykjavik, simi 8 13 33.
Prentun: Blaöaprent hf..
Evrópsk stefna í mótun
# Vaxandi andóf gegn kjarnorkuvígbúnaði hefur með
merkilegum hætti sett efst á dagskrá spurninguna um
möguleika Vestur-Evrópu á að skapa sér sjálfstæða
stefnu í öryggismálum, stefnu, sem í veigamiklum
greinum kynni að vera önnur en sú sem bandarískir
ráðamenn telja sér æskilega.
# Foringjar sósíaldemókrata hafa fyrir skömmu
þingað um þessi mál í Bonn, og oddvitar sósíaldemó-
krata í Danmörku og Noregi hafa ítrekað áhuga sinn á
samningi um kjarnorkuvopnalaus svæði á Norðurlönd-
um. Þrír f lokkar í Hollandi sem hafa meirihluta á þingi
eftir nýlegar kosningar, eru að velta f yrir sér drögum að
stjórnarsáttmála, sem gerir ráð fyrir því, að Holland
taki ekki við nýjum kjarnorkueldflaugum og krefji
Natóríki um f rumkvæði í afvopnunarmálum. Norðmenn
voru að lýsa því yf ir, að þeir vildu ekki taka þátt í f lota-
æfingum Nató, sem fram færu sunnan við hefðbundinn
vettvang bandalagsins.
# Allt er þetta Bandaríkjamönnum mjög á móti skapi.
Þeir hafa lagt ofurkapp á að þétta eldflaugaskóginn í
Evrópu. Þeir hafa viljað fá Natóríki með í ýmislega
hernaðarlegaábyrgðog umsvif utan Evrópu. Og jafnvel
þótt sósíaldemókratískir forsætisráðherrar á Norður-
löndum orði áhuga sinn á kjarnorkuvopnalausu svæði
mjög varlega og láti það fylgja, að kjarnorkueldf laugar
Sovétmanna í norðri eigi að koma inn í þá mynd — þá er
Haig utanríkisráðherra Reagans samt sem áður mjög
andvígur slíku frumkvæði.
# Það dæmi sem síðast var nefnt er lærdómsríkt
ýmissa hluta vegna. Haig segir, að frumkvæði norrænna
Natórríkja í þessum málum gæti haft erfiðleika í för
með sér bæði fyrir samninga við Sovétríkin um eld-
flaugar i Evrópu og fyrir varnarsamstarf í Nató yfir-
leitt. Um þetta segir danska blaðið Inf ormation, að ekki
þurfi sérfræðikunnáttu til að skilja, að þessir ,,erfið-
leikar" snúist um það, í hvaða mæli Bandarikin geti
ákveðið með hvaða hætti Noregur og Danmörk tengist
inn i herstjórnarlist Nató. Bandaríkin óttast, segir
blaðið, að ef Noregur og Danmörk ganga inn í kjarn-
orkuvopnalaust svæði, þá muni úr sögunni sá möguleiki
á að hóta því að löndin fái kjarnorkuvopn, sem bæði
norskra og danska stjórn hafa hingað til haldið opnum,
hvaðsem líður yfirlýsingum beggja um að þau séu „án
kjarnorkuvopna."
# Hér er komið að einum kjarna málsins. Evrópskir
stjórnmálamenn sætta sig ekki við forræði Bandaríkj-
anna í vígbúnaðarmálum. Allra síst sósíaldemókrata-
foringjar eins og Willy Brandt, sem brýnir óhikað fyrir
mönnum að þeir eigi að taka hugmynd Brésjnéfs Sovét-
forseta um „frystingu" vígbúnaðar alvarlega, eða þá
Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, sem
veit að meirihluti kjósenda allra norskra flokka vill að
Norðmenn hafi visst frumkvæði í afvopnunarmálum.
Ástæðan er sú, að þegar Natóríki samþykktu aukinn
kjarnorkuvígbúnað í Vestur-Evrópu sem svar við
sovéskum SS-20 eldflaugum og fleiru af því tagi, þá
fylgdi það með, að um leiðættieinskisað láta ófreistað til
að semja við austurblökkina um einhver raunhæf skref
til takmörkunar eða niðurskurðar á vígbúnaði. Hin nýja
stjórn Regans og Haigs hefur svo gert það strik í reikn-
inga með stórauknum útgjöldum til vígbúnaðar, að í
Evrópu hafa menn ört minnkandi trú á að Bandaríkin
hafi nokkurn raunverulegan áhuga á slíkri viðleitni.
# Þar með verður þörfin fyrir evrópska stefnu brýnni
en nokkru sinni fyrr—því, einsog Willy Brandt komst að
orði fyrir skemmstu: ef eitthvað fer úrskeiðis, þá vita
Þjóðverjar i báðum rikjum það ofurvel, að þeir eru úr
sögunni sem þjóð. Þessi vitneskja — að þróunin dæmir
Evrópu til að verða fyrsti vettvangur gjöreyðingar-
stríðs, hefur skapað þann þrýsting neðanfrá, frá al-
menningi sem smám saman hefur verið að þoka einnig
þeim stjórnmálamönnum, sem áður voru fremur leiði-
tamir, til skarpari og gagnrýnari afstöðu og til
sjálfstæðs frumkvæðis. A þeim brautum er mörgum
spurningum ósvarað. En hitt er svo undarlegt, að meðan
þessi mál eru öðrum stærri í umræðu í grannlöndum,
láta íslenskir f jölmiðlar vel flestir sér fátt um finnast,
nema þá til að klifa á einhverri gamalli visku úr höfuð-
stöðvum Nató. —áb
T»inKÍIokkur sjálfsteAismanna kom naman til fundar i gær til að fjaila um ýmis
dagskrármál, m.a. Hvokailaö HÚrálwmál, aem verið hefur i brennidepli fjólmiðla undanfarið.
Fundinn sátu m.a. Gunnar Thoroddsen, forsctisráðherra, Friðjón Þórðarson, dómsmálaráð-
herra og Pálmi Jónsson, landbúnaðarráðhcrra. en nýiunda er i seinni tið að þeir HÍtji aliir
þinKfiokkafund. Aliir aðrir þingmenn flokkains sátu og íundinn, ef þrír eru undanteknir:
Albert Guðmundsson, Matthiaa Bjarnaaon og Sverrir Hermannaaon, er boðuðu forföll. Hér
fer á eftir i heiid samhljóða ályktun þingflokkaina. Ráðherrarnir þrir tóku þátt i umrsðu um |
málið, en kváðuat rfitja hjá við atkvæðagreiðalu um tillöguna — og voru raunar viknir af
fundi er hún fór fram:
Gtrter Innaraon. hmgtnMmgmr SoAUbaaka. Siivitlr Jóruwon. b*nkMt>6H. Þorvaldur Giriar KrijitJ4n»"on. I
alþlnrUBadnr. Grir BillirlMaon. (ormndur Sfál(ntjrAÍ8(lokkj*lnji. ÓU(ur G. Elnnrwton. (ormaAur þlng(lokkji I
SJál(jrtK«faimaaM og HnlMór Rlðndal. alþinctsmaAur.
klippt
I
Stórmál Vimma
Vilmundur sumarritstjóri er i
stórmálunum með Alþýðublaðiö
þessa dagana. Það er ágóði
Guðrúnu Helgadóttur og Rolfs
Johansen, hallærislegasti
blaðamannaf undur norðan
Alpafjalla, pólsk undanrenna og
árásir á Jóhönnu Sigurðar-
dóttur alþingismann fyrir
lýðræðisleysi i' Verslunar-
mannafélagi Reykjavikur, og
yfirlýsingar i löngum leiðurum
um það hverjirséu á nógugáfu
legu plani til þess að Vilmundur
Gylfason geti verið þekktur
fyrir að eiga við þá orðastað.
Hjálparkokkar Vilmundar á
Alþýðublaðinu eru i smá.-
málunum eins og Alusuisse-
svikunum.
NU þarf ekki að kvarta yfir
þvi að Alþýðuflokkurinn hafi
brugðist linkulega við niður-
stöðum sdrálsmálsins. Hins-
vegar verður hann að hafa eitt-
hvað til þess að jagast Ut af, og
þvi er tönnlast á staðhæfingum
um að iðnaðarráðherra hafi
ekki lagt öll spil á borðið. Helgi
Már Arthursson segir m.a.
Alþýðuflokkurinn hefur lagt
höfuðáherslu á það að öll gögn
málsins verði gerð opinber og
að umræður fari fram um málið
f heild sinni.... Það er vafasamt
að tala um þjóðarsamstöðu
þegar forsendurnar sem menn
eiga að mynda sér skoðun eftir,
fara eftir þvi hvort iðnaðarráð-
herra og rikisstjórn þóknast að
upplýsa almenning og stjörn-
málamenn um málið í smá-
atriðum.
Leyndin er hjá
Alusuisse
Þar hljóp sendingin i kú
prestsins. Kjartan Jóhannsson
hefur lýst yfir þvi að skýrsla
Coopers og Lybrand sé höfuð-
gagnið í súrálsmálinu. Úr henni
hafa aðeins verið gerðar opin-
berar meginn iðurstöður:
Hversvegna? Astæðan er ein-
faldlega sU að á sinum tima
gerði aðalstjórn Alusuisse það
að skilyrði fyrir upplýsingagjöf
til Coopers og Lybrand, að þær
yrðu ekki birtar opinberlega.
Iðnaðarráðuneytið féllst á það
en lýsti þvi yfir, að meginniður-
stöður yrðu að sjálfsögðu birtar,
> en það sem flokka mætti undir
Iviðskiptaleyndarmál Alusuisse
skyldi fara með að tilmælum
auöhringsins.
• NU hefur iðnaðarráöuneytið i
Itvdgang spurt Alusuisse að þvi
hvað það sé í skýrslu Coopers
og Lybrand sem Svisslend-
• ingarnir flokki til viðskipta-
Ileyndarmála. Þetta er gert i
þeim tilgangi að hægt sé að
birta meginmál skýrslunnar.
j Spyrjiö Alusuisse
Að sjálfsögðu dettur iðnaðar-
• ráðherra ekki i hug að brjóta
Isamkomulag sitt við Alusuisse.
Það væri að taka upp sömu ab-
ferðir og Svisslendingarnir
• nota. Þess í stað er kappkostað
Iað koma kórrétt fram við þá.
Helgi Már Arthursson og
Alþýðuflokkurinn ættu þvi að
■ snUa sér til Alusuisse með
Iumkvartanir sfnar um leynd.
Stjórnarandstaðan þarf hins-
vegar ekkert að kvarta þvi hUn
i hefur öll þau sömu gögn i
Ihöndum og Alusuisse, og rfkis-
stjórnin, enda þótt leyndarkvöð
frá svissneska auöhringnum sé
■ á sumum þeim plöggum. HUn er
Iekki til komin af völdum is-
lenskra stjórnvalda. Það er
mergurinn málsins.
Þrír ráðgjafar
Nærvera þriggja manna vakti
sérstaka athygli á þingflokks-
fundi Sjálfstæðismanna sl.
mánudag, þar sem samin var
hin makalausa samþykkt um
gæsku Alusuisse. Hún var enda
rækilega tiunduð með mynd-
birtingum i Morgunblaðinu, lík-
lega til þess að gefa hinum
vængbrotna þingflokki Geirs-
brotsins meira vægi en hann
stendur einn og óstuddur undir i
alm enningsál itinu.
Leiftursóknar-
stjórí
Fyrstan skal telja sjálfan
Seðlabankastjórann (aðstoðar).
Sigurgeir Jónsson var i vinnu-
tima sinum að búa til málsvörn
fyrir Alusuisse. I ljós hefur
komið að hann er formaður
þeirrar efnahagsmálanefndar
Sjálfstæðisflokksins sem gjarn-
an undirbýr leiftursóknir I járn-
frúarstíl., þegar vel liggur á
henni. Þar með var komin skýr-
ing á nærveru hans, og ekki til-
tökumál þótt háttsettir
embættismenn rikisins séu
annarsstaðar en i vinnu sinni.
Sli'kt er alsiða.
Stjórnarformaöur
Járnblendi-
félagsins
Næstan skal telja Hjiýt Torfa-
son hrl., stjómarformann Járn-
blendifélagsins. Það vakti
nokkra athygli að Hjörleifur
Guttormssoniðnaöarráðherra fól
Hirti að gegna áfram stjórnar-
formennsku í Járnblendifélag-
inu og kaus ekki að setja i
embættið rikisstjórnarmann.
Væntanlega mátti túlka það
sem traustyfirlýsingu á hæstar-
réttarlögmanninn. En hvaöa
erindi á stjómarformaður Járn-
blendifélagsins inn á þing-
flokksfund Sjálfstæðisflokksins
til þess að sitja við hægri hönd
Geirs Hallgrimssonar og búa til
málsvörn fyrir Alusuisse og
árás á iðnaðarráðherra? Á
Járnblendifélagið — sem er i
meirihluta eign islenska rikisins
— einhverra hagsmuna að gæta
iISALeðai' þjónustu fyrir Alu-
suisse? Varla.
Skýringin gæti verið sú að
hæstaréttarlögmaðurinn var á
sínum tima einn af aðalráð-
gjöfum Sjálfstæðisflokksins við
álsamningagerðina, og sat i
fyrstu stjórn ÍSAL.
Gömul kynni
gleymast ei
Siðastur er tilnefndur Garðar
Ingvarsson, sem i Morgun-
blaðinu er kynntur sem hag-
fræðingur Seðlabankans. Ekki
er frá þvi skýrt hvaða embætt-
um hann gegni á vegum Sjálf-
stæðisflokksins. Hitt vitum við
að Garðar Ingvarsson var á
þeimárum sem Alusuisse fór að
renna hýru auga til íslands i
þjónustu svissneska auðhrings-
ins. Aöur en þeir Alusuisse
menn gengu til samninga við
tslendinga um álverið hafði
Garöar Ingvarsson setið út i
Þýskalandi og þýtt alla íslenska
verkalýös-félaga- og atvinnu-
starfsemis-löggjöf fyrir auð-
hringinn. Ekki vitum við hvort
fylgt hafa góð ráð um að plata
landann, en ,af þessu dæmisést
að ekki er áttvið neina Bakka-
bræður þar sem þeir Svisslend-
ingar eru.
A ráðgjöfunum skuluð þér
þekkja þá.mætti hér segja með
útúrsnúningiúr gömlu máltæki.
Þessvegna voru myndbirtingar
Morgunblaðsins sl. þriðjudag
afar fróðlegar.
—eng
l----------og skorrið