Þjóðviljinn - 12.03.1982, Qupperneq 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 12. mars 1982
Föstudagur 12. mars 1982 þJöÐVILJINN — StÐA 9
Sameiginlegt prófkjör
1 Grindavík á sunnudag:
Þessir gefa kost
á sér á lista Al-
þýðubandalagsins
Sameiginlegt prófkjör stjórnmálaflokkanna fer fram i Grindavik á
sunnudaginn kemur. Prófkjörið fer fram i samkomuhúsinu Festi og er
kjörtlmifrá þvikl. lOum morguninn til kl. 22.00um kvöldiö.
Þetta prófkjör er bindandi fyrir þá frambjóðendur Alþýðubandalags-
ins sem hljóta yfir 25% kjörfylgis flokksins I siðustu kosningum.
A lista Alþýðubandalagsins skal merkja við minnst 3 nöfn og skal
kjósandi raða frambjóöendum i þá röð sem hann kýs að þeir verði á
framboðslistanum.
Þessir 10 félagar hafa gefið kost á sér á lista Alþýðubandalagsins:
' Guðrún
Matthiasdóttir,
kcnnari,
| Húsatóftum.
Helga Enoksdóttir, Hinrik Bergsson,
húsmóðir, vélstjóri
formaöur Verkal.f. Austurvegi 4
Grinda víkur,
Heiðarhrauni 20.
Hjálmar Haraldsson,
stýrimaður
Staðarvör 5
Jón Guðmundsson,
pipulagningameistari,
Leynisbraut 10
Kjartan
Kristófersson,
bæjarfulltrúi
Heiöarhrauni 49.
Már Valdimarsson,
trésmiður
Selsvölium 13
Ólöf ólafsdóttir,
ráðskona
Heiöarhrauni 54.
Sigurlaug
Tryggvadóttir,
húsmóðir,
Staöarhrauni 22.
Þorvaldsson,
stýrimaöur,
Staöarvör 2.
Á FERÐ í GRINDAVÍK — Spjallað við fólk um fisk
Er blaðamann og
Ijósmyndara Þjóðviljans
bar að garði i Grindavík í
fyrradag skein þar sól í
heiði/ en andkalt var og
vindur blés af hafi. Flestir
bátar höfðu farið á sjó
þennan dag og voru þeir
smæstu að koma að landi.
Ekki var tiltakanlega mik-
íII sjór að sögn Grindvík-
inga, en þó braut úti fyrir
innsiglingunni. Við fylgd-
umst með þvi hvernig
bátarnir þræddu krókaieið
upp að landinu, slóuðu
meðan þeir biðu eftir lagi
og skutust svo innfyrir
brimgarðinn eins og þeir
sem stjórnuðu bátunum
væru að sýna Ægi konungi
snilld sína í stilfögrum
dansi.
Þessa list hafa skipstjórnar-
mennirnir I Grindavlk leikið svo
ótal sinnum, að aðferðin festist i
vitund þeirra og að lokum veröur
hún vanabundin og hversdagsleg
athöfn, sem enginn hefur orö á, þó
landkrabbar fyllist undrun. Hér
áður og fyrr, er skipin voru frum-
stæðari og tækin færri, tókst þó
hönd hafsins aö hrifsa til sin
margan hraustan drenginn, en
það er önnur saga.
Vigtarmenn
vita allt
Viö komum náttúrlega við á
hafnarvoginni á leið okkar niður
að höfninni. Þar hittum við fyrir
Bjarna Þórarinsson vigtarmann
og spuröum hann um aflabrögö
eftir að hafa kynnt okkur sem
blaðamenn. Þegar hann hafði lýst
þeirri reynslu sinni að blaðamenn
heföu aldrei neitt rétt eftir sagði
hann okkur, að komiö hefðu á
land 788 tonn á þriðjudaginn og
hefði þaö verið þriggja og
fjögurra nátta fiskur. Þetta væri
góöur fiskur, mest ufsi og þorsk-
ur. Er hann var spuröur hvernig
Grindvikingar önnuðu þvi aö
vinna svo mikinn afla, sagði
Bjarni að ekki væri allt unnið þar
á staönum, heldur færi sumt burt,
til dæmis til Keflavikur.
Hann sagöi að Grindvikingum
blöskraöi ekki þetta aflamagn,
þvi hér áöur og fyrr hefði það ekki
þótt neitt sérstakt þó kæmu á land
12—1300 tonn á dag I aprll.
(Jti I brimgaröinum sjáum við hvar vélbáturinn Þorbjörn er kominn inn fyrir brotið.
bátnum kom vænn þorskur, auli
eins og stórþorskur var kallaður á
heimaslóðum blaðamanns. 1
lestinni var einnig ufsi.
Allir fá vinnu
sem nenna því
Síðan var förinni heitið til
Guðna ölverssonar bæjarfulltrúa
Alþýðubandalagsins I Grindavlk,
en hann er kennari viö grunn-
skólann.
Hann sagði okkur að atvinna
hefði veriö þokkaleg I Grindavik I
vetur og allir sem vildu vinna
fengju vinnu. Oft -væri unninn
langur vinnudagur, en þrátt fyrir
það v*ri félagslif I bænum
nokkuö mikiö. Ungmennafélagið
starfaði ötullega og einnig leikfé-
lagiö sem nýlega hefði staöið
fyrir leiksýningu á Grænu lyft-
unni.
Hann sagði helstu framkvæmd-
ir bæjarins vera við vatnsveitúná,
en þeim hefði seinkað og lyki ekki
fyrr en meö vorinu. Grindvik-
ingar tækju allt sitt vatn úr bor-
holum og vantaði meira vatn,
ekki sfst fyrir frystihúsin, sem
eru þrjú auk margra minni fisk-
verkunarstöðva.
Guðni sagði að grunnskólinn
byggi við mikil þrengsli og væru
460 nemendur I skólanum og væri
hann þrisetinn aö hluta. Bygging
nýs skóla væri þvi brennandi mál,
en fjármagn sem hefði átt að fara
til skólabyggingarinnar hefði
verið tekiö i byggingu Iþrótta-
húss, sem kratar lofuöu fyrir
siðustu kosningar aö byggja á
einu ári. íþróttahúsið væri hins
vegar enn órisið.
Eftir kaffið hjá Guðna og spjall
um ótal aðra hluti héldum við á
brott. Það var tekiö að dimma til
hafsins og okkur varð hugsað til
þeirra sjómanna sem enn væru að
draga net sin úr sjó, er kolsvart
éliö skall yfir.
— Svkr.
Þarna liggur iþróttahúsið, sem kratarnir ætluðu að reisa á einu ári.
Húsið er úr einingum.
Myndir -gel
Texti -Svkr.
Afla landað úr Ingólfi.
Er Bjarni var spuröur að þvi
hvernig vertlðin heföi gengið
svona almennt, þá svaraði hann
þvi til aö hún hefði veriö helvltis
ræfill, tiðarfarið hefði verið illt,
eilifar ógæftir. Ekki fannst hon-
um mikill sjór; þó tefði hann
kannski minnstu bátana.
Hvar bátanir væru með net sln?
Þeir væru með net sin frá fjöru-
borði út I landgrunnskant.
Þessu næst fórum viö félagar
niður á bryggju. Þar var verið að
landa úr vélbátnum Ingóifi, sem
er i kringum fimmtán tonn að
stærð aö okkur sýndist. Upp úr
Verkamannabústaöir i Grindavik. Búið er að afhenda fbúðir I fyrsta
áfanga, ibúðir I öðrum áfanga veröa afhentar I vor og sá þriðji verður
byggður á næsta ári.
Guðni ölversson.
Bjarni Þórarinsson: Vertfðin hef-
ur verið helvitis ræfill.
Hver hefur komið með mestan aflann i gær? Aflatölur skoðaöar.