Þjóðviljinn - 24.12.1981, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 24.12.1981, Blaðsíða 9
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. desember 1981 Fimmtudagur 24. desember 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Hátt í brekku/ þar sem sér yfir húsþökin klúkir timburkofi meö skúrþaki og bislagi/ eitt herbergi með eldstæöi/ og skonsa/ og hér situr fölur maður viðglugga snemma vors og bíar barni sínu veiku, ólaf- ur skáld Kárason Ljósvík- ingur. Sá sem á veikt barn á hús. Þetta er kallað í Upphæðum. Sól á sundum og logn í lónum... Hvaða lesandi Halldórs Laxness hefur ekki séð fyrir sér þessa mynd, Sviðinsvík undir Óþveginsenni þar sem ör- lög Skáldsins í íslenskum bókmenntum voru ráðin og þar sem þorspbúar eru flestum læsum íslending- um sem gamlir og nákomnir kunningjar. Er það ekki óðs manns æði að ætla sér að setja þennan gamalkunna heim á leiksvið? Jólaleikrit Þjóöleikhússins i ár veröur sem kunnugt er leikgerö Sveins Einarssonar á Húsi skáldsins, þriöja bindinu i Heims- ljósi Halldórs Laxness. Ég brá mér niöur i Þjóöleikhús og fékk aö kikja á æfingu þar sem þetta stórvirki var i buröarliöun- um, og vissulega get ég vottað það, aö gestir Þjóðleikhússins eiga eftirminnilega og á margan hatt óvænta upplifun í vændum. Aöalerindi mitt var þó að hitta Sigurjón Jóhannsson leikmynda- smiö og fræöast af honum um hvernig hann heföi borið sig aö viö aö leysa þaö flókna verkefni aö koma eigninni á Sviöinsvik inn á fjalir Þjóöleikhússins sem leik- mynd. — Sú lausn semvið höfum valiö á þessu verkefni byggir fyrst og fremst á þeim áhersluþáttum, sem Sveinn Einarsson dregur fram i leikgerð sinni, en hún gerir ráö fyrir þvi, aö leikverkið sé bor- iö uppi af hóp manna eða eins konar leikhúskór eins og finna má i fornri leikhúshefð. Meginþema sögunnar er staða skáldsins gagnvart samfélaginu, og aöferðin meö kórinn er valin til þess að undirstrika þessa tvo póla i verkinu, en leikgerðin stillir skáldinu upp andspænis kórnum. Þessu trúr hef ég jafnframt reynt að vinna leikmyndina út frá hug- takinu „eignin” á Sviöinsvik, sem jafnframt gegnir mikilvægu hlut- verki i sögunni, þar sem allt mannlif á staðnum viröist velta á geöþótta þeirra sem eigninni ráöa. Að sýna hluta fyrir Heild t upphafi leiksins birtist hópur manna á sviöinu og sviösetur ólaf Kárason á þessari margumræddu eign, og þessi hópur er siöan drif- kraftur sýningarinnar frá upphafi til enda. Sviðsrýmið er nýtt til hins ýtr- asta og þótt leikmyndin virðist einföld úr salnum eru sviösskipt- ingar talsvert flóknar og erfiðar, bæöi fyrir sviösmenn, tæknimenn og leikara, en allar sviöskiptingar fara fram fyrir opnum tjöldum. Þaö má segja aö sýningin hvili i tvöföldum farvegi, þar sem annars vegar er heimur skáldsins, en hins vegar heimur eignarinnar. Þessi ytri umgjörö er valin til þess aö efla hinn leikhúslega þátt frásagnarinnar, þvi þótt viðfangsefnið sé upphaflega skáldsaga, þá erum viö meö sýn- ingunni að búa henni annað form, sem á að standa sem sjálfstætt verk. Þaö orkar sjálfsagt alltaf tvimælis aö setja skáldsögu á leiksviö, og kannski er það þvi hæpnara sem skáldverkið er magnaðra aö reyna slikt. í sögunni dregur Halldór upp óvægna og napra mynd af þvi hvað frelsið kostar skáldið, að skáldiö veröur i raun og veru að sel ja frelsi sitt vilji hann eiga þak yfir höfuöiö, og hús skáldsins stendur ekki á föstum grunni. í rauninni er það fallvaltleikinn uppmálaður. Og þar sem kreppa rikir i efnahagslifi Sviðinsvikur og allt viröist ganga á afturfótun- um hef ég gefiö sviösmyndinni allri fallvaltan blæ veöurs og vinda. — Nú ert þú fæddur og alinn upp á Siglufirði, er það kannski Siglufjörður „eftir sild”, sem þú hefur haft i huga? — Vissulega hefur það um- hverfi komiö mér að notum, og þessi hessianstrigatjöld, sem eru áberandi i sviðsmyndinni eru ein- mitt nökkuð sem mér er minnis- stætt frá Siglufirði. — Nú er gálgatré mikið eða krani áberandi i allri sviðsmynd- inni; hvaða hlutverki gegnir hann? — Þetta gálgatré er einföld vél eða atvinnutæki til aö létta mönn- um erfiöið, til dæmis við buröinn á Stjórnargrjótinu — en að sjálf- sögðu stóö ólafur Kárason utan- garös við Stjórngrýtinga, hann hafði ekki likamsburöi til þess að bera grjót. Þá gegnir gálgapall- urinn praktisku hlutverki með margvislegum hætti. Hann geng- ur á teinum fram og aftur eftir sviðinu og er upplagður staöur fyrir upphækkaðar hópsenur kórsins, auk þess sem hús skálds- ins flyst upp á pallinn og leikur á teinum fram og aftur um sviðið þegar fallvaltleiki þess verður hvað átakanlegastur. — Hvað með aðrar byggingar á eigninnieða landslag, hljóta þessi atriði ekki að koma inn I mynd- ina? — Viö sjáum húsaþyrpingu i fjallshlið i bakgrunni myndar- innar, og efst i byggöinni klúkir hús skáldsins. Þá nota ég jökul- minniö i lok sýningarinnar á mjög einfaldan hátt — aörir lands- lagsþættir eru ekki i leikmynd- inni. — Hvaö hefur það tekiö langan tima að vinna upp þessa leik- mynd? — Það er erfitt aö segja. Viö Eyvindur Erlendsson (leikstjóri) áttum fyrst með okkur ótal fundi áöur en við komum okkur niöur á þessa grundvallarhugmynd, sem er eins konar einföldun á sögu- sviöinu, pars pro toto eöa hlutar gerðir aö heild. Siöan geröi ég eitt likan. Þar veröur aö gæta mik- illar nákvæmni i allri formótun, þvi sviðsmyndin er sköpuö i litlu likani en ekki á sviöinu. Viö út- færslu margfaldast allir form- gallar vegna hins mikla stæröar- munar. Þetta hefur tekið okkur þrjá mánuði og um 20 manns á verkstæöum hússins og sauma- stofu hafa unnið viö gerð myndar- innar auk 10 sviðsmanna sem vinna að tjaldabaki viö þaö aö keyra sýninguna áfram. — Hvað með lýsinguna, gegnir hún ekki mikilvægu hlutverki við gerð leikmyndar? — Lýsingin getur fullkomlega ráðið úrslitum um lokaárangur Ieikmyndar. Þaö má gera mikiö úr litilli leikmynd með réttri lýs- „Fræknir voru firar og fullgild atkvæði...” ólafur Kárason I saltfiskburði á reitnum. Grettir Björnsson harmónikuleikari leikur undir vinnu- söngnum. ólafur Kárason les upp úr frásögnum sinum af undarlegum mönnum fyrir veislugesti I Upphæðum. Steinunn Jóhannesdóttir I hlutverki Dfsu, Kristján Viggósson i hlutverki Arnar tilfars, Hjalti Rögnvaldsson sem skáldið og Briet Héöinsdóttir sem Jarþrúður heitkona skáldsins. ingu á sama hátt og auðvelt er aö eyöileggja góöa leikmynd meö rangri lýsingu. Ég hef notið aðstoöar Ingva Björnssonar Ijósameistara viö þetta verk. Hann er ljósahönnuöur sýningar- innar og hefur unnið mjög gott verk. — Nú hljóta möguleikar til lausnar á verkefni sem þessu að vera nánast óteljandi i byrjun. Er þaö einhver ákveöinn stlll eöa stefna, sem þú fylgir, eða eru ein- hverjir erlendir leikmynda- smiðir, sem hafa haft mótandi áhrif á þig? — Leikmynd hefur ávallt þann eina tilgang aö efla leiksýninguna sem slika. Hún er ekki sjálfstætt myndverk á sama hátt og málverk t.d., þótt hin myndræna uppbygging lúti aö mörgu leyti sömu lögmálum. Leikmyndin er kannski skyldari „environment” eöa umhverfislist, þar sem unniö er i 3 viddum og oft mjög stórum. — Til dæmis er dúkurinn sem ég nota I jökulminnið i þessari sýningu 180 fermetrar aö flatar- máli. — Leikmyndin lýtur þó fyrst og fremst lögmálum þess verks, sem hún myndar rammann um. Engu aö siöur er það rétt aö margar aöferðir koma til greina, og ef ég ætti aö nefna einhvern erlendan leikmynda- smið, sem hefur haft áhrif á mig hvað þetta snertir, þá væri það Rafl Koltais, en hann gerði hér leikmyndina við Lér konung á sinum ti'ma. Hans aðferð felst i mikilli einföldun, þar sem grund- vallarhugmyndir eru mjög skýrt fram dregnar. Hins vegar hef ég með minni vinnu hér veriö að taka upp ýmsar aðferðir i áföng- um, — til dæmis það að gera eila sviðsmynd úr ofnum dúk eins og i Smalastúlkunni. Jökulmyndin i þessari sviösmynd er vissulega framhald af þeirri reynslu. Maö- ur er alltaf að læra af reynslunni, og þaö verður til þess, að maður mótar si'na eigin aðferö og stll. Á sama hátt get ég sagt aö leik- myndin, sem ég geröi við Jómfrú Ragnheiði norður á Akureyri i haust, hafi veriö framhald þeirr- ar reynslu er ég hlaut þegar ég gerði Jón Arason hér i Þjóbleik- húsinu. — Að lokum, Sigurjón, hvaöa kröfu gerum viö til góös leikhúss? — Mérfinnstsú krafa sem leik- húsið eigi að gera til sjálfs sin, felast i þvi að góður árangur kalli á annan betri. Leikhúsiö er ávalit i stöðugri breytingu og hlýt- ur aö vera það. Sé þessari kröfu ekki sinnt er leikhúsiö staönað. Um leið og ég þakka Sigurjóni fyrir spjallið þá get ég vottaö það, aö sviösmyndin i Húsi skáldsins er i hæsta máta frum- legt verk, sem ekki bendir til neinnar stöðnunar i islensku leik- húsi. Og þá er bara aö óska leik- húsgestum góörar skemmtunar. -ólg. lbúar Sviöinsvtkur safíiast um gálgatréö Brlet Héöinsdóttir og Hjalti Rögnvaldsson sem skáldiö og heitkonan á örlagastundu. Likan af sviösmyndinni. „Eignin” meö stassjónina I bakgrunni,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.