Þjóðviljinn - 23.09.1981, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 23. september 1981 ÞJóÐVILJINN — StÐA 15
R Hringið í sima 81333 kí 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum
frá lesendum
farinn í hundana?
Er Ægir
NU nýverið gerðist sá ánægju-
legi atburður i Hafnarfirði að
bæjarstjtírn samþykktiaö hver sá
Hafnfirðingur sem hefði löngun
til að eignast hund gæti látið það
eftir sér án þess að skoðast lög-
brjtítur ef hann aðeins hlýtti viss-
um skilyrðum um skráningu og
tryggingu hunds sins. Með þess-
um einfalda hætti var glæpa-
mönnum i Hafnarfirði fækkað um
nokkra tugi á einum bæjarstjörn-
arfundi. A þessum siðustu og
verstu timum vaxandi afbrota og
seinvirks dómskerfis mætti þetta
framtak Hafnfirðinnga verða
ýmsum öðrum bæjarstjórnum
umhugsunarefni.
Það ér ekki óliklegt að þetta
hafiiför meÁsér einhvern kostn-
að fyrir bæjarfélagiö, þótt hunda-
eigendur borgi fyrir leyfi sin. Þái
hefur oftast verið svo að aukin
þjtínusta við bæjarbúa kemur til
með að kosta meiri peninga. Hitt
ætti svo að vera augljóst mál að
vaxandi þjónusta við ibúa bæjar-
ins stuðlar að fjölbreyttara
mannlifi i bænum, — gerir hann
geðslegri samastað.
Þótt það gleðji mig sem fyrr-
verandi gaflara að Hafnfirðingar
hafa með eðlilegum hætti eytt þvi
vandamálisem óskráöir hundar i
bænum geta verið þá eru ekki að
sama skapi gleðilegar þær rit-
smiðarum nauðsyn þess að refsa
fólki fyrir hundaeign sem nú ann-
aö veifiö hafa birst i Blaðinu Okk-
ar. Þar hef ég i sumar lesið mér
til sárrar raunar hverja hugleið-
inguna annarri dapurlegri um
hundaskit, hundaæði, sullaveiki,
stíðaskap og spangól. Þó tók
steininn úr hjá þeim reiða Hafn-
firðingi sem hringdi til blaðsins á
dögunum og sagði þær fréttir aö
nú, mánuði eftir að umrædd sam-
þykktvargerðibæjarstjórn væru
„hundar út um allt”. Þetta likaði
manninum illa sem von var og
hótaði Ægi Sigurgeirssyni falli i
næstu bæjarstjórnarkosningum
vegna slælegrar framgöngu hans
i baráttunni við þessa voðalegu
plágu. Næsta skref yrði þá vænt-
anlega að leggja núverandi
stjórnmálaflokka niður og hunda-
vinafélagið, kattavinafélagið og
fuglavinafélagiðbyöu fram til Al-
þingis og siðan gætumenn sigað á
andstæðinga sina ýmist grimm-
um hundum eöa reiðum Hafnfirð-
ingum hver eftir sinu innræti.
Ekki hef ég séð aðra bréfritara
hafa uppi tilburði tilþess að setja
hundahald i pólitlskt samhengi.
Fyrir öllum þorra þeirra virðist
einkum vaka tvennt. Það er að
vernda hunda fyrir mönnum og
menn fyrir hundum. Hundaeig-
endur rifa hunda úr sinu eðlilega
umhverfi og loka þá inni iborgum
sem er ill meðferð ádýrunum. Þar
gelta og spangóla þessi grey dag
út og dag inn. Hundar eiga að
vera uppi i sveit þar sem þeir
geta „umgengist og talaövið aðra
hunda” sagði einn áhugamaður
um dýrasálfræði. Samkvæmt
þessari hugmynd ætti að skylda
hvern bónda til þess að hafa
marga hunda svo þeir gætu haft
félagsskap hver af öðrum nema
höfundur vilji aö um sveitir
landsins fari hjarðir hálfvilltra
hunda sem lifi i samræmi við eöli-
legar þarfir. Kjölturakkar, sem
ræktaðir hafa veriö i borgum öld-
um saman og dræpust i svoköll-
uöu eðlilegu umhverfi ættu sam-
kvæmt þessu ekki aö vera til á Is-
landi.
Af þesskonar lesendabréfum
fær blaðalesandi þá hugmynd að
„þessir hundaeigendur” séu
fremur litill hópur ofstækis-
manna sem eitri tilveruna fyrir
fjöldanum. Samt virðist það al-
mennt álit bréfritara að verði
hundahald leyft muni hvergi
veröa hægt að drepa niöur fæti
fyrir hundaskit. Upp muni risa
hundar i hverju hUsi, gott ef ekki
hverju herbergi. Verði þá ekki
langt að biða hundaæðis og sulla-
veiki.
Hætta á að hundaæði berist til
landsins er vissulega fyrir hendi
og sú hætta margfaldast vegna
einstrengingslegrar löggjafar og
handahófskenndrar framkvæmd-
ar á lögum um innflutning hunda.
Innflutningur á hundum er al-
gjörlega bannaður þótt undan-
þágur séu gerðar vegna brýnnar
nauðsynjar eða kunningsskapar
við viðkomandi yfirvöld. Ef hægt
væri að fá að flytja inn bólusett
dýr og þau siðan höfð i öruggri
sóttkvi þann tima sem þurfa þætti
undireftirliti myndi tæpast nokk-
ur 1 eg gj a á sig að sm yg la hundum
til landsins. Hitter gömul reynsla
að það eitt að banna innflutning
stöðvar ekki smygl. Og bærist
hundaæði i islenska refastofninn
hver akkur væri okkur þá i að
geta krossfest einhver einn af öll-
um þeim f jölda sem árlega fara i
kringum þessi lög sem engum til-
gangi ná.
Sullaveiki var hins vegar Ut-
breidd hér áður fyrr, meðan
bændur slátruðu hUsdýrum Uti
um hvippinn og hvappinn og hálf-
villtir hundar sem sinntu si'num
eðlilegu þörfum rótuðu i innvols-
inu. Hundahreinsun var slæleg
eða engin.Og þá kemur spurning-
in um það hver á aö sjá um
hreinsun ólöglegra óskráðra
hunda. I Reykjavik hefur hunda-
hald verið bannaö i hálfa öld.
Samt fer maður varla svo i
gönguferð um bæinn að maður
sjái ekki fleiri og færri reykviska
hunda . Þessirhundar eru óskráö-
ir enda ólöglegir. Eigum við að
treysta þvi að þessir voðalegu
lögbrjótar sjái ótilkvaddir um
hreinsun hunda sinna i framtið-
inni eins og þeir virðast raunar
hafa gert undanfarin 50 ár.
Þaö ætti að vera ljóst að um
hundahald þarf að setja sann-
gjarnar og skynsamlegar reglur
og þeim reglum þarf að fram-
fylgja rétt eins og öðrum lögum
og reglum. Halda þessir reiðu
áhugamenn um hundabann aö
nægilegt sé að setja upp snyrti-
lega oröaöar umferðarreglur,
sem enginn sérum að framfylgja
og þegar öll umferð er komin i
hnUt þá sé lausnin sU að spangóla
i blööunum um nauösyn þess aö
banna alla umferð.
Samkvæmt nýjustu tölum
munu nú vera u.þ.b. 47 þús. reið-
hjól i landinu sem er gifurleg
fjölgun frá fyrra ári. Slysum af
völdum hjólreiða hefur stórlega
fjölgað sem taliö er stafa af þvi að
ýmsir þeirra sem hafa oröið sér
úti um reiðhjól hvorki kunna á
slikangripné virði umferðarregl-
ur. Jáfnvel smábörn slangra á
reiðhjólum milli vegakanta og
stofna sjálfum sér og öðrum i
stórhættu. NU undanfarið hafa
ýmsirverið tilkvaddir til að segja
álit sitt á þessari þróun og að
leggja á ráðin um hvað gera skuli
til úrbóta. Flest sem þeir aðilar
hafa lagt til hefur virst skynsam-
legt og sett fram af fullri ábyrgð.
Eftirfarandi tilkynning hefur ekki
birst.
„Vegna vaxandi hjólreiðaslysa
og vegna þess að fjöldi hjólreiða-
manna virðist ekki kunna um-
feröarreglur sómasamlega er
lagttil að innflutningur reiðhjóla
svo og notkun slikra gripa i þétt-
býli sé með öllu bönnuð að við-
lögðum refsingum.”
Af hverju skyldi ekki mega
leysa vandamálið með þessum
einfalda hætti?
Vegna þess að ftílk er almennt
sammála um að hjólreiðar séu
þægilegar, skemmtilegar og all-
flestir geti lært að meöhöndla
reiðhjól án þess að valda sér eða
öörum óþægindum en þó kannske
er ástæðan fyrst og fremst að sú
aðferð aö banna hjólreiöar er ger-
ræðisleg, ósvffin og þó fyrst og
fremst einstaklega heimskuleg.
Þetta virðist augljóst mál þeg-
ar um hjólreiðar er að ræða.
En af hvaða dularfullum ástæð-
um finnst ýmsum sem um hunda-
hald gegni öðru máli? S.J
Barnahornid
Falinn
fjársjóður
Sjóræningjarnir hafa
falið fjársjóðinn lengst
inni í hellinum og þá er
bara að finna réttu leið-
ina.
A Hlemmi
— Hvenær kemur Breið-
holtsvagninn nr. 11?
— Hann getur komið á
hverri stundu.
— Ágætt. Eigum við að
segja kl. 3, svo ég geti
verslað fyrst?
Kann vel við
tilbreytinguna
I dag tekur Asta Ragnheiður
Jóhannesdóttir við miðviku-
dagssyrpunni. Asta sagöi I við-
tali við Þjóðviljann að þátturinn
yrði léttblönduð syrpa dægur-
laga við allra hæfi. Ég reyni aö
hafa þetta sem léttast, bæði meö
innlendu og erlendu efni, sagði
Asta Ragnheiður. Þá ætla ég að
reyna að hafa sem mest af nýj-
um lögum máske reyni ég að
halda einhverju smáþema I
þáttunum. Þannig ætla ég að
hafa nokkur dönsk popplög núna
I miðvikudagssyrpunni (i dag)
og hef viöað að mér nokkrum
dönskum plötum I þvi skyni að
velja úr. Annars er þetta allt
saman i hægfara mótun. —
— Hvort ég sé fegin að vera
hætt I þættinum „A vettvangi”?
Þetta var góð reynsla fyrir mig.
Ég held að það sé best fyrir
hlustendur og skapendur svona
þátta að skipt verði oft um
stjórnendur. Eg átti gott sam-
starf viö samstarfsmann minn i
þættinum og kveð þáttinn meö
þakklæti. En ég kann vel viö til-
breytinguna.
Asta R. Jóhannesdóttir. Hafði
ágætis samstarf við samstarfs-
mann sinn I þættinum „A vett-
vangi”.
• Útvarp
kl. 13.00
Zeppelin
1 morg-
unstund
bamanna
Arni Blandon
í fyrramálið kl. 9:05 les Árni Blandon þriðja lestur
sögunnar Zeppelin eftir Tormod Hauge í þýðingu Þóru
Árnadóttur.
Aðspurð sagði Þóra, að nafn sögunnar, Zeppelin,
hefði hreint ekkert með loftbelginn fræga að gera,
heldur væri þetta töfraorð duldrar merkingar í sög-
unni. Aðalsögupersónurnar í Zeppelin eru tvö börn.
Telpuhnáta, sem fer til þess að dveljast með foreldr
um sínum í sumarbústað þó hana langi f jarska lítið til
þess og strákur, sem hef ur strokið f rá foreldrum sín-
um af því að þau rífast linnulaust. Þessir krakkar
hittast og með þeim tekst góður vinskapur.
Þóra sagði að sagan væri norsk og hefði verið ansi
erf ið til þýðingar og auk þess sagði hún, að sér f yndist
um þessa bók eins og um allar góðar barnabækur, að
hún ætti erindi jafnt til fullorðinna sem barna.
Landsleikurinn í kvöld
I kvöld kl. 19.20 aö afloknum
fréttum lýsir Hermann Gunn-
arsson siðari hluta knattspyrnu-
leikjar Islendinga og Tékka i
heimsmeistarakeppninni.
Hér er um siðari leik þessara
liöa að ræða i undanúrslitum
heimsmeistarakeppninnar.
Fyrri leikinn unnu Tékkar með
mikium mun, sex mörk gegn
einu tslendinga, sl. vor. Þaö má
kallast afrek útaf fyrir sig af
eyþjóð noröur i ballarhafi að
vera ekki neðst i flokki jafn for-
framaöra knattspyrnuþjóöa og
eigast við i undanúrslitum þess-
um. Tyrkir skipa neðsta sætið.
Hörð keppni er milli þriggja
efstu liðanna i riölinum en það
eru Wales-búar, Sovétmenn og
Tékkar. Tvö efstu liöin keppa
svo I sjálfum úrslitunum á Spáni
á næsta ári.
•Útvarp
kl. 19.20
Sambýli manns og
nátttúru
1 kvöld verður sýnd i sjón-
varpinu bresk kvikmynd um
fjalilendi Skotiands, landslag,
og dýralif. Myndin er mjög fall-
eg, sagöi þýöandinn Jón O. Ed-
wald, en þar er lika sagt frá
sorgarsögu. Þaö er sú dapur-
lega þróun á hálendi Skotlands
sem fylgt hefur manninum frá
þvi I öndveröu. Saga eyöingar
og skeytingarleysis I umgengni
viö móöur náttúru.
Sjónvarp
kl. 20.40
Skógar Skotlandshálendisins
fóru illa þegar á dögum Róm-
verja, siðar með vikingunum.
Bæði var skógurinn höggvinn i
skip og hibýli og hann var
brenndur til að eyða Ulfum. Sið-
ar voru leiguliðar flæmdir
burtu og rollunni var beitt á
skógana. Iðnaöurinn hefur tekið
sinn skammt til járnbræöslu og
styrjaldir hafa tekiö tollinn
sinn. Svona mætti lengi þylja.
Um þessar mundir eru 270 þús-
und hirtir i hálendisskógum
Skotlands og eru iðnir við að
naga nýgræöinginn. I myndinni
er einnig sagt frá viöleitni nú-
timamannsins til að bæta Ur
skaöanum