Þjóðviljinn - 24.03.1982, Page 3

Þjóðviljinn - 24.03.1982, Page 3
Miövikudagur 24. mars 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Borgarráð krefst staðfestingar á gjaldskrárhœkkunum Áskilur sér bótarétt Á fundi borgarráðs Reykjavik- ur var samþykkt einróma að beina þvi til iðnaðarráðherra að hann staðfesti nú þegar 13.5% hækkun á gjaldskrá Hitaveitu Reykjavikur og 22% hækkun á gjaldskrá Rafmagnsveitu Reykjavikur, sem borgarráð hefur fyrir nokkru samþykkt fyrir sitt leyti i samræmi við það álit þess að verðstöðvun sé úr gildi fallin á gjaldskrám opin- berra fyrirtækja. Borgarráð telur það einungis formsatriði að fá staðfestingu ráðherra á hækkun- inni. Borgarráð krefst bóta fyrir tekjutap veitustofnana hafi gjald- skrár ekki verið staðfestar fyrir 1. april næstkomandi og vekur at- hygli á þvi að ráðherra geti skapað rikissjóði bótaskyldu með þvi að draga ákvörðunatöku óeðlilega. Hjörleifur Guttorms- son iðnaðarráðherra sagði i gær að sér hefði ekki borist sam- þykkt borgarráðs og hefði hann ekkert um málið að segja aö svo stöddu. —ekh Norræna húsið: Den allvar- samma leken Nýleg sænsk kvikmynd frá ár- unum 1976-77 verður sýnd i Nor- ræna húsinu i kvöld kl. 20.30 Den allvarsamma leken gerist fyrir og um aldamótin siðustu og fjallar um ástarsamband ungs blaðamanns og dóttur listmálara i sænska skerjagarðinum. Sam- timaatburðir eins og Dreyfus- málið tengjast sögunni sem er byggð á skáldsögu Hjalmars Söderberg frá 1912. Leikstjóri myndarinnar er Anja Breien. Myndin er gerð i samvinnu sænskra og norskra fram- leiðenda. Myndin er sýnd á veg- um sænska sendikennarans við Háskólann. Aðgangur er ókeypis. 15 nýir vagnar hafa bæst i flota SVR undanfariö. Nýtt leiðakerfi I borginni innan tlöar. Ljósm. gel. Leiðakerfi Strætisvagna Reykjavíkur: Nýtt leiðakerfi 1 burðarliðnum Stórfelldar breytingar eru fyrirhugaöar á leiöakerfi Stræt- isvagna Reykjavikur og mun lögö megináhersla á aö bæta verulega þjónustu viö Ibúa út- hverfa borgarinnar. Þetta kom fram i máli Guörúnar Agústs- dóttur, stjórnarformanns SVR og varaborgarfulltrúa Alþýöu- bandalagsins viö umræöur I borgarstjörn. Lagt er til aö úthverfunum verði þjónað með 5 hraðleiðum og fimm hægleiðum sem allar kæmu á sama tima á nýja skiptistöð i Mjódd i Breiðholti. Við þessa ráðstöfun skapast einnig góð tengsl við austur- hluta Kópavogs, en talsverður samgangurer þar á milli leiðar- kerfa. Guðrún Agústsdóttir kvaðst vonast til að hið nýja leiðakerfi, sem verið hefur i athugun frá þvl I ársbyrjun 1981, liti brátt dagsins ljós. Ibúum Breiðholts, Árbæjarhverfis og Eiðsgranda væri mjög að fjölga og þvi yrði Guörún Ágústsdóttir stjórnar- formaður SVR: miklar breyt- ingar framundan á leiöakerfi strætisvagnanna. kappkostað að haga nýju leiöa- I kerfi I samræmi við þaö. Sam ■ kvæmt lauslegum útreikningum I yröi aö fjölga vögnum um ca. I 20%. Við þetta kemur reksturs- I kostnaðurinn til meö að aukast * um 15%, en verði ekki keyptir I fleiri vagnar er ljóst að kostnað- I ur við rekstur þeirra sem nú eru I i notkun, mundi aukast veru- ■ lega. Þess má geta að á núver- I andi fjárhagsáætlun Reykjavik- I urborgarer gert ráð fyrir tæp- I lega 13 milljónum króna til ■ kaupa á nýjum vögnum, en 15 I vagnar hafa bæst i flota SVR á I siðustu misserum. Fram kom i máli Guðrúnar 1 við umræöumar i borgarstjórn að farþegum SVR hefur fækkað úr 17 miljónum 1962 i aðeins 11 miljónir 1980. Hins vegar hefur á siðustu tveim árum tekist aö , snúa þessari óheillaþróun við og ■ er aukning farþeganna frá 1980 I um 13%. Aftur á móti hafa leiðir I lengst og hlutfall reksturskostn- , aðar stórhækkað undanfarin ár. ■ Skákkeppni stofnana: Sveit ríkis- spítalanna sigraði — Þjóðviljinn varð í 7. sæti A sveit Rikisspitala sigraöi i skákkeppni stofnana sem lauk siöastliöiö mánudagskvöld. Sveit- in haföi talsveröa yfirburöi i keppninni og fékk 2 1/2 vinning fram yfir næstu sveit, sem var A- sveit Búnaðarbankans. Búnaðar- bankinn hefur unniö keppni þessa tvö undanfarin ár og reyndar má segja aö meö sigri Rikisspital- anna hafi margra ára einokun bankaveldisins veriC aflétt. Sveit Rikisspitalanna var skipuö þeim Sævari Bjarnasyni, Dan Hansson, Róbert Haröarsyni og Lárusi Johnsen. Röö 10 efstu sveitanna varö annars sem hér segir: 1. A-sveit Rikisspitalanna 23v. 2. Búnaðarb. A-sveit 20 l/2v. 3. Verkamannabúst. 20v. 4. Grunnskólar Rvk. 17v. 5. Landsbankinn A-sveit 16 l/2v 6. Útvegsbankinn 16v 7. Þjóöviljinn 15v 8. Morgunbl. 14 l/2v 9. Flugleiðir 14v 10. C-sveit Rikisspitala 13v Sveitirnar i A-riðli stofnana- keppninnar voru 22 talsins en i B- riðli þar sem keppni er ekki lokið eru sveitirnar 24. Hraðskák- keppni stofnana fer fram næsta mánudagskvöld. — hól. Deila starfsfólks ríkisverksmiðjanna Hægt mlðar Hægt miðar i samkomulagsátt i deilu starfsfólks rikisverksmiðj- anna og vinnumálanefndar. Deilu þessara aðila var visað til rikis- sáttasemjara fyrir u.þ.b. hálfum mánuði siðan en fyrir hönd em- bættisins fer Guðmundur Vignir Jósepsson vararikissáttasemjari með málið. Guðlaugur Þorvalds- son rikissáttasemjari er i leyfi um þessar mundir. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Þjóðvilj- inn hefur aflað sér er verið að fara yfir kröfur starfsfólks rikis- verksmiðjanna og stóð l'undur nær samfellt frá kl. 10 i gær- morgun og langt fram á dag. —hól Böðvar Guömundsson Raul Flores Ayala E1 Salvador Almennur fundur í Félagsstofnun stúdenta Komið og kynnið ykkur hvað er að gerast í El Salvador frá fyrstu hendi í Félagsstofnun Stúdenta kl. 20.30 á f immtudagskvöldið. Aðalræðumaður kvöldsins eru fulltrúi andstöðuafl- anna FDR-FMLN í El Salvador, Raul Flores Ayala. Fundarstjóri er Böðvar Guðmundsson. Sýnd verður ný kvikmynd um ástand mála í El Salva- dor og fyrirspurnum svarað. Að fundinum standa Alþýðubandalagið, Framsóknar- flokkurinn, Kommúnistasamtökin, Fylkingin og El- -Salvadornefndin á Islandi. El Salvador-nefndiná Islandi Aðalfundur Félags járniðnaðarmanna Byrjað verði á skipa- verkstöð sem fyrst Félag járniðnaðar- manna hefur á aðalfundi beint þvi til borgarfull- trúa og alþingismanna Reykjavikur að þeir beiti sér sérstaklega fyrir þvi að útvegað verði fjármagn til upp- byggingar skipaverk- stöðvar i Reykjavik og hafist verði handa hið fyrsta við framkvæmdir á uppbyggingu skipa- verkstöðvarinnar. I samþykkt aöalfundarins er aödragandi og staöa þessa máls rakin nokkuö. Þar segir: „Félagsmenn Félags járniön- aöarmanna fögnuðu þvl er núver- andi rikisstjórn var mynduð, aö i stjórnarsáttmála hennar er ákvæði um aö stuölað veröi aö byggingu skipaverkstöövar i Reykjavik. Einnig hafa félags- menn Félags járniðnaöarmanna fagnað samþykktum hafnar- stjórnarinnar i Reykjavik frá 5. april 1979 og 28 ágúst 1981, um aö hefja undirbúning aö uppbygg- ingu frambúöaraðstööu fyrir skipaverkstöð I Kleppsvik. Þær samþykktir voru siöar staöfestar samhljóöa af Borgarstjórn Reykjavikur. Meginhluti Islenskra kaup- skipa, um fjóröungur fiskiskipa- stóls landsmanna, eiga heima- höfn á höfuöborgarsvæðinu, auk allra hafrannsókna- og varö- skipa. Eölilegt og sjálfsagt er bvi aö aöstaöa til viögeröa- og viö- haldsþjónustu fyrir þessi skip og önnur, sé fyrir hendi I Reykjavik. en mikið vantar á aö svo sé, enda hefur aðstaða til skipaviögerða- þjónustu I Reykavik verið i aftur- för mörg hin siöari ár. Vegna ófullnægjandi skipaupptöku og annarrar aöstööu til skipaviö- geröaþjónustu, hefur atvinna viö slík verkefni minnkaö verulega i Reykjavik. Vér teljum aö borgarfulltrúum i Reykjavik svo og öllum al- þingismönnum kjörnum á höfuö- borgarsvæðinu beri skylda til aö sinna alvarlega atvinnuuppbygg- ingu þar og koma I veg fyrir aö atvinnutækifærum fækki i Reykjavik. 1 þvi efni er rétt aö benda á aö höfuöborgarsvæöiö er eitt sameiginlegt atvinnusvæði, t.d. vinna fjölmargir sem búsettir eru I nágrannabyggöarlögum i Reykjavi'k og Reykvikingar starfa hjá fyrirtækjum sem staö- sett eru I nágrenni Reykja- vikur.”. — ekh

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.