Þjóðviljinn - 12.03.1982, Blaðsíða 15
Hringið í sima 81333 kl. 9-5 alla
~ virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum
Dýrir kjúklingar í Aski
Margra barna faðir i
Breiðholtinu hringdi á
Þjóðviljann og greindi
frá dálítilli prívatkönn-
un á verði kjúklinga í
Ask-borgaranum i
Breiðholti annarsvegar
og Laugaási hinsvegar.
Sagði hann að sami
kjúklingaskammtur hjá
þessum tveim aðilum
kostaði 130 kr. hjá
Ask-borgaranum en 98
krónur á Laugaási.
Taldi hann þetta talandi
dæmi um hina svokölluðu
frjálsu álagningu.
Ask-borgarinn væri eini
staðurinn i Breiðholti sinnar
tegundar og hefði þvi örugga
sölu á vöru sinni. Þá sagði
viðmælandi Þjóðviljans að
frönsku kartöflurnar og sósa
með kjúklingum væri mun
dýrari hjá Ask-borgaranum
en á Laugaási.
Lesanda finnst að Pétur
Sveinbjarnarson mætti að
ósekju lækka verðið á
kjúklingaréttum sínum.
Barnahornið
Myndin er eftir Hrafnkel Frey
Hlöðversson 6 ára.
Föstudagur 12. mars 1982 ÞJODVILJINN SIDA 15.
Kvöldvaka
í hljóðvarpi
Á dagskrá útvarpsins
í kvöld kl. 20.40 er þáttur
sem nefnist þvi hvers-
dagslega nafni „Kvöld-
vaka". Þátturinn tekur
hálfa aðra klukkustund
og koma ýmsir andans
menn þar fram, allir
íslenskir.
Guðrún A. Símonar syngur
við undirleik Guðrúnar Krist-
insdóttur. Þá verður sagt frá
Noregsferð frá heims-
styrjaldarárunum fyrri. Helgi
Kristjánsson segir frá, en
viömælandi hans er Þórarinn
Björnsson.
Þá flytur Oskar Halldórsson
ljóð eftir dr. Einar ólaf
Sveinsson og Rósa Gisladóttir
frá Krossageröi les seinni
hluta úrdráttar sins um
bræöurna Hjörleif og Jón
Arnasyni. Að lokum syngur
Meðaí þeirra sem koma fram
á Kvöldvöku Otvarpsins er
söngkonan kunna Guðrún A.
Simonar.
karlakór Isafjaröar nokkur
islensk lög.
• Útvarp
kl. 20.40
Taugatrekktur
kennari
Föstudagsmynd Sjónvarps-
ins veröur á dagskrá kl. 22.
Myndin fjallar um háskóla-
kennara i London og sam-
skipti hans við umheiminn,
ekki sist fjölskyldu sina. Sá
ljóður er á ráöi háskólakenn-
arans að hann er taugaspennt-
!ur og uppstökkur með af-
brigðum og slikt kann ekki
góðri lukku að stýra. Konan
tekur hafurtask sitt og barn
þeirra hjóna og hefur sig á
brott.
ö Sjónvarp
O kl. 22.00
Edda
Andrésdóttir
sér um
Skonrokk
Alan Bates i hlutverki háskólakennarans Bens Butley
Föstudagsmyndin:
,,Nei, nei, nei, nei. Það eru
cngar stórbreytingar i vænd-
um. Við Þorgeir ætlum bara
að skipta þessu með okkuar”,
sagði fjölmiðlakonan kunna,
Edda Andrésdóttir, er Þjóð-
viljinn fór að forvitnast um
auglýsta dagskrá Sjónvarps-
ins, þar sem nýtt nafn var
skyndilega tengt hinum
sivinsæla þætti „Skonrokk”.
Edda er semsé komin inn á
gafl hjá poppdeild Sjónvarps
og mun áreiðanlega heilla
hlustendur og áhorfendur.
Edda kvaðst hafa áður unniö
að þáttum fyrir Sjónvarpið,
m.a. „Það eru komnir gestir”
og „Hjónaspil”, spurn-
ingaþætti, sem var á skjánum
fyrir nokkrum árum.
i þættinum i kvöld kemur
Edda viða við. Þekktustu
gestir hennar eru sjálfsagt
hljómsveitin „Rolling
Edda Andrésdóttir, ekki sist
kunn fyrir framgöngu slna i
þættinum „I vikulokin”, mun
sjá um „Skonrokk” ásamt
Þorgeiri Ástvaidssyni næstu
mánuðina.
Stones”, en þess utan verða
ýmsar breskar og bandarisk-
ar hljómsveitir fengnar til aö
troða upp.
Sjónvarp
kl. 20.50