Þjóðviljinn - 24.07.1981, Page 10

Þjóðviljinn - 24.07.1981, Page 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 24. júli 1981 S.Í.N.E. Sumarþing SINE verður haldið i Félags- stofnun stúdenta laugardaginn 25. júli kl. 14.00. Fundarefni: 1. Skýrsla stjómar og fulltrúa SINE i LÍN. 2. Stjórnarskipti 3. Fréttirúr deildum. 4. Kosning fulltrúa SINE i stjórn LIN og sambandsstjórnÆSí. 5. Önnurmál. Borgarspítalinn LAUSSTAÐA Staða læknafulltrúa á Háls- nef og eyrna- deild spitalans er laus til umsóknar. Æski- legt er að viðkomandi geti hafið störf nú þegar. Upplýsingar um starfið veitir Brynjólfur Jónsson i sima 81200/368. Umsóknir sendist sama aðila fyrir 30. júli 1981. Reykjavik 23. júli 1981 Borgarspitalinn Þjóðviljann vantar blaðbera^ Oss vantar blaðbera sem fyrst! Grenimel — Reynimel (1. ágúst) Granaskjól — Sörlaskjól (1. ágúst) Efstasund — Skipasund (1. ágúst) Unufell — Völvufell (1. ágúst) UOBnUINN SÍÐUMÚLA 6, SfMI 81333 PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNiN óskar að ráða Loftskeytamann/Simritara til starfa i Neskaupsstað. Nánari upplýsingar verða veittar hjá starfsmannadeild og stöðvarstjóra i Nes- kaupsstað. ÚTBOÐ Hafnarstjórn Eskifjarðar/Hafnamála- stofnun rikisins, óska eftir tilboðum i að steypa 1500 fm. þekju á Bæjarbryggjuna á Eskifirði. Útboðsgögn eru til sýnis og af- hendingar á bæjarskrifstofunni Eskifirði frá og með 24. júli. útboðsgögn verða af- hent gegn 500 kr. skilatryggingu. Tilboð- um skal skilað á skrifstofu bæjarstjórans á Eskifirði eigi siðar en 7. ágúst 1981 kl. 15.00. Verkinu skal ljúka fyrir 20. septem- ber 1981. 23. júlí 1981 Hafnamálastofnun rikisins Hafnarstjórn Eskifjarðar. Nýjar bækur og tímarit Búnaðar- blaðið Freyr Tólfta tbl. Freys er nýkomið út. Meðal efnis i blaðinu er: „Hefðbundinn landbúnaður og skógrækt”, ritstjórnargrein, þar sem nefnt er að samband hefðbundins landbúnaðar og skógræktar hér á landi hafi ver- ið of litið en að þessar greinar landbúnaðar hafi ástæður til að snúa bökum saman. ,,Við eigum að auka afköst gróðurrikisins og nýta þau”, viðtal við Sigurð Blöndal, skógræktarstjóra og Ólaf Dýrmundsson, landnýt- ingarráðunaut, þar sem rætt er um hversu hátta skuli eðlilegri sambúð skógræktar og beitabú- skapar. „Heynsla af rafmagns- girðingum”, Jón Hólm Stefáns- son, ráðunautur, ræðir við Ein- ar Ólafsson á Lambeyrum og Daða son hans um reynslu þeirra af rafgirðingum. „Frá fjárræktarbúinu á Hesti”, yfir- litsgrein eftir dr. Halldór Páls- son og Stefán Sch. Thorsteins- son um rekstur búsins árið 1980. „Öll ár eru ár trésins”, útdrátt- ur úr skýrslu Snorra Sigurðs- sonar, framkvæmdastj. Skóg- ræktarfélags tslands um ár trésins. „Brunavarnir i sveit- um”, viðtal við Steingrim Sig- urjónsson, eldvarnarráðunaut. „Spár um grassprettu”, Páll Bergþórsson, veðurfræðingur, bendir á samhengi milli vetrar- hita og grassprettu sumarið eft- ir. „Góðar horfur i loðdýra- rækt”, Július J. Danielsson ræð- ir við Sigurjón J. Bláfeld, loð- dýraræktarráðunaut. —mhg Tvær frumraunir: Enn bætist við ljóða- smiðatalið Tveir höfundar hafa bæst við óendanlegan skáldalista og ljóðsmiða á íslandi. Það er. Letur sem gefur út. Höfundarn- ir heita Jón Páll og Sigurlaug Guðmundsdóttir. Þessar bækur tvær eru næsta ólikar. Jón Pál nefnir bók sina Glugginn. Hann skrifar i „opnu” formi um fyrsta mái, um sjálfsmorð góðborgarans, um hjálparbeiðni kramins hjarta, spyr um framfarir og lifstilgang og þýðir The Hollow Men eftir T.S. Eliot. Lokakvæði Gluggans heitir A krossgötum, þar segir m.a.: ég stend á krossgötum ungur maður og þarf að velja. að velja eina er að útiloka allar aðrar hikandi tek ég mér skóflu í hönd og gref mig niður. Bók Sigurlaugar heitir Jóla- ljóð. Þar eru kvæði rammlega bundin i hefð og i þeim endur- ómur af þjóðskáldum og sálma- skáldum. Sigurlaug yrkir trúar- ljóð um páska og jól, ættjarðar- kvæði, ártiðarkvæði um merka menn, brýningarkvæöi til Is- lendinga, ljóð um gengna granna og um félög sem afmæli eiga. Um islenskt mál segir svo i samnefndu kvæði: Það er hervörn vors lands það er skylda hvers manns að skýra og fága vorn stálhreina hljóm Gefum tslandi allt þótt hér andi oft kalt þá er unun að heyra þess töfrandi róm. MÍMIR ISI \i) 'M'III NI \ Þ 1 R 1 1)1 \l fip^fi?íi! 3 29 A að reka málpólitík? 29. tbl. Mlmis komið út Út er komið 29. tölublaö Mimis, blaðs stúdenta i islensk- um fræðum við Háskóla Islands. Að vanda er blaðið vettvangur fyrir ritgerðir nemenda um málfræði og bókmenntir. Eirikur Rögnvaldsson kemst að merkum niðurstöðum um merkingu og hlutverk islenskra aðaltenginga. Halldór Ármann Sigurðsson skrifar grein þar sem hann opnar nýjar leiðir i rannsóknum á beygingarfræði með þvi að beita á hana hugtök- um sem hingað til hafa mest verið notuð i hljóðfræði og hljóð- kerfisfræði. Nokkrir valinkunn- ir Islendingar svara spurning- um Mimis um málvöndun og sýnist sitt hverjum. Atli V. Harðarson ber saman hetjurnar Akkilles Peleifsson, Bjólf og Sigurð Fáfnisbana og dregur fram helstu sameigin- legu einkenni þeirra og sér- kenni. Gisli Sigurðsson nálgast Flugur Jóns Thoroddsen á ný- stárlegan hátt. Gisli Skúlason athugar sannleiksgildi og bók- menntagildi i Sögunni af Þuriði formanni og Kambsránsmönn- um eftir Brynjólf frá Minna- Núpi. Sigurður S. Svavarsson athugar Islendingaþætti sem bókmenntagrein með hliðsjón af sagnfestunni nýju. Siðan ber hann niðurstöður sinar saman við Auðunar þátt vestfirska. Auk þessa er i blaðinu fróðlegt viðtal við Snorra Hjartarson skáld og ljóð og smásaga eftir stúdenta. bar er einnig að finna vandaðan ritdóm um bók Ey- steins Þorvaldssonar um atóm- skáldin. Afgreiðsla Sögufélagsins, Garðastræti 13b, hefur tekið Mimi i umboðssölu. bar fást einnig eldri tölublöð. Æskan Blaðinu hefur borist mai-júni hefti Æskunnar. Meðal efnis I blaðinu eru eftirtaldar greinar: „Vatnaskógur — súmarbUöir KFUM”. „Fwsetinn heimsækir Danmörku”, eftir Friðbjörn Agnarsson. Grein er um tónskáldið Ludwig van Beet- hoven. „Reykingar eöa heil- brigði — þitt er valið”, ritgerð úr ritgerðasamkeppni Krabba- meinsfélagsins, eftir Oddnýju Hildi S igu r þó r s d ó 11 u r. „LeikhUsferð til New-York”, eftir GuðrUnu G. Gunnarsdótt- ur. „Æskuminning”, eftir Pál Hallbjörnsson. „Vakað yfir tUni”, eftir Margréti Jónsdótt- ur. „Kennslustund I skák”. „Rekstur Rauðakross íslands”, eftir Björn borláksson. Auk þess er í blaðinu aragrúi fróð- leiks- og skemmtiþátta, sem ætið áður. — mhg Eiðfaxi Okkur hefur borist 6.-7. tbl. Eiðfaxa, vel úr garði gert aí vanda. Burðargreinarnar I rit- inu eru að þessu sinni: „Skyldur og réttindi” en þar ræðir Árni bórðarson um sam- starf sveitarfélaga, rikis og hestamannafélaga, sem hann telur að þurfi að „ræðast við af lipurð og skilningi”. „Kveðja til Rosmarie og framtiðarsýn”, eftir Pétur Behrens. „Litil hug- leiðing um Ættbók og sögu Gunnars Bjarnasonar”, fyrri hluti, eftir Guðmund Óla Ólafs- son. „Sómafótur”, gæti verið sönn dæmisaga, eftir Björn Sig- urðsson. „Einn með sinnepi og annar með tölti” segir Jón Sig- urðsson i Skollagróf og fjallar þar um hjálparmeðul þau „sem notuð eru til að framkalla ýktan fótaburð sýningarhrossa”. Sig- urður O. Ragnarsson ritar „Hugleiðing um gerð keppnis- valla fyrir islensk hross”, „Lastaranum likar ei neitt”, Sturla bórðarson fjallar um bók Sigurgeirs Magnússonar „Ég berst á fáki fráum”. „Að finna fjörtök stinn”, viðtal við Einar Höskulssson, bónda á Mosfelli. „Vinir islenska hestsins I Kanada” nefnist viðtal Sigurðar Ragnarssonar við Arnold Faber og konu hans. Auk þess er i rit- inu fjöldi frétta. — mhg Mjólkur- mál Fyrir skömmu kom Ot 2. tbl. 5. árg. timaritsins „Mjólkurmál”, sem gefið er út af Tæknifélagi mjólkuriðnaðarins. Efni ritsins er fjölbreytt að vanda og er þar fjallað um marga þættimjólkuriðnaðarins. Grein er eftir norskan mann, Jens Killengren um starfsdvöl á tslandi árið 1935. bað ár hafði Jens verið samlagsstjóri hjá Mjólkursamlagi SkagfirSnga. Birtist grein þessi i norsku tlmariti árið 1936. bá skrifar bórarinn E. Sveinsson, fram- leiðslustjóri hjá Mjólkur- samlagi KEA, um skipulag framleiðslunnar. Eftir rit- stórann, Sævar Magnússon, er grein, sem hann nefnir „Vin- andi Ur ostamysu”. Fjölda margar styttri greinar eru i rit- inu. — mhf Samvinnan t þvi hefti Samvinnunnar, sem okkur hefur síðast borist er m.a. eftirtalið efni: Forystugreinin „Hver er munurinn á samvinnurekstri og einkarekstri? „Staða sam- vinnuhreyfingarinnar nú á dög- um er sterk”, viðtal við Gunnar Sveinsson, kaupf.stj. i Keflavik. „Verður hann siðasta stórskáld- ið, sem skrifar á jiddisku?” eft- ir Hjört Pálsson. „Búálfurinn”, frásögn eftir Isaac B. Singer i þýðingu Hjartar Pálssonar. „Umræða um stefnuskrá sam- vinnuhreyfingarinnar” og taka þátt i henni þau Matthias Pét- ursson, Hvolsvelli, Finnbogi Hermannsson, Núpi, Magnús Finnbogason, Lágafelli, Bjarni Helgason, Hvolsvelli, Hjörtur E. bórarinsson, Tjörn, Jón Kristjánsson, Egilsstöð- um, Eysteinn Sigurðsson, Reykjavik, og Ágústa borkels- dóttir, Refstað. „Kaupfélag Svalbarðseyrar framleiðir franskar kartöflur”. „Litlu búð- irnar mega ekki hverfa”, Sig- riður Haraldsdóttir skrifar um neytendamál. „Herbergi með útsýni, smásaga eftir Hal Dresner i þýðingu borleifs bórs Jónssonar, myndskreytt af Arna Elfar. „Alyktun stjórnar Kaupfél. Rangæinga á svæða- fundi Suðurlands”. „Fiskkassar framleiddir hjá Plastiðjunni á Akureyri”. „begar tölvutæknin skapar vandamál hjá fyrirtækj- um”, þýdd grein. „Landneminn i Látravík”, frásögn eftir Jó- hann Hjaltason. bá eru i ritinu ljóð eftir Sigurð Anton Frið- þjófsson og Gunnar Straum- . land. —mhg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.