Þjóðviljinn - 12.03.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.03.1982, Blaðsíða 5
Föstudagur 12. mars 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 '0 S fl cd) 1 Ég hef fundiðorsök bilunarinnar — fullkomlega úreltur partur I samstæðunni. (úr Spiegel). Hjörleifur Guttormsson: Náum tökum á örtölvutækninni 1 ræðu Hjörleifs Guttorms- sonar iðnaðarráðherra á ársþingi Félags islenskra iðnrekenda vék hann m.a. að þeirri spurningu sem á mörgum brcnnur nú: er örtölvubyltingin fagnaðarerindi eða martröð? Hjörleifur komst s vo að orði: Eg vil að lokum minna á þann þátt iðn- og tækniþróunar, sem án efa á eftir að setja mest mark á iðnað og mannlif i iðnvæddum rikjum þar sem eftir er af öldinni, einnig hérlendis. Þar á ég við ör- tölvuna og þær gifurlegu breyt- ingar á framleiðsluháttum og miðlun upplýsinga, sem henni tengjast. Menn greinir vissulega á um, hvort þær breytingar verði til góðs eða ills fyrir mannlegt samfélag, en fáir telja að undan þeim verði vikist, hvort sem okk- ur likar betur eða verr. Með þetta i huga er mikilsvert að reyna i tæka tið að hafa áhrif á hagnýtingu þessarar ótrúlegu tækni til heilla, og þvi geri ég þetta hér að umtalsefni. Flest ykkar hafið séð tilgátur um áhrif örtölvunnar i iðnaði og þjónustu- störfum til viðbótar þeim breyt- ingum.sem þegar eru komnar til framkvæmda. Fyrir fáum árum hefðu þær margar hverjar þótt minna á ævintýri. Þó stöndum við aðeins á þröskuldi þessarar þróunar að mati sérfróðra og má likjaþvi við bilaiðnaðinn við upp- • haf aldarinnar. örtölvan opnar leið til sjálf- virkni á flestum sviðum, þar sem hún leysirmannshöndina og flók- in og fyrirferðamikil tæki af hólmi. Með tilkomu hennar mun vinnutimi og fjöldi starfa sem i boði eru dragast hraðfara saman á sviðum sem einkum hafa tekið við vinnuafli á undanförnum áratugum, einkum i iðnaði og þjönustustörfum, svo sem á skrif- stofum, í bönkum og i opinberri þjónustu. Slik framtiðarsýn þykir að vonum ekki fagnaöarerindi með yfir 25 milljónir atvinnuleys- ingja í OECD-löndum þessa stundina. Vonir um að hin nýja tækni fylli sjálf i eyðurnar með nýjum verkefnum i stað þeirra sem hverfa þykja ekki liklegar til að rætast, enda eru teiknin i aðra átt þegar ótvfræð. Vissulega mun örtölvuiðnaðurinn bæta við sig mörgum til verka á næstunni, en einnigsá iðnaður stefnir hraðfara yfir f sjálfvirkni. Það sem helst heldur aftur af þróuninni á þessu sviði er skortur á fólki til starfa við hugbúnað og forritun. Afleiðingar örtölvunnar á framleiðni eru þegar næsta ótrúlegar á ýmsum sviðum og áhrifin á vinnumarkaðinn hljóta að kalla á grundvallarbreytingar varðandi vinnutima og vinnu- skipulag, ef ekki eiga að skapast óviðráðanleg félagsleg vandamál með fjöldaatvinnuleysi langt umfram það sem áður hefur þekkst. Stytting vinnutima, vald- dreifing og aukin áhrif starfs- manna á framleiðsluferli og vinnuskipulag virðast eina vit- ræna svarið til að forða sam- félagslegri upplausn eða mið- stýrðri harðstjórn af völdum ör- tölv uby ltingarinnar. Jafnt stjórnvöld sem aðilar vinnum arkaðarins hér sem annars staðar þurfa að búa sig undir að svara þessari þróun á skipulegan hátt til að örtalvan verði þjónn mannsins, en maðurinn ekki þræll hennar, eins og verkamaðurinn við færibandið i Núh'ma Chaplins. örtölvan og vélmenni eða „róbótar” eru óöum að leysa verkamanninn af hólmi og senda hann út í skugga og niðurlægingu atvinnuleysisins. Innlendir aðilar hafa um árabil hagnýtt sér þessa nýju töfra- tækni, sem byggir á smásæjum tengslum, sem um margtminna á mannshugann. Þjónustu við þessa innlendu aðila og samstarf þeirra þarf að efla á skipulegan hátt. Aðeins með þvi að bregðast þannig við nýjungum mun þjóð okkar halda velli i óbliðri sam- keppni tæknisamfélagsins. Ykkur sem hér eruð stödd eru þessi efni eflaust hugleikin, og þið iðnrek- endur hafið uppi kröfur um að islensk iðnfyrirtæki fái búnað af þessu tagi án aðflutningsgjalda. Undir þá kröfur tek ég um leið og ég hvet til innlendrar framleiðslu á þessu sviði og að við reynum að ná sem bestum tökum á þessum vaxtarbroddi inn i hið ókunna. Almennur st j órnmálafundur á Siglufirði Svavar Almennur stjórnmálafund- ur verður haldinn á vegum Alþýðubandaiagsins i Al- þýðuhúsinu á Siglufirði laugardaginn lJ3. mars kl. 17. Svavar Gestsson félags- og heilbrigðisráðherra og Ragnar Arnalds fjármála- ráðherra ræða um stjórn- málaviðhorfið og kosning- arnar i vor. Að loknum framsögum verða almennar umræður og fyrirspurnum svarað. Fundurinn er öllum opinn. Ragnar Alþýðubandalagið Arkitekt eða verkfræðingur með sérmenntun eða starfsþjálfun á sviði skipulagsmála óskast til starfa hjá Skipu- lagi rikisins frá og með 1. april n.k. Laun skv. launakerfi opinberra starfs- manna. Umsóknir er greini frá menntun og starfs- reynslu, skulu sendast skipulagsstjóra rikisins fyrir 27. mars n.k. Skipulag rikisins Borgartúni7,105 R. Blaðberabíó í Regnboganum 13. mars kl. 1.00 Sverðfimi kvennabúrsins Gamanmynd í litum. Isl. texti. Ath. miðinn gildir fyrir tvo. DJÚÐVIUINN FRAMLEIÐUM BRAUÐKÆLA ÖL- OG GOSDRYKKJAKÆLA og önnur frysti- og kælitæki sími 50473 &rB5fimrk Reykjavíkurvegi 25 Hafnarfirði STORMARKAÐSVERÐ leyft okkar verð verð Bragakaffi 1 kg 51.60 47.00 Robin Hood hveiti 10 lbs 41.10 28.80 Strásykur 2 kg 16.20 12.00 Rauðkál 16.50 14.95 Cheerios 198 gr 15.60 14.25 Coco puffs 340 gr - 30.65 27.50 Libbys tómatsósa 567 gr 14.35 12.95 Coop gr. baunir 1 /1 d 15.60 10.95 Gunnars majones 11 32.00 28.95 Kokteil ávextir 1/1 d 25.45 21.95 Perurl/ld 21.80 18.50 Ferskjur 1/1 d 22.30 18.80 Corn flakes 227 gr 14.50 9.30 ' Kjötskrokkar 1/1 og 1/2, gamla verðið 44.95 40.80 - Smjör 1/2 kg garnla verðið 32.45 28.25 Opið til kl. 22 föstudaga og hádegis laugardaga STÓRMARKAÐURINN .SKEMMUVEGI 4A KÓPAVOGI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.