Þjóðviljinn - 24.07.1981, Page 6

Þjóðviljinn - 24.07.1981, Page 6
6 StOA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 24. júll 1981 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Hin 7. árlega garðveisla verður haldin n.k. laugardag 25. júli kl. 14.00 að Gislholti eystra, ef veður leyfir. Fastir liðir eins og venjulega. Við sköffum súpu og limonaði en gestir komi með vinföng með sér. Sjálfboðaliðar um skemmtiatriði hafi samband sem fyrst. Allir velkomnir meðan garðpláss leyfir. Jón Hólm Lausar stöður hjá Isafjarðarkaupstað 1. Staða slökkviliðsstjóra. Umsóknar- frestur til 1. sept. n.k. 2. Eftirtaldar stöður við leikskólann i Hnifsdal, sem áætlað er að hefji starf- semi sina 1. sept. n.k.: a. Forstöðumann. Fósturmenntun áskilin b. Starfsmenn deildir. Fósturmenntun eða reynsla i uppeldisstörfum æskileg. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf siðari hluta ágústmánaðar. Umsóknar- frestur er til 6. ágúst n.k. Nánari upplýsingar veitir undirritaður. Bæjarstjórinn á ísafirði. Útboð Fjarhitun Vestmannaeyja óskar eftir til- boðum i tengingu varmaskipta og frágang pipulagna á hrauni. útboðsgögn eru af- hent á bæjarskrifstofunni i Vestmanna- eyjum og Verkfræðiskrifstofu Guðmundar og Kristjáns, Laufásvegi 12, Reykjavik, gegn 500 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð i Ráðhúsinu i Vestmannaeyjum, þriðjudaginn 4. ágúst n.k. kl. 16. Stjórn Veitustofnana Vestmannaeyjabæjar. Utboð Áburðarverksmiðja rikisins, Gufunesi óskar eftir tilboðum i spenna. útboðsgögn eru afhent á Verkfræðistofunni, Rafteikii- inguh.f., Ármúla 11, Reykjavik. ÁBURÐ ARVERKSMIÐJ A RÍKISINS Útboð Áburðarverksmiðja rikisins, Gufunesi, óskar eftir tilboðum i jarðvinnu vegna byggingar sýruverksmiðju i Gufunesi. útboðsgögn eru afhent á skrifstofu fyr- irtækisins i Gufunesi gegn 100.00 kr. skila- trygingu. ABURÐARVERKSMIÐJA RÍKISINS Hafin upptaka kennsluþátta 1 dönsku: Sagan um Hildi Upptaka á tiu sjónvarps- þáttum og 20 hljóðvarps- þáttum/ sem eru liður í samvinnu milli islendinga og Dana um dönsku- kennslu í útvarpi á islandi er nú hafin í Danmörku. Þetta er i fyrsta sinn sem námsefni i tungumálum er samið sérstaklega fyrir islenskt sjón- varp og hljóðvarp, en frumkvæðið var tekið af þáverandi utanrikis- ráðherrum landanna, Einar Agústssyni og K.B. Andersen 1978 og sett nefnd embættismanna til að skoða möguleikana. Alit nefndarinnar var jákvætt og var þá ákveðið að leggja i verkið og skipta kostnaðinum, sem áætl- aður u.þ.b. 415 milj, kr danskar, á milli landanna. Starfsnefnd tslendinga og Dana hefur unnið grunnáætlun og tima- áætlun fyrir verkið ásamt starfs- manni nefndarinnar sem út- nefndur var frá Danska útvarp- inu, en hann hefur yfirumsjón og ber ábyrgð á verkinu. Efnið allt er tiu 30 minútna sjónvarpsþættir og tuttugu 20 minútna langir hljóðvarpsþættir auk kennslu- Dókar sem gert er ráð fyrir að verði 200 bls. að stærð. Til Hafnar með sjúkling Sjónvarpsefnið er skrifað sem framhaldsþættir, þar sem hver þáttur er sjálfstæður en allir þættirnir mynda eina heildar- sögu. Söguþráðurinn snýst um is- lenska stúlku Hrafnhildi Gunn- laugsdóttur, sem er um tvitugt og kemur til Kaupmannahafnar i fylgd með sjúklingi sem á að leggjast inn á Rikisspitalann. Sjúklingurinn er tengdur Hildi og hún er fengin til að fara með, þar sem hún hefur unnið á sjúkrahúsi. Sjúklingurinn deyr hins vegar snögglega og Hildur tekur þá ákvörðun að dveljaSt i Kaup- mannahöfn um tima, þar sem hún á fri og gæti ef til vill fengið sér einhverja vinnu þennan stutta tima. Þar að auki hefur hún aðra ástæðu til að vera um tima i Dan- mörku þar sem fyrrverandi kær- asti hennar frá þvi i menntaskóla Kjartan hefur verið við nám i tækniskóla i Höfn i uþb. ár. Hann hefur ekki látið frá sér hevra og fólkið hans heima á tsla.. Ji veit ekki hvar hann er niður kominn. Hildur er viss um að hann er enn i Danmörku og ákveður að finna hann. Edvard sem er vingjarn legur eldri maður kominn á eftir- laun og leigir henni herbergi á meðan dvölinni stendur, aðstoðar hana við leitina. Við þessa leit kemst hún i kynni við ótal Dani við hinar ýmsu aðstæður, auk þess sem hún hittir tslendinga i Danmörku sem reyna eftir föng- um að hjálpa henni. Hildur er aðalpersónan i þátt- unum; hún er sú sem kemur áhorfandum og hlustandanum i kynni við danska menningu, hefðir og hugsanahátt, og eiga þættirnir að sýna daglegt lif i Danmörku. Hildur er leikin af islensku leik- konunni Lilju Þórisdóttur sem nú býr i Danmörku ásamt fjölskyldu sinni þá fjóra mánuði sem upp- taka þáttanna tekur. Hljóðvarps og kennslubók Sjónvarpsþáttunum fylgja siðan 20 hljóðvarpsþættir og i þeim verður farið nánar i efni sjónvarpsþáttanna. Þannig verður mögulegt aö sýna aðrar og nýjar hliðar á dönsku sem tungu- máli og dönsku samfélagi. t bók- inni munu birtast hvoru tveggja kennsluefni og fjöldi greina og efnis sem mun gefa enn betri lýs- ingar og aukna möguleika á þvi aö hvetja lesendur til sjálfsnáms. Upptaka hljóðvarpsefnisins og ljósmyndun fyrir bókina fer fram jafnhliða sjónvarpsupptökunum. Einn tslendingur starfar nú i Danmörku að undirbúningi og gerð hljóðvarpsþáttanna. Haustið 1982 Upptaka á sjónvarpsþáttanna mun taka um 4 mánuði og siðan tekur klipping og hljóðsetning jafnlangan tima, þannig að allir þættirnir ættu að vera tilbúnir vorið 1982. Hljóðvarpsþættirnir og kennslubókin verða fullunnin haustið 1982. Höfðar til allra Þættirnir i sjónvarpi og hljóð- varpi eru ætlaðir öllu fullorðnu fólki sem hefur nokkra færni i að lesa dönsku, en á erfitt að skilja talað mál og gera sig skiljanlegt á dönsku i töluðu máli. Þess vegna er ekki miðað við algjöra byrj- endur i kennslunni heldur lögð áhersla á að þættirnir séu spenn- andi og skemmtilegir. Eftir að þættirnir hafa verið sendir i sjón- varpi og hljóðvarpi veröa þeir fáanlegir á 15 mm filmum, videó- böndum og hljómböndum eða snældum, þannig að efnið megi nýtast i kennslu fullorðinna i skól- um landsins. Þættirnir eru skrifaðir af rit- höfundunum Hans Hansen, Erik Thygesen og Poul-Henrik Trampe. Þessir þrir rithöfundar eu allir vel þekktir i sinu heima- landi. Hans Hansen er td. höf- undur matsölubókarinnar „Sjáðu sæta naflann minn” og Poul-Hen- rik Trampe er kunnur fyrir sjón- varpshandrit. Leikstjóri sjón- varpsþáttanna er Bent Christen- sen, fyrrum leikari, en tónlistina semur Magnús Eiriksson. Aðalhlutverkin I sjónvarpsþátt- unum eru leikin af Lilju Þóris- dóttur, Hildi, Birni Puggárd - Möller, sem leikur Edvard Sonja Oppenhagen leikur Dorte, vinkonu Hildar i Kaup mannahöfn, Claus Strandberg leikur vin Dorte, Sören Pilmark leikur vin Hildar og Einar Kára- son leikur Kjartan. Starfsnefndin sem unni hefur að gerð efnisins er skipuð Peter Söby Kristensen, sem er for- maöur nefndarinnar, Palle Mogensen, starfsmaður Danska útvarpsins, Friðriku Geirsdóttir, sem ritstýrir kennslubókinni, Ernu Indriðadóttur, sem annast gerð hljóðvarpsþáttanna og Bent Christensen, leikstjóra. Með starfsnefndinni hafa enn- fremur unnið kennslufræðilegir ráðunautar Anne Marie Heltoft og Karen Risager, auk Birnu Bjarnadóttur, Þá hefur Heimir Pálsson veitt nefndinni ráðgjöf við sjónvarpshandritið og frum- vinnu þáttanna. Lilja Þórisdóttir leikur Hiidi, þá persónu sem á að koma okkur I kynni við danska menningu og hugsunarhátt. Sögusviðið er i Kaupmannahöfn.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.