Þjóðviljinn - 23.03.1982, Side 3
ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 3
I-------------
I Iðnaðarmenn
iog
J verktakar
! a
! Austurlandi:
Fundur iðnaðar-
manna og verktaka á
Austurlandi samþykkti
um helgina einróma að
skora á Alþingi að
samþykkja strax heim-
ildarlög um kisilmálm-
verksmiðju á Reyðar-
firði. Starfshópur á
vegum iðnaðarráðu-
Fundir um kisilmálmverksmiöju á Reyðarfiröi: austfirskir byggingaraðilar vinni verkið.
I 1
1 J 1
m 1 | 'ttf
1
ijHTi
KlV <~**
Kísilmálmverksmiðja rísl
strax á Reyðarfirði
neytisins skilaði nýlega
skýrslu um athugun
fyrir slika verksmiðju
og komst að þeirri nið-
urstöðu að allgóður
grundvöllur væri undir
slikan orkufrekan iðn-
að á Reyðarfirði.
Nokkrir frummælendur voru
á fundi, sem Samband sveitar-
félaga i Austurlandskjördæmi
boðaði til á Reyðarfirði sl. laug-
ardag og að lokinni framsögu
skiptu menn sér i vinnuhópa.
Það var samdóma álit allra að
óska eftir þvi að austfirskir
byggingaaðilar hefðu forgang
að byggingu verksmiðjunnar, ef
af verður. Töldu menn að með
sameiningu og samvinnu verk-
taka i hverri grein væri unnt að
vinna þar eystra þau verk sem i
boði kynnu að vera.
I lok ályktunar fundarins á
Reyðarfirði segir eftirfarandi:
„Fundurinn leggur áherslu á,
að staðið verði þannig að fram-
kvæmdum og rekstri kisil-
málmverksmiðjunnar, að hún
verði til eflingar almennri iðn-
þróun á Austurlandi.
Að lokum skorar fundurinn á
austfirsk fyrirtæki að vanda til
eigin undirbúnings vegna þess-
ara framkvæmda og efla með
sér samstöðu svo þeim nýtist
sem best þau tækifæri sem
bygging og rekstur kisilmálm-
verksmiðju á Reyðarfirði býður
upp á.”
Sjá viðtal við Finnboga Jóns-
son i 'iðnaðarráöuneytinu á bls.3
— h.b./—v.
Staðarval
steinullar-
verksmiðju:
Okkur ofbjóöa um-
mæli Sunnlendinga
segir Þorsteinn Þorsteinsson, bæjarstjóri á Sauðárkróki
Ég verð að játa það að okkur
norðanmönnum ofbjóða um-
mæli og önnur viðbrögð Sunn-
lendinga viö staöarvals-ákvörð-
un iðnaðarráðherra á steinull-
arverksmiðjunni og ætlum að
halda fjölmiðlafund innan tiðar,
þar sem viö munum skýra nán-
ar okkar hlið á málinu, sagði
Þorstcinn Þorsteinsson, bæjar-
stjóri á Sauðárkróki, i samtali
við Þjóðviljann i gær. Það hefur
án vafa ekki fariö framhjá nein-
um, að Sunnlendingar hafa
tekið staðarvalinu illa og hafa
haft uppi stór orð i fjölmiðlum
þar um og fundiö Sauöárkróki
flest til foráttu hvaö varðar
staðsetningu verksmiðjunnar.
Þorsteinn sagöi aö sú fullyrð-
ing Sunnlendinga að Sauðár-
krókur væri lakasti kosturinn i
þessu máli væri alröng. Það
hefði komið fram hjá nefnd
þeirri sem athugaöi allt þetta
mál og skilaði áliti fyrir ári siö-
an, að miðað við steinullar-
framleiðslu til útflutnings, væri
flutningskostnaður Sauðárkróki
ióhag, sem næmi 2,7% af veltu.
Hins vegar ef miðað er eingöngu
við innanlandsmarkaö, þá
standa staðirnir jafnir. Ráö-
herra lét sérfræðinga meta til-
lögurnar og skiluðu þeir áliti 19.
des. s.l. og komust þeir að þeirri
niðurstöðu að litil verksmiðja,
með innanlandsmarkað i huga,
væri hagkvæmasti kosturinn, og
mismunurinn á Sauöárkróki og
Þorlákshöfn þá litill eða enginn.
Hins vegar kemur þaö fram,
að ef verksmiöjan veröur reist á
Sauðárkróki mun flutningakerfi
landsins nýtast betur en nú er,
atvinnuleg áhrif eru hagstæðari
ef byggðasjónarmið eru höfð i
huga. A það beri einnig að lita,
að hér er aðeins f jallaö um einn
iðnaöarvalkost, en möguleikar
Sunnlendinga eru meiri til iðn-
væðingar á öðrum sviöum, og
þvi hægt að finna annan jafn
góðan valkost fyrir þá á sama
tima, en bæði byggðarlögin hafa
þörf fyrir iðnvæöingu.
Það er þvi alveg ljóst þegar á
allt er litið, aö Hjörleifur gat
ekki annað en valið Sauöárkrók,
sagði Þorsteinn Þorsteinsson
bæjarstjóri að lokum.
S.dór
Sunnlendingar eru reiðir
vegna staðarvals steinullarverksmiðjunnar
Sú ráðagerö Hjörieifs
Guttormssonar, iðnaðar-
ráðherra, að mæla með
staðsetningu steinullar-
verksmiðju á Sauðar-
króki hefur valdið mikilli
reiði meðal Sunnlend-
inga, segir í fréttatil-
kynningu frá Samtökum
sunnlenskra sveitarfé-
laga, sem boðuðu til sér-
staks fundar sl. laugar-
dag vegna þessa máls.
1 ályktun fundarins segir m.a.
að fulltrúaráð sambandsins
mótmælti harölega framkom-
inni tillögu iönaöarráðherra um
þátttöku rikissjóðs i byggingu
steinullarverksmiöju á Sauöár-
króki. Mótmælin byggjast með-
al annars á þvi að Sauðárkrókur
sé sisti valkosturinn, sem til
greina gat komið að reist yrði
verksmiöja, samkvæmt niður-
stööum iðnaðarráðuneytisins.
Ennfremur á þvi að SSS hafi
haft forgöngu um stofnun Jarö-
efnaiðnaöar h.f. á árinu 1974
með þátttöku allra sveitarfé-
laga á Suðrurlandi og aö fyrsta
málefni félagsins hafi verið
bygging steinullarverksmiðju i
Þorlákshöfn. Þvi miði tillaga
iðnaðarráöherra að þvi að gera ■
aö engu þau áform um iðnaðar- |
uppbyggingu a Suðurlandi sem ■
unnið hefur verið aö sl. 10 ár. Ef I
byggðarsjónarmið eigi alfarið ■
að ráða staðarvali steinullar- I
verksmiðju er ljóst að hvergi er I
meiri þörf aívinnuuppbygging- ■
ar en á Suðurlandi. Loks er |
fagnað framkominni þings- ■
ályktunartillögu frá þingmönn- I
um kjördæmisins.
— S.dór ■
Hrikalegur
munur á
kyndingar-
kostnaði
1 blaöinu „Birtingi”, sem
Alþýðubandalagsfélag
Grundarf jaröar gefur út var
gerð úttekt á muni þess að
kynda hús með oliu, raf-
magni eða hitaveitu og I öll-
um tilfellum stuðst við állka
stór einbýlishús. t Ijós kemur
að kostnaðarmunurinn er
1 vægt sagt hrikalega mikill.
I dæmi 1 er tekið fyrir ein-
býlishús i Grundarfiröi, 112
Ifermetrar, 4 herb. eldhús,
jstofa, kjallari. Kynding er
rafhitatúba og er meðal-
jkostnaöur á mánuði 1.014 kr.
eöa samtals 12.173 kr. á ári.
1 dæmi 2 er um að ræða
130 ferm. einbýlishús i Kópa-
vogi, 4 herbergi, eldhús,
stofa og kjallari. Kyndingin
er hitaveita og kostnaöur 190
kr. á mánuði eða samtals
2.280 kr..á ári.
I dæmi 3 er einbýlishus I
Grundarfirði, 114 fermetrar
3 herbergi, eldhús, stofa og
kjallari. Kynding er oliu-
kynding. Meöaltalskostnað-
ur á mánuði 1.012 kr. en oliu-
styrkur vegna 4ra Ibúa 373
kr. og verður kostnaðurinn
þá að meðaltali 639 kr. á
mánuði. Alls er kostnaðurinn
12.144 kr. á ári, oliustyrkur-
inn 4.480 kr. og samtals er þá
kyndingarkostnaöurinn á ári
7.664 kr.
I þessu máli er ekki hægt
að alhæfa varðandi landið
allt, vegna þess að raforku-
verð er mismunandi á land-
inu, og hitaveituverð einnig,
dæmið hér aö ofan er þvi að-
eins miðaö viö Grundarfjörö
og Kópavog.
— S.dór
Skákmót á sæluviku
Skagfiröinga
Jóhann
efstur
I tilefni af nýbyrjaðri sæluviku
Skagfirðinga efndu Sauðkræk.-
ingar til svonefnds sæluvikuskák-
móts, sem fram fór um siðustu
helgi. 36 þátttakendur mættu'til
lciks, þar af 6 skákmenn úr
Reykjavik, sem sérstaklega hafði
veriðboðin þátttaka ogeinn skák-
maður frá Akureyri. Fyrirkomu-
lag keppninnar var með þeim
hætti að tefldar voru 11 umferðir
eftir svissneska kerfinu og I
hverri umferö höföu menn hálfa
klst. til að ljúka skákinni.
Sigurvegari mótsins varð Jó-
hann Hjartarson, hlaut 10 vinn-
inga. I 2.-4. sæti komu alþjóðlegu
meistararnir Margeir Pétursson,
Jón L. Arnason og Helgi Ólafsson
með 81/2 vinning. 1 5.-6. sæti urðu
Elvar Guðmundsson og Asgeir Þ.
Árnason með 7 vinninga. Áskell
örn Kárason og Bragi Haldórsson
deildu 7. sætinu með 6 1/2 vinning
en 6 vinninga hlutu Geirlaugur
Magnússon, Jón Arnljótsson,
Nökkvi Eliasson, Albert Geirs-
son, Pálmi Sighvatsson og Har-
aldur Hermannsson.
Stefnt er að þvi að mót með
þessu sniði verði fastur liður á
sæluviku. —hól.
V ísitala
byggingar-
kostnaðar
Hagstofan hefur reiknað visi-
tölu byggingarkostnaðar eftir
verðlagi i fyrri hluta mars 1982 og
reyndist hún vera 1015,33 stig,
sem lækkar I 1015 stig (október
1975 = 100). Gildir þessi visitala á
timabilinu april-júní 1982.