Þjóðviljinn - 23.09.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.09.1981, Blaðsíða 7
Miövikudagur 23. september 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 l.bindi Sögu Húsavikur komið út Nýlega er komin út Saga Húsa- vikur, I. bindi. Aöalhöfundur verksins, Karl Kristjánsson fyrr- um alþingismaöur lést 1978, áöur en handrit hans væri fullbiiiö til prentunar, en Kristján Karlsson og Ingimundur Jónsson hafa séö um útgáfu þessa bindis. Fyrsti kafli bókarinnar er mikil ritgerð eftir Sæmund Rögnvalds- son og heitir Húsavik fyrri tima, með undirfyrirsögninni: Verslun, brennisteinsnám og kirkja. Er hér fjallað rækilega um efni sem litið hafa verið rannsökuð fyrr. Húsatal nefnist langurþáttur, þar sem lýst er hverju húsi i kaup- staðnum og viða vikið að sögu eldri húsa. Þá eru þættir um prestsetrið og gamlar hjáleigur þess og um jarðir sem lagðar hafa verið til kaupstaðarins og sagt frá fólki sem þar bjó. Yfirleitter mikil persónusaga i bókinni, svo sem þættir af sveitarstjórnar og bæjarstjórnar- mönnum, læknum, prestum, sýslumönnum og bæjarstjórum. AUlangir þættir eru um Kaup- félag Þingeyinga og um Funda- félag HUsvikinga, merkilegt félag, sem átti á sinum tíma drjúgan hlut að framfaramálum kauptúnsins. Ýmsir fleiri kaflar eru i bókinni. Hún er prýdd mikl- um fjölda mynda af fólki, mann- virkjum og staðháttum. Húsavikurkaupstaður gefur bókina út. Hún er prentuð i prent- verki Guðjóns ó. Almenna bóka- félagið annast dreifingu. Húsmæðra- skólunum breytt? A aðalfundi Sambands veit- inga- og gistihiisa sem haldinn va\r um slöustu helgi var m.a. rætl um þanti skort sem er á starfs- fólki meö verkmenntun til ýmissa starfa á veitinga- og gistihiísum. Voru samþykkt á fundinum til- mælitS menntamálayfirvaida að kennslan i hiismæðraskólunum, verði Iöguö aö þörfum veitinga- og gistihiisa. I fréttatilkynningu frá Sam- bandi veitinga- og gislinúsa er bent á að Hótel- og veitingaskóli Islands býður aðeins nám i mat- reiðslu og framreiðslu: öðrum sviðum veitingarekstrar og öllum þeim störfum sem gistihúsa- rekstri fylgja, sé i engu sinnt i skólum landsins. Dræm aðsókn að húsmæðraskólum landsins sýni að þeir þurfi róttækrar endurskoðunar við og þvi er lagt tilað þeirverði lagaðir að þörfum veitinga- og gistihúsarekstrarins. Með því næðist þrennt, segir i ályktun sambandsins: nýting á aðstöðu og kennslukröftum sem fyrir hendi eru, nýjir möguleikar fyrir ungt fólk til að afla sér sér- hæfingar til starfa i vaxandi at- vinnugrein og framboð af starfs- fólki til þess aö fullnægja þörfum greinarinnar. A aöalfundinum, sem haldinn var inýja hótelinu i Stykkishólmi var stjórn sambandsins endur- kjörinn, en formaöur hennar er Aslaug Alfreðsdóttir, Hótel Heklu i Reykjavi'k. Birgir Þorgilsson, markaðsstjóri Ferðamálaráðs, var gestur fundarins og fjallaði hann m.a. um móttöku ertendra fa-ðamanna, verðlagsmál feröa- þjónustunnar og það átak sem nauðsynlegt er aö gera i markaðsmálum. Viðtal við próf. Matti Otala, forstjóra finnsku tæknimiðstöðv- arinnar í Oulu á N-Finnlandi: Prof. Matti Otala, einn þeirra sérfræöinga, sem gistu ráöstefnu O.E.C.D. á islandi dagana 10.—11. september. S ► Fyrir skömmu var haldin ráö- stefna á Hótel Loftleiðum á veg- um Efnahags- og framfarastofn- unar Evrópu um þróun visinda og tækni á islandi. Af einhverj- um ástæöum komst þetta stór- merka þing ekki inn i brennidepil fjölmiölanna þó aö viðfangsefni þess væru mál sem eflaust eiga eftir aö skipta sköpun I Islensku samfélagi á komandi áratugum. Einn þeirra 20 útlensku sér- fræöinga er ráðstefnuna sóttu var próf. Matti Otala frá borginni Oulu á Noröur-Finnlandi. Próf. Otala hefur lengi veriö meöal þeirra fremstu i flokki finnskra ísland má ekki heitast úr lestinni visindamanna, er á undanförnum tuttugu árum hefur tekist aö skipuleggja og byggja upp rann- sóknastarf i rafeinda- og tölvu- tækni er lagt hefur grunninn aö umtalsverðum iönaði á Noröur- Finnlandi er veitir fjölda manns vinnu. 1 ræðu sinni á ráöstefnunni rakti Matti Otala helstu atriöi þess stórmerka árangurs er náðst hefur á Norður-Finnlandi og hvernig samspili háskólakennslu, rannsóknarstarfs og iðnaðarupp- byggingar var háttað I þeirri sögu. Margt var þaö i máli Otala, sem vakti athygli og áhuga Is- lensku ráðstefnugestanna. Blaðamanni Þjóöviljans bauðst tækifæri til þess aö ræöa litillega viö Matti Otala rétt áöur en hann snéri til sins heima. Otala var fyrst spurður að þvi hvernig raf- eindaiðnað hann héldi aö byggja mætti upp og þróa á Islandi. Það er rétt að undirstrika það strax i upphafi, að rafeindaiðn- aðurinn er eðli sinu samkvæmt þjónustuiðnaöur og hlýtur þvi aö byggjast á þeim iðnaöi sem er fyrir hendi á hverjum stað. Hér á Islandi eru fiskveiöar hin hefö- bundna atvinnugrein svo þaö viröist liggja ljóst fyrir aö nær- tækast væri aö huga fyrst að þvi aö þróa sjálfvirkni og rafeinda- tækni um borö i fiskiskipunum og i fiskvinnslustöövunum. Mögu- I leikarnir til aukinnar sjálfvirkni , eru hartnær ótakmarkaðir og Imeð aukinni sjálfvirkni, þróaöri rafeindatækni á þessum sviöum má með hægara móti finna aflann , þ.e.a.s. þær ákveönu fisktegundir Isem menn vilja veiöa hverju sinni, aukin sjálfvirkni gerir mögulega betri meöferö á afl- • anum bæöi viö veiöar og verkun og eykur þvi aflaverömætið og siöast en ekki sist þá getur aukin sjálfvirkni leyst þá er vinna viö • sjávarútveginn undan erfiöum og ógeðfelldum störfum. En tslendingar gætu aldrei látið sér nægja framleiðslu rafeinda- ■ og tæknibúnaðar sem takmark- aöist viö innlendan markaö. Sá stórhugur þarf að vera fyrir hendi er miðar að samkeppni á heims- ■ markaöi, framleiöa tæki til út- Iflutnings er komiö gætu aö notum i erlendum fiskiskipum og i er- lendum fiskvinnslustöövum. ■ IBlm: En hvernig getur smá- þjóö eins og tslendingar oröiö samkeppnishæf við erlend stór- ■ veldi er þegar hafa náö að einoka I aö miklu leyti framleiöslu á sviöi rafeinda- og tölvutækni og þá markaði er henni fylgja? — Þjóðir eins og Bandarikin og Japan hafa aðeins eitt fram ýfir þjóöir eins og Finnland og Island, þær eiga sér stærri heimamark- aði. Þaö er tiltölulega auövelt aö hrinda af stað rannsóknum og iönaöi á sviöi rafeindatækni, og hvaöa frumkvæöi ættu Japanir eða þá Bandarikin að hafa fram yfir Island i sjávarútvegi. Þar búið þiö aö miklum reynslusjóö. Blm. Viö búum sannarlega yfir reynslunni, en er nauðsynleg þekking til i landinu til þess aö hefja mjög sérhæföa framleiöslu rafeindatækja? — Hér á nýafstaðinni ráðstefnu O.E.C.D. i Reykjavik var mikiö rætt um leiöir til þess aö veita nauösynlegri þekkingu inn i landið, en henni er enn ábótavant. Þaö mun taka þó nokkurn tima, en hjá þvi veröur ekki komist, ef þróa á stöðugt efnahagslif á ls- landi. Sjálfur er ég sannfærður um, að á tiltölulega skömmum tima er hægt að koma á fót lif- vænlegum rafeindaiönaði á þessu landi ef að viljinn er fyrir hendi. Blm. t stuttu máli, álitur þú að tslendingar ættu að uppskera af eigin reynslu i stað þess að láta aðra um aö færa sér hana i nyt? — Það er kjarni málsins. Ég veit ekki betur en aö islenskir skipstjórnarmenn hafi veriö fengnir af erlendum aöilum til þess aö sigla um vitt og breitt á islenskum miöum til þess aö kanna gæöi nýrra tækja viö fisk- veiðarnar. tslendingar ættu sjálfir aö færa sér reynslu sina i nyt. Þiö tslendingar ættuö sjálfir að framleiöa og selja þær tækni- nýjungar sem spretta upp úr ykkar eigin sérgrein, fiskveiö- unum. Blm. Ef þú dregur ályktanir af þeirri reynslu sem þiö hafiö fengiö á undanförnum tuttugu árum á Finnlandi viö skipulagn- ingu rannsókna og iðnaðar á sviöi rafeinda- og tölvutækni, hver telur þú aö hlutur rikisins æ.tti aö vera I þvi starfi? — Ef viö litum á málin eins og þau eru i dag á tslandi þá er hér vart nokkur rafeindaiðnaður til. Alla vega má hann kallast dverg- vaxinn ef miöaö er viö Noröur- löndin. Viö þvilikar aðstæöur hlýtur rikisvaldiö aö hafa stóru hlutverki aö gegna til þess aö samræma og hvetja til aögeröa. Hins vegar er þvi ekki aö leyna aö rafeindaiönaöur er eins og hver annar iönaður og þarf að geta réttlætt sig með framleiðslu sinni, staöið undir sér sjálfur og sú framleiöslugrein grundvallast einnig aö miklu leyti á markaðs- hugmyndum og þvi ætti rikis- valdið að vera varkárt i af- skiptum sinum þegar skriöur er kominn á málin. En afskipti hins opinbera eru þó afgerandi i upphafi og það eink- um á tvennan máta. Annars vegar af öllu er varðar mennta- mál, en þau viröast vera hér á all- háu stigi og hins vegar með efna- hagsaögeröum og rikisstyrkjum. Þaö krefst mikils fjármagns aö hrinda af staö framleiðslu raf- eindatækja I miklu magni i tölu- vert langan tima áöur en þessi framleiðsla fer að skila hagnaöi af markaði og hefur fest sig i sessi. Blm. Nú hefur manni skilist, að i japönskum bilaverksmiöjum séu æ fleirri störf innt af hendi af vélmennum. Hvaö heldur þú um fiskveiðar og fiskvinnslu, hversu langt getur sjálfvirknin þróast á þeim sviðum? — Allar likur benda til þess að Japanir eigi eftir að innleiða full- komna sjálfvirkni og jafn vel vél- menni i sinar fiskveiðar, þannig að ef aö þiö sitjiö auöum höndum munu þeir kaffæra ykkur eöa selja ykkur tækjabúnaö sem þiö heföuð meö réttu átt að framleiöa i eigin landi og jafn vel fyrir heimsmarkaö. Nú hefur orðiö vart viö hræöslu margra, sem óttast að sjálfvirkn- in leiöi til atvinnuleysis, aö hún muni ræna þá lifibrauöinu. En málunum er hreint ekki svo fariö. Vaxandi sjálfvirkni breytir rétti- lega eöli starfsins, vélvæöing og jafn vel vélmenni leysa manninn af hólmi bæði við erfiö störf og þau er krefjast sifelldrar endur- tekningar sömu hreyfinganna. og þar sem ekkert rúm er fyrir sköp- unargáfu mannsins. t framtfðinni veröa til æ fleiri störf fyrir þá sem stjórna vél- unum og vélmennunum, fyrir þá sem hanna þau og smiða. Enda hefur reynslan þegar sýnt þaö og sannaö hér á Vesturlöndum að fleiri ný störf verða til eftir þvi sem sjálfvirknin þróast heldur þau er tapast eöa úreldast hennar vegna. Blm. Ef aö atvinnuleysiö er ekki helsta hættan sem biöur tæknisamfélags framtiðarinnar, er þá ekki ástæða til þess aö óttast firringu i ýmsum öðrum mynd- um. Þróast samfélög okkar i anda framtiöarsýnar Huxley eins og hann lýsir henni i „Brave new world?” — Ef að firring rikir i verk- smiöjum okkar tima, hvaö má þá ekki segja um Chaplin-verk- smiðjuna i kvikmyndinni „Modern times”. Ég álit aö sú tækniþróun er nú á sér staö miöi fremur að þvi að leiða manninn aftur út úr firringu færibanda- vinnunnar og veita honum tæki- færi til þess að fást i æ rikara mæli viö skapandi störf. Mesta hættan sem ég eygi á þeirri þróunarbraut sem viö nú erum stödd á er sú, að þjóðir eins og til dæmis tslendingar fylgi ekki straumnum, láti öörum þjóöum þaö eftir aö þróa og inn- leiöa tækniframfarir I hefö- bundna atvinnuvegi ykkar s.s. fiskveiöarnar. Hættan felst I þvi aö hafa ekki tæknikunnáttu eöa annað bolmagn til þess aö nýta sjálfir auðlindir náttúrunnar og reynsluna af starfinu. — Margir álita, að hin öra þróun nútimans i ýmsum grein- um rafeinda- og tölvutækni sé sist til þess fallin að mjókka biliö milli rikra og fátækra þjóða. Mörgum virðist iafn vel sem þessi þróun sé helst til þess fallin aö auka á hiö ógnvænlega misrétti sem fyrir er. Hver er skoðun þin á þvi máli? — Já, þaö er ljóst, aö biliö breikkar milli rikra og fátækra þjóöa heims. Astæöurnar fyrir þvi eru margar og þróun raf- eindatækninnar á Vesturlöndum gæti veriö ein af þeim, þvi þaö hefur sýnt, sig aö töluverö vel- megun er nauðsynleg forsenda þess, að þjóðirnar fái tekið þátt I tæknikapphlaupinu og verið sam- keppnisfærar. Þvi er þaö, að tækniþróuninni fleygir fram meöal rikra þjóöa meðan hún stendur svo til I staö meöal fátæk- ustu þjóðanna. og þvi breikkar biliö hlutfallslega. Svo viröist sem engin tiltæk ráö hafi enn fundist til þess að stemma stigu viö þessari þróun. Hitt er ljóst, aö tsland er menn- ingarlega og efnahagslega i slag- togi með Evrópu og Ameriku og meö þaö samhengi aö leiðarljósi ber ykkur að leggja drög aö fram- tiöinni 1 þessu landi. 1 þessum heimshluta er tækniþróunin ör og ekkert er þvi til fyrirstööu aö ts- land geti orðið einn af helstu framleiöendum þess rafeinda- og tæknibúnaöar er aö sjávarútvegi lýtur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.