Þjóðviljinn - 24.12.1981, Blaðsíða 6
6 'SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. desember 1981
I
Minnisvarðar eða
Flateyri við önundarfjörð
í siðastliðinni viku leit
Guðvarður Kjartansson hrepps-
nefndarmaöur á Flateyri hér inn
til Þjóðviljans og þótti
blaðamanni bera vel i veiði að
spyrja hann frétta að vestan.
— Ert þú i einhverjum opin-
berum erindum hér I borginni að
þessu sinni, Guðvaröur.
— Jú, fyrst og fremst er ég það
nú. Við skruppum hingað suður,
þrir hreppsnefndarmenn frá
Flateyri, til þess aö raeða hér við
ráðamenn og ýta á eftir fram-
kvæmdum við viss áhuga- og
hagsmunamál okkar Flateyr-
inga.
Sundlaugar -
bygging
— Og hvaða mál eru það, sem
þið eruð aö reyna að þoka áfram
að þessu sinni?
— Þau eru einkum tvö. Er þá
fyrst að nefna sundlaugarbygg-
inguna, sem nú er búin aö standa
yfir i fimm ár og reyndar er þetta
hiö sjötta siðan byrjað var á
verkinu. Við höfðum spurnir af
þvi, aö fjárveitingarbeiðni
ráðuneytisins væri alltof lág
miðað við það að verkinu yrði
lokið á næsta ári. Til þess hefðum
við þurft að fá kr. 60D þús. og þó
raunar nokkru meira, ef ljúka
ætti byggingunni að fullu og öllu.
Ráðuneytið gerði upphaflega
tillögu um að veittár yrðu til
byggingarinnar nú 242 þús. kr. og
fannst okkur að skorið væri
nokkuö við nögl, en svo fréttum
við að sú upphæð hefði veriö
lækkuö niður i 202 þús. kr. Þetta
þýddi auðvitað að sáralltið mundi
þokast I áttina og með sama
áframhaldi mætti þykja gott ef
sundlaugarbyggingin yrði full-
búin átta árum eftir aö verkiö var
hafið. En samkvæmt upphaflegri
áætlun átti ekki aðeins sundlaug-
inni að vera lokið þá, heldur að
byggingu Iþróttahúss. Okkur telst
svo til, aö ekki muni vera eftir
nema svo sem tveggja mánaða
vinna við sundlaugina til þess að
taka megi hana i notkun og sýnist
fráleitt, þegar svo langt er komið,
að láta verkiö stranda á peninga-
leysi.
Sundlaugin ibyggingu. Böðvar Gisiason, útiverkstjóri hjá sveitarfélaginu, til v. og Magnús Benedikts-
son.húsasmiðameistari, tilh. bera saman bækurnar. Mynd: —-svkr.
Steinsteypt ker með laugar-
bökkum, pfpulögnum og hreinsi-
útbúnaði 550 þús. kr. Kanall utan
um pipur 220 þús. kr. Gólfefni á
neðri hæð 210 þús. kr. Hitatúba
120 þús. kr. Einangrunar-
klæðining I loft á sundlaug 130
þús. kr. Innihurðir 139 þús. kr.
Otihurðir og ýmsir smærri liðir
220 þús. kr. Samtals gerir þetta
1569 þús. kr. og þar af er hlutur
rikisins 50% eða 786,5 þús. kr.
Nöturleg
málsmeðferð
Við könnun okkar á málinu i
menntamálaráöuneytinu virðist
svo sem 40% kjarnabyggingar-
innar, sem i eiga að vera búnings-
aðstaða og böð, hafi á einhverju
stigi verið þurrkuð út i ráöuneyt-
— Hafið þið fengiö einhverju
um þokaö I þessari för?
— Við áttum fund með mennta-
málaráðherra, yfirmanni bygg-
ingadeildar ráðuneytisins,
iþróttafulltrúa og fjármála-
ráöherra og þar kom fram mikill
áhugi á að leysa þetta mál. Við
teljum okkur hafa ástæðu til að
vænta þess, að þótt ekki veröi viö
fjárlagagerð nú, þá finnist, upp úr
áramótunum, þau úrræöi sem
nægja til þess að viö Flateyringar
getum fariö að synda i okkar
langþráðu sundlaug á vori kom-
anda.
Smábátahöfnin
— Hvert er svo hitt málið, sem
þið Flateyringar berið einkum
fyrir brjósti?
— Það er gerö smábátahafnar-
Guðvarður Kjartansson: „Þær
undirtektir hafa þó erindi okkar
fengið að við förum engan veginn
vonlausir til baka”. Mynd: — gel.
handa við hafnargerðina. Tókst
það, sem gert var ágætlega, og
reyndist auk heldur svo ódýrt, að
það lánaöist að leggja 100 metra
Úr öskunni
í eldinn
En ekki er öll sagan sögö. Það
er ekki einsta að þaö verk, sem
búið er að vinna, komi að engu
gagni á meöan þvi er ekki að fullu
lokið heldur segja mér sjómenn
og útgerðarmenn, — og mega
gerst um vita, — aö eins og skilið
er nú við þessa framkvæmd, sé
höfnin stórum hættulegri skipum
en hún var áöur. Enda hefur það
skeð I haust að bátar, um 80 lestir
aö stærö, hafa oröið að flýja
höfnina vegna ókyrrðar. Þeim
var þar engan veginn óhætt. Hvað
mun þá um minni báta? Það hlýt-
ur þvi aö vera algjör lágmarks
krafa okkar Flateyringa aö
þannig sé frá höfninni gengið, aö
hún sé ekki hættulegri bátum en
hún var þó áöur.
— Og hverju fenguö þið áorkað
til úrbóta i þessum efnum?
— Þessi mál eru nú hjá
Vestf jaröaþingmönnum og
fjárveitinganefnd. Þeim aðilum á
að vera fullljóst orðið hvaö þarna
er I húfi og við viljum leyfa okkur
að vona að þeir leysi úr þessu
vandamáli, hvort sem það verður
i formi beinna fjárveitinga eöa
með öðrum hætti.
— Þið fariö þá ánægðari heim
en þið komuð?
þaö vel og verið svo ódýrt að nú sé
nóg komið I bili! Svona „visindi”
eigum við Flateyringar nú erfitt
með að skilja. Og á sama tima og
frá þessu verki er hlaupið I
miðjum kliðum þá eru fjárveit-
ingar til annarra hafnar-
framkvæmda á Vestfjörðum
hækkaðar um 100—500%
samkvæmt hafnaáætlun, auk
þess sem ný verkefni eru tekin
þar inn, en hálfloknu verki ýtt út
af þvi að það er svo ódýrt!
— Hvað vantar mikiö á að
grjótvarnargarðinum sé lokið?
— Þaö eru nú einir 60 metrar.
Sundurliðun
kostnaðar
Ef við bútum verkið niður i
einstaka kostnaðarliði þá lita þeir
þannig út, samkvæmt okkar
áætlun:
inu. Þar I liggur munurinn á þvi,
sem við teljum okkur þurfa til
þess að koma sundlauginni upp og
þeirri upphæð, sem ráðuneytið
gerir tillögu um. Við þetta getum
við auðvitað ekki sætt okkur og
finnst þessi málsmeðferö sannast
að segja harla nöturleg.
innar. Þaö hefur vægast sagt
gengið I miklum brösum fyrir
okkur með aö halda þvl verki inni
á hafnaráætlun. Þráfaldlega
hefur það hent að þessari hafnar-
gerð er ýtt til hliðar og önnur
verkefni tekin framfyrir.
Síðastliðiö sumar var svo hafist
lengri grjótvarnargarð en ráð var
fyrir gert að fjárveitingin entist
til.
En þá gerist það furðulega:
Frekari framkvæmdir við
höfnina eru þurrkaöar út af
fjárlögum fyrir árið 1982 á þeim
forsendum, að verkiö hafi gengiö
— Já, þaö gerum við. Það kem-
ur þó sjálfsagt ekki til með aö
sjást fyrr en á næsta ári hver
árangur þessarar farar okkar
hefur oröið. En þær undirtektir
hafa þó erindi okkar fengiö, að viö
förum engan veginn vonlausir til
baka.
— mhg.