Þjóðviljinn - 12.03.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.03.1982, Blaðsíða 7
Föstudagur 12. mars 1982 ÞJóÐViLJINN — SIÐA 7 Olíueyðslumælir í skip og báta: Undratæki 1 olíukreppu Rabbað við Heimi Sigurðsson hjá Örtölvutækni s.f. OUueyöslumælirinn, sem kominn er i yfir 100 islensk skip og báta. Aö baki honum standa eigendur ör- tölvutækni s.f. fv. Björgvin Guömundsson, Arnlaugur Guömundsson og Heimir Sigurösson. Aliir viöurkenna aö örtölvu- bylting stendur yfir i heiminum. Þetta undratæki, sem menn bæöi óttast og bera viröingu fyrir yfir- tekur æ fleiri sviö þjónustu og at- vinnugreina. Vissulega hefur ör- tölvutæknin valdiö atvinnuleysi víöa um heim og fyrir bragöiö er hún hötuö af mörgum og ýmsir óttast aö hún eigi eftir að breyta heiminum enn meira en oröiö er, á þvi er varla vafi og aö afleiðing- arnar verði mjög alvarlegar. Þrátt fyrir það aö tölvan sé um- deiid, er þaö staðreynd aö hún hefur fjölmargar jákvæöar hliö- ar, sem eru öllum til góös. Sem dæmi um þaö, er oliueyösluimæl- ir sá sem örtölvutækni s.f. hefur um nokkurt skeiö framleitt og selt i skip og báta meö þeim ánægju- legu afieiöingum aö skipin geta sparaö allt aö 30% af oliueyðsl- unni, sem er ekkert smáræöi i þeirri oliudýrtiö, sem nú rikir. Heimir Sigurðsson er einn af þremur eigendum fyrirtækisins örtölvutækni s.f. og viö fórum á fund hans til að fræðast nánar um þetta undratæki og ýmislegt ann- að sem fyrirtækið er meö á sinum snærum og tengist örtölvutækn- inni. Heimir sagöi að þeir heföu byrjað með þetta fyrirtæki I sept- ember 1978 og það fyrsta sem framleitt var, voru hitamælar fyrir skip, til að mæla sjávarhita, en hitaskil geta veriö afar skörp i hafinu umhverfis tsland og það getur skipt miklu um fiskveiðar. En á árinu 1980 hófst fyrirtækið með stuðningi LIÚ handa um framleiöslu á oliueyöslumæli fyrir skip og báta og nú eru á ann- að hundrað skip með slika mæla innanborðs. Þessir mælar sýna skipstjórn- armönnum heildaroliunotkun, oliueyðslu pr. klst. miðað við hraða skipsins og eins oliueyöslu pr. sjómilu. Má nefna sem dæmi um hve gagnlegir mælarnir eru, að nótaskipið Grindvikingur GK eyðir 180 litrum af oliu á klst. ef hann gengur 10,5 sjómilur. Sé hraðinn aukinn um 1,5 sjómílu, uppi 12.0 þá er eyðslan orðin 380 litrar á klst. og sé hann keyröur á 14.0 sjómilna hraða er eyöslan orðin 500 litrar. Þannig að það er dýr hver milan umfram heppileg- asta hraða miðaö við eyðslu. Einn útgerðarmaður, sem fengiö hefur sér svona oHunotkunarmæli hefur látiö hafa eftir sér, að fyrir þá fé sem hann sparaði i oliueyðslu á einni vertið hefði hann getað keypt þær netaslöngur sem hann þurfti. Annað tæki frá örtölvutækni s.f. hefur vakið mikla athygli, en það er svonefndur afgasmæiir, en hann er tengdur við alla silendra skipsvélar og sýnir um leið ef ein- hver þeirra hitnar óeðlilega mik- ið. Með þessu móti má koma i veg fyrir alvarlegar vélaskemmdir. Þessir mælar eru nú þegar komn- ir i nokkur skip og hafa sannaö þar gildi sitt. Loks má geta þess að örtölvu- tækni s.f. er i samvinnu við Verk- og kerfisfræðistofnunina aö vinna að stóru verkefni fyrir Hitaveitu Suðurnesja. Eru það örtölvutæki til að fylgjast meö ýmsum rekstr- arþáttum eins og hita, rennsli, þrýstingi o.fl. Tæki þetta flytur upplýsingar um þessa þætti til tölvu sem þegar vinnur úr upp- lýsingunum og sýnir þær á skjá eða prentar þær út. Sagði Heimir aö fyrirtækiö heföi tekiö að sér ýmis önnur verkefni fyrir fyrirtæki og stofn- anir, en sifellt væru fleiri og fleiri þættir atvinnulifsins að færast yf- ir i örtölvutæknina, en möguleik- arnir sem hún býöur uppá mjög margir. — S.dór Flensborgarskóli sýnir VOJTSEK eftir Georg Biichner Leikgerö og leikstjóri: Inga Bjarnason Þýðing: Þorsteinn Þorsteinsson Tóniistarstjóri: Hákon Leifsson Upþsetning Ingu Bjarnason á hinu sigilda og siunga verki Biichners er óvenjulega metnað- ar- og dirfskufull af skólasýningu að vera. Inga hefur stytt verkið nokkuð og þjappað þvi saman, þannig að Utkoman verður sam- felld klukkustundar sýning, og virðist mér hún koma öllu sem máliskiptir veltil skila.Verkið er brotakennt (og reyndar ófullgert) frá hendi höfundar, en Ingu hefur tekist mjög vel að skapa úr þvi samhangandi heild, sýningu sem rennur áfram viðstööulaust og skilur eftir geysisterk heildar- áhrif. Leikrit Biichners, sem er samið 1836, er merkilegt fyrir margra hluta sakir og á undan sinni sam- tið hvað snertir efni og stil. Skyldi Vojtsek ekki vera fyrsta andhetj- an í leikbókmenntunum, fyrsta dæmiðum að aðalpersónan sé al- gert fórnarlamb utanaðkomandi afla. t Vojtsek s jáum við manninn meðhöndlaðan sem vél, sviptan mannlegri reisn, troðinn kerfis- bundið niður i svaöið, þar til hann fremur ódæði i örvæntingu sinni, drepur barnsmóður sina, sem reyndar hefur átt drjúgan þátt f niðurlægingu hans. Frásagnaraðferð Biíchners er einnig óvenjuleg og i andstöðu við rikjandi hefðir. t stað heillegrar frásagnar sýnir hann okkur heim Vojtseks i sundurlausum brotum, — stillinn verður spegilmynd af þeim brotakennda heimi sem Vojtsek lifir f. Það er hins vegar nokkur vandi að koma þessum brotum saman i heillega sýningu og hefur oftmistekist hrapallega, sbr. uppsetningu H'ádrichs á verkinu i Þjóðleikhúsinu á sinum tima sem margir minnast með skelfingu. Með samþjappaðri leikgerð sinni og með þvf að láta leikinn berast viðstöðulaust milli fimm leiksvæða tekst Ingu að ná fram hraða og hrynjandi sem skilar verkinu i heilu lagi. Gunnar Richardsson I hiutverki Vojtsek. Hinn hrjáði lítilmagni Um leið tekst að gera áhorfend- ur virka i sýningunni. Margt hef ég reynt misjafnt og misheppnað i þeim efnum, en hér tekst þetta á eðlilegan og áreynslulausan hátt. Við eltum hersveitina inn i sýn- ingartjaldið og horfum með henni áskripalætin sem fram fara, sið- anerum við skyndilega komin inn ákráog þar tekstað skapa raun- verulega kráarstemmningu sem áhorfendur verða ósjálfrátt hluti af, og að lokum erum við gerð að áhorfendum að aftöku Vojtseks. Einkum varð stemmningin sterk i atriðinu á kránni sem um leið er hápunktur verksins. Þar varð lika ofbeldið sem Vojtsek er beittur andstyggilegast og áþreifanlegast, bæði vegna lik- amlegrar nándar og eðliiegs um- hverfis og svo vegna frábærs leiks þeirra Lárusar Vilhjálms- sonar i hlutverki Tambúrmajórs- ins og Gunnars Richardssonar i hlutverki Vojtseks. Lárus túlkar hinn ruddafengna og dýrlega majór m jög kröftuglega og Gunn- ari tekst að sýna okkur angist og örvæntingu Vojtseks og siðan sturlun hans þannig að tekur til hjartans. Aðrir leikarar standa sig eftir bestu getu og ber sér- staklega að hrósa þeim öllum fyr- ir frábæra nákvæmni og einbeit- ingu.og hefur Inga hér uppskorið rikulega sitt erfiði. Oll umgerð sýningarinnar er til fyrirmyndar, leikmynd, búning- ar, ljósanotkun — allt á atvinnu- mennskustigi. Og tónlistin undir stjóm HákonarLeifssonarer flutt af öryggi og glæsibrag, einkum var tónflutningur i kránni sérlega áhrifamikill. Þetta er sýning sem aðstand- endur geta veriö stoltir af. Sverrir Hólmarsson erlendar bækur Nicos Fouiantzas: Classes in Contemporary Capi- talism. Translated from the French by David Fernbach. Verso Edition 1979. Höfundurinn er kunnur fyrir rit sin um marxisk fræði. I þessu riti ræöir höfundur um stéttagerð nú- tima kapítalskra rikja og ný við- horf sem mótast hafa af viöskiptum „þjóðrikja” og al- þjóölegs auðmagns i gervi fjöl- þjóðahringa. Hér fjallar hann ýtarlega um hugtakið „smáborg- aranp” og sýnir fram á hvernig inntak hugtaksins hefur breyst, frá þvi aö merkja smákaupmenn og iðnaöarmenn, yfir i þá merk- ingu, sem þaö hlýtur aö hafa nú á dögum, sem sé, skrifara eöa kóntórista og yfirkontórista og launaða starfskrafta og sérhæfða starfskrafta og sérfræðinga i iðnaðarsamsteypum og verslun. Þessi mikli skari skrifara, „sér- fræöinga” i öllum mögulegum greinum og fjöldinn i þjónustu- greinunum eru „smáborgarar” nútimans. Poulantzas telur að væntanleg umbylting samfélag- anna til sósialisma geti ekki átt sér stað, án stuönings þessa fjölda. Hann tekur dæmi frá Chile, þar sem erlendum öflum tókst að gera þennan fjölda frá- hverfan Allende-stjórninni á fölsuöum forsendum, Höfundurinn gerir stéttagerð nútimans ágæt skil og einnig nú- tima framleiðsluháttum og aö- ferðum ný-kapítalismans I sam- skiptum við starfskraftana. Þetta er athyglisverö bók og er full þörf á þvi aö kenningar og skoðanir höfundar eigi aðgang að þeim öfl- um hérlendis, sem vilja forða landsmönnum frá frekari ágengni fjölþjóðahringa og keyptra umboðsmanna þeirra hérlendis.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.