Þjóðviljinn - 17.04.1982, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 17,—18. april 1982
Fátt er algengara en
yfirlýsingar um það hve
ómerkileg pólitíkin sé.
Þetta er allt eins, segja
menn. Það breytist aldrei
neitt. Þessar raddir verða
ekki síst háværar á
vinstri kant'r þegar
„okkar menn" stjórna
ríki og bæjum.
Þetta er ekki nýtt. Einn af
leiötogum sósialista hefur sagt
mér frá þvi, að þegar Nýsköp-
unarstjórnin var mynduð árið
1944, þá hefðu margir rauöir
verkamenn verið uppi I skýjum.
Þeim fannst að sósialisminn
væri á næsta leiti við það, að
„okkar menn” voru komnir i
stjórn meö Ólafi Thors. Mér
leist ekkert á blikuna, sagði
hann. Það var erfitt að tala
karlana niður. Já, og svo orti
eftirlæti okkar allra Jóhannes
úr Kötlum, um þessa sömu Ný-
sköpunarstjórn: „mætti ég þá
biðja um minna af veisluhöldum
og meira af byltingunni”.
Nú lifum við reyndar við si-
felldar breytingar þótt kannski
séu ekki stórtækar á ári hverju,
og þessar breytingar eiga meðal
annars rætur i umsvifum póli-
tiskra hreyfinga. Og samt
Æy þessi pólitík
veröur sá kór jafnan sterkastur
sem segir: þaö breytist aldrei
neitt. Og allt er það eins, liöiö
hans Sveins.
Þetta á sér margar orsakir.
Miklarvæntingar
í fyrsta lagi búast menn við
alltof miklu af samsteypu-
stjórnum ýmis konar. Þar mæt-
ast i sameiginlegri sjálfsblekk-
ingu stjórnmálamenn og kjós-
endur þeirra—báðir láta
undan þeirri óskhyggju sinni, að
ef nú verði skipt um valdhafa,
þá geti margt breyst. Og það
snögglega.Færri hugsa um það,
að fyrir nú utan málamiölanir
þær sem einkenna margra
flokka kerfvþá er ekki einu sinni
vist að pólitiskir valdhafar ráöi
yfir nema mjög takmörkuðu
valdi. Þeir sem sitja á þingi og i
bæjarstjórnum eru bara hluti
„kerfisins”. Þar eru lika firna-
sterkir aðilar eins og kapi-
talistar, oddvitar stórra hags-
munasamtaka, embættis-
mannakerfiö. Fyrir n6 utan
tregðulögmáliö sem bundið er i
sjálfri gerð þjóðfélagsins. Þá er
átt við þaö, að vixlverkanir ým-
issa hreyfinga, pólitiskra og
annarra, hafa skapaö flókið
kerfi sem stýrir með furðu sjálf
virkum hætti mörgu i verölags-
málum, kaupgjaldi, félags-
málum og gengur kerfi þetta
fyrir tiltölulega fastmótuðum
útgjöldum. Þetta þýðir m.a. að
Þar eru lika firnasterkir aöilar
eins og kapitalistar oddvitar
stórra hagsmunasamtaka, em-
bættismannakerfið. Fyrir nú
utan tregöulögmáliö sem bundið
eiisjálfrigeröþjóðfélagsins. Þá
er átt viö þaö, að vixlverkanir
ýmissa hreyfinga, pólitiskra og
annarra, hafa skapað flókið
kerfi sem stýrir með furðu sjálf-
virkum hætti mörgu i verðlags-
/ í
Arni
Bergmann^j^J
skrifar jíÆ
málum, kaupgjaldi, félags-
málum og gengur kerfi þetta
fyrir tiltölulega fastmótuðum
útgjöldum. Þetta þýðir m.a. að
til er tiltölulega stór pólitiskur
samnefnari um peninga til
skóla, heilbrigðismála, gatna-
geröar, sorphreinsunar og svo
framvegis — og þessi útgjöld
eru ákveöin fyrirfram eða svo
gott sem og þau eru kannski
obbinn af þeim peningum sem
óskhyggjan ætlaði að notaitil að
gera eitthvað nýtt og stórkost-
legt.
Og svo þegar harðast er deilt
um það, hvaða farveg opinbert
fé, eða lán eða ábyrgðir, eigi að
taka — þá verður sú rimma oft-
ast nær ekki eftir pólitiskum
linum beinlinis, heldur eftir
þeim römmu héraðshags-
munum, sem skera sundur
flokkana I steinullarhnoöra og
járnblendibúta.
Gleymskan
Kvörtunin um að aldrei breyt-
ist neitt er lika tengd þvi hve
fljótir menn eru að gleyma.
Hvort sem merkilegur áfangi
náðist i tryggingamálum
(hækkun ellilifeyris 1971 til
dæmis), eða landhelgisslagur
hefur unnist eða góð skorpa
hefur veriö tekin I félagslegum
ibúðarbyggingum — þegar eitt-
hvað er orðinn hlutur, þá er
hann sjálfsagt mál og ekki
meira um það. Sjálfar aöferðir
hins pólitiska leiks ýta mjög
undir þessa afstöðu. Viömunum
ekki leyfa þeim að eigna sér
neinn heiður! Viö áttum alveg
áreiðanlega hugmyndina, þótt
þeir hundskuöust til að skrifa
upp á meðan þeir sátu við
stjórnvöl (og fórst þeim þaö þó
kaupalega úr hendi). Þetta
karp, sem er óhjákvæmilegt i
nokkurra flokka kerfi þótt oft sé
það óþarflega lágkúrulegt,
deyfir enn frekar en áöur næmi
almennings á breytingar og val-
kosti ýmislega.
Allt er ófullgert
Hér við bætist, aö hin pólitiska
kröfugerð fer fram á þeim
grundvelli, að allt er ófullkomið
og ófullgert (sem er satt).
Setjum sem svo að nýtt dag-
heimili hafi risið eða elliheimili:
fögnuðurinn yfir svo ágætum
tlðindum er næsta skamm-
vinnur og gripur kannski ekki
um sig nema hjá þeim sem
beinlinis hafa fundið til nokkurs
léttis vegna persónulegra aö-
stæðna. En flestir aðrir munu
segja: og þó fyrr hefði verið!
Eða: það eru nú margir á biö-
lista samt! Það er ekki vist að
þessi viöbrögð séu alltaf fylli-
lega réttlát, en hitt er vist aö
undan þeim verður ekki komist.
Allt þetta heyrir til fasts-
vanda sósialista, sem eru
orðnir það liðmargir, að aðrir
vilja gjarna hafa þá með I
stjórnsýslu i rikinu eða i bæn-
um. Þessi vandi veröur stærri
en ella nú um stundir þegar
kreppa gengur yfir, sem á sér
rætur i meinbaugum sem eru á
þjóöfélagsgerðinni sjáifri — eða
svo telja þeir sömu sósialistar.
Við þær aöstæður eru stuðnings-
mennirnir enn fljótari en áöur
aö gleyma þvi sem jákvætt
mætti teljast (skikkanlegu at-
vinnuástandi, álglimunni,
framtaki I húsnæöismálum og
fleiru) — þvi aö annaö breytist
ekki, jafnvel versnar.
Og upp kemur þessi staða:
það er ekki hægt að koma miklu
til leiðar, en það getur verið
skárra að hafa vinstrimenn ná-
lægt stjórnartaumum en ekki.
Annars yrðu áhrif kreppunnar
verri, það mundu byrja glæfra-
leg auðhringaævintýri, umsvif
hersins mundu vaxa> fjármagn
yröi flutt úr samneyslu til ein-
staklingsframtaksins svo-
nefnda, atvinnuleysi yrði viður-
kennt sem fastur liður i verð-
bólguglimunni og þar fram eftir
götum. Og sá sem svo talar mun
eins og eðlilegt er benda, á
grýlur tvær, sem eru þvi miður
alveg raunverulegart Á Thath-
cher og Reagan með áhlaupum
þeirra á félagslegaaðstoö hvers-
konar og auknum friðindum tii
bisnessmanna og efnafólks og á
þetta allt að lækna efnahagsleg
mein meðan atvinnuleysi vex
hratt og æ fleiri detta upp fyrir
fátæktarmörkin svonefnd.
En aörir munu litt uppveðr-
aðir af slikum röksemdum. Þeir
munu segja að sósialistar séu
ekki nógu vel i stakk búnir til að
hætta mannorði slnu við það að
stjórna kreppunni. Til dæmis
þurfi þeir að koma sér upp hald-
bærri stefnu i þeim eilifðar-
málum sem kennd eru við kaup
og kjör. Betra sé þeim aö rækta
garðinn sinn i anda þess hrein-
lifis sem ekki vill menga jarð-
veginn með skordýraeitri mála-
miðlananna. Og svo geta menn
lika sagt: látum borgarana um
sina kreppu! Þeir hafa tögl og
halgdir I þessu þjóðfélagi. Þeir
hafa búið þaö til öörum fremur.
Verði þeim að góðu!
Tvær hneigðir
Um þessi andstæðu sjónarmiö
mætti margt segja, þótt hér
verði ekki reynt að bæta neinu
við. En þvi er á þau minnst, aö
þaö er hollt að hafa I huga, að
sjálft eðli sósialiskra fjölda-
flokka hlýtur aö leiöa til þess að
þau komi upp og takist á. Slikir
flokkar eru jafnan teygðir á
milli tveggja hópa,annarsvegar
þeirra sem vilja vinna að breyt-
ingum i anda þróunarhyggju og
þeirra viðhorfa aö hreyfingin
eigi fyrst og fremst aö vera
virkur hlutimannlegs félags og
ýta ekki frá sér neinum málum,
ekki heldur hinum hvunndags-
legustu og leiöinlegustu. Hinum
megin þeir sem kenna má við
óþolinmæði, sem kjósa helst að
standa andspænis samfélaginu
til að geta skýrar mótað sér sem
róttækastan kost. Það er lika
hollt að hafa i huga að þessar
tvær hneigðir geta sem hæg-
legast búið um sig f einum og
sama manninum, ekki sist i ls-
lendingum sem eru gamlir og
nýir meistarar I hugmynda-
blöndu.
Það var semsagt ekki ætlunin
að koma með haldgóö svör við
pólitiskri þreytu eöa hvernig
hún snýr við vinstrisinnum sér-
staklega. Heldur minna á
nokkra þætti i pólitisku lifi, sem
oftar en ekki detta uppfyrir I
umræðunni. Og að lokum þetta:
Hve oft og lengi sem við mögl-
um út af pólitikinni þá er tvennt
vist: hún veröur ekki „af-
numin” nema meö einræðistil-
burðum einhverskonar, og hver
kýs það? og svo hitt: hver og
einn ræöur nokkru um það hve
merkileg eöa ómerkileg hún i
reynd verður. AB
Havemann látinn
Látinn er Robert Havemann,
þýskur kommúnisti, og einn af
fyrstu andófsmönnunum, sem svo
eru nefndir. Fordæmi
Havemanns hefur ráöið miklu um
það, að gagnrýnendur flokks-
ræðis i landi hans, Austur-Þýska-
landi, hafa fyrst og fremst gagn-
rýnt stjórnarhætti og skipulag út
frá kröfum um „frelsi I
sósialisma” eins og Berlinguer
hinn italski hefur komist að orði.
Havemann varð til að mynda
einna fyrstur til að leggja áherslu
á þaö, aö friðarhreyfing gæti þvi
aðeins náð árangri að vinstri-
sinnar af öllum tegundum gætu
náð höndum saman um sameigin-
legar aðgerðir gegn atóm-
skelfingunni — og að i þvi efni
væri það hlutverk „okkar
kommúnista i sósialiskum rikj-
um að yfirbuga það sem við
köllum kerfiö”. Með „kerfinu” á
Havemann viö það, að stalinismi
lifir enn i Sovétrikjunum og Aust-
ur-Evrópu, hvaö sem liður þeim
veigamikiu breytingum sem þar
urðu á dögum Krúsjofs.
Robert Havemann var aldrei
settur i fangelsi I ÐDR. Ástæðan
var fyrst og fremst sú, að þaö
þótti ekki ráðlegt þar I landi að
fangelsa mann, sem hafði veriö
virkur i andspyrnuhreyfingu
þýskra kommúnista á dögum
Hitlers, setið i fangelsi hjá
nasistum og verið dæmdur til
dauða. Havemann tók virkan þátt
i uppbyggingarstarfi I Aust-
ur-Þýskalandi eftir strið, sat þar
á þingi um tima, auk þess sem
hann var lengi forstöðumaður
Kjarneðlisfræðistofnunar
Humboldtháskóla i Aust-
ur-Berlin. Hann hafði vaxandi
áhyggjur af framvindu mála i
landi slnu, sem hann taldi fjarri
þeim hugmyndum um sósialisma
sem höfðu vakað fyrir honum —
og reifaði þau mál i frægum fyrir-
lestrum um heimspekileg og vis-
indaleg efni, sem hann hélt vetur-
inn 1963—64. (Hafa þeir viða
komið út undir nafninu „Dialekt
én kreddu”.) Upp frá þvi tók
mjög að kólna milli hans og yfir-
valda — svo fór aö Havemann var
rekinn frá öllum störfum og sett-
ur I einskonar stofufangelsi á
heimili sinu. Hann gat þó haft
samband viö ýmsa skoöanabræö-
ur og haldið áfram að skrifa
margt merkilegt um sósíalisma
og lýðræði og friðarmál.
Havemann er einn þeirra aust-
urevrópskra kommúnista sem
hafa haldiö fast við hinar
sósialisku kröfur og ekki gert sér
þann marxisma, sem þeir urðu
sér úti um ungir, aö kreddu, held-
ur forsendu til endurnýjunar og
gagnrýni á sitt eigiö umhverfi.
Hann hafði mikil áhrif á yngri
menn eins og skáldið Wolf
Biermann og Robert Bahro, en
þeir eru nú báðir i Vest-
ur-Þýskalandi — útlagar fyrir
gagnrýni sina „frá vinstri”.
Enginn sem kynntist skrifum
hans gat efast um að þar fór hug-
rakkur húmanisti, sem allir þeir
róttækir menn standa i þakkar-
skuld við, sem vilja stuðla að
nauðsynlegum hjúskap sósial-
isma og lýðræðis.
—ÁB