Þjóðviljinn - 24.12.1981, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.12.1981, Blaðsíða 1
 Þjóðviljinn óskar TVÖ iwMMMMi HÆJAf landsmönnum BLÖÐ 36 UiUuVIUiNN gleðilegra ^ • r 1 ^ jola SÍÐUR Fimmtudagur 24. desember 1981 — 281. tbl. 46. árg. Stórþjófnaður á Akureyri 150 þús. krónum stolið frá BA Annað skiptið í ár sem framinn er stórþjófnaður hjá Bilaleigu Akureyrar 1 fyrri nótt var brotist inn i skrifstofu Bilaleigu Akureyrar fyrir norðan og stolið þaðan um 150 þúsund krónum i peningum, en auk þess ávísunum og reikn- ingum að upphæð um 50 þiisund krónur þannig að skaði bilaleig- unnar nemur um 200 þúsund krónum. Þetta er i annað skiptið á þessu ári sem framinn er stórþjdfnaður hjá Bilaleigu Akureyrar, i sumar er leið var stolið um 140 þúsund krónum frá fyrirtækinu. Sá þjófn- aður er enn óupplýstur. Að sögn rannsóknarlögreglunn- ar á Akureyri hefur ekkert komið fram, varðandi þjófnaðinn f fyrri nótt sem gefið gæti visbendingu um hver þjófurinn er. En sá hefur kunnað vel til verka, þvi að bor- aður var Ur lás að peninga- geymslu á skrifstofunni. —S.dór Jólaveðrið: Mein- hægt í dag, hvasst á morgun Bdist er við meinhægu veðriidag, aðfangadag jöia, um alit iand. Það hiýnar verulega, hitastigið veröur viðasthvarum frostmark og úrkoma gæti orðið nokkur, að sögn Trausta Jónssonar veðurfræðings þegar Þjóö- viljinn ræddi við hann I gær. A Vestfjörðum, Norður- landi og Austurlandi er all mikill snjór, en auð jörð hér sunnan fjalla. Sagði Trausti að bUast mætti við þvi að i dag snjóaði á þessu svæði, en hann stæði sennilega ekki lengi við, þvi búast mætti við að á eftir kæmi rigning, alla vega vona ég það, mér er illa við snjó, sagði Trausti. A morgun jóladag er spáð hvassviðri, einkum við Suð- urströndina. Lægðargarmur á flækningi valda þviað vind fer að hreyfa. —S.dór ÍaSIÍllÍftí . Víðast sæmileg færð En hætt við að vegir lokist fyrir norðan ef hvessir Að sögn Siguröar Haukssonar hjá vegaeftiriiti Vegagerðar rikisins var I gær sæmiieg færð á vegum sunnan og Vestanlands og viða annarsstaðar var unnið aö þvf aö ryöja snjó áf vegum og sagöist hann búast við að fiestir vegir yrðu færir siðdegis. En hann tók fram að viða á Vest- fjörðum og á Norðurlandi væri það mikill snjór, að ef hvessti myndi þeir samstundis lokast, sérstaklega á þetta viö fyrir norð- an, þar sem er viða uppundir hálfs mctra jafnfallinn snjór eins og I Eyjafirði. 1 stórum dráttum er ástand að- alvega þannig, að fært er um Suðuriand og allt til Hafnar i Hornafirði. Þaðan er verið aö ryðja vegi til annarra staða á Austfjörðum. A Héraði er sæmi- leg færð, veriö að ryðja Oddskarð en þung færð á Fjarðarheiði. Þá er fært frá Reykjavik uppi Borgarfjörö og þaðan um Snæ- fellsnes aDt til BUðardals en verið var að ryðja vegi allt til Gufu- dalssveitar. Fært er frá Patreks- firði til TáDcnafjaröarog þaðan til Bildudals. Fært var milli Flat- eyrar og Þingeyrar. Leiðin frá Reykjavik norður i land var fær eftir að búið var að ryðja öxnadalsheiði f gær. Frá Ákureyri er fært til Húsavíkur og þaðan til Raufarhafnar. Frá Raufarhöfn er svo stórum bilum fært til Vopnafjaröar. —S.dór.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.