Þjóðviljinn - 17.04.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 17.04.1982, Blaðsíða 11
Helgin 17.-18. apríl 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Danska skáldkonan Marianne Larsen dvaldist hér á landi í byrjun apríl og kom m.a. fram á Ijóða- kvöldum með skáldbræðr- um sinum frá ,,Digt- erscenen" eða Ljóðaleik- húsinu. Marianne er eitt af afkastamestu Ijóð- skáldum Dana. Hún hefur gefið út 18 bækur á s.l. 11 árum, þar af 16 Ijóðasöfn og 2 smásagnasöfn. Við hittum Marianne að máli á heimili Kristínar Bjarna- dóttur leikkonu í Reykja- vík. — Bókmenntirnar hafa hingað til verið taldar hafa almennt mannlega skirskotun, sagði Marianne, en hins vegar hefur að miklu leyti vantað kvenlega reynslu i þennan bókmennta- heim. >ess vegna tölum við nú um kvennabókmenntir, og eigum þá við þær bókmenntir sem ganga sérstaklega út frá kvenlegri reynslu. Ljóð min mundu þvi falla undir það sem við köllum kvenna- bókmenntir i dag. Ég hef lika orðið vör við að ljóð min eru meira lesin af konum en körlum og kvennahreyfingin hef- ur notaö ljóð min i sinni baráttu gegn kúgun kvenna. — Ef hægt er með þessu móti að tala um „kvennabókmcnntir”, er þá ekki með sama móti hægt að taia um „karlabókmenntir” — hvar höfum við þær? — Hugtakið „karlabókmennt- ir” hefur ekki verið notað i þessu sambandi, en við tölum um kvennabókmenntir sem byggja á reynslu kvenna á sama hátt og talað er um „arbejderlitteratur” — „verkalýðsbókmenntir” — sem byggja á reynslu verkalýðs- stéttarinnar. Hins vegar hefur komið upp i Danmörku hreyfing sem kallar sig „mandebevægels- en” eða karlahreyfingin og þeir hafa sin á milli fjallað um þá til- finningalegu bælingu, sem karlar verða fyrir i karlasamfélaginu. Þeir hafa lika skrifað bækur um sérstöðu sina og sérstök vanda- mál sin sem karlmenn — það mætti e.t.v. á sama hátt kalla þessar bókmenntir karlabók- menntir. — Er mikill áhugi á ljóðlist i Danmörku? — Mér finnst áhugi á ljóðlist hafa fariö vaxandi. Ljóöið hefur knappt form og samþjappað og þaö hæfir þvi vel þeim hröðu tim- um sem við lifum á. Ljóðiö nær með mun skjótari hætti til fólks- ins en skáldsagan og það hefur færst I vöxt að fólk leggi fyrir sig ljóðagerð i tómstundum til þess að tjá tilfinningar sinar og hugsanir. Ljóðið krefst ekki eins mikils tima og skáldsagan og það hefur ekki sist færst i vöxt aö kon- ur noti ljóðformið til þess að tjá sig. Kvennahreyfingin hefur meðal annars átt þátt I að örva þessa þróun. — Hefur það fariö i vöxt i Dan- mörku, aö skáid flytji ijóð sin á opnum ljóðakvöldum? — Já þvi er ekki að neita, og Digterscenen, sem er eins konar ljóðakabarett, hefur starfaö siðan 1976. Þetta er hópur skálda, sem annaö veifið kemur saman og les úr verkum sinum. Slik ljóöakvöld njóta nú vaxandi vinsælda og fleiri slikir hópar hafa sprottið upp i kjölfarið. — Þú segir að ljóð þin falli undir það sem kalla mætti kvennabók- menntir, en hvert er meginvið- fangsefni þitt i Ijóðasmíöinni? — Ljóð min fjalla m.a. um þá mekanisma eða það kerfi sem kúgar fólk á margan hátt i okkar þjóðfélagi, bæði tilfinningalega og efnahagslega. Þau fjalla jafn- framt um þá krafta sem maður- inn býr yfir tii þess að frelsa sig undan höftum og kúgun. Ljóðið hefur möguleika til þess aö af- hjúpa óréttlætið og hið ómanneskjulega I umhverfi okk- ar á áþreifanlegri og persónulegri hátt en t.d. blaðagreinar og al- menn þjóðfélagsgagnrýni. Rætt við dönsku skáld- konuna Marianne Larsen sem miðill fyrir rödd hinna undir- okuðu Þannig getur ljóðið orðið vopn i baráttunni og miðill fyrir rödd hinna undirokuðu. Það rikir viss einokun á tján- ingunni einnig i okkar þjóöfélagi og t.d. fjölmiðlarnir gera fyrir- fram vissar kröfur til fólks um framsetningu og framsetningar- máta þannig að viss tjáning nær aldrei að koma fram i hinni al- mennu umræðu i þjóðfélaginu. Þarna getur ljóðið komið að not- um og bætt úr brýnni þörf. — Er gróska i danskri Ijóðiist um þessar mundir? — Já, það er margt að gerast i danskri ljóðlist um þessar mundir og þar kennir margra grasa. Eitt af þvi eftirtektarverða er m.a. kvennaljóðlistin — konur hafa haft sig mun meira i frammi i ljóðlistinni en áður. Þá hefur það kreppuástand sem nú rikir i Dan- mörku og sú örvænting sem viða rikir meðal ungs fólks vegna at- vinnuleysisins gert ljóðlistina pólitiskari. Sú þróun hefur verið áberandi á siöasta áratug, að ljóðin hafa verið opnari og að- gengilegri og haft viðari skírskot- un útávið. Upp á síðkastiö hefur einnig oröið vart gagnsefjunar gegn þessari þróun: fram hafa komið ung ljóðskáld sem yrkja torræð og innhverf ljóð, og þess- um ungu mönnum hefur mikið veriö hampað i fjölmiölum og af bókmenntafræðingunum, sem- segja að ljóðiö eigi nú aftur að verða erfitt og torskilið I anda Eliots og gömlu „modernist- anna”. Bókmenntafræðingarnir kalla þetta nýbylgju i ljóölistinni. — Hefur þú lesið eitthvað af Is- lenskum bókmenntum? — Nei, ekki mikið. Það er sjald- an sem maður rekst á þýdd is- lensk verk. Þó hef ég lesið Hall- dór Laxness og svo ljóð eftir þá Einar Má Guðmundsson og Snorra Hjartarson. — Er einhver sérstakur dansk- ur rithöfundur sem hefur haft meiri áhrif á þig en annar? Hefur t.d. Karen Blixen haft sérstök áhrif á þig sem kvcnrithöfund eða danskar kvennabókmenntir sem slikar? — Ég get ekki nefnt neinn sér- stakan rithöfund i þessu sam- bandi, en Karen Blixen hefur vitaskuld haft mikla þýðingu fyrir danskar kvennabókmenntir. Hins vegar er ég ekki sömu skoöunar og viða kemur fram hjá henni varðandi stöðu og eðli karla annars vegar og kvenna hins veg- ar. Hún setti þessar hugmyndir sinar skýrast fram i ræöu, sem hún hélt á kvenréttindaþingi og kallaði „En báltale”. En af dönskum skáldkonum er það einna helst Susanne Bögger, sem fylgir Karen Blixen að málum I þeim efnum. Min kvæði eru fyrst og fremst sprottin af minni eigin reynslu og þvi umhverfi sem ég hef lifað i. Þess má að lokum geta að Marianne Larsen er fædd 1951 og ólst upp i sveit á Sjálandi en hefur verið búsett I Kaupmannahöfn að mestu s.l. áratug, þar sem hún hefur m.a. stundað háskólanám og ýmis önnur störf. óig Tvö Ijóð eftir Marianne Larsen í þýðingu Kristínar Bjarnadóttur ein... viö getum ekki náð hvort öðru úr blóðinu þung... af alskyns ótta villigæsirnar hef ja sig til flugsá haustin þögul.. þegar sérstakur þytur er í f jólubláum gróðri kvöldsins er líka þytur i hverju orði sem minnir á þrá villuráfandi.... það eru til vegarbrúnir með slikan ilm af grasi að a 11ir sem komast að þeim fyllast alúð bráðum.... er hún sofnuð hún snýr sér til veggjar ekki hef ur hún f yrr f est blund en hún semur nýjar og rif jar upp gamlar særingarþulur einsemdar hvaðannað.... við getum ekki náð hvort öðru úr blóðinu. Bernskuminningar Ég er lögst í mölina. Hún er döggvot. Þau fóru án þess að segja nokkuð. Ég áset méraðskilja, hvers vegna mér sárnar. Ég áset mér að vera f rekar reið en hrædd, við myrkrið og einmanaleikann. Ég vil leika mig dauða. Þaðer erf itt. í fyrsta sinn. Ég er búin að dempa röddina. Loka munninum. Orðaskiptin eiga sér stað í sama hl jóða umhverf inu og melting, blóðrás og andardráttur. Án af láts. Það er ekki til önnur kenning um það sem ég segi, en sú er lesa má, þar sem f uglar hafa f logið, fólk dansað, árstíðir komið og f arið og stjörnur drukkið I jós úr augum skordýranna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.