Þjóðviljinn - 17.04.1982, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 17.04.1982, Blaðsíða 24
24 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 17.-18. april 1982 2.-8. MAI HEILSUVIKA Á HÚSAVÍK Þarftu aö missa nokkur aukaklló? Viltu losna við streitu og eril hverdagsins? Viltu njóta heilsusamlegrar útivistar í þægilegu og fallegu umhverfi? VIÐ HÖFUM LAUSNINA MEGRUN - HVÍLD - LÍKAMSRÆKT - ÚTIVERA Á HEILSUVIKU Á HÚSAVÍK bjóðum við upp á létt en girnilegt fæði -sund-leikfimi -gufuböð - heitan pott - nudd - gönguferðir - ýmiskonar tómstundagaman og fræðileg erindi. SÉRHÆFT STARFSFÓLK svo sem læknir - sjúkraþjálfari - íþróttakennarar leiðsögumenn og lipurt (hótel) starfsfólk munu sjátil þess að þér líði sem best. HÓTEL HÚSAVÍK býður þér að dvelja í vistlegum tveggja manna herþergjum með þaði meðan á þessari sæluviku stendur. VERÐIÐ fyrir allt þetta er aðeins frá kr: 3950 fyrir manninn og flugfar innifalið. ALLAR UPPLÝSINGAR fást hjá Flugleiðum h.f. sími 26622 og Hótel Húsavík sími 96-41220. VERTU VELKOMIN Hátel ,, Húsavik Skrifstofustjóri og skrifstofumaður Egilsstaðahreppur óskar að ráða skrif- stofustjóra og skrifstofumann sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 27. april n.k. Um- sóknum fylgi upplýsingar um menntun og fyrri störf. Upplýsingar veitir sveitar- stjóri i sima 97-1166. Halló krakkar! Ef þið haíið áhuga á að bera út blöð i sum- ar, þá vinsamlegast hafið samband við af- greiðslu Þjóðviljans, Siðumúla 6, siminn er 81333. KRAKKAR! Blaðberabió i yRegn- boganum. Blaðberabíó í Regnboganum laugardaginn 17. apríl kl. 1: Eyðimerkurævintýri Gamansöm og spennandi mynd í litum. Isl. texti. Góða skemmtun! PJÚDVIUINN s. 81333. Hafa konur minni stæröfræðihæfileika en karlar eöa er það uppeldi og þjóðfélagsaðstæöur sem valda þvi að konur dragast aftur úr á þessu sviöi? Myndin er tekin á kennaranámskeiði fyri nokkrum árumog það er Anna Kristjánsdóttir námsstjóri I stærðfræði sem leiðbeinir. Eðli /Uppeldi Það er þekkt staðreynd aö yfirieitt gengur strákum á tán- ingsaldri betur f stærðfræði heldur en stelpum, og mennta- skólanemar og stúdentar af karl- kyni eru liklegri til að velja stærðfræöideildir heldur en félagar þeirra af kvenkyni. Einnig er það staöreynd að nær allir meiri háttar stærðfræðingar i heiminum hafa hingað til verið karlmenn. En af hverju? Hafa konur minni stærðfræöihæfileika en karlar eða er það uppeldi og þjóðféiagsaðstæður sem valda þvi að konur dragast aftur úr á þessu sviði? Arið 1980 reyndu tveir visinda- menn við John Hopkinsháskól- ann, þau Julian Stanley og Cam- illa Benhow að leysa þessa gátu en þau eru bæði vel þekkt fyrir fyrri rannsóknir sinar á stærð- fræðihæfileikum eftir kynjum. 1 könnun sinni árið 1980 beittu þau prófi (Scholastic Aptitude Test (SAT) sem frekar er talið mæla hæfileika en kunnáttu og komust að þeirri niðurstöðu að munur Af hverju gengur strákum betur en stelpum í stœrðfrœði? væri töluverður eftir kynjum. Meðan málþroski var svipaður eftir kynjum fengu helmingi fleiri strákar en stelpur yfir 500 i stærð- fræðiprófi (skalinn var frá 200 og upp i 800) og af þeim sem fengu yfir 700 i prófinu voru 14 strákar á móti hverri einni stelpu) Niður- staðan: Karlmenn hafa meiri stærðfræðihæfileika en konur. Könnun Benhows og Stanleys var birt i timaritinu Science og olli miklu uppnámi, ekki sist meðal kvenna. Nú er hins vegar komin fram i dagsljósið önnur könnun frá háskólanum i Chicago þar sem niðurstöðurnar hniga 1 þveröfuga átt, sem sagt ab betri árangur karla i stærðfræði sé alls ekki eðlislægur. Þeir sem gengust fyrir þessari nýju könnun er þekktur stærðfræðiprófessor að nafni Zalmann Usikin og visinda- maðurinn Sharon Senk. Teknir voru 1366 nemar i fyrsta bekk menntaskóla og þeir prófaðir i flatarmálsfræði,þar sem bæði reyndi á hæfileika þeirra i óhlut- bundinni hugsun og rúmfræði. Usikin sagði að SAT-prófið væri gallað að þvi leyti að þeir sem þætti gaman að stærðfræði og tölvum væru fljótir að tileinka sér jöfnur og formúlur sem gætu hjálpað i prófinu en flatarmáls- fræði tileinkuðu menn sér ekki annars staðar en i skóla. Niður- staða Usikins og Senks var sú að enginn kynbundinn munur væri á stærðfræðihæfileikum. Nú standa yfir deilur i Banda- rikjunum um þessar tvær rann- sóknir. Usikin og Senk segja að SAT-prófið mæli frekar frammi- stöðu en hæfileika og það sé tóm vitleysa að það tengist ekkert reynsluheiminum. Benhow og Stanley segja hins vegar próf Chi- cagomanna marklaust vegna þess aö það mæli frekar þekkingu á stærðfræði heldur en hæfileika og benda á að nemendurnir sem tóku þátt i þvi hafi einmitt verið aö læra flatarmálsfræði i skól- anum meðan prófið stóð yfir. Meðan svona visindalegar pillur flugu á milli Baltimore og Chicago. töldu ýmsir aðrir þekktir skólamenn að bæði fyrr- greind próf væru ófullnægjandi. Elisabeth Fennema, sem er pró- fessor við háskólann i Wisconsin, hefur rannsakað kynbundinn mismun á stærðfræðikunnáttu i 12 ár og telur að það sé næstum ein- göngu umhverfinu að kenna að konur standi sig verr i þessu íagi. Hún segir að fyrrnefndar kann- anir hafi ekkert farið inn á erfða- fræði eða rannsakað meðfædda hæfileika og þvi séu þær ófull- nægjandi og telur reyndar að seint verði komist að niðurstöðu i þessu efni og þess vegna séu deil- urnar að mestu marklausar og geti blátt áfram valdið skaða. Það má þó segja að um eitt séu allir sammála. Ef stúlkum og strákum er veitt góð kennsla og jöfn athygli verður útkoman góð i stærðfræði hjá báðum kynjum. (GFr — byggt á Time) Fyrirlestur um málefni þroskaheftra Karl Griinewald frá Socialstyrelsen i Stokkhólmi, mun halda fyrirlestur i boði félagsmálaráðuneytisins og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins að Hótel Esju mánudag 19. april kl. 20.30. Fyrirlesturinn nefnist: Omsorg for psykisk udviklingshæmmede (Málbestræbelser—Ideologi) Allir velkomnir. Orkusjóður Orkuráð minnir á að þeir sem hyggjast sækja um lán úr Orkusjóði til jarðhita- leitar á árinu 1983 verða að senda lánsum- sóknir eigi siðar en 10. mai n.k. Umsókn- imar skulu stilaðar til Orkuráðs en send- ast Orkustofnun Grensásvegi 9, 108 Reykjavik. Umsóknum skal fylgja greinargerð um fyrirhugaða nýtingu jarðhitans svo og stofnkostnaður og arðsemisáætlun. Orkuráð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.