Þjóðviljinn - 23.09.1981, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.09.1981, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJÍNN Skylda samfélags- ins Efling jaðar- byggða Þaö er aö ýmsu aö hyggja þegar móta skal stefnu i landbún- aöarmálum, sem ætlast er til aö gildi fyrir nokkra framtiö. Varö- veisla byggöarinnar hlýtur aö veröa þar gildur þáttur. I sumum sveitum hefur fólki fækkaö svo á undanförnum árum, aö þar má ekki nær ganga svo aö þeim veröi stætt, sem enn eru eftir. En eyöist þessar sveitir mun ýmsum þétt- býlisstööum út um landiö einnig veröa hætt. Varðveisla byggðarinnar snertir þvi ekki þá eina, sem þar búa. Hún er hagsmunamái þjóðarheildarinnar. Þvi hlýtur rikisvaldið að telja það skyldu sina að treysta þær byggðir sem I vök eiga að verjast. Eðlilega kom þetta mál til um- ræöu á aðalfundi Stéttarsam- bands bænda. Og I framhaldi af þeim umræðum samþ. fundurinn svofellda ályktun: Fundurinn beinir þvi til allra þeirra aöila, sem vinna að mótun landbúnaöarstefnunnar i næstu framtið, aö aðgerðir séu ekki ein- ungis við það miðaöar, að ná stjórn á heildarframleiðslu bú- vara heldur taki og mið af varö- veislu núverandi byggðar og skipulagi framtiðarbúsetu I land- inu. Fundurinn bendir á þá bráðu hættu, sem nú steðjar að ýmsum byggðarlögum verði um frekari grisjun byggðar aö ræöa. Eðlilegast og hagkvæmast hlýtur að vera aö I þessum byggðarlögum sé haldiö uppi þeim búrekstri er þarf til að full- nægja þörfum nærliggjandi þétt- býlisstaöa, auk þess sem ýmiss konar aukabúgreinar geta oröið hefðbundnum búskap til styrktar. Fundurinn telur að það sé sam- félagsleg skylda þjóðfélagsins alls að veita fjárhagslegan stuðn- ing til reksturs litilla en nauðsyn- legra vinnslustööva svo sem mjólkursamlaga, á þessum svæöum. — Skorar fundurinn á stjórnvöld aö hefjast þegar handa um áætlunargerð I jaðar- byggöum, er orðið geti traust undirstaða alhliða aðgerða til að festa byggö i sessi með nauðsyn- legum umbótum á sviði sam- gangna á sjó og landi, rafvæö- ingar, heilbrigöisþjónustu og annarrar opinberrar þjónustu, er sjálfsögð þykir i dag. — mhg Húsvíkingur á Mokka Valdimar Einarsson frá Húsa- vlk sýnir vatnslita- og kritar- myndir á veitingastaðnum Mokka um þessar mundir. Valdimar stundaði nám i Myndlistarskólanum I Reykjavlk á árunum 1956—58 og nam enn- fremur myndlist I Roosevelt High School of Fine Art I Fresno I Kali- forniu 1969. Sýning hans á Mokka mun standa I þrjár vikur. / Afengisvamir og æskan Freeport klúbburinn gengst fyrir almennum fundi i Kristals- sal Hótel Loftleiða kl. 20.30 fimmtudagskvöldið nk. um fundarefnið: „Afengisvarnir og Æskan”. Frummælendur verða: Arni Einarsson, formaður Islenskra ungtemplara og Hrafn Pálsson sem lokið hefur meistaragráöu 1 félagsvisindum og ráðgjöf frá Adelphi University I New York. Að loknum framsöguerindum verða frjálsar umræður og er vonast til að um gagnleg skoð- anaskipti geti oröiö að ræða. Miövikudagur 23. september 1981 Viö lok fyrri dags keppninnar i Skagfjörösskála. t efri koju f.v.: Kjartan Ingason, Freyr Bjartmarz og Ragnar sonur hans, Ingvar Valdimarsson, t neðri Linda Björnsdóttir og Rannveig Andrésdóttir koma aö koju Linda Björnsdóttir, Vigfús Pálsson, Þór Ægisson og Arnór Guöbjartsson. Alftavatni hressar og kátar. UM VEGLEYSUR ÓBYGGÐANNA S.l. helgi efndu Landssamband hjálparsveita skáta og Skáta- búöin sameiginlega til nýstár- legrar keppni sem nefnd var Fjallamaraþon. Þessi maraþon-keppni fólst ekki I hlaupi um slétta velli og grónar göturheldur var farið um vegleysur óbyggðanna. Keppni þessi stóð yfir i tvo daga. A laugardeginum var fariö á milli Landmannalauga og Þórsmerk- ur, en daginn eftir upp á Fimm- vörðuháls. Ollum hjálparsveitum, bæði skáta og annarra var heimil þátt- taka og skráðu 18 sveitir sig til keppni frá Flugbjörgunarsveit- inni, Slysavarnafélaginu og hin- um ýmsu deildum Hjálparsveitar skáta. Sveitunum var gert aö uppfylla ströng skilyrði um búnað og fæði, enda reyndust sumir pokarnir æriö þungir eöa 15—17 kg, en þeir léttustu fóru reyndar niður I sex kg., og sýnir mismunurinn ljós- lega mikilvægi þess aö velja hent- ugan búnaö til fjallaferða. Sveitirnar voru ræstar kl. 6 að morgni laugardags, áöur en bjart var af degi og hurfu okkur sem fylgdumst meö, fljótt upp i þoku og slydduhriö Kaldaklofsfjalla. A leiðinni voru þrjár mannaöar eft- irlitsstöðvar, I Hrafntinnuskeri, viö Alftavatn og Emstrur, auk endastöðvarinnar I Þórsmörk. Tvær sveitir höfðu þegar við Hrafntinnusker tekiö áberandi forystu, nr. 10 Helgi Benediktsson og Arnór Guöbjartsson og nr. 19 Andrés Þór Bridde og Magnús Dan. Bárðarson. Við Alftavatn, þegar telja mátti gönguleið fyrri dags hálfnaða, var röö fyrstu manna óbreytt, en kvennasveitin nr. 15, var komin I fjórða sæti. Þess má geta aö 4 kvennasveitir mættu til leiks. Þegar hér var komið var auösætt að sumir höfðu fariö fullgeist á stað, enda héldu ekki allar sveitirnar áfram áleiðis til skálans við Syðri-Emstruá. Svo farið sé fljótt yfir sögu og mörgum atvikum sleppt, komu fyrstu sveitirnar I mark hnifjafn- ar eftir ellefu stunda göngu. Þetta voru einmitt sveitir 10 og 19 og sýndust ekki aðrar sveitir megn- ugar að veita þeim keppni, enda rúmum klukkutima á eftir. Sér- staka athygli vakti aö enn var sveit nr. 15, þær Anna Lára Frið- riksdóttir og Vilborg Hannesdótt- ir I fjórða sæti. Sunnudagurinn rann upp regn- blautur og sveitirnar sem nú voru aðeins 9 eftir, voru ræstar af stað kl. 10 f.h. og allar skiluöu sér i mark sem var við Flugbjörg- unarsveitar-skálann á Fimm- vörðuhálsi, nema sveit nr. 10, enda ekki i mannlegu valdi að fara fjallveg þennan á öörum fæti, en veruleg slæmska hafði hlaupið I fót Arnórs Guðbjarts- sonar kvöldiö áður. Sveit nr. 10 sigraði þvi á timanum 12 klst og 57 min, en I ööru sæti lentu þeir Seltirn- ingarnir Vigfús Pálsson og Kjartan Ingason á 14.32, en aö eins sex mln. á eftir þeim komu stúlkurnar nr. 15 og höfðu heldur betur bætt stöðu sina og afsönn- uðu rækilega kenninguna um veik kyn og sterk og reyndar lauk helmingur kvennasveitanna keppni, sem er mun betra hlutfall heldur en hjá körlunum. Að lokinni þessari einstæöu keppni söfnuðust keppendur og starfsfólk saman i Skógaskóla þar sem verölaun voru veitt og form. LSH Tryggvi Páll Friöriks- son flutti stutta tölu og fjallaöi um þá ‘lærdóma sem af þessari þraut megi draga og hvatti menn til að búa sig vel undir keppnina að ári, enda ekki vanþörf á, þvi eins og Tryggvi sagöi, mun vandfundin erfiðari Iþróttakeppni á landi hér. Að öllu þessu loknu var stigið upp i hina glæsilegu farkosti hjálpar- sveitanna og ekiö til byggöa. Tryggvi Páll Friðriksson fylgist með I talstöö Skátar búa sig til feröar I Lauga-skála. I_________________________________________ Sigurvegarar: Anna Báröarson. Lára Friöriksdóttir, Vilborg Hannesdóttir, Andrés Þór Bridde og Magnús Dan Kjartan Ingason og Vigfús Pálsson á fullri ferö u Miövikudagur 23. september 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Sent út á nýrri tíðni fyrir landa erlendis 27. september nk. hefjast út- sendingar á kvöldfréttum Rikis- útvarpsins á nýrri tiöni þ.e. á 13.797 kilóriöum (eöa 21.74 metr- um), frá kl. 18:30 til 20:00 dag hvern. Prófanir hafa sýnt aö sendingar þessar heyrast vel I Danmörku, Sviþjóð Luxemborg, Bretlandi, Canada og Bandarikjunum. Frá sama tima falla niður út- sendingar á 12.175 kllóriöum. Tilkynning um þetta hefur veriö send til sendiráöa tslands, islensku skipafélaganna og SINE, en aðstandendur Islendinga er- lendis eru hvattir til aö láta fréttir um þessa breytingu berast til vina og vandamanna þar, þvl sendingar þessar heyrast mun betur og viðar en hinar fyrri. Sömuleiöis væri Rlkisútvarpið þakklátt fyrir upplýsingar (skrif- legar) um móttökuskilyröi. Raunvísindadeild: Erinda- flokkur um um- hverfis- mál I verkfræöi- og raunvisinda- deild Háskóla lslands veröa á næstu vikum flutt 10 erindi um umhverfismál. Til þeirra er stofnaö fyrir nemendur i deild- inni, en aögangur er öllum frjáls, eins þeim, sem ekki eru nem- endur i Háskólanum. Gert er ráö fyrir nokkrum umræöum á eftir hverju erindi. Umsjón hefur Einar B. Pálsson, prófessor, og veitir hann upplýsingar. Erindin veröa flutt á mánudög-- um kl. 17:15istofu 1581 húsi verk- fræöi- og raunvísindadeildar, Hjaröarhaga 2—6. Þau eru ráö- gerö svo sem hér segir: 28. september: Vilhjálmur Lúð- viksson, verkfræöingur, fram- kvæmdastjóri Rannsóknarráös rlkisins: Verkfræðilegar áætlanir og valkostir. 5. október: Agnar Ingólfsson, prófessor I vistfræði: Ýmis undir- stöðuatriöi I vistfræði. 12. október: Unnsteinn Stefáns- son, prófessor I haffræði: Sjórinn sem umhverfi. 19. október: Jakob Jakobsson, fiskifræðingur, Hafrannsóknar'- stofnun: Auölindir sjávar og nýt- ing þeirra. 26. október: Arnþór Garðars- son, prófessor i liffræöi: Rann- sóknir á röskun lífrikis. 2. nóvember: Jakob Björnsson, verkfræðingur, orkumálastjóri: Orkumál og umhverfi. 9. nóvember: Ingvi Þorsteins- son MS, Rannsóknastofnun land- búnaðarins: Eyðing gróðurs og endurheimt landgæöa. 16. nóvember: Þorleifur Einarsson, prófessor I jarðfræöi: Jarðrask við mannvirkjagerð. 23. nóvember: Arni Reynisson, fv. framkvæmdastjóri. Náttúru- verndarráös: Umhverfismál i framkvæmd. 30. nóvember: Einar B. Páls- son, prófessor i byggingarverk- fræði: Matsatriði, m.a. náttúru- fegurö. Ný plata frá Þey Iður tíl ióta Hljómsveitin Þeyr hefur sent frá sér nýja hljómplötu meö fjór- um lögum. 1 frétt frá útgefendum segir aö þessi plata sé timamóta- verk ekki aöeins vegna tónlistar- innar heidur einnig vegna tækn- innar sem beitt er. Forsaga málsins er sú að með- an á upptökum hljómplötunnar stóð var haldið hér þing S.F.W.C., Society For Weather Control, en þetta félag hefur staðið fyrir ýmsum merkilegum tilraunum á undanförnum árum. Hér héldu þeir meðal annars sýningu á „Skýja-byssu” Wilhelm Reich, en hún byggir á sérkennilegri notkun á ,,orgónu”-orku, — en fyrir upp- götvun sina á „orgónunni” hefur Reich ýmist verið hafinn upp til skýja eða bannfærður. A þinginu var meðal annars kynnt hljóðræn nýting á OR (orgone radiation) en hún felur i sér hátiðni-upptökur á aflsviði orgónutækja. Við spilun á þessum upptökum var leitað til hljómsveitarinnar ÞEYS, en þeir hafa undir höndum sérhannað tæki Guðlaugs Óttarssonar, „Scriabin” sem vinnur algjörlegu yfir sviði mannlegrar heyrnar. ÞEYR hafa siðan fengið leyfi til þess að nota þessar upptökur aö vild — nokkuö sem getur komið sér vel við útihljómleika eins og dæmin sanna. Með aðstoð DBX- tækjanna sem eru i eigu Hljóðrita hefur ÞEY tekist að setja úrval þessara hátiðnihljóöa á hljóm- plötu sina IÐUR TIL FÓTA og fær fólk þannig ókeypis „Veöur- stjórnanda” i kaupbæti. Það hefur vakið athygli aö þá daga sem hljómplatan hefur fengið sem mesta spilun i Ctvarp- inu hefur veriö hér hálfgert hita- beltisveður, en i dag þegar þetta er skrifað (þriðjudag) hefur hljómplatan enga spilun fengiö — og sjá, þaö er úrhellisrigning! Hljómsveitin ÞEYR telur vist aö margir verði til þess að notfæra sér þessa stórkostlegu nýjung meðfram þvi að styrkja fagur- fræðilega heilavirkni sina meö þessari mjög svo áheyrilegu tón- list. Frá Hafskip um Arnarflug til Olíu. félagsins Magnús Gunnarsson, við- skiptafræöingur, hefur verið ráð- inn aöstoðarframkvæmdastjóri viö Oliufélagið h.f., og tekur hann við þessu starfi frá 1. febr. n.k. Magnús er 35 ára, lauk stúdents- prófi frá Verslunarskóla Islands 1967 og prófi I viöskiptafræðum frá Háskóla Islands 1971. Hann hefur starfaö sem kenn- ari I Verslunarskólanum, var um tima skrifstofustjóri hjá Sölu- sambandi Isl. fiskframleiðenda, framkvæmdastjóri Hafskips h.f. og framkvæmdastjóri Arnarflugs h.f. frá stofnun þess 1976 til 1. sept. s.l.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.