Þjóðviljinn - 24.12.1981, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 24.12.1981, Blaðsíða 16
WÐVIUINN Fimmtudagur 24. desember 1981 Aðalsfmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Áðalsími Kvöldsími Helgarsími afgreiðslu 81663 Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfsmenn bla&sins í þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Lauyardaga kl. 9-12 er hægt að ná i af- greiðslu blaðsins i slma 81663 Bla&aprent hefur slma 81348 og eru bla&amenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 Mikil aukning brjóstakrabba Allsherjar- leit að brjósta- krabba? A undanförnum árum hefur tíðni krabbameins yfirleitt farið lækkandi hér á landi með þeirri undan- tekningu þó að tfðni brjóstakrabba hefur vaxið hröðum skrefum. Er það ástæða þess að ákveðið hefur verið að kanna möguleika á allsherjarleit að brjóstakrabbameini á landinu öllu, en sem kunn- ugt er hef ur leit að krabba- meini í leghálsi borið mjög góðan árangur á undan- förnum árum. Allsherjarleit Heilbrig&isráðherra hefur nýlega falið landlæknisembættinu aö kanna möguleika á slikri alls- herjarleit en hugmyndin hefur verið til umræðu i nokkurn tima milli embættisins og Krabba- meinsfélags Islands. A fjárlögum 1982 er veitt 70 þúsund krónum i þessu skyni. Olafur ólafsson landlæknir, sagði i samtali við Þjóðviljann i gær að ef farið yrði út i allsherjarleit yrði um stór- virki að ræða sem kosta myndi mikiö fé. Fara þyrfti um allt land með sérstaklega útbúna leitarbila og skoða um 40 þúsund konur. „Aöur en farið yrði i svo mikla aðgerð verða menn aö vera vissir um aö leitin veröi árangursrik og að beitt verði bestu leitaraðferð- um,” sagði Ólafur. Arið 1973 var i hópskoðunum Krabbameinsfélags Islands hafin leit að brjóstakrabbameini með þreifingu. Hafa um 12 þúsund konur verið skoðaöar á þann hátt og fullur fjórðungur þeirra hefur siöan verið sendur i nákvæmari rannsókn með röntgenmyndatöku eða stungusýni. Ólafur sagði að þetta starf hefði tvimælalaust borið árangur, en spurning væri hvort ekki mætti bæta hann með öðrum aðferðum. Hann sagði að erlendis heföu menn verið að prófa sig áfram i þessum efnum, m.a. með röntgen- og hitamynda- tökum og virtust röntgenmynda- tökurnar gefa besta raun. Nefnd skipuö Nefnd hefur verið skipuð til að kanna þessi mál og eiga sæti i henni auk landlæknis fulltrúar frá Krabbameinsfélagi Islands, Landspitalanum, heilbrigöisráöi Reykjavikur, og Hagsýslustofn- un. Þá mun Baldur Sigfússon, röntgenlæknir i Malmö vinna fyrir nefndina. Fyrsti fundur hennar var s.l. mánudag og sagðist Ólafur búast við að næsta ár yrði notaö til að safna gögnum um árangur leitar að brjóstakrabbameini hér heima og erlepdis en að þvi búnu yrði tekin ákVörðun um næsta skref. „Við verðum að vera vissir um að það fari nær ekkert fram- hjá slikri allsherjarleit ef út i hana verður farið”, sagði Ólafur. „Annars myndi hún einungis vekja falska öryggiskennd. Vax- andi tiöni brjóstakrabbameins hér á landi krefst hins vegar að- gerða og það er verkefni nefndar- innar að huga að þeim.” Ólafur Ólafsson Kallar á fyrirbyggj- andi aðgeröir segir Ólafur Ólafsson, landlœknir —AI Osliunx öllutir samxntmumönnum og öörum lcmdsraönnum qlcöílcqra iólcu / /V , á* V V avs oq jrtoar. ^ SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.