Þjóðviljinn - 24.03.1982, Side 8

Þjóðviljinn - 24.03.1982, Side 8
Miövikudagur 24. mars 1982 1>JÓÐVILJINN — SÍÐA 9 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 24. mars 1982 Bandariski herinn hefur nú hafið framleiðslu á nýrri gerð eiturvopna i stórum stil. Hluti af eitur- efnaforðabúri bandariska hersins er í Vestur- Þýskalandi og ótti hefur nú gripið um sig meðal al- mennings í Vestur-Þýskalandi vegna þessa. Hér birtum við útdrátt úr greinargerð um málið, sem birtist i Der Spiegei i febrúar s.l. NATO-hcrmaöur útbúinn til eiturhernaöar. „EITURSKÝ yfir Evrópu" Mynd þessi sýnir með einfölduöum hætti hvernig hinar nýju tvö- földu eiturbombur bandaríska hersins eru gerðar. Sprengjan hefur tvö hólf sem innihalda annars vegar isopropyl- alkóhól og efnahvata (A) og methylphosphonyldi- fluorid (B) hins vegar. Þegar flytja á sprengj- una á vígvöllinn er hylkj- um með þessum efnum komið fyrir i sprengju- hólknum (C). Þegar sprengju þessari er skotið rifnar málmhimnan, sem Banvæn blanda A aðskilur hylkin tvö, og 3 á mynd. i oddi sprengj- vökvar þeir, sem þau unnar er tundur sem hafa að geyma blandast springur þegar hún lendir fyrir tilverknað snúnings og við það opnast sprengjunnar (15 þús. sprengjan (4) og banvænt snún. á mínútu). Sjá 2 og ský myndast (5). Næst á eftir nifteindasprengjunni og midlungsdrægu eldflaugunum: eiturgas fyrir Evrópu Stjórn Reagans Bandaríkjaforseta hefur áformað að verja um það bil 6 miljörðum doll- ara til framleiðslu eitur- gass og eiturefna fyrir Bandarikjaher á næstu fimm árum. Bygging eiturgasbombuverk- smiðju i Pine Bluff i Arkansas er þegar haf- in, þar sem framleiða á hinar svokölluðu tvö- földu eiturgasbombur og tilheyrandi skotbúnað fyrir fær. Þetta kemur fram i greinar- gerð um vigbúnaðarkapphlaupið á sviði eiturefnahernaðar, sem er meginefni vesturþýska timarits- ins Der Spiegel frá 22. febr. s.l. Verður hér reynt að stikla á nokkrum athyglisverðum upplýs- ingum sem fram koma i þessari greinargerð. Þegar eru fyrir hendi i banda- riskum vopnabúrum sprengjur og bombur, sem hafa að geyma taugagas. Samanlagt munu þess- ar birgðir nema 150.000 tonnum, og þar af munu um 4000 tonn vera geymd i Vestur-Þýskalandi. „150.000 tonn eiturefnavopna nægja 50 herdeildum til 100 daga hernaðar, og færi sá hernaður fram i Evrópu mundi að þeim tima liðnum vart vera sá maður uppistandandi i álfunni, sem vert væri að eyða vopnum á ” — er haft eftir bandariska þingmanningum Clement Zablocki. „Vigbúumst til að afvopnast” I Caspar Weinberger hefur lýst þviyfir, að þrátt fyrir þann mikla forða, sem Bandarikjamenn hafi þegar komið sér upp af tauga- gasi, þá séu Sovétrikin mun betur li stakk búin til sliks hernaðar, og ‘þvi þurfi Bandarikin að bæta hér úr, svo um muni. Slagorð það sem lýsir best rikjandi stefnu i Banda- rikjunum nú, var formað af NATO-hershöfðingjanum Bern- ard Rogers fyrir skömmu: „Viö veröum að vigbúast nú, til þess aö geta afvopnast siöar.” Endurnýjun og tæknileg full- komnun eiturefnavigbúnaðarins er að sögn vestur-þýsks þing- manns „þriðja stigiði fullkomnun gjöreyðingarvopnabúrs Vestur- landa” á eftir smiði nifteinda- sprengjunnar og hinna miðlungs- langdrægu kjarnorkueldflauga. Reagan Bandarikjaforseti hef- ur látið i ljós þá skoðun, að her- væðing með eiturvopnum sé nauðsynleg „ekkibara til þess að hræða hugsanlegan andstæðing, heldur sé slik hervæðing mikil- vægtskref i áttina að þvi að koma á algjöru banni við eiturefna- vopnum”. Þetta er kjarni hinnar svokölluðu „tvöföldu ákvörð- unar”, sem mótað hefur stefnu NATO eftir að Reagan komst til valda, en stefna þessi hefur verið mjög umdeild innan NATO, ekki sist meðal jafnaðarmanna i Vestur-Þýskalandi, Hollandi og Danmörku. Eiturgas handa Evrópubúum Astæðan er nokkuð augljós: Yfirlýsingar bandariskra ráða- manna og öll rök benda til þess, að þessi gjöreyðingarvigbúnaður sé fyrst og fremst ætlaður fyrir Evrópu, og staðsetning hluta af eiturvopnaforða NATO i V- Þýskalandi er augljóst visbend- ing um að þessi eiturvopn eru fyrst og fremst framleidd til notk- unar i Mið-Evrópu. Sem von er hefur almennings- álitið i Evrópu tekið með tak- mörkuðum fögnuði yfirlýsingum Reagans um möguleika á tak- mörkuðu kjarnorkustriði i Evrópu, en til þess mun nift- eindasprengjan fyrst og fremst hafa verið smiðuð. En sérfræð- ingar benda á, að eiturgashern- aður komi enn ver niður á óbreyttum borgurum en nokkurn timann nifteindasprengjan. Einn af starfsmönnum Pentagon hefur sagt i tilefni ákvörðunar Reagans um aukana eiturvopnafram- leiðslu að „viðurkenna verði, að eiturgasframleiðslan veki ótta meðal almennings, en hins vegar verði að taka það með i reikning- inn, að eiturgasvopnin séu mun ódýrari og valdi mun minna tjóni utan vigvallarins en kjarnorku- sprengjurnar”. Það kom hins vegar iljós i til- raun, sem gerð var i mars 1968 með eiturgasið VX i Utah i Bandarikjunum, að þessi stað- hæfing er röng. Þá gerðist það að 6400 sauðkindur dóu úr krampa langt frá þeim stað, þar sem til- raunir með efni þetta fóru fram. Eftir að herinn hafði i 14 mánuði neitað að eiga nokkurn þátt i f jár- dauða þessum, var það loksins viðurkennt, að 80 litrum af eitur- gasi hafði verið úðað úr flugvél i of mikillihæð vegna bilunar, sem kom fram i tankútbúnaði vélar- innar. 1 úrskurði rannsóknar- nefndar Bandarikjaþings um mál þetta sagði, að „vindur hefði bor- ið taugagasið margra milna vegalengd, en hins vegar hefði mátt þakka það vindáttinni, að gasið barst ekki yfir byggð svæði.” Sauðféð, sem varð fyrir gaseitruninni, var á beit á 500 fer- kílómetra svæði, en á jafn stóru svæði i Vestur-Þýskalandi búa að meðaltali 128.394 manns, eins og bandariska timaritið Harper’s Magazine benti á. Krampa- og köfnunardauði fyrir miljónir Von er að Vestur-Þjóðverjum stafi stuggur af þeim birgðum eiturgass, sem nú eru geymdar i Vestur-Þýskalandi. Gastegundin VX, sem Reagan er nú að hefja framleiðslu á i stórum stil, er áhrifarikari en nokkur önnur gas- tegund, sem áður hefur verið not- uð i hernaði. Gas þetta gerir lifs- nauðsynlegan efnahvata sem sér um taugaboð i likamanum óvirk- an, þannig að eitrunin kemur fram i vöðvakrampa sem endar með köfnun. Einn litri af þessu efni mun nægja til þess að drepa milljón manns og eitra fyrir ann- arri milljón. Samkvæmt upplýs- ingum Der Spiegel eru nú geymd- ar 4 milljónir af gastegundinni VX (og GB, sem hefur svipuö áhrif) I vopnabúrum Bandarikja- hers i Hessen, Rheinland-Pfalz og Baden-Wörttemberg. Eiturgas var fyrst notað i hern- aði i fyrri heimsstyrjöldinni, en þá urðu 1,3 milljónir hermanna fyrir gaseitrun og af þeim dóu 91.000. Þessi eiturgashernaður átti sér fyrst og fremst stað i Mið- Evrópu. Arið 1925 var gerður al- þjóðlegur samningur er stefndi að útrýmingu eiturefna i hernaði. Þessisamningur, sem kallaður er Genfarsamningurinn, var undir- ritaður af 42 rikjum, en Banda- rikin undirrituðu hann ekki fyrr en árið 1975, þegar þau höfðu sprautað 40.000 tonnum af gróðureyðingarlyf jum yfir Vietnam. „Orðrómur”um sov- éskan eiturhernað Eftir það mikla hernaðarlega og siðferðilega skipbrot, sem Bandarikin biðu i Vietnam var öllum beiðnum um fjárveitingar til eiturgasframleiðslu hafnað á Bandarikjaþingi. Það var fyrst eftir að bandariska leyniþjónust- an hélt þvi fram að Vietnamar hefðu notað eiturgas i Kampútseu og Sovétmenn i Afghanistan, sem Carter-stjórnin leyföi að fram- leiðsla á eiturgasi yrði hafin á ný og 3,5 milljónum dollara var var- ið til byggingar eiturefnaverk- smiðjunnar i Pine Bluff. Þessar ástæður, sem Banda- rikjamenn hafa gefið upp fyrir eiturgasframleiðslu sinni, hafa þó aldrei verið sannaðar, og eins og gefur að skilja, þá hafa bæði rikisstjórnir Vietnam, Sovétrikj- anna og Afghanistan neitað þess- um ásökunum um eiturhernað. Tveir háttsettir fulltrúar banda- risku leyniþjónustunnar voru að þvi spurðir i yfirheyrslu þing- nefndar, hvort upplýsingar þær, sem þeir byggju yfir varðandi eiturefnahernað i Afghanistan væru byggðar á sönnunum eða á orðrómi. Þeir svöruðu báðir, að hér væri um orðróm að ræða, sem ekki væri staðfestur eða sann- aður. Annar þessara leyni- þjónustumanna lýsti þvi jafn- framt yfir, að hann sæi ekkert rangt vib það, að slikum orðrómi væri komið af stað. Áróðursstríð Þótt eiturefnahernaður Sovét- manna i Afghanistan hafi þannig verið dreginn stórlega i efa, þá telja jafnvel gagnrýnendur áforma Reagan-stjórnarinnar um eiturefnaframleiðslu i hernaðar- skyni það litlum vafa undirorpið, að Sovétmenn séu búnir undir eiturefnahernað. Þannig heldur t.d. yfirmaður rannsóknardeildar Konrad Adenauerstofnunarinnar þvi fram, að Sovétmenn búi yfir 200-700 þús. tonnum af eiturefna- vopnum. Sérfræðingur þýska sósialdemókrataflokksins hefur hins vegar sagt, að „sérhver sá útreikningur á styrkleikahlutföll- um, sem stuðningsmenn eitur- efnahervæðingarinnar hafa brugðið fyrir sig, sé áróðurs- leikur, sem hvorki verði hrakinn né sannaður með fræðilegum rök- um.” Reagan sleit afvopnunarviðræðum Arið 1974 komu þeir Nixon og Bresjnef sér saman um að Bandarikin og Sovétrikin skyldu hefja tvihliða viðræður um út- rýmingu eiturefna i hernaði. A árunum milli 1976 og '80 hittust sendinefndir rikjanna 12 sinnum i Genf. Siðasti viöræðufundurinn átti sér stað i Genf 1980, og sam- kvæmt orðum bandariska varnarmálaráðuneytisins endaði hann með „litilvægum árangri, þar sem miklar hindranir væru i vegi fyrir samkomulagi”. Þegar Ronald Reagan kom til valda var þessum samningaviðræöum hætt. Það er fyrst núna, eftir að Reag- an hefur ákveðið að hefja fram- leiðslu á eiturvopnum i stórum stil, sem hann lætur þau orð falla, að hann hafi áhuga á að taka þessar samningaviðræður upp að nýju. Hins vegar hafa gagnrýn- endur Reagans i öldungadeild þingsins lýst þessu tilboði Reag- ans eins og „sykurhúð” sem Reaganstjórnin noti til þess að hylja með „bragðvondan og óæt- an rétt”. Sérfræðingur Þýska jafnaðarmannaflokksins i af- vopnunarmálum hefur sagt um þetta tilboð Reagan-stjórnarinn- ar, að það sé liður i „vel undirbú- inni áróðursherferð,” sem miði að þvi að fá almenning til þess að taka við þeirri eitursúpu, sem nú sé verið að malla i Pine Bluff- verksmiðjunum. Reagan skellir skuldinni á Sovétríkin Þegar umræður fóru nýverið fram á öryggisráðstefnunni i Madrid, ásakaði Kampelman, fulltrúi Reagan-stjórnarinnar, Sovétmenn um að hafa notað efnavopn i Afghanistan, Laos og Kampútseu, auk þess sem hann sagði, að 1000 sovéskir borgarar hefðu látið lifið i slysi, sem orðið hefði i eiturefnaverksmiju i Swerdlowsk. Sovéski fulltrúinn lýsti þessu sem hinni örgustu lygi, en bandariski fulltrúinn sagði, að með brotum sinum á al- þjóðasamkomulagi um bann við notkun eiturefna hefðu Sovétrikin leitt Bandarikin út f þáð aö hefja framleiðslu þessara vopna á ný. Eiturgas fyrir miljarð $ A næsta fjárhagsán munu Bandarikin verja yfir einum miljarði dollara i framleiðslu tvö- faldra eiturefnasprengja, og jafn- framt er nú unnið að þvi i Banda- rikjunum að gera sprengjur þess- ar þannig úr garði, að hægt verði að setja þær i þær miðlungslang- drægu eldflaugar, sem fyrirhug- aðer að koma fyrir i Evrópu. Þær eldflaugar eru annars fyrst og fremst smiöaöar til þess að bera kjarnorkuvopn. Meðþvi móti yrði i fyrsta skipti mögulegt að hefja eiturhernað á Moskvuborg frá Mið-Evrópu. ólg/Spiegel. ■ Árið 1968 úðaði flugvél úr bandariska flughernum 80 I. af taugagasi yfir Utah-ríki I Bandarikjunum vegna bilunar, sem fram kom i gastankin- um. Vindátt réði þvi að gasskýið fór ekki yfir mannabyggiX en 6400 sauðkindur sem voru á beit á 500 ferkm. svæöi i eyöimörkinni i margra milna fjarlægö frá slysstaðnum dóu eiturgasdauðanum. Flugherinn viðurkenndi fyrst 14 mánuðum siðar að um siys með eiturgas hefði verið að ræða. Bygging B-álmunnar gengur vel: Ein hæð í gagnið á þessu árí „Það er mér mikið gleöiefni að fá einmitt þessa fyrirspurn nú, en svarið er aö fjármögnun til bygg- ingar B-álmu Borgarspitalans hefur aldrei verið öruggari en nú. Það er eins tryggt og hægt er að byggingin mun halda áfram með eðlilegum hraða og ein hæö af sjö vcrður tekin í gagniö á þessu ári”. Þetta sagöi Adda Bára Sig- fúsdóttir m.a. i borgarstjórn fyrir skömmu þegar hún svaraöi fyrir- spurn frá Páli Gfslasyni um hvernig fjármögnun byggingar- innar væri háttað nú og hvaða horfur væru á að hægt yrði að opna sjúkrarými þar á þessu ári. Adda sagði að ástæöan fyrir öruggri fjármögnun væri aö stofnaður hefði verið Fram- kvæmdasjóöur aldraðra með lög- um frá 22. mai 1981. Hlutverk þessa sjóðs er að sjá fyrir hlut rikisins i byggingum fyrir aldraða og hann hefur tii umráða annað og meira fé en það sem rik- ið lagði áður til slikra fram- kvæmda. Með lögunum var ákveðið að innheimta 100 króna nefskatt á hvern landsmann en að auki komu til fjárveitingar skv. fjárlögum, t.d. 6,4 miljónir króna i B-álmu Borgarspitalans. Þessi lög voru endurskoðuö 18. desember s.l. Adda sagði að nýlega hefði stjórnarnefnd sjóðsins, (sem hún á sæti i ásamt tveimur öðrum), gert þá tillögu til ráðherra að á þessu ári yrði veitt 18 miljónum króna til B-álmunnar úr Fram- kvæmdasjóði aldraðra. Sagðist hún ekki hafa ástæöu til aö ætla annað en að ráðherra féllist á þá tillögu, en sjóðsstjórnin væri sammála um að bygging B-áim- unnar væri nú mikilvægasta framkvæmdin i þessum mála- flokki. A fjárhagsáætlun borgar- innar i ár eru rúmar 4 miljónir króna og sagði hún að með þessu móti væri tryggt að hægt yrði að taka eina hæð i gagnið fyrir árs- lok. Steypuvinnu viö þessa 7 hæða byggingu er nú að ljúka og búiö er að glerja allt nema efstu hæðina. Hiti er kominn i allt húsiö nema tvær efstu hæðirnar og verður þvi lokið fyrir páska. Inni er að sögn öddu unnið af fullu kappi; múr- verki og pipulögn lýkur 1. júli og verður byggingin þá öll tilbúin undir tréverk. Veröur svo lokið viö eina hæð á siðari hluta ársins, i október skv. áætluninni. Adda sagöi að fjárhagslega og framkvæmdalega væri þvi ekkert i vegi með bygginguna, en hinu væri ekki aö neita að erfitt hefði reynst að fá hjúkrunarfræðinga til starfa hjá borginni. Adda sagðist visa á bug ásök- unum um aö bygging B-álmunnar hefði tafist um tvö ár, 1978 og 1979, eins og Páll Gislason hélt fram. Hið rétta væri aö á fjár- hagsáætlun Sjálfstæöisflokksins 1978 hefði veriö harla litiö fé til byggingarinnar auk þess sem viðskilnaðurinn hefði veriö slikur að skera hefði þurft niöur allar framkvæmdir. Ég held ekki að Sjálfstæöisflokkurinn hefði getaö galdrað fram fé i þessa fram- kvæmd frekar en við 1978, sagði Adda. Þaö var frekar fundiö að þvi aö viö værum of spör á niður- skurð en hitt. Það var mat okkar aö rétt væri að ljúka þjónustu- álmu spitalans, þar sem rétt vantaöi herslumuninn og einbita okkur siöan aö B-álmunni, sagöi hún. Ég er sannfærð um aö það var rétt mat og mun skynsam- legra en að vera meö tvær bygg- ingar hálfkaraðar i gangi. —AI Steypuvinnu við 7 hæða byggingu B-álmunnar er að Ijúka þessa dagana og búið er aö glerja allt nema efstu hæðina. Ljósm eik. Samband íslenskra sveitarfélaga Fulltrúaráðsfundiir Fulltrúaráð Sambands is- lenskra sveitarfélaga heldur fund i fundarsal borgarstjórnar Reykjavikur á fimmtudag 25. og föstudag 26. mars. Jón G. Tómas- son, formaður sambandsins, set- ur fundinn, en siðan flytja ávörp Svavar Gestsson, félagsmálaráð- herra og Sigurjón Pétursson, for- seti borgarstjórnar Reykjavíkur. A fundinum verða þrjú megin- umræðuefni: Ólafur Jónsson, for- maður stjórnar Húsnæðisstofn- unar rikisins og Björn Friðfinns- son, framkvæmdastjóri fjár- máladeildar Reykjavikurborgar, flytja framsöguerindi um hús- næðislöggjöfina, Sigurbjörn Þor- björnsson, rikisskattstjóri og Logi Kristjánsson, bæjarstjóri, eru frummælendur um frumvarp til laga um staögreiöslu opin- berra gjalda og Alexander Stefánsson, varaformaður sam- bandsins, er málshefjandi um rekstur heilsugæslustöðva. Þá gerir Magnús E. Guðjónsson, framkvæmdastjóri, grein fyrir starfsemi Lánasjóös sveitarfé- laga. 1 fulltrúaráði sambandsins eiga sæti 34 fulltrúar úr öllum lands- hlutum svo og formenn og fram- kvæmdastjórar landshlutasam- taka sveitarfélaga með málfrelsi og tillögurétti.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.