Þjóðviljinn - 22.01.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.01.1982, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 22. janúar 1982 KÆRLEIKSHEIMILIÐ VÍdtalíd Spjallað við Heimi Ingimarsson sem kemur úr snjónu á Akureyri til Reykjavíkur „Þar kúrir hver sem hann kominn 11 Þótt húsnæöi Hólavallaskóla hefði ekki átt að vera aidurinn að meini þá var nú högum þess svo komið árið 1802, aö það mátti heita ónothæft. Fétur Jónsson, siöar Prestur á Kálfa- tjörn, lýsir svo húsvistinni veturinn 1802—1803: „Þegar veður tók að kólna þá varð kalt I skólanum, þegar snjóa tók úti þá fór lika að snjóa inni niður á pilta. Tveir ofnar voru f skólahúsinu en þaö var ekki til neins aö leggja i þá, þvi aö þá heföu þeir getað hitað upp vföa veröld ef þeir heföu getað vermt upp grindahjall þann, sem piltar voru settir i. Þeir voru þvi ekki notaöir. En smátt og smátt fóru piltar að veikjast, einn lagðist veikur af öörum og þegar kennararnir ætluöu inn i skólastofuna lagðist drag- súgurinn svo þungt á huröina að innan, að þeir ætluöu varla að geta komist inn i þetta sjúkra- hús. Einn harðindakaflinn um veturinn stóð i viku. Alla þá viku treystist enginn kennaranna sér til að kenna sakir kulda og komu þeir ekki i skólastofuna uns veöur varð mildara. En það er „Einsog að skreppa í sólar- landaferð” ,,Nóg aö gera i byggingariðnaðinum á Akureyri”, segir Heimir Ingimarsson. — Ljósm. —gel— Heimir Ingimarsson spjallar við okkur i dag en hann starfar sem mælingafulltrúi pipu- lagningamanna á Akureyri og er hér I stuttri bæjarferð. Við byrjum á þvl að spyrja hann hvað þetta starf hans feli I sér: „Ég er ráðinn hjá Félagi pipulagningamanna á Akureyri til að annast uppmælingu og út- reikning á vinnu þeirra. betta er unnið eftir stöðlum sem notaðir eru um allt land. Klukkustundinni er skipt i 100 sentiminútur og vinnan verö- lögð samkvæmt þvi.” „Hvað kostar t.d. að setja upp venjulegan miðstöðvarofn?” spyrjum við til að fá betri inn- sýn á uppmælingataxtann. „Það fara 125 sentiminútur i einn svona ofn og ein senti- klukkustund kostar 45.99 kr., svo það er auðvelt að reikna þaö út.” „Eru menn almennt ánægðir meö uppir.ælinguna? — Hvaö segja neytendur?” „Ég held að iðnaðarmenn kvarti ekki. Að minnsta kosti er mjög erfitt að fá menn til aö vinna eftir timakaupstaxta. Þetta er nú notað I flestum greinum byggingariðnaðarins og t.d. málarar og pipu- lagningamenn hafa metiö sina vinnu á þennan hátt i um 20 ár. Ég held aö neytendur séu almennt nokkuð ánægðir lika, en þess má geta að oft er hægt að gera slika samninga fyrir- fram, einkum ef um stærri verk er að ræða. Þá er gert tilboð i verkið samkvæmt teikningum og unnið samkvæmt þvi.” „Er nóg að gera i byggingar- iðnaðinum á Akureyri?” „Já, þrátt fyrir eindæma slæmt veður i vetur, hefur verið mikil vinna.” „Hefur veðurfarið haft mikil áhrif á mannlifið á Akureyri i vetur?” „Þetta hefur verið einstak- lega umhleypingasamur vetur og nú eru komnar háar traðir viö flestar götur. Við erum vön stillum hér nyrðra, en i vetur hefur heldur betur skipt um. Þetta hefur haft mikil áhrif á færðina og flugið. Maður fær blöðin stundum viku of seint. Það hefur lika verið mikil ófærð i sveitum hér i kring og menn hafa orðið veðurtepptir i stórum hópum.” „Hvernig er þá tilfinningin aö skreppa til Reykjavikur?” „Eins og að fara i sólarlanda- ferð. Hér sést varla snjókorn og það er eins og maður sé kominn i annan heimshluta,” sagði Heimir að lokum. —þs ..Ljósið er til þess að kökurnar sjái". Orðatiltækið „Gentlemen prefer blondes” (herramenn kjósa Ijóskur i lauslegri þýðingu) hefur veriö vinsælt I Hollywood frá þvi að kvikmyndin meö þessu nafni var frumsýnd. May West, sem kunni að svara fyrir sig eins og við höfum áöur sagt frá hér á sfð- unni, áttisvar við þessari staðhæfingu. „Herramenn kjósa Ijóskur, það er alveg rétt,” sagði hún, ,,en hver segir að Ijóskur kjósi herra- menn”? Myndin hér er af May West áttræðri og enn Ijóshærðri. Danskt 6 kílómetrar af röntgenfilmum Lokið er hjá málmtæknideild ITt stærsta samfellda verkefni við eftirlit og prófanir sem stofnunin hefur fengið, — suðu- prófun á öllum inntaksmann- virkjum Hrauneyjafossvirkjun- ar. Voru teknar röntgenmyndir af öllum stúfsuðum á inntaks- rörunum, alls rúmlega 6000 metrar af filmu. Unniö var bæöi fyrir iðnfyrirtæki, sem sáu um ákveðna hluti verksins, verk- taka og Landsvirkjun. Deildin sér einnig um röntgenmyndun fyrir ýmsar hitaveitur og önnur mannvirki sem eru i byggingu. öl til Kína Innan skamms fá Kínverjar að bragða á hinum fræga danska bjór frá þeim Carls- berg-Tuborg. Það eru sam- einuðu bruggverksmiðjurnar i Danmörku sem hafa gert samn- ing mikinn viö Kina um að reistar verði i samvinnu við þá fyrsta vesturlenska bruggverk- smiðjan i Kina. Gert er ráð fyrir að 1989 hafi alþýðulýðveldið fjórfaldað drykkju sina á þess- um veigum. Nú drekka Kin- verjar aðeins 6 desilitra á ári af bjór, á meðan frændur okkar Danir komast i 125 litra á ári. Carlsberg-verksmiðjurnar munu hafa alla umsjón með uppbyggingu verksmiðjunnar og verða notaðar sömu „upp- skriftir” og í Danmörku. Carls- berg hefur haft allan bjór- markað i Kina frá þvi að þeir urðu ofaná i samkeppni um þennan markað árið 1978. Voru þá fjöldamargir erlendir aðilar aö reyna að komast inn á mark- aðinn meö vélar sinar og fram- leiðslu. Byggt hefur verið mjög nýtiskulegt brugghús i Hong Kong og þaðan streymir mjöð- urinn inn i Kina. Gert er ráð fyrir að hin nýja bruggverk- smiðja verði reist i Canton. af piltum aö segja að „þar kúrir hver sem hann kominn er, kút- veltust og formæltu sér” uppi i skólalokrekkjunum, en þeir, sem hraustastir voru og best þoldu kvalirnar, sóttu þeim mat og nauðsynjar niöur I bæinn eða upp um kot, þar sem þeir höföu kost. Um vorið voru margir piltar orönir horaðir og til- takanlega brjóstmæðnir og það svo, að þegar stormur var úti, gátu sumir ekki gengiö til kirkj- unnar úr skólanum nema meö hvildum”. —mhg Þeir vísu sögðu. Meðfæddir hæfiieikar eru e: og gróður jarðar, vér þurfum rækta þá með menntun. Francis Bac ar Fjarðlægðin er óvinur ástari Italskt málti © Buils „Ég hef tekið það fram i ræðu og riti að ég fer ekki I bað. Heyriði þaö — ekki i bað.”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.