Þjóðviljinn - 28.11.1981, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 28.11.1981, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 28.— 29. nóvember 1981. Sigrón Eldjárn GLEYIVIMÉREI Þórarinn Eldjárn Ijóðskreyiti IÐUNN Barnabók eftir Sigrúnu og Þórarin Eldjárn Systurnar í Sunnuhlíð eftir Jóhönnu Guðmundsdóttur frá Lómatjörn Systurnar i Sunnuhlið heitir ný fslensk barna-og unglingabók sem Jóhanna Guðmundsdóttir frá Lómatjörn er höfundur að. Það er Skjaldborg sem gefur út. Bókin fjallar um systumar Valdisi 12 ára og Huldu 6 ára ásamt tvi- burabræðrunum Óla og Grimsa. Segir sagan frá þvi þegar fjöl- skyldan tekur sig upp frá bænum Sunnuhlið og flytur á Sunnuveg- inn i Reykjavik. Fornar rætur Ný skáldsaga eftir Aðalheiði Karlsdóttur frá Garði Fornar rætur heitir ný skáld- saga eftir Aðalheiði Karlsdóttur frá Garði sem komin er út hjá bókaforlaginu Skjaldborg Þetta er þriðja bók Aðalheiðar. Hinar fyrri eru Þórdis og Hrauná og Spor á vegi. Bókin Fornar rætur gerist i sveit og kauptúni á Islandi en leiðir aðalsögupersónanna, Arn- heiðar og Lýðs, liggja til Svi- þjóðar og Bandarikjanna. Að þvi er segir á bókarkápu fjallar sagan um ógnþmngin örlög og ólgandi ástir. Undir fjögur augu Smásagnasafn eftir Erling Davíðsson Ct er komið hjá Skjaldborg á Akureyri smásagnasafn eftir Eriing Daviðsson er nefnist Undir fjögur augu. 1 þvi eru 11 smásögur sem bæði eru ástar- sögur og dulrænar ævintýra- sögur. í bókarkynningu segir að bókin sé óður til ástarinnar og fegurðarinnar, alls þess er lifir og hrærist umhverfis okkur og oft er litill gaumur gefinn. Erlingur var eins og kunnugt er áratugum saman ritstjóri Dags á Akureyri og á siðari árum einnig vinsæll útvarpsmaður og rit- höfundur. SfGILD OG VÖNDUÐ SÓFASETT Gleymmérey Út er komin hjá IÐUNNI barnabókin Gleymmérei eftir Sigrúnu Eldjárn, Þórarinn Eld- járn ljóðskreytti. — Þetta eru myndir af litilli stúlku og er ætl- ast til að börnin liti myndirnar. Hverri opnu fylgja rimaðir textar og hafa myndirnar þann tilgang að kenna litlum börnum að þekkja ýmsa nauðsynjahluti sem nota þarf i daglega lifinu. — Góð tíðindi fyrir bókaunnendur Stofnaður hefur verið Bókaklúbbur Arnar og Örlygs hf. og er markmiðið með klúbbnum að gefa út vandaðar og góðar bækur sem seldar verða á mun hagstæðara verði en bækur á al- mennum markaði. Bókaklúbbsbækur verða eingöngu seldar klúbbfélögum. Allir sem eru orðnir lögráða geta gerzt félagar í klúbbnum, og félags- gjöld eru engin. Klúbburinn gefur út fréttablað sem einnig er ókeypis. Notið þetta einstæða tækifæri til þess að auka við bókasafn heimilisins. Gerizt félagar í Bókaklúbbi Arnar og Örlygs og verið með frá byrjun. Ég undirrit_ óska hér með að gerast félagi í Bókaklúbbi Arnar og Örlygs NAFN. HEIMILI .....................SÍMI PÓSTSTÖÐ...........NAFNNÚMER . Ármúla 20 - Sími 84635 og 84630 Klippið út meðfylgjandi miða og sendið til BÓKAKLÚBBS ARNAR OG ÖRLYGS, Síðumúla 11,105 Reykjavík, eða hringið í síma 84866 og látið skrá ykkur í klúbbinn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.