Þjóðviljinn - 28.11.1981, Page 2

Þjóðviljinn - 28.11.1981, Page 2
SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 28.— 29. nóvember 1981. Eitt land á siöustu árum, án þess þó aö greina á milli matvæla og inn- anlandsneyslu og til útflutnings. Siöasta ár var landsmönnum hagstætt og þá náöist metuþþ- skera, 23 milljónir tonna, þar af 12.4 milljónir tonna af mais. En þrátt fyrir metuppskeru þurfti Mexikó aö flytja inn 10 milljónir tonna af kornvöru. Matvælaframleiðslan og næringarskorturinn Forsetinn sleppti alveg aö vitna i opinberar skýrslur nýjar sem áætla aö 45% af matvælafram- leiöslu þjóöarinnar til innan- landsneyslu eyöileggist i geymslu eöa flutningi og komist ekki til neytenda. Valda þessu léleg geymsl.uskilyröi uti i sveitum og i borgunum, ófuilnægjandi flutn- ingaþjónusta svo og einokunaraö- staöa stórframleiöenda, sem ger- ir mörgum smábóndanum ókleift aö selja sina vöru. Forsetinn gat þess heldur ekki aö þrátt fyrir góöæri og snjalla stjórn þjást 35—40 milljónir landsmanna af einhvers konar næringarskorti og er það riflega helmingur þjóöar- innar. t ræöu sinni geröist López Portillo svo djarfur aö hæla sér af þvi aö lágmarkslaun heföu hækk- aö um 30.9% á síöasta ári. A sama tima birtast opinberar skýrslur semsegja aö kaupmáttur launa sé vföast minni nú en áriö 1976. A rff- lega 40 launasvæöum landsins hafi kaupmáttarrýrnun numiö 10—20% frá 1976 og aöeins á 15 svæöum hafi tekist aö viöhalda almennum kaupmætti ellegar bæta hann ofurlitið. Aörar heim- ildir geta þess aö kaupmáttur verkamannalauna hafi minnkað um 22% á árunum 1977—81. Þriöja heimildin getur þess vegna meöan visitala lágmarkslauna hafi hækkaö úr 100 áriö 1977 i 193 i ár þá hafi visitala verölags hækk- aö á sama tima úr 100 i 284. t þessari heimild er áætlaö aö kaupmáttur lágmarkslauna nú sé viöa einungis 50% af kaupmætti i ársbyrjun 1977. Undir lágmarkslaunum Ekki minntist forsetinn heidur á aö viöa i landinu m.a. hér i borginni, eru stórir hópar verka- lýös sem hafa laun langt undir lögákveönum lágmarkslaunum. Lágmarkslaun eru ákveöin á hverju launasvæöi fyrir sig, og ska'. þar tekiö miö af framfærslu- kostnaöi. Lágmarkslaun eru þvi hærri i stórborgum en i dreifbýli. Hér i Mexikóborg eru lágmarks- laun 1400 pesos á viku, eöa 5600 á mánuöi. Þetta jafngildir um 170 þús. krónum gömlum á mánuöi. Bandariskur verkfræöingur sem hér starfar viö aö byggja ibúöa- blokkir tjáöi okkur fyrir all- nokkru aö verkamenn hjá honum væru ráönir fyrir 1100 pesos á viku (ca. 33. þús. gkr.), og væri vinnudagurinn 10-11 stundir á dag og 6—8 á laugardögum, eöa um 56—63 stundir á viku. Taldi hann þetta algeng laun i byggingar- vinnu hér I borg. Af launum þess- um er siðan klipiö i félagsgjöld til verkalýössambandsins, sem er einn hluti PRI-flokksins og styöur forsetann i einu og öllu. Mótmæli verkamaðurinn og heimti lág- markslaun er honum sparkaö á svipstundu og nýr maöur ráöinn fimm minútum siöar. Launakjör sem þessi fylla mann hryllingi, ekki sist aö sjá verkamenn rogast meö þungar steypufötur á öxlunum eftir mjó- um plönkum upp 3—4 hæöir og fá I laun 33 þús. krónur fyrir 60 tima af sllkri vinnu. Eins og viö má bú- ast er slysatiöni mjög há i bygg- ingarvinnu en tryggingar hins vegar litlar eöa engar fyrir verkamanninn. Kaupmáttur launa Til aö skýra ögn kaupmátt Efnahagsstjórn López Portillo. Hvernig veröur 6. áriö? Miguel de la Madrid Hurtado, frambjóðandi PRI og næsti for- seti Mexikó. Kjöt (nauta-og svinakjöt). ..100-250 pesos kg. Kóka kóla . 6 pesos lt. Kjúklingar .70-120 pesos kg. Mjólk . 12-14 pesos lt. Fiskur .80-300 pesós kg. Sígarettur . 4-18 pesos pk. Egg .29.50 pesos kg. Bjór . 25 pesos lt. Heilhveitibrauð (650 gr.) .. . 18.60 pesús st. Pulque . 7 pesos lt. Matarolia .34 pesos lt. Tequila . 90-400 pesos it. Borösmjörliki .78 pesos kg. Bensin (meöblýi) . 2.80 pesos lt. Hveiti .7 pesos kg. Bensin (ánblýs) ••• . 7 pesos lt. Sykur . 13 pesos kg. Skór . 400-1500 pesos par Kartöfiur .40-60 pesos kg. Skýrta . 150-400 pesos st. Kaffi .90-120 pesos kg. Buxur . 200-800 pesos st. Tortilias .5.50 pesos kg. Bfll (mexikanskur Volkswagen). . 250 þús. pesos st. launa mætti tina til verölag á ýmsum vörum eins og þaö er nú hér I borg: Samgöngur innanborgar og I rútum eru frekar ódýranmeö raf- magnsstrætó kostar fariö 0.6 pes- os, meö neöanjaröarlest 1 peso, meö strætó 3 pesos. Opinber rekstur er á þeim fyrrnefndu en einkarekstur á strætó. Veröá grænmeti og ávöxtum er afar breytilegt og fer eftir árstlö- um og framboöi. Verölag á flestri vöru breytist reyndar dag frá degi, oft er um tilboösverö aö ræða og þá er unnt aö gera betri kaup. Rafmagn og simi eru dýr, en gas tiltölulega ódýrt. Húsa- leiga er afar breytileg eftir staö og gæöum. Af lista þessum má sjá aö margt af þeirri vöru sem viö telj- um sjálfsagöa neysluvöru er ekki á færi fátækrar alþýöu hér I landi. Fóöur lágstéttanna veröur þvi tortillas, baunir og chile svo sem veriö hefur um langa tlö. Einhæft fæöi af þessu tagi leiöir siöan til næringarskorts þar sem á vantar hitaeiningar, eggja- hvituefni, málmsölt og vitamin. Ástandið verst í sveitunum I nýrri skýrslu frá opinberri Frambjóöandinn opinberaöur þjóöinni. rannsóknarstofnun hér á landi (INN) segir aö a.m.k. 35 milljónir landsmanna fái ekki fullnægjandi næringu. Astandiö sé verst I sveitunum, þar sem fólk neyti fæöu úr dýrarikinu (kjöts, fisks, eggja og mjólkur) einungis 10—20 sinnum á ári. Alitiö sé aö 30% þjóöarinnar neyti nánast ein- göngu mais (tortilla), bauna, og litilsháttar af heimaframleiddu grænmeti svo og áVaxta I litlum mæli. Sveitaalþýöan fái jafnvel minna en helming hitaeininga- þarfar á hverjum degi. 1 skýrsl- unni segir aö öreigalýöurinn i þéttbýli hafi aö visu örlitiö fjöl- breyttara fæöi, sem einkum komi þó fram i fleiri hitaeiningum frekar en aukinni neyslu eggja- hvituefna og vitamina. Ein afleiö- ing þessa er svo heilsuleysi og kviilar af þeirri gerö er viö þekkjum vart heima. Dánartiöni smábarna er hærri hér I Mexikó en flestum rikjum álfunnar. Kjör alþýöunnar I landinu koma fram I fleiru en vannær- ingu. Börn eru tekin úr skóla til aö hjálpa til viö matar- eöa tekjuöfl- un heimilanna. I margnefndri skýrslu sinni gat forsetinn þess aö einungis 43% barna lykju skyldu- námi á 6 árum. Er algengt aö börn hætti námi eftir eitt til þrjú ár i skóla; sum setjast aftur á skólabekk siöar, önnur aldrei. Fjöldi barna sest aldrei i skóla, og þau lágstéttarbörn sem öölast lengri skólagöngu en 6 ára barna- fræöslu eru vissulega afar fá. Hlutskipti alþýöu er nokkuö misjafnt eftir landshlutum og fylkjum og sennilega verst i Oaxaca og Guerrero. Væri ekki úr' vegi aö bregöa upp mynd af lifi fólks óg kjörum i þessum tveimur fylkjum. t nýlegri bók eru tindar saman tölur úr opinberum skýrsl- um um hlut sveitafólks i Oaxaca. Þar segir m.a. aö 2% ibúanna eigi 70% landsins;70 ibúanna hafi árs- tekjur innan viö 1800 pesos (54 þús. krónur gamlar). (Þess má geta til samanburöar aö frétta- stjóri einn hjá rikissjónvarpinu, „Canal 13”, haföi I laun 279 þús. pesos á mánuöi áöur en hann var rekinn úr starfi á dögunum, Laun þessa manns jafngiltu þannig launum 1860 landbúnaðarverka- manna i Oaxaca). Siöan segir i bókinni fyrrgreindu að 30% vinnufærs fólks i Oaxaca sé at- vinnulaust, meöaldaglaun land- búnaöarverkamanns séu 6 pesos- ar fyrir 10—12 stunda vinnu eöa um 50—60 centavos á timann (15—18 krónur). 75% kvenna er afla tekna starfa sem vinnukonur i borgum og bæjum og hafa auk fæöis og húsnæöis innan viö 600 pesos á ári (18 þús. krónur gaml- ar) fyrir 12 stunda vinnu á dag.80% hinnar indidnsku alþýöu i Oaxaca fara algerlega á mis viö hvers kyns opinbera þjónustu. Fjórir af hverjum fimm eru ólæsir og aðeins 5. hver nemandi lýkur barnafræösl- unni. Tiöni barnadauöa er hæst I Oaxaca og Guerrero og tiöni „glæpa” einnig. Allur þorri lækna er i borgum og bæjum, og i sveit- um þessara fylkja er einn læknir fyrir hverja 8-9000 ibúa. Flestir Ibúanna þjást af alvarlegum nær- ingarskorti. Fólkiö skrimtir á þvi einu aö nytja smábletti og rækta ofurlitiö upp i sig. Arðrán og kúgun 1 siöasta mánuöi var blaöamaö- ur einn á ferö i Oaxaca og kom þá I 5000 manna fjallaþorp. Stórat- buröur haföi þá oröiö i þorpinu. Ein af 15 kúm þorpsbúa hafði horfiö. Kýrin fannst sjálfdauö þremur dögum seinna. Þótt fariö væri aö slá i kúna var hún engu aö siður skorin, sumt af kjötinu þeg- ar étiö en stærstur hlutinn skorinn i þunnar fleður, sem voru saltaö- ar og hengdar upp til þurrkunar. Kjötiö átti að geyma til næstu há- tiöar. Annars er kjöt aldrei étið i þorp- inu, skepnurnar eru eini tekju- stofninn til aö afla nauösynja úti- frá, hvort heldur eru föt, sigarett- ur, brennivin eöa korn. 1 þessu þorpi er matseöill dagsins tortill- ur og salt, en baunir aö auki tvisvar i viku. 70 ibuanna þjást af vöidum húömaura og nálega allir eru lúsugir. Allt þetta alþýöufólk býr viö stööuga kúgun og arörán, kúgun sem allir vita um og sifellt er rædd, en ekkert er gert til til aö laga. Fyrir hálfum mánuöi var i blööum fjallaö um dómsmál, og framkvæmd refsingar i þorpi einu syöst i Guerrero-fylki. Þar fengu tveir bræöur nýlega 6 mán- aöa dóm, ákæröir fyrir aö stela tveimur hænum til aö f jölskyldan fengi eitthvaö að éta þann daginn. Bræöurnir sögðust reyndar efast um aö þeim yröi sleppt aö dómi fullnægöum. Þvi má svo bæta viö aö fjölskylda þeirra veröur aö færa þeim mat i fangelsiö; aö öör- um kosti fá þeir ekkert. I sama tugthúsi sátu niu bænd- ur, ákæröir fyrir aö stela naut- peningi. Þeir vissu ekki hvenær þeir yröu dæmdir eða hversu langan tima dóm þeir fengju, en þeir bjuggust viö hinu versta. Dæmi sem þessi af lifi fólks og kjörum, kúgun og aröráni, væri hægtaö tina endalaust. Engin eru þau leyndarmál, ástandiö blasir viö hverjum sem sjá vill. Vissu- lega eru vandamál sem þessi ekki auöleysanleg, þó ekki svo torveld, aö eigi megi þau milda eöa leysa meö mikilli vinnu á löngum tima. Þaö skortir ekki fé I þessu landi. En þaö skortir viljann og þvi er ekkert gert. Úrbætur i málefnum alþýöunnar, — þó ekki væri nema aö skera brott ljótasta viðbjóöinn — mundu vafalaust þýöa röskun I samfélaginu. Slikt mundi raska þvi valdkerfi sem hér rikir i hverju þorpi, i hverju héraöi, hverju fylki. Alþýöan kynni aö vakna til vitundar um orsakir og eöli eigin vesaldóms, og eins og allir vita er vakandi alþýöa stór- hættuleg. Orö um umbætur eru þvi látin nægja, fögur orö, há- stemmdar ræöur, koma þvi i staö hættulegra aögeröa. Forsetinn valinn Og veröur nú staöar numiö meö stærstu frétt siöustu vikna. Þaö gerist sjötta hvert ár hér, 7—9 mánuðum fyrir forsetakosningar, aö PRI-flokkurinn velur sér frambjóöanda til forseta og þá aö sjálfsögöu næsta rikjandi forséta. Atburöur þessi gengur undir nafninu „destape” (aftöppun, af- hjúpun) og kandidatinn er „aftappaöur” (destapado), þaö er aö segja tappinn er tekinn úr flöskunni (og púkanum hleypt út'.m. Enginn viröist vita hvernig „destape” gengur fyrir sig og er þaö mikiö rætt vikurnar á undan og eftir hver eöa hverjir þaö eru sem ákvöröun taka. Vist má þó telja aö rikjandi forseti ráði hér miklu, en endanlega er þaö flokkurinn sjálfur sem birtir ákvöröunina. Eftir valiö á frambjóöandanum feilur forsetaskinnið nokkuö I skuggann, en væntanlegur forseti kemst þvi meir I sviösljósiö, fær sterkan lifvörö og stööugar heim- sóknir þeirra er áframhaldandi náöar þurfa að njóta. Er afar broslegt að lesa um alla þá er heimsækja forsetaefniö og ausa þaö lofi I von um væna bitlinga og hliöhollt rikisvald næstu 6 árin. Eru þar fylkisstjóranir fremstir i flokki i von um annaö fylki á næsta kjörtimabili. Forvigis- menn atvinnurekenda fylgja fast á eftir. Kosningarnar sjálfar eru siöan skripaleikur einber, öllum er ljóst að frambjóðandi PRI fær þorra atkvæöa. Fyrir valinu aö þess sinni varö Miguel de la Madrid Hurtado, ráöherra fjárlaga og hagsýslu. Þetta er myndarlegur maður af góöri ætt, tæplega fimmtugur aö aldri, lögfræöingur aö mennt meö viöbótarmenntum I stjórnsýslu frá Bandarikjunum. Frami de la Madrid héfur verið einkar skjótur þvi eigi hefur hann veriö ráöherra nema riflega tvö ár. De la Madrid þykir skarpur og duglegur. Hann á konu og fimm myndarleg börn. De la Madrid er sagöur til hægri viö miöju i flokknum og boöar þaö gott fyrir þá sem þegar hafa þaö gott en illt fyrir hina. Hann hefur lengi verið helsti efnahagsráð- gjafi forsetans og er höfundur Þróunaráætlunar þeirrar („Plan Global de Desarrollo”) frá fyrra ári sem öllu á að „redda” i land- inu. Ljóst er aö de la Madrids biöur mikili vandi. Veröbólga er mikil og efnahagshorfur ekki vænlegar. Kæmi þvi eigi á óvart þótt jafn- vægi það sem haldist hefur þrátt fyrir allt kynni að bresta illilega, ekki sist ef fram verður haldiö á svipaöri braut og siöustu fimm árin. 1 fyrsta blaöaviðtalinu eftir „aftöppunina” geröi forsetaefniö aö sinum þau orö núverandi for- seta fyrir sex árum aö hann stæði alfariö meö öreigalýð landsins i baráttunni fyrir bættu samfél- agi!! Sjálfsagt kosningabragö i þessu landi lýöskrums og orö- mergðar, en efndanna veröur aö biöa enn um sinn. 6. okt. 81 Jóna og Siguröur

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.