Þjóðviljinn - 16.09.1981, Síða 3

Þjóðviljinn - 16.09.1981, Síða 3
Fjölbrautaskólinn á Selfossi Miövikudagur 16. september 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 270 nemendur á 8 brautum F jölbrautaskólinn á Selfossi var settur í fyrsta sinn sunnudaginn 13. sept. i iþróttahúsinu á Selfossi aö viðstöddu miklu f jölmenni, stóru og smáu. Athöfnin hófst með því að Hjörtur Þórarinsson, formaður skólanefndar fjölbrautar- skólans bauð fulltrúa menntamálaráðherra, Arna Gunnarsson, deildar- stjóra, og síðan aðra gesti setningarathaf narinnar, velkomna. Rakti Hjörtur í örstuttu máli sögu mennta- mála á Selfossi. Næstur tók til máls Arni Gunn- arsson, sem afsakaöi fjarveru menntamálaráðherra, og bað menn að minnast þess að fjöl- brautarskólinn byggði á starfi Iðnskólans á Selfossi, sem nú hættir starfsemi sem sjálfstæð stofnun. Fræðslustjóri Suður- lands, Jón R. Hjálmarsson.rakti í fáum oröum sögu biskupsstóla- skólanna. Kristinn Kristmunds- son, skólameistari á Laugar- vatni, minnti á hve menntamála- ráðuneytið hefði tafið stofnun fjölbrautaskóla á Suðurlandi. Jafnframt tók Kristinn fram að F.S. mundi engin áhrif hafa á áframhald starfsemi skólanna aö Laugarvatni. Loks færði hann kveðjur og árnaðaróskir skóla- meistara hinna framhaldsskól- anna, sem margir hverjir voru viðstaddir þessa fyrstu setningu F.S. Hafsteinn Þorvaldsson mælti fyrir munn bæjarstjórnar Selfoss. Rut Magnússon, Friðbjörn G. Jónsson, Halldór Vilhelmsson og Elin Sigurvinsdóttir sungu dúetta og 'einsöngslög við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Loks mælti skólameistari, Heimir Pálsson, nokkur orð. Gat hann þess að húsnæði skólans væri nokkuð dreift um Selfoss og væri hlaupabrautar- skóliþvi etv. fullt eins mikið rétt- nefni á stofnuninni og fjölbraut- arskóli. Þá minnti hann á aö ýms- ir starfsmenn skólans heföu lagt nótt við dag svo skólastarfið mætti hefjast á sunnudegi (reyndar þann 13.) fremur en mánudegi. Þá gerði hann grein fyrir mismuninum á áfangakerfi og bekkjakerfi og taldi ekki ólik- legt að safnfræðingar siðari tima teldu þessa breytingu mestu bylt- ingu i skólastarfi á 20. öld. Um 270 nemendur stunda nám á 8 brautum á þessari fyrstu starfsönn skólans en yfir 80 manns eru að auki innritaðir i öldungadeildina sem nú flyst úr Hveragerði þar sem hún starfaði sl. 11/2 ár. 30 kennarar verða viö skólann, ef allir eru taldir. I lok ræðu sinnar sagði Heimir: „Skilyrði menntamálaráðuneyt- isins fyrir lágmarksfjölda nem- enda i hverjum námshópi i öldungadeild veldur þvi að nær ómögulegt er að halda uppi kennslu i þeim nema i Rvik og etv. á Akureyri. Kannski er þetta rétt mat á menntunarþörf fullorö- ins fólks....”. Þá brostu margir. Að setningu lokinni voru nem- endum afhentar stundaskrár og bókalistar og jafnframt gert aö greiða innritunargjöld. Kennsla hófst svo mánud. 14. sept. — ingis. Margs konar breytingar í vændum Fjalakötturinn í vetrarham F ja lakötturinn, kvik- myndaklúbbur framhalds- skólanna hefur starfsemi sína um næstu helgi. Að þessu sinni verður skipulag sýninga og aðild félaga að klúbbnum með nokkuð öðr- um hætti en verið hefur og er hér um tilraun að ræða af hálfu þeirra sem sjá um starfið. Vetrinum veröur skipt niöur i nokkur timabil þar sem boöið verður upp á ákveðna dagskrá. Fyrsta dagskráin hefst á sunnu- daginn 20. sept. og lýkur 27. sept. Þá viku verða sýndar fimm myndir og er fyrsta fræga að telja Tintrommuna eftir Þjóðverjann Volker Schlöndorf, sem byggð er á samnefndri sögu Gunter Grass. (Það er óhætt aö ráðleggja öllum að sjá þessa frábæru mynd). Sýnt verður i Tjarnarbiói og veröur gefin úr skrá fyrir hverja dag- skrá, þannig að hægt er að fylgj- ast með þvi hvaöa daga myndirn- ar veröa sýndar. jVoívoi ilækkari I* Gengi sænsku krónunnar J var fellt um 10% fyrir nokkr- I um dögum. Meðal afleiöinga I sem gætir hér á landi er að I Volvo bílar lækka um 7% i J verði. Sem dæmi má nefna að Volvo 244DL lækkar úr I 133.508 kr. i 124.569. I Af þvi efni sem verður á dag- skrá i vetur má nefna finnska viku i janúar, þar sem á boðstóln- um verða nýjar finnskar myndir. Lesendum til fróðleiks má geta þess að það er ekki aðeins i leik- húsunum sem Finnar þykja skara fram úr þessa stundina, þeir hafa lagt kvikmyndirnar undir sig lika og framleiöa nú hvert meistara- stykkið á fætur öðru, þótt þess sjáist ekki merki i kvikmynda- húsum hér á landi. Baráttudagskrá verður i októ- ber, þar sem sýndar verða mynd- ir frá Noröur-lrlandi, myndir gegn kynþáttahatri, myndir um kvennabaráttu, Suður-Afriku, verkalýðsbaráttu o.fl. Akveöinn leikstjóri verður kynntur þegar liða tekur á vetur, en ekki hefur verið gengið frá þvi hver það veröur. Þá telst til nýmæla að klúbbur- inn mun starfa fram á sumariö, allt til 11. júli. Sala aögangskorta veröur með þeim hætti að félagar geta valiö um skirteini fyrir allt timabilið sem kostar nú 250 kr. Einnig er hægt að gerast félagi i klúbbnum með þvi aö greiöa 50 kr. og kaupa sér siðan miða á hverja dagskrá fyrir sig. Þetta gerir þeim sem ekki hafa áhuga á einhverjum hluta dagskrárinnar kleift aö sleppa úr og sjá það sem hugur- inn girnist. Verð á fyrstu dag- skrána er 30 kr. eða 6 kr á hverja mynd! Við innganginn er hægt að nálg- ast dagskrána sem að þessu sinni er i formi plakats, auk þess sem hver dagskrá fyrir sig veröur rækilega kynnt. Lesendum Þjóö- viljans er bent á kvikmyndasið- una á sunnudag, sem væntanlega mun greina nánar frá myndun- um, sem veröa á hvita tjaldinu i næstu viku. __^á Fjölmargir gestir voru viðstaddir setningu Fjölbrautaskólans. Ljósm. — ingis. Stórsíld hjá N orðmönnum Veiðar á þvi takmarkaða magni sem norska stjórnin leyfði að veitt væri I ár úr norska vor- gotssildarstofninum standa nú yfir. Veiðar með snurpunót hófusl þann 13. september sl., en nokkru áður höfðu veiðar með lagnetum og iandnót byrjað. Taliö er að talsvert mikið magn sé nú af vorgotssild við Norö- mæri. Sfldin sem veiðst hefur er talin sérstaklega gott hráefni með 23% fitu. Yfir 70% af sildinni er það stór að ekki fara nema 3 sildar i hvert kiló. Lágmarksverðhefur veri sett á nýja vorgotssíld og er það eftir- farandi samkvæmt frétt sem birt- ist i Fiskaren þann 8. september sl. Verðið er miðað við hektólitra, sléttfult 100 litra mál. Fyrir stærsta stæröarflokk ekki yfir 3 sildar i kg. n.kr. 300,- isl. kr. sam- kvæmt kaupgengi 433.83. Fyrir annan stærðarflokk n.kr. 240.00, isl. kr. 347.06. Fyrir 3. stærðarflokk n.kr. 200.00, isl. kr. 253.07. Fiskaren segir, að kaupendur haldi sig við lágmarksverðið og bjóði ekki hærra. —J:J:E.Kúld. á vellinum í kvöld! „Nú fjölmennum við á völlinn í kvöld og hvetjum Fram til sigurs gegn Dundalk. Og auðvitað erum við Goða-kokkarnir ekki bara á búningunum hjá Fram í svona stórleikjum - við mætum á völlinn og bjóðum áhorfendum að smakkgi á góm- sætum Goða-vörum. Sjáumst í kvöld - áfram með okkar menn í Evrópukeppninni!” Ðl

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.