Þjóðviljinn - 23.09.1981, Blaðsíða 4
4 SLÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 23. september 1981
Diúovium
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóöfrelsis
(Jtgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann.
Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan
Olafsson.
Augiýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir
úmsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Kriöriksson.
Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson
Blaöamenn: Álfheiöur Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir,
Kristin Ástgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs-
son.Jón Guðni Kristjánsson.
tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson.
Útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Björn Br. Björnsson .
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Auglýsingar: Unnur Kristjánsdóttir
Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Harðarson.
Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Siguröardóttir.
Símavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir.
Bilstjóri: Sigrún Báröardóttir.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns
dóttir.
Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6,
Heykjavik, simi 8 13 33.
Prentun: Blaöaprent hf..
Markvís
kjarnorkuumrœða
# Morgunblaðið hef ur leyft sér að draga mjög víðtæk-
ar ályktanir af kosningasigri íhaldsflokksins í Noregi.
Meðal annars er því haldið fram að norsku úrslitin hafi
endanlega staðfest markleysi umræðunnar um stofnun
kjarnorkuvopnalauss svæðis á Norðurlöndum. Þetta eru
fIjótfærnislegar ályktanir og í engu samræmi við veru-
leikann. Þaðer að sönnu víst að norski íhaldsf lokkurinn
mun ekki setja umf jöllun um kjarnorkuvopnalaus svæði
á oddinn, en það er engu að síður staðreynd að meirihluti
kjósenda hans er fylgjandi kjarnorkuvopnaleysi Noregs
og annarra Norðurlanda. Sú afstaða, sem og skoðanir
Norðmanna almennt í þessu máli, hlýtur að marka sín
spor, hvernig svo sem umræðan um stofnun kjarnorku-
vopnalausra svæða mun þróast.
# Einn þeirra manna sem hvað lengst hefur gengið í
rökstuðningi fyrir nauðsyn þess að leita nýrra leiða í ör-
yggis- og afvopnunarmálum hef ur látið það álit í Ijós að
hægri flokkurinn í Noregi hvorki vilji né þori að hverfa
verulegaaf brautum Verkamannaf lokksins. Ekki heldur
i utanríkismálum, og raunar séu norskir hægrimenn oft
næmari á nýjar staðreyndir í heimsmálunum en forysta
norskra krata haf i verið. Prófessor Johan Galtung spáir
vaxandi róttækni innan Verkamannaflokksins og að
græn-rauð bylgja muni skola Hægri f lokknum burt þegar
kjósendur séu orðnir leiðir á ásjónu hans.
# Skoðanakannanir hafa sýnt að yfirgnæfandi meiri-
hluti norskra kjósenda hefur áttað sig á nýjum stað-
reyndum vígbúnaðarmála, vaxandi hættu á atómvopna-
stríði, og þeirri ógn sem Norðmönnum stafar af tækni-
legum tengslum við kjarnorkuvopnakerfi stórveldanna.
Hinsvegar hef ur norska Verkamannaf lokknum ekki tek-
ist að koma sé saman um leiðir til þess að bregðast
við nýjum viðhorf um og innan hans eru ákaf lega íhalds-
söm NATÖ-sjónarmið landlæg. í stjórnarandstöðu mun
norska Verkamannaflokknum gefast tóm til þess að
sameina stuðningsmenn sína um stefnu í öryggismálum
sem tekur mið af hinni víðtæku umræðu sem átt hefur
sér stað í Noregi. Það er því barnaleg bjartsýni hjá víg-
búnaðarsinnum að ætla umræðuna um stofnun kjarn-
orkuvopnalauss svæðis á Norðurlöndum dauða með
kosningasigri norska íhaldsflokksins.
# Um alla Vestur-Evrópu eiga stórveldarökin fyrir
nauðsyn aukins atómvopnavígbúnaðar æ erfiðara upp-
dráttar. Ástæðan er fyrst og fremst sú að herforingjar,
og vopnaframleiðendur og örfáir valdsmenn sitja ekki
lengur einir að þekkingu um vígbúnað, eðli hans og til-
gang. Háskólastofnanir og friðarrannsóknarmenn víða
um heim saf na upplýsingum um orsakir átaka og deilna
milli ríkja, og skrá allar ákvarðanir og umsvif á hernað-
ar- og vígbúnaðarsviðinu. Fjölmörg samtök vísinda-
manna og leikmanna m.a. á vegum hinna ýmsu kirkju-
deilda eru óþreytandi að miðla þessum upplýsingum til
almennings.
# Þeir sem telja öryggi manna best borgið með aukn-
um vígbúnaði eru gjarnir á að vísa á bug allri viðleitni í
afvopnunarmálum sem óskhyggju eða óraunsæi. Hinar
hörðu staðreyndir heimsins telja þeir vera á þann veg að
ekki sé annað að gera en að skrifa upp á öll vígbúnaðar-
áform, og fallast á gerð nifteindasprengju, ný Evrópu-
atómvopn og hvaðeina sem stórveldin taka sér fyrir
hendur. Slíka uppg jafarafstöðu má sjá á síðum Morgun-
blaðsins sem raunar virðist eflast að öryggiskennd við
hverja ákvörðun um nýja vopnasmíð.
# Óskhyggja vígbúnaðarandstæðinga er þó ekki meiri
en svo að Bandarfkjastjórn hefur nýverið viðurkennt í
verki óraunsæi sitt í útgjaldaáformum til vopnagerðar.
Reagan-stjórnin hefur ákveðið að draga úr þeirri aukn-
ingu sem ákveðin hafði verið í útgjöldum til hermála.
Stórveldin hafa ekki efni á vopnakapphlaupinu. Það er
mikilvæg röksemd fyrir afvopnunarsinna.
# Morgunblaðið er ekki sloppið f yrir horn í afvopnun-
arumræðunni. Þaðá eftir að svara mörgum óþægilegum
spurningum um ástæður andstöðu þess við stofnun
kjarnorkuvopnalauss svæðis á Norðurlöndum. Um
tengsl Islands við atómvopnakerfin og áform Banda-
ríkjahers um afnot af landinu í atómstríði. —ekh
klíppt
Töffarar
Agætur Islendingur lýsti ein-
hverju sinni skemmtun með
blandaðri dagskrá á þann veg
að fyrst kemur maöur inn á svið
og spilar á flygil. Siðan kemur
annar og jafnhattar flygilinn.
Samliking af þessu tagi sest
að i huganum þegar maöur les
gagnrýni á sjónvarpið. Eina
vikuna skrifar vaktmaður Tim-
ans t.d. á þá leið að sjónvarpið
hafi tekið að sér að vera
óvinurþjóðarinnar númer eitt og
kæfa hana endanlega í svartsýni
og öðrum aumingjaskap. Svo
kemur næsti vaktmaður, Jónas
stýrimaður, og segir að sjón-
varpiö sé hreint ágætt, furðu-
gott, kannski meö betri sjón-
varpsstöðvum i Evrópu.
Miðjumoðið ervistekki i tisku
i fjö.lmiðlaheimi. Það er i tisku
að taka stórt upp I sig og vera
töff. Og má hending ráða á
hvorn veginn töffaraskapurinn
hoppar — lofbraut eða laststig.
Hollt er
heima hvað
Jónas hafðiannars þetta m.a.
að segja um sjónvarpsdag-
skrána:
„Sjónvarpið a- þó furðugott
að minu mati, ef heimsfrelsarar
fréttastofunnar kunna sérhóf og
tala meira um Island en Kabúl.
Ég er þess viss, aö ef sjón-
varpið hefði dálitið meira af
peningurn og þyrftiekkiað vera
i svona mikilli skiptivinnu við
Sviþjóð, væri það með betri
sjónvarpsstöðvum i Evrópu”.
betta er furðu algengur still á
tslandi. Jónas er t.d. alls drki sá
sovétvinur, að hann sé á móti
þviað „heimsfrélsarar” talium
hernaö þeirra I Afganistan
(„Kabúl”). En hann vill vera
sannur islenskur meðalljón og
hafnar öllu þessu veseni og
vandræöum úti i heimi. Kabúl
er tákn um öll þau óteljandi mál
sem hann vill ekkert af vita þvi
hollt er heima hvaö.
Sökudólgar
Umgetningur um aöallt væri i
lagi ef ekki væri „skiptivinna
við Svia” er einnig klisja: það
þarf að finna einhvem sökudólg
fyrir þvi sem miður fer, og all-
stór hópur fjölmiðlara hefur
fyrir löngu komist að þeirri
niðurstöðu að það sé þægilegast
aö hafa Svia i þvi hlutverki.
Þá skiptir að sjálfsögðu engu
máli þótt islenska sjónvarpið
hafi framleittmyndir með Þjóö-
verjum, Dönum og Norðmönn-
um („skiptivinna”) en aldrei
Svium. Né heldur það, að hér
hefur ekki sést sænskt efni
mánuðum saman fyrir utan
Dauöadansinn eftir Strindberg.
Þetta stilbragö sem nú siðast
var nefnt er gamalkunnugt úr
blöðum. baö er t.d. mikið notað
iMorgunblaðinu. Aðferðin er sú
til dæmis að þú nefnir einhvern
róttækling til og staöhæfir að
hann sé vinur Eússa eða eitt-
hvað þessháttar. Þaö skiptir þá
engu máli þótt sá hinn samihafi
ekkertsagtumRússa,eða hvort
hann hefur gagnrýnt þá harö-
lega fyrir ýmsa hluti — fjöl-
miöillinn heldur sinu striki og
hamast gegn skuggalegu sam-
hengi hins róttæka viö sovéska
hagsmuni. Eða þá sænska, sem
eru litlu betri, eins og blaðales-
endur mega vita.
Og þetta er svo sem ekkert
nýtt. Kristófer Torfdal, var
gerður útafDönum og Rússum,
segir i Sölku Völku.
Skuggabox
Atakanlega spaugilegt dæmi
um þessa tegund af skuggaboxi
mátti sjá i Vilmundarblaðinu
Nýtt land á dögunum.
Þar er einhver ritstjórnar-
maður að brýna það fyrir les-
endum aö skopþátturinn Löður
sé mjög skemmtilegur. Þaö má
með sanni segja að þetta er ekki
sérlega erfitt baráttumál, þvíað
engan höfum við hitt til þessa
sem ekki hafi drjúgt gaman af
þessum þætti.
Þetta dugar ekki Nýju.landi.
Þeir verða að búa sér til óvin
sem er á móti þeim i þessu máli
eins og flokkarnir og andskot-
ans blaðamennirnir eru i öllum
öðrum málum. Skjóta þennan
óvin siöan i kaf með glæsibrag.
Efþau segja....
Skuggaboxið hefst með þess-
um hætti:
,J2f Guðrún Helgadöttir,
Svava Jakobsdóttir, Sverrir
Hólmarsson og Silja Aöalsteins-
dóttir, palesanderkynslóðin,
segjast ekki horfa á Löður, þá
annað hvort segja þau skakkt
frá eða guð má vita hvað”.
Þetta er alveg stórfurðulegt.
Sannleikurinn er vitanlega sá,
aö þær manneskjur sem til eru
nefndar hafa sjálfsagt aldrei
skrifaö eða sagt neitt á opinber-
um vettvangi um þennan grin-
þátt — og ekki vitum við betur
en þeim finnist hann giska
smellinn. Enþað skiptirriddara
heiöarlegrar blaðamennsku á
Nýju landi auðvitað engu máli.
Þeir segja ekki aö „palesander-
kynslóðin (hvað skyldi það nú
þýða — menn hafa hingað til
látið sér nægja aö segja
„sænska mafian” eða eitthvaö i
þá veru) hafi hafnað Löðri —
þeir segja „ef”. En það eiga
allir að skilja sem svo, að þetta
kommapakk sem um ræðir sé
náttúrlega svo fint með sig, að
það geti ekki hlegið aö þvi' sem
allir aðrir hlægja að!
Skæruraf þessu tagi veröa að
sjálfsögðu ekki kenndar við
vindmyllubardaga Don Quijote
— þvi hann var manna göfug-
astur. Þau dæmi sem nú voru
rakin eru aftur á móti vind-
gangur lágkúrunnar.
Kúrdar hér
og þar
Enn eitt dæmi úr lifi fjöl-
miðla, sem er annars eðlis.
Það lýtur að mismunun.
A dögunum var herforingja-
klikan tyrkneska að halda uppi
á ársafmæli valda sinna. Blöð
um heim notuðu tækifærið til
að minna á frammistöðu þess-
arar stjórnar, sem hefur fá
vandamál leyst eða engin, en
hefur komið sér upp fleiri póli-
tiskum föngum en flestir aðrir
valdhafar — og fylgir með að
hrottalegar pyntingar tiðkist i
fangelsum landsins. Eitthvað
reyndum við hér á Þjóðvilja að
taka undir þessi skrif þó ekki
væri nema til upplýsinga. En
aðrirsýndu litinn áhuga — enda I
er Tyrkland lýðræðisbróöir i I
Nató. J
Orlitiö dæmi úr Tyrklandi.
Einn af talsmönnum tyrkneskra i
Kúrda segir i viðtali við Dagens
Nyheter: „Sérstök lög hafa ,
verið sett gegn okkur Kúrdum. •
Innan fimm ára verða allir að
geta talað tyrknesku. Annars |
missa menn borgaraleg réttindi ,
— allt frá rétti til atvinnu til ■
eftirlauna”.
Sé hér rétt meö farið er hér |
um aö ræða afar harðsnúna við- ,
leitni til aö þurrka út heila þjóð, i
Kúrda i Tyrklandi, sem hafa
reyndar verið enn verr settir en
bræður þeirra i írak og Iran. ,
Um Kúrda i þeim löndum er i
fjallaö öðru hvoru, a.m.k. ef
þeirkomast einhvernveginn inn
i risaveldatafliö. En aldrei um ,
Kúrda í Tyrklandi. Enda var i
þaö sem fyrr segir — aö Tyrkir
eru lýðræöislegir bræöur okkar i
Nató. Við fyrirgefum þeim allt ,
— a.m.k. meöan við getum ■
sigrað þá i fótbolta.
og skorid