Þjóðviljinn - 16.09.1981, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 16. september 1981
MiOvikudagur 16. september 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Samstaða á Akureyri um að efla verkamannabústaðakerfið
„Húsnæðismáin
eru mál sem
verkalýösfélögin
öllum öðrum
fremur
eiga að sinna
og sýna áhuga á.
Þaö er
mikilvægt í
félagslegu tilliti
aö létta mönnum
þá byröí
sem fylgir þvi
að koma sér upp
húsnæði".
Æ fleiri telja það skynsamlega lausn
að kaupa íbúð 1 verkamannabústöðum
— Það sem verið er að
gera núna, er að þegar á sl.
ári var tekin ákvörðun um
að byggja amk. 90 íbúðir á
næstu þremur árum í
verkamannabústöðum. Nú
standa framkvæmdir yfir
við fjörutíu íbúðir en
þaraðauki er verið að
byggja nítján íbúðir sam-
kvæmt eldri lögum um
sölu- og leiguíbúðir
sveitarfélaga. I augna-
blikinu er þannig verið að
byggja 59 íbúðir á Akureyri
á félagslegum grundvelli.
Áðurnefndar nítján íbúðir
tel ég að skynsamlegast sé
fyrir Akureyrarbæ að
eignast og þær yrðu til
leigu. Um það hefur ekki
ennþá veriðtekin ákvörðun
en verður trúlega um ára-
mótin í tengslum við f jár-
hagsáætlun bæjarins. —
— t þessum verkamannabú-
stöðum sem verið er aö byggja,
eru 25 ibúöir i fjölbýlishúsum, sex
einbýlishús og niu ibúðir i raö-
húsum. Það er gert ráð fyrir aö
þessar ibúöir verði afhentar á
timabilinu júni 1982 til janúar
1983. Nú stendur yfir umsóknar-
frestur um þessar ibúöir. Þegar
séð er hversu áhuginn er mikill og
þörfin er fyrir hendi, verður tekin
ákvörðun um næsta áfanga mjög
fljótlega. Stjórn verkamannabú-
staða á Akureyri mun gera til-
lögur um næsta áfanga. Þaö er
náttúrlega ljóst aö minu mati, að
þessar niutiu Ibúöir, sem
ákvörðun var tekin um i fyrra(eru
of fáar, það þyrfti að vera að
minnsta kosti 110 ef ekki 120
ibúöir sem þyrftu aö vera byggð-
ar I verkamannabústööum á
þessu þriggja ára timabili. Það
skýrist i þessum mánuði hver
eftirspurn veröur.
— Ef það reynist svo að eftir-
spurnin eftir Ibúðum verður mikil
munum við i stjórn verkamanna-
bústaða á Akureyri reyna að flýta
ákvarðanatöku til aö leysa vanda
þessa fólks sem fyrst. Siöast var
úthlutað Ibúðum i verkamanna-
bústööunum á árinu 1979. Þaö
voru 21 ibúö i fjölbýlishúsum.
Eftirspurnin var þrisvar sinnum
meiri en hægt var að úthluta.
— Núna er tiltölulega litið
byggt af Ibúðum á Akureyri. Það
er I sjálfu sér alvörumál. Sam-
kvæmt nýlegum tölum sem ég
fékk hjá byggingafulltrúa, þá
hefur liklega verið byrjaö á um
það bil 60 ibúðum á Akureyri á
þessu ári. Þannig hagar til hjá
okkur að stjórn verkamannabú-
staða hefur gengið inn i bygg-
ingar sem aðrir hafa byrjað á.
Það er óhætt að slá þvi föstu að
það sem við höfum byrjaö á á
þessu ári.er i kringum helmingur
ibúða hér á Akureyri sem byrjað
hefur verið á. En þaö er mikill og
afdrifarikur samdráttur i
byggingariðnaði hér. Þaö er hins
vegar enginn vafi á þvi að mjög
mikil vöntun er á húsnæði. Leigu-
markaðurinn er mjög slæmur
hérna, það er erfitt aö fá húsnæði
á leigu.
— Undanfarin ár hefur veriö
gert mikið átak á vegum bæjar-
félagsins i leiguhúsnæði. Mikill
fjöldi ibúða sem var I ósæmilegu
ástandi. hefur veriö endurnýjaö-
ur. Þó er þessu verki ekki lokið og
enn ósæmilegt húsnæði til á
vegum bæjarins. Bærinn mun
eiga i kringum 60 leiguibúðir.
Fjöldi íbúðanna hefur ekki aukist
og auðvitað þarf aö koma meira
af húsnæði inn á leigumarkaöinn.
Húsnæði sem fólk getur verið
sæmilega öruggt meö.
— Ég er hins vegar þeirrar
skoðunar að hægt sé að leysa
vanda mjög margra þeirra sem
veriö hafa i leiguhúsnæöi meö
byggingu verkamannabústaða.
Ég finn breytingu á andrúmsloft-
inu gagnvart verkamannabú-
stöðum. Ég finn breytingu sem er
þannig, aö þaö eru miklu fleiri
sem telja það einfaldlega skyn-
samlega lausn á sinum húsnæðis-
vanda aö eignast Ibúð I verka-
mannabústað. Losa sig undan
þeirri kvöö sem er samfara þvi að
þurfa aö leysa þennan vanda með
vinnu sinni á tiu árum, sem þeir
ættu auövitað ekki að þurfa að
gera á skemmri tima en þrjátiu-
fjörutiu árum. Þaö er afskaplega
þýðingarmikið að fólk hætti að
lita á þetta sem einhverja nauð-
ung að eiga ibúö i verkamanna-
bústöðum. Þaö er orðinn allt
annar andi i kringum þetta en var
á árum áður.
— Hér á Akureyri hefur verið
fullkomin samstaða um allt sem
gert hefur verið i húsnæðis-
málum, bæði meirihluti og minni-
hiuti bæjarstjórnar veriö á einu
máli. Meö nýju lögunum opnast
nýir og góöir möguleikar. Það
hefur verið létt mikilli byröi af
sveitarfélögunum með þvi að
lækka hlutdeild þeirra i þessu.
Það þýðir að þau eiga auðveldara
með að byggja og þau sveitar-
félög sem eru treg eiga nú erfiö-
ara með að standa gegn kröfum
verkalýðshreyfingarinnar eftir
að nýju lögin tóku gildi.
Húsnæðismálin eru mál sem
verkalýðsfélögin öllum öðrum
fremur eiga að sinna og sýna
áhuga á. Það er ekki einasta
mikilvægt að leysa vanda þeirra
sem verst eru staddir, það er ekki
siður mikilvægt i félagslegu tilliti
fyrir launþegasamtökin og önnur
félagasamtök i landinu að létta
mönnum þessa byröi og skapa
þannig ekki bara betri efnahags-
legar forsendur heldur félags-
legar forsendur almennt.
— Meö gamla fyrirkomuiaginu
var mönnum ætlað að greiða ævi-
langan húsnæðiskostnað sinn á tiu
árum. Menn fengu einhver hús-
næðisstjórnarlán og lifeyrissjóðs-
lán en þau voru svo lítill hluti af
kostnaöinum að þunginn kom á
tiu ár, — þetta átti sinn þátt i
vinnuþrælkuninni I landinu. Þetta
þekkir öll þjóðin af eigin reynslu.
— 1 sjálfu sér má segja að á
Rætt við Helga
Guðmundsson
bæjarfulltrúa og
st j órnarf ormann
verkamanna
bústaða
á Akureyri:
Akureyri hafi ibúöum fjölgað
örar en ibúum. Þetta á sér þá al-
þ^irktu skýringu, að undanfarin
. utug hefur veriö grisjað, menn
•úúa mikið rýmra. Fólk vill búa
rúmt og ekkert i sjálfu sér við það
að athuga. Hér á Akureyri er
aldrei lóðaskortur, á þvl hefur
ekkert staðið. Bæjarstjórinn
hefur bent á þaö i fjölmiðlum að
hér er nokkuð af „földum
ibúðum”. Þetta eru þá Ibúöir sem
eru i eigu manna sem ekki eiga
lögheimili á Akureyri, en annars
verður maður ekkert var við autt
húsnæði. Þessar „földu” Ibúðir
gætu þá verið I eigu fólks, sem
vinnur einhvern hluta á Akureyri
og býr þá i ibúðum sinum tima-
bundiö.
— Húsnæðismál hafa ekki
verið neitt hitamál hér. Siöur en
svo. Til sæmis voru tillögur
stjórnar verkamannabústaða
sem að voru teknar til afgreiöslu
á fjárhagsáætlun á þessu ári
samþykktar athugasemdarlaust
af öllum i bæjarstjórn. Og við
höfum unnið i samræmi við þær
tillögur. Þannig að viö höfum
sannarlega sloppið viö deilur i
sambandi við það. Ég get ekki
sagt annað en að pólitiskir and-
stæöingar manns einsog Sjálf-
stæöismenn hér hafi unnið aö
þessu af fullum heilindum. Þaö
viröist vera almennt viöurkennt
aö þaö þurfi að gera þetta. Það
verður nú að segjast einsog er, að
afstaða Sjálfstæðismanna hér á
Akureyri til dæmis i bæjarstjórn
er miklu félagslegri i sjálfu sér en
afstaða ihaldsminnihlutans I
borgarstjórn Reykjavikur. Þeir
eru almennt miklu vinsamlegri i
garð félagslegra sjónarmiöa hér
á Akureyri en i Reykjavik — en
þarmeö er ég ekki að segja aö
þeir séu alltaf bandamenn okkar
hér á Akureyri.
— Sveitarstjórnarmenn útá
landi hvar sem þeir nú
standa i pólitik, þurfa i svo mörgu
tilliti að búa til aðstæður sem eru
sem likastar þvi sem boðið er
uppá i stærstu sveitarfélögunum.
Þaö er afskaplega mikilvægt
fyrir vöxt minni sveitarfélaga að
þar sé gott úrval ibúðarhúsnæðis.
Þess gætir einsog skot ef aö
verður stöðnun i húsnæðismálum
i sveitarfélagi af minni gerö.
Sveitarstjórnarmenn sem hafa
áhuga á eflingu atvinnulifs útum
landiö sjá þaö hvar sem þeir
standa i pólitik.aö það getur þurft
að gera átak i húsnæöismálunum
tilaö allt geti gengiö upp. Þeir
leyfa sér ekki neinn útúrboruskap
einsog ihaldið i Reykjavik.
— Ég tel að með nýju lögunum
hafi verið stigið mjög stórt skref
framávið. Nú erum við aö kepp-
ast viö aö leysa brýnan vanda.
Það tel ég að við gerum á næstu
árum — en ég tel ekki að neinu
lokaskrefi sé náð, siður en svo. Ég
er þeirrar skoðunar, aö þaö veröi
að bjóða uppá miklu fjölbreyttari
kosti i húsnæöismálum en nú er
gert.
— 1 fyrsta lagi er það vitað að
það munu alltaf einhverjir hafa
áhuga á að gera þetta á svipaöan
hátt og gert hefur verið undan-
farna áratugi. Það eru alltaf ein-
hverjir sem hafa áhuga á ein-
býlishúsnæði. Utan þeirra
aðferða sem notaöar hafa verið til
þessa við ibúöabyggingar og kaup
þá tel ég að þurfi aö huga aö
öörum leiðum. Við teljum nú, að
kaup á ibúð i verkamannabú-
stööum sé það hagstæðasta sem
fólk á kost á ef það ætlar sér aö
eignast Ibúöirnar.
— Það má hugsa sér til dæmis
samvinnuform á ibúðarhúsnæði,
þarsem samvinnufélög ibúa eiga
húsnæði og fólk greiði ákveðna
byrjunarupphæö og siðan
mánaöarlega greiðslur, leigu eða
hvaö það verður nú kallaö. Þetta
er algengt form á ibúðarhúsnæði
á Norðurlöndunum og sjálfsagt
að bjóöa uppá þennan kost hérna.
— Ég tel lika að verkalýðsfélög
og önnur almenningsfélög geti átt
rikari þátt i lausn á húsnæðis-
málum. Ekki bara i gegnum
sveitarstjórnirnar heldur bein-
linis án milliliöa. Við getum vel
sagt sem svo að það mætti hugsa
sér að útvikka þessa hugmynd
sem nú er i gangi, aö sveitar-
félögin eigi leiguhúsnæði sem er
þannig fjármagnað aö að sveitar-
félögin greiða 20% kostnaðarins
og fá 80% lánaö til alllangs tima.
— Að minu viti kemur vel til
greina aö önnur félagssamtök
komi inni þetta og átt til dæmis
einn fimmta af leiguhúsnæði þá á
móti Byggingasjóði verkamanna
svo ég nefni eina leiö. Við
þekkjum þaö að samtök leigjenda
á Norðurlöndunum eru stór aðili á
þessum markaöi. Samtök leigj-
anda sem gefa þeim sem leigir
tryggingu fyrir þvi aö geta veriö I
húsnæöi svo lengi sem viðkom-
andi verður ekki óþolandi af ein-
hverjum öðrum ástæðum, gerist
freklega ágengur viö leigjandann
i ibúðinni á móti eöa eitthvað i
þeim dúrnum.
— Ég tel að það séu aðstæður
til aö laða fram ýmislegt hér á
landi, sem ekki hefur veriö reynt
fyrr. Og að húsnæðismálin verði
leyst með fjölbreytilegum hætti.
Við verðum lika að gæta okkar á
þvi að setja ekki alltof þunglama-
kegt kerfi I kringum þessi mál.
Við getum lika lært af mistökum
annarra. Ég hef til dæmis orðiö
var við ágalla á Noröurlöndum
sem viö ættum að forðast. Það er
sá ágalli, að viöhald og rekstur
ibúðarhúsnæðis og nánasta
umhverfis fólks er aö öllu leyti
framkvæmt af aöilum sem alls
ekki búa i viðkomandi hverfum.
Þaö banka máske málarar uppá
einn góðan veöurdag og tilkynna
að nú eigi að mála alla glugga i
húsnæðinu. Þetta hefur enginn
maöur heyrt nefnt og bregst fólk
oft ókvæða við. Þetta veldur þvi
m.a. á slikum stööum, að tæki-
færunum sem fólk hefur til að
hittast til aö takast á við eitthvað
sameiginlega hefur fækkaö. Þú
þarft aldrei að banka uppá hjá
granna þinum og segja við hann,
„eigum við ekki aö laga til I garö-
inum hjá okkur, verðum viö ekki
að snyrta eitthvað til i kringum
okkur”. —Þaö er alltaf komið á
mánudögum klukkan tiu og
verkaö eftir kúnstarinnar
reglum.
Þarmeö er ég ekki að mælast til
aö fólk standi i viðhaldi fram á
nætur. En það hefur félagsleg
áhrif aö taka þetta allt af fólki.
Sameiginleg eign þýöir sameigin-
lega ábyrgö. Og viö sem erum i
sósialiskri hreyfingu tölum um
valdreifingu, aö koma verkefnum
og viöfangsefnum sem mest út til
fólksins, hljótum aö sjá aö þetta
er eitt af þeim málum, þóekki sé i
stóru. Það er kvartaö undan þvi á
Norðurlöndum aö fólk hittist ekki
og kynnist ekki I fjölbýlishúsum
og við getum lært i þessu tilliti af
grönnum okkar. —óg/J
Verkamannabústaöir i Akureyri
,,í fyrra var
samþykkt ad byggja
að minnsta kosti
niutiu ibúðir
á Akureyri i verka-
mannabústöðum
á næstu
þremur árum".
Á Akureyri
er samstaða um
verkamannabústaði.
Tillögur um
húsnæðismál sam
þykktar i bæjar-
stjórn af öllum.
„Ég er þeirrar
skoðunar að hægt
sé að leysa vanda mjög
margra þeirra sem
verið hafa i leiguhúsnæðí
með byggingu verka-
mannabústaða.
Andrúmsloftið hefur
breyst til hins betra
með verka-
mannabústöðunum".
„Ég tel að
með nýju lögunum
hafi veríð stigið mjög
stórt skref framávið.
Ég er þeirrar
skoðunar aö það verð
að bjóða upp á
fjölbreyttari kosti
í húsnæðismálum en
nú er gert".
Frá vinstri: Anna Maria Þórisdótlir, Sigriður Asa ólafsdóttir, Jóhanna ögmundsdóttir, allar i stjórn
Fílharmoniu, og hinn nýi stjórnandi Krystina Cortes.
Söngsveitin Filharmónia
V e trarstariið er hafið
Nú er að hefjast 22. starfsár
Söngsveitarinnar Filharmoniu.
Fyrsta starfsár hennar var vetur-
inn 1959—60, og fyrsta verkefnið
var Carmina Burana, eftir Carl
Orff. Siðan hefur kórinn flutt á
vetri hverjum eitthvert af önd-
vegisverkum kórbókmennta
heimsins, eitt eða fleiri. Fyrsti
stjórnandinn var Róbert heitinn
Abraham Ottósson og var hann
aöalstjórnandi sveitarinnar til
dauðadags.
A vetri komanda mun sveitin
koma tvivegis fram fyrst á tón-
leikum Sinfóníuhljómsveitar Is-
lands þann 18. febrúar og þar
veröur flutt óperan Aida eftir
Verdi, eitt af þekktustu og stór-
brotnustu verkum meistarans.
Hún hefur ekki áður verið flutt á
Islandi. Efniviöur þessarar óperu
er sóttur til hins forna Egypta-
lands, og hún var samin i tilefni
opnunar Súezskurðarins árið
1871.
Siðari tónleikarnir veröa svo aö
vori og verða þá á efnisskrá tvö
verk, Messa i C dúr eftir Beethov-
en og Te Deum eftir Anton
Bruckner. Söngsveitin hefur flutt
bæöi þessi verk áður, Te Deum
1971 undir stjórn Róberts Abra-
hams og Messu Beethovens 1975
undir stjórn Karstens Andersens.
Stjórnandi söngsveitarinnar i
vetur hefur veriö ráðinn Krystina
Cortes, sem verið hefur búsett
hér á landi um alliangt skeiö en er
annars af ensk-pólskum ættum og
hlaut tónlistarmenntun sina i
Englandi. Undirleikari verður
Bandarikjamaður að nafni Tom
Gligoroff.
Það þarf fjölmenni til að setja
upp verk á borö viö þau sem
Söngsveitin hefur á prógrammi
sinu, fjöldi flytjenda þarf að vera
130—150 manns ef vel á aö vera.
Söngsveitina vantar söngfólk til
liös við sig I allar raddir, en mest-
ur skortur er á tenórum. Hér er
um mikla vinnu að ræöa, en mikla
uppskeru, þvi fyrir venjulegt
áhugafólk er það ómetanleg leiö
til aö komast aö kjarna tónverka
aö taka þátt i flutningi þeirra á
þennan hátt. Þess er einnig vert
að geta aö þrátt fyrir eilifar
kvartanir i blöðum yfir þeirri
byrði sem sigild tónlist ku vera á
landsmönnum, á Söngsveitin FIl-
harmonia sér stærri og tryggari
áheyrendahóp en gengur og ger-
ist með hliðstæö fyrirtæki viðast
erlendis og er þá ekki miðað viö
höföatölu. En sé hlutfallsreikn-
ingurinn tekinn inn i dæmið, þá
má slá þvi föstu að það er afar
sjaldgæft hvar sem leitað er I
heiminum aö kór áhugafólks
flytji stór sigild verk og fái sem
áheyrendur á tónleikunum yfir
1% þjóðarinnar. En þaö er al-
gengt á tónleikum af þessu tagi
hér i Reykjavik.
Margvís getur gönguf erð einf arans verið
utanvegar í draumheimum:
Áskoðunarferðum hugans
kanna menn ekki aðeins mestu gleðina
og stærstu sorgirnar
heldur allt hið ókannaða svið
hátíðar hvunndagsins.
Þegar allt kemur til alls
er margt sem sýnist,
rómantiskar hakkavélarnar
mismunandi blindar
lita naumasttil veðurs
þótt torgið standi í blóma
og manninn beri við himin
á síðdegi óvissunnar,
og gera sér ekki Ijóst að allt er hverf ult
fyrr en í sömu sporunum:
Gönguf erðinni er lokið.
Jón frá Pálmholti
Kveðja
Kristinn
Pétursson
listmálari
Kanadaför bœnda á nœsta sumri
Upplýsingaþjónusta land-
búnaöarins hefur ákveðið að efna
til bændafarar til Kanada á sumri
komanda. Veröur lagt af stað 5.
ágúst og fyrst farið til Calgary i
Alberta.
Tilefni fararinnar er einkum
vigsla á húsi og safni Stephans G.
Stephansonar i Markerville, sem
hugmyndin er að fari fram 7.
okt. Er ástæða til að rifja það
upp, aö fyrir 6 árum siöan gaf
Stéttarsamband bænda 10 þús.
dollara til lagfæringar og endur-
bóta á húsi Stephans G. Fjármun-
um þessum var á hinn bóginn að-
allega varið til þess, að gera við
húsgögn er skáldið átti og voru
illa farin. Má segja að komiö hafi
i einn staö niður.
Frá Alberta verður svo farið til
vesturstrandarinnar og dvaiiö
nokkra daga i Vancouver. Aætlað
er að ferðin taki hálfan mánuð.
Þeir, sem hug hafa á þátttöku i
þessari för ættu sem fyrst aö leita
upplýsinga hjá Agnari Guðna-
syni, biaðafulltrúa Stéttarsam-
bands bænda i Bændahöllinni,
simi 20025. —mhg