Þjóðviljinn - 22.01.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.01.1982, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 22. janúar 1982 Tekur sæti á alþingi 1 fyrradag tók Guörún Hal grimsdóttir sæti á alþingi sem varamaöur fyrir Guömund J Guömundsson sem er fjarveranc nú i byrjun þings vegna veikinda Sama dag tók einnig sæti alþingi Sigurlaug Bjarnadóttir fjarveru Péturs Sigurðssonar. Örtölvu- bylting og áhrif hennar Tillit verði tekið til hagsmuna launþega Daviö Aðalsteinsson mælti i gær á alþingi fyrir þings- ályktunartiilögu sem hann flytur ásamt fleiri fram- sóknarmönnum um aö fram fari athugun á stööu og þróunarhorfum i upplýsinga- og tölvumálum og á hvem háttsé unnt að stjórna þeirri þróun. Lagt er til að rikis- stjórnin skipi nefnd til aö kanna stööu þessara mála. 1 ályktuninni segir að nefndin skuli gera tillögur um með hvaða hætti islenskt þjóðfélag geti best numið og hagnýtt sér hina nýju tækni til alhliða framfara, svo sem að þvi er varðar atvinnumál, félagsmál, fræðslumál; mál varðandi almennar upplýs- ingar og aöra þætti er varða samfélagiö. Vilmundur Gylfason vakti athygli á mikilvægi þessa máls fyrir launþegasam- tökin i landinu. Benti Vil- mundur á að Alþýöusam- band tslands hefði þegar haft nokkurt frumkvæði i þessu máli meö þvi aö halda ráð- stefnuþarsem f jallað var um tölvumál. Vildi hann aö tekið yröi sérstakt tillit til hags- muna launþegasamtakanna ifyrirhuguöu nefndarstarfi. —óg , Er sjonvarpið bilað? Skjárinn Sjónvarpsverkstói Begstaðasfrati 38 simi 2-19-40 Forsendur fiskverðsákvörðunar til meðferðar: Sama útflutnings- gjald á sjávarafurðir Áfram sama gjald á loðnumjöli og lýsi Lagt hefir veriö fram á alþingi frumvarp til laga um útflungs- gjald af sjávarafurðum . Hér er i rauninni um áfarmhaldandi lög að ræða, það er að útflutnings- gjald af sjávarafurðum veröi 5,5% af fob-veröi útflutnings. (Það var fyrir 198 0 6%). 1 ákvæði til bráöabirgöa segir að út- flutnicvugjald af loðnulýsi og loðnumjöli verði 3.575% einsog það hefur verið frá 1. óktóber sl. en það var þá ein af forsendum verðákvörðunar á Ioðnu til bræðslu i haust. þingsjé Þegar loðnuveiöar voru- stöðvaöar idesember síðastliðinn áður en tekist hafði að ná þeim heildarkvóta sem settur hafði verið, var þeim skipum sem ekki höfðu veittupp i helming kvótans veitt leyfi til að ná þvi m arki. Þar sem hér er i raun um að ræöa framhald á haustvertiðinni þykir eðlilegt að ekki sé hróflað við forsendu verðákvörðunar frá þvi i október og lækkun útflutnings- gjaldsins taki þvi til fram- leiöslúnnar fyrstu fjögurra mánaða þessa árs, eöa tU 1. mai 1982. Hérer þvium stuðningsaög- erð viö framleiöendur loðnuaf- uröa að ræða. —óg Landnýtingaráætlun á dagskrá alþingis Lítið beitarþol landsins veldur því að fallþungi dilka og frjósemi fjársins er minni hér en á Grænlandi,sagði Sighvatur Björgvinsson A fundi sameinaös alþingis i gær mælti Davlð Aðalsteinsson fyrir tillögu til þingsályktunar sem hann flytur ásamt Jóni Helgasyni, Sverri Hermannssyni, Helga Seljan og Karli Steinari Guðnasyni, um að rikisstjórnin hlutist til um að hafinn verði undirbúningur landnýtingaráætl- unar er taki til landbúnaöar og annarra þátta svo sem ferða- mála, útivistar og náttúru- verndar. Drög aö landnýtingar- áætlun skuli liggja fyrir i árslok 1983. Við gerö þeirra veröi áherslalögðá sem hagkvæmasta nýtingu og varðveislu landgæða. Davið lagöi ri'ka áherslu á að gætt yrði fyllstu nærgætni i hugsaniegri landnýtingaráætlun sérstaklega meö tilliti til náttúru- verndar. Sighvatur Björgvinsson itrekaöi þaö sjónarmið enn frekar um leið og hann lýsti yfir fylgi við tillöguna. Lýsti Sighvatur ferða- mannaáþján á hálendinu og misjafnaumgegnimanna þar.Þá fjallaöi Sighvatursérstaklega um ofbeit sauðfjár i landinu. Sagðist hann hafa það eftir gróðurlendis- sérfræðingum að ofbeitin næmi 400 þúsund sauðfjár en á landinu öllu munu vera 900 þúsund fjár. Þá gerði Sighvatur samanburð á grænlensku sauðfé og íslensku. Sagði hann að 1.6 lamb kæmi að meðaltali frá grænlenskum kindum á meðan að meðal fjrósemi okkar islensku kinda væri 1.3 lamb. Fallþungi dilka i Grænlandi væri miklu meiri en hér á landi. Þetta benti með öðru til ofbeitarinnar. Ef sauðfénu væri fækkað um 400 þúsund fjár, mætti fá sama afurðarmagn og nú af 900 þúsundum. Þá fjallaði Sighvatur um nauðsyn þess að al- menningseign á landinu yröi viðurkennd. —ög NATO-aðlld Spánar Tekur gildi þegar aðrar NATO- þjóðir hafa tilkynnt Bandaríkjastjórn samþykki sitt Einsog kunnugt er hefur staðiö mikill styr vegna væntanlegrar þátttöku Spánverja i Nató. Sósial- istaflokkur Spánar hefur þannig krafist þess að þjóðaratkvæða- greiðsla verði um máliö. Nú hefur verið lögð fram þingsályktunar- tillaga á alþingi um staöfestingu viðbútarsamnings við Norður-At- lantshafssamninginn um aðilda Spánar, þar sem segir að alþingi álykti að heimila rikisstjórninni að staðfesta fyrir islands hönd viöbótarsamning við Nató-samn- inginn frá 1949 um aðild Spánar sem undirritaður var I Briissel lft desember 1981. 1 athugasemdum með tillög- unni segir þetta: A fundi Norður-Atlantshafs- ráösins i BrGssel hinn lO.desem- ber 1981 var undirritaður við- bótarsamningur viö Norður-At- lantshafssamninginn frá 4. april 1949 um aðild Spánar. Viðbótar- samningurinn er prentaöur sem fylgiskjal með þingsályktunartil- lögu þessari. Meö þingsályktunartillögu þessari fer rikisstjórnin fram á heimild Alþingis til þess að Is- lanstaöfesti viðbótarsamninginn. Fylgiskjat. V i ð b ó t a r s a m n i n g u r við Norður-Atlantshafssamninginn um aöild Spánar. Aðilar Norður-Atlantshafs- samningsins sem undirritaður var i Washington 4. april 1949. hafa fullvissaö sig um að öryggi á Norður-Atiantshafssvæðinu mundi aukast við það að Spánn gerist aöili að samningnum og hafa þvi orðiö ásáttir um eftirfar- andi: 1. gr. Framkvæmdastjóri Atlants- hafsbandalagsins skal við gildis- töku viöbótarsamnings þessa bjóða, fyrir hönd allra samnings- aðila, rikisstjórn Spánar aö gerast aðili að Norður-Atlants- hafssamningnum. I samræmi viö 10 gr. samningsins verður Spánn aðili þann dag er Spánn afhendir rikisstjórn Bandarikja Ameriku aöildarskjal sitt. 2. gr. Viðbótarsamningur þessi skal ganga i gildi er allir aöilar Norður-Atlantshafssamningsins hafa tilkynnt rikisstjórn Banda- rikja Ameriku um samþykki sitt á honum. Rikisstjórn Bandarikja Ameriku skal skýra öllum aðilum Noröur-Atlantshafssamningsins frá þvi hvenær henni berst hver einstök slikt tilkynning, svo og frá þvi hvenær viðbótarsamningur þessi tekur gildi. 3. gr. Viðbótarsamning þennan, sem geröur er á ensku og frönsku þannig að báðir textar eru jafn- gildir, skal varðveita i skjalasafni rikisstjórnar Bandarikja Ame- riku. Sú rikisstjórn skal senda rikisstjórnum allra aöila Norður-Atlantshafssamningsins staðfest eftirrit af viðbótarsamn- ingnum. Þessu til staðfestu hafa neðan- skráðir fulltrúar meö umboði skrifað undir viöbótarsamning þennan. Lagður fram til undirritunar i Briissel 10. desember 1981 Breytingar á þingsköpum A fundi Neöri deildar alþingis I fyrradag mælti Benedikt Gröndal fyrir frumvarpi ti! Iaga um breyt- ingar á þingsköpum. t frum- varpinu er gert ráö fyrir ein- földun starfshátta I sambandi við meðferð þingsályktunartillagna, varðandi afgreiðslu fyrirspurna og ákvæði um umræöu utan dag- skrár. Svavar Gestsson, Halldúr Blöndal, Ólafur Þórðarson og Vilmundur Gylfason mæltu með meginefni þessarar tillögu og lýstu yfir jjeirri von sinni aö frumvarpið fengi afgreiöslu á þessu þingi. Helstu breytingar sem felast i þessu frumvarpi eru þessar: 1) Tillögum til þingsályktunar er skipt i tvo flokka eftir efni þeirra. Fjalli þær um stjorn- skipan, utanrikis- eöa varnar- mál eða staöfestingu fram- kvæmdaáætlana (t.d. vegáætl- unar) er gert ráð fyrir óbreyttri meðferð, tveim um- ræðum og nær ótakmörkuðum ræöutima. Um allar aðrar til- lögur skal fara fram ein umræða. Flutningsmaöur fái 10 minútur til framsögu, en siðan verði tillögunni visaö til nefndar án frekari umræðu. Þegar nefnd hefur afgreitt málið fer fram umræða um þaö, og fá framsögumenn nefndar og flutningsmaður 10 minútur, en siðan er ræðutimi takmarkaður við 5 minútur. Þingsályktunartillögur veröi aðeins leyfðar I sameinuöu þingi. Sá heildartimi, sem þær taka, mundi við þessa breyt- ingu styttast verulega. 2) Varðandi afgreiðslu fyrir- spurna verði sú breyting gerö, 7% olíu- gjald Lagt hefur verið fram á j Ialþingi lagafrumvarp um I tlmabundið oliugjald tii I fiskiskipa. Lögin um 7.5% • a olíugjald féllu úr gildi um ' Isiðustu áramót en ein for- I senda fiskverðsákvörðunar I nú nýverið var að oliugjaldið j ■ yrði 7% á þessu ári eða lækki ■ Ium hálft prósent. Einsog kunnugt kemur | oliugjaldiö ekki til hluta- , ■ skipta eða aflaverðlauna i Iheldur er tekiö af óskiptu. A athugasemdum meö frum- I varpinu segir m.a.: • Oliugjald utan skipa var ■ Itekið upp með lögum i mars I 1979. Gjaldið var i fyrstu | 2.5% af skiptaverði og fór , > hæst i 12% en var siöan lækk- ■ Iað aftur. Frá október 1980 til I siðustu áramóta var gjaldiö | 7.5% af skiptaverði. ■ • Á árinu 1978 fyrir oliu- ■ Iverðshækkunina 1979 og 1980, var olfukostnaður skipa á | botnfiskveiðum um 12.5% af , • heildartekjum. Á árinu 1979 ■ Ihækkaði hlutfall oliukostnaö- I ar i 16.2% af heildartekjum | (án oliugjalds) á árinu 1980 ■ • var hlutfallið 18.2%. Ætla | Imá, að á fyrstu mánuöum þessa árs verði oliukostnaö- | ur um 19.5% af heildartekj- ■ • um (án oliugjalds).” —óg ■ Mótmælir al- þingi einræð- isstjómiiuii í Tyr klandi? A alþingi hefur Vilmundur Gylfason lagt fram fyrirspurn til rikisstjórnarinnar um afstööu rikisstjórnarinnar til einræðis- stjórnarinnar i Tyrklandi. Fyrir- spurn Vilmundar er svohljóðandi: Hefur islenska ríkisstjórnin beitt áhrifum sinum innan Atlants- hafsbandalagsins til þess aö mót- mæla einræðisstjórn og mann- réttindabroti i öðru bandalags- riki, Tyrklandi? að einungis fyrirspyrjandi og ráðherra, sem svarar, taki til máls. Við þetta styttist sá timi, sem þarf til afgreiðslu á hverri fyrirspurn, og ættu þá aðrar fyrirspurnir að fá afgreiöslu mun fyrr. Óvist er að timi til fyrirspurna i heild styttist, en fleiri fyrirspurnum yröi svarað. 3) Sett verði i fyrsta sinn ákvæöi i þingsköp um umræöur utan dagskrár, en þær hafa á siðari árum orðiö veigamikill og nauðsynlegur þáttur þing- starfa. Gert er ráö fyrir, að slikar umræður fari aðeins fram i sameinuðu þingi, enda ekki eölilegt, að önnur deildin ræði ein „aökallandi mál, sem ekki þola bið.” Settar eru hömlur á ræðutima, svo að slikar umræður fari ekki úr böndum eða ryöji öörum þing- störfum frá.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.