Þjóðviljinn - 16.09.1981, Qupperneq 5
ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Ár liðið frá
valdaráni
í Tyrklandi
Nú um helgina var ár
liðið síðan herforingjar
tóku völdin í Tyrklandi:
Kenan Evren, æðsti maður
herforingjastjórnarinnar
notaði tækifærið til að
itreka lof orð um að lýðræði
verði innan tíðar upp tekið
í landinu. Ekki njóta slík
ummæli mikils trausts
meðal Tyrkja, sem vita, að
herf oring janum hefur
ekki tekist að leysa neitt af
þeim vandamálum sem
þeir kváðust ætla að glíma
FRÉTTASKÝRING
Herinn i „aögerö” i Istanbul: um þrjú hundruö ný lög skeröa pólitiskt frelsiog önnur lýðréttindi
Heriim sleppir ekki
kverkataki á þjóðinm
öryggisráö Evrens: þeir segjast hvorki stjórna lýöræöi né einræöi...
við og að enn eru um
hundrað þúsund pólitískir
fangar í landinu, sem
margir hverjir hafa sætt
verstu pyntingum.
Herforingjarnir kváðust ætla
að hreinsa til i landinu, kveöa
niður pólitiskt ofbeldi og rétta við
efnahaginn sem stjórnmálamenn
fengju ekkert við ráðið, enda
hefðu þeir gert þingræðið óvirkt
með sinum flokkadráttum. Fleira
kom til: veður voru öll válynd i
Iran og viðar i Austurlöndum, og
Bandarikjamenn óttuðust um
herstöðvar sinar i Tyrklandi ef
vinstrihreyfingum yxi fiskur um
hrygg þar i landi. Að minnsta
kosti tóku menn á Vesturlöndum
heldur vel i fregnirnar um valda-
rán herforingjanna fyrir ári, og
lofuðu lánum og hernaðaraðstoð
— enda þótt að herforingjarnir
létu verða sitt fyrsta verk að af-
nema mörg þau lýðréttindi sem
Nató kveðst vilja vernda.
Tyrkland var að sönnu i
miklum erfiðleikum: kreppa, at-
vinnuleysi og pólitiskt ofbeldi ein-
kenndu daglegt lif. Fréttastofur
hafa jafnan reynt að deila þvi
sem siðast var nefnt milli „öfga-
afla til hægri og vinstri”, en hitt
mun sönnu nær, að i langsamlega
flestum tilvikum mátti skrifa
pólitisk hermdarverk og morö á
reikning fasiskra æskulýðssam-
taka Gráu úlfanna. Að minnsta
kosti voru það einkum frjáls-
Þing Verkalýðssambandsins breska:
lyndir menn eða vinstrisinnaðir
sem féllu fyrir pólitiskum morö-
ingjum
Pólitískir fangar
En sem fyrr segir: herforingja-
stjórninni hefur ekki tekist aö
leysa nein vandamál. Herinn
hefur tekið að sér pólitisk
hermdarverk Gráu úlfanna. A
liðnu ári hafa um 1200 manns
fallið i svonefndum „hernaðarað-
gerðum” (1500 féllu árið 1980 —
framað valdaráni — i pólitiskum
vigaferlum). A.m.k. 80 manns
hafa látist i pyntingaklefum hers-
ins. Tiu hafa verið teknir af lifi og
um hundrað biða aftöku. Sak-
sóknari hefur krafist dauðarefs-
ingar yfir um 2400 mönnum, af
þeim eru 52 verkalýðsforingjar.
Felldir hafa verið dómar yfir
16i þúsundum manna fyrir að
hvetja til verkfalla, gefa út
bannaðar bækur og þar fram eftir
götum.
Stjórnarandstaöan telur, aö
pólitiskir fangar séu nú um 100
þúsund — sjáifur sagði Evren i
hátiöarræðu sinni á laugardag, að
þeir væru 30 þúsund. Meðal fang-
anna eru um 700 verkalýösfor-
ingjar og 150 fyrrverandi þing-
menn. Þegar Evren lofar nú lýð-
ræði á hann við það, að i október
mun taká til starfa svonefnt
stjórnarskrárráö, sem herfor-
ingjarnir hafa sjálfir valið i. Og
þeir hafa marglofað, að fyrrver-
andi þingmenn muni ekki fá aö
taka þátt i kosningum þegar að
þeim kæmi.
Kýrin geld
Efnahagsástandiö er ekki betra
en það var. Að visu hefur tekist að
auka nokkuð útflutning, en samt
fer greiðslujöfnuður við útlönd
versnandi og erlendar skuldir
hafa aukist. Atvinnuleysi er nú i
rúmum 16% og hefur aukist veru-
lega eftir valdaránið. Tyrkneska
hagstofan telur að þriggja manna
fjölskylda þurfi 36 þúsund lirur á
mánuöi til að komast af, en
meöalmánaöarlaun eru 8—10
lirur. Kaupgeta á heimamarkaöi
er eftir þvi léleg og verða margir
að loka fyrirtækjum sinum þess-
vegna.
Kapitalistar voru aö sjálfsögðu
fegnir þvi i fyrra, að herforingja-
stjórnin bannaöi starfsemi verka-
lýðsfélaga og þá náttúrlega verk-
föll og frysti laun eða svo gott
sem. En einnig á þá renna tvær
grimur: þeir eru að framleiða
vörur sem ekki er hægt að selja á
heimamarkaði vegna litillar
kaupgetu og erfitt er að losna við
erlendis i þeirri almennu kreppu
sem nú geisar. Einn af helstu
iðjuhöldum landsins, Vehbi Koc,
hefur nýlega komist svo aö oröi,
að „þaö er ekki hægt aö mjólka
þessa kú miklu lengur, þvi hún er
geld orðin” ...
ábtók saman.
--------------------------------1
■
Hafnar öllum kjamavopuum
Vill tafarlausa úrgöngu úr EBE
Á þingi breska verkalýðssam-
. bandsins, TUC, sem lauk fyrir
■ helgi, var samþykkt, aö sam-
tökin berðust fyrir þvi að allar
kjarnorkuvopnastöðvar i Bret-
. landi skuli iagðar niður og aö
IBretland segi sig úr Efnahags-
bandalaginu þegar i stað. Sam-
þykktir þessar þykja bera þvi
, vitni að vinstriarmur Verka-
mannaflokksins undir forystu
Tony Benn sé aö vinna á I átök-
um þeim sem nú fara fram inn-
an flokksins, svo mjög sem
veigamestu samþykktir þings
verkalýðssambandsins endur-
spegla hans viðhorf.
Samþykktin um afvopnunar-
■ mál var tekin af yfirgnæfandi
meirihluta atkvæða. Hún felur
I það I sér, að verkalýðssam-
bandið vill að Bretar loki bæði
eigin og bandariskum kjarn-
orkuvopnaherstöðvum i Bret-
landi án þess að biða eftir sam-
komulagi milli risaveldanna um
afvopnunarmál.
Breskt fordæmi
Þingið lýsti sig andvigt
„hverri þeirri breskri stefnu i
varnarmálum sem væri byggð á
notkun kjarnorkuvopna eða hót-
un um að beita sllkum vopn-
um”. Ennfremur var krafist
niðurskurðar útgjalda til her-
mála og eindregins bresks
stuðnings viö friðarhreyfingar i
heiminum.
Þingið vildi að Stóra-Bretland
gæfi heiminum fordæmi með
þvi að endurvekja trú manna á
möguleikum rikja heims á af-
vopnun.
Ekki skorti gagnrýnendur,
sem vöruðu við einhliða afvopn-
un Bretlands á þinginu, en það
virtist enginn vafi á þvi að
mikill meirihluti fulltrúa taldi
að Bretum væri ekki vörn i
kjarnorkuvopnum.
TUC ætlar sér, samkvæmt þvi
sem fyrr sagði, að reyna að fá
stefnu sina i afvopnunarmálum
inn i stefnuskrá Verkamanna-
flokksins; sem kemur saman til
þings um næstu mánaðarmót.
Ekkiervisthvortþað takist, þvi
að hægriarmurinn, sem enn er
til i Verkamannaflokknum, þótt
16 þingmenn hafi yfirgefið hann
til að stofna Sósialdemókrata-
flokk, telur, að stefna verka-
lýðssambandsins hafi hinar al-
varlegustu afleiðingar fyrir
Nató i heild.
Það verður einnig deilt hart á
flokksþinginu um þá stefnu
verkalýðssambandsins að Bret-
land skuli úr Efnahagsbanda-
laginu án þess að efnt sé til þjóð-
aratkvæðagreiðslu um það mál.
Hægri armur flokksins vill
sætta sig við áframhaldandi
aðild Breta að EBE með vissum
skilmálum um endurskoðun
landbúnaðarstefnu bandalags-
ins og niðurskurði á greiðslum
Breta til sameiginlegra út-
gjalda bandalagsins.
Hið mikla atvinnuleysi sem
nú rikir i Bretlandi mótaði allar
umræður og samþykktir um
launa- og efnahagsmál. Verka-
lýðsfélögin vildu ekki skuld-
binda sig til hófsemi i launa-
kröfum, ekki heldur gagnvart
Verkamannaflokksstjórn hugs-
anlegri. En það kom heldur ekki
fram hörð kröfustefna i þeim
málum — menn lita á sjálft at-
vinnuleysið sem miklu stærri
vanda. 1 áætlun um baráttu ■
gegn atvinnuleysi var þingið i J
stórum dráttum samstiga
Verkamannaflokknum.
Mælt var með vissum tak-
mörkunum á innflutningi, aukn- J
um fjárveitingum til opinberra
framkvæmda og til að skapa ný
störf, styttri vinnuviku (35
stundir), lækkuðum eftirlauna- J
aldri (60 ár) og lengri sumar-
leyfum. Áform Ihaldsflokksins
um aö takmarka svigrúm
verkalýðsfélaga með lagasetn- •
ingu mættu harðri andstöðu á
þinginu, sem lýsti sig reiðubúið I
til að svara sllkum áformum I
með pólitlskum verkföllum. *
Sem fyrr segir þykja sam-
þykktir þings breskra verka- I
lýðsfélaga benda til þess, að I
vinstrimenn I Verkamanna- ■
flokknum séu I sókn og aukast
likur á því, að foringi þeirra,
Tony Benn, muni bera sigur af I
keppinautum sinum á flokks- •
þingi, en hann keppir um stööu I
varaformanns flokksins gegn
Dennis Healey og John Silkin. I
— ábtóksaman ■