Þjóðviljinn - 28.04.1982, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 28.04.1982, Qupperneq 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 28. april 1982. DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds hreyfingar og þjóðfrelsis Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafsson. Fréltastjóri: Þórunn Siguröardóttir. L'msjónarmaöur sunnudagsblaös: Guðjón Friðriksson. Auglvsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiösiustjóri: Filip W. Franksson. Blaöamenn: Auöur Styrkársdó'tir, Helgi Ólafsson Maenús H. Gislason, Olafur Gislason, Óskar Guðmundsson, SigurdórSigurdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlöðversson. iþróttalréttaritari: Viöir Sigurðsson. C'tlii og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósniyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Ilandrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglvsingar: Hildur Kagnars, Sigriöur H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: GuörUn Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiösla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Sigriður Kristjánsdóttir, Sæunn óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bilstjóri: SigrUn Báröardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar SigUrmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. t'tkeyrsla. afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6, Keykjavik, simi 813J3 Prentun: Blaöaprent hf. Sjálfstœðisflokkurinn byggir í lausu lofti • Þegar nýr meirihluti tók við stjórnartaumum f Reykjavík fyrir fjórum árum kom í Ijós að endur- vinna þurfti frá grunni allt sem viðkemur skipulags- málum í höfuðborginni. Skipulagsafglöp Sjálfstæðis- f lokksins í Reykjavík eru sérkapítuli, en mestu skiptir að leitast hefur verið við að hverfa frá þeirri skipu- lagsstefnu hans að þenja byggðina sem allra mest út með tilheyrandi kostnaði og óhagræði fyrir borgar- búa. Þétting byggðar hefur mælst vel fyrir og for- kólfar Sjálfstæðisf lokksins keppast nú við að gleyma því að þeir haf i verið á móti nýju hverfunum, sem eru að bygg jast upp inni í borginni. • Sá möguleiki er f yrir hendi að ganga mun lengra í þéttingu byggðar og byggja upp á ýmsum opnum svæðum í Reykjavík. Það gæti einnig komið til greina að auka byggingarmagn í eldri hverfum eða að taka flugvallarsvæðið undir nýja byggð. í framhaldi af hugmyndum um að gera Laugaveg að göngugötu mætti hugsa sér eins og ritstjóri DV gerir að „þétta Reykjavík með því að endurreisa Laugavegssvæðið frá Grettisgötu niður að Skúlagötu". En það er sam- merkt öllum þessum hugmyndum að engin heildar- könnun hef ur f arið f ram á kostum þeirra og göllum og þær eiga eftir að ganga í gegnum margskonar hreins- unareld áður en nokkur von er til þess að þær geti nálgast veruleikann. Fyrst og síðast þurfa þær mik- illar umræðu og umhugsunar við meðal borgarbúa. • Hin svoköliuðu Austursvæði eru því enn sem kom- ið er einu byggingarsvæðin sem tiltæk eru. Um það hefur ekki verið flokkspólitískur ágreiningur í Reykjavík að undirbúa byggingu á þeim. Sjálfstæðis- flokkurinn leggur hinsvegar ofuráherslu á að byrjað verði á því að byggja frá grunni nýja útborg á svo- nefndu úlfarsfellssvæði, sem er eitt austursvæðanna, Stof nkostnaður við nýja útborg er mikill, en forgangs- röð Sjálfstæðisflokksins hefur og þann annmarka að fyrsta byggingarsvæðið á Úlfarsfellsleiðinni er í eigu ríkisins. Og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir allar götu f rá 1973 hef ur ekki gengið saman með borg og ríki um afnotborgarinnaraf Keldnalandi undir íbúðabyggð. • Af þessum ástæðum er ekki um raunverulegt val að ræða eins og Sjálfstæðisflokkurinn vill vera láta. Þess vegna er í staðfestu skipulagi frá 1982 gengið út frá því að næstu byggingarsvæði komi í beinu fram- haldi af þeirri byggð sem f yrir er í Árbæjar- og Selás- hverfum. Þessi leiðsem meirihlutinn í Reykjavík hef- ur farið er ekki nein sérstök óskalausn hans og hefur bæði kosti og galla eins og rækilega hefur verið tíundað á opinberum vettvangi. En borgaryf irvöldum ber að sjálfsögðu skylda til þess að hafa til reiðu ný byggingarsvæði, og það væri ábyrgðarleysi ef ein- ungis væri boðið upp á loftkastala sem enn eru aðeins til í hugarheimi áhugamanna um skipulagsmál eða framtíðarbyggð í lausu lofti eins og Sjálfstæðisflokk- urinn gerir. Betri er einn f ugl í hendi en tveir í skógi. • Hins vegar ber að f agna þvi að markviss vinna og kynning Borgarskipulags og ákvarðanir núverandi meirihluta í skipulagsmálum hafa vakið áhuga og skilning meðal borgarbúa á mikilvægi skipulags- ákvarðana og möguleikum sem eru í framtíðarþróun byggðar í höfuðborginni. — ekh. „Ég vil fá Albert fyrir borgarstjóra”. Hvaö á aö kjósa? Lesendabréf i Dagblaöinu i gær er býsna athyglisvert. • Þar skrifar Agúst Arason: I„Nú hafa allir flokkar Iagt fram sin framboö, þar á meöal minn gamli flokkur, • Sjálfstæöisflokkurinn. Sam- Ikvæmt skoðanakönnun ykkar á DV fáum viö sjálf- stæöismenn meirihluta i • borginni i þessum kosn- ingum. En mér er spurn, og fleiri stuðningsmönnum Gunnars • Thoroddsen, Alberts Guð- mundssonar og rikis- stjórnarinnar: Hvaö eigum viö aö kjósa? Gunnar gegn Davíö Eigum viö virkilega aö kjósa Gunnar Thoroddsen i gegn um Davið Oddsson? Eigum við virkilega að kjósa Albert Guðmundsson i gegn um Davíö Oddsson? Ég vil veg flokksins sem mestan. En ég vil ekki undir neinum kringumstæöum fá Davið Oddsson sem borgar- stjóra i Reykjavik. Ég vil fá hann Albert fyrir borgar- stjóra. i Heimaseta? Og hvað er þá til ráða? Fái ég ekki einhverjar leiöbeiningar i þessu máli, linu frá Albert eöa Gunnari, þá mun ég sitja heima, skila auðu eða kjósa kvenna- listann. Þaö er ekki sem verstur kostur fyrir okkur sjálfstæöismenn, sem erum á móti leiftursóknarliöi Geirs formanns, Daviös Oddssonar og Vinnuveit- endasambandsins. Og þaö munu fleiri gera. Miklu fleiri”. „Vil ekki Davlö sem borgar- • stjóra” klíppt Blekkingarskeiö Hiö létta skipulagsmálaskeiö á Daviö Oddssyni hefur vakiö nokkra athygli. Ástæðan fyrir skeiðsprettinum liggur i augum uppi. Þaö kom sem sé i ljós aö eina málið sem ihaldiö hefur einhverja sóknarmöguleika i samkvæmt niöurstööum Heim- dallarkönnunar meöal ungs fólks er spurningin um hvar næsta byggingarsvæði borgar innar eiga aö vera eftir Selás og Artúnshöföa. Spurt var hvar menn telduaönæsta bygginga- svæði borgarinnar ætti að vera, viö Rauöavatn og Selás, eöa „noröur með ströndinni frá Grafarvogi yfir KorpUlfsstaöa- landiö”. 24% töldu Rauðavatn og Selás rétt val, en 55% völdu „ströndina”. Eini gallinn við þessa útkomu er sá aö þarna er um blekkingu aö ræöa, „ströndin” er blekkingarströnd, nema aö ætlunin sé aö byggja á öskuhaugunum. Óhófleg trúgirni Þaö hefur löngum veriö talinn nokkur vandi að útbúa svo skoðanakönnun aö hún gefi rétta mynd af viðhorfi að- spuröra. Fyrsta boöoröiö er aö forðast leiöandi spurningar, villandi eöa skoöanamótandi. t „skoöanakönnun” Heimdallar var ekki hikaö viö aö fara meö rangt mál i framsettum spurn- ingum, og hugsanleg skýring á þvi getur verið aö Heimdell- ingar hafi einfaldlega trúaö Mogganum og Daviö. Spurn- ingin er hvort borgarbúar eru eins trúgjarnir og Heimdell- ingar, þegar þeim gefst kostur á að vega og meta málflutning og aðferöir Sjálfstæðisflokksins þessa dagana. En mikil hljóta vonbrigöin aö hafa verið þegar niðurstöðum könnunarinnar var safnað saman og i ljós kom að enda þótt villandi og leiðandi væri spurt kom varla út nema stuöningur harðasta ihaldsfylgis við helstu mál Sjálfstæðisflokksins i Reykjavik. Framþvinguö niöurstaöa Tökum þrjú dæmi um fram- þvingaða niöurstööu: Spurt var hvort fjölgun laun- aðra ráöa og nefnda (og þar af leiðandi kostnaðarauki) sem átt hefur sér stað i Reykjavik á þessu kjörtimabili” hafi veriö æskileg eða óæskileg. Hér hafa Heimdellingar áreiðanlega hrósaö happi: 80,9% töldu þetta að sjálfsögðu dæskilegt, aðeins 9,9% æskilegt og 4% svöruöu ekki. En hverju hefðu aðspurðir svarað ef þeir hefðu fengið að vita að launuöum nefndum og ráðum hefur hvorki fjölgað né fækkað á kjörtimabilinu. Þær eru nákvæmlega jafnmargar og fyrir kosningarnar 1978. Ein var lögð niöur (leikvallanefnd), önnur sett á laggirnar (fram- kvæmdaráð). Viljandi ónákvæmni Spurt var hvort mönnum þætti eölilegt að ,,of stórt hús- SKOÐMIAKÖNNUN Ufl BORGAWWL í REYKJAvIk 1982 Talur «4 fjölqun borgarfulltnla úr 15 1 21 A þesau [í t>l vllt réfcstyðja avarlí: n nlverandl fyrirluxulag ■ oq nú.vanli f/rlrkrrulaq næði verði tekið af eigendum með leigunámi til aö bjarga hluta af húsnæðisvanda borgar- búa”. 88,2% töldu slikt að sjálf- sögöu óeölilegt. 3,5% töldu þaö eðlilegt og 8.3% höföu enga skoðun. En umræöan um leigu- námiö spratt ekki af „of stóru” húsnæöiieinkaeign, heldur kom hún upp I tengslum við þann fjölda ibúöa sem stendur ónot- aöur árum saman I borginni meöan húsnæöisskortur er rikjandi. Upphrópanir um aö setja eigi leigjendur inn á fólk i eigin ibúð eða taka af þeim hús næöi og setja þaö i minni ibúö eiga sér aöeins stoö i hugar- heimi Daviös Oddssonar og Morgunblaösins, og sýna best á hvaða stigi málflutningur þess- ara áöila er. Aö iokum má svo taka dæmi af þviþegar spurt er hvort talið sé æskilegt ,,að hluti útivistar- svæða sé nýttur undir húsa- lóöir”, m.a. við „Artúnsholt og Eliiðaárdal”. Ekki hefur Moggi enn opinberað niöurstöður varö- andi þessa spurningu, en stað- reyndin er sú aö það hafa ekki verið gerðar neinar tillögur um húsalóðir i Elliðaárdal siðan á timum Sjálfstæðisflokksins, og er nú þvert á móti verið að vinna aö stofnun fólkvangs i dalnum. Aöalmálin komu illa át En allt eru þetta smámunir, sem þó munu koma Sjálfstæðis- mönnum i koll vegna þess hve ómerkilega er að málum stað- iö. Undirtektirnar viö aöalmál - ihaldsins, embætti borgarstjóra og punktakerfið hljóta aftur á móti aðhafa valdið vonbrigðum i Valhöll. Spurt var hvort það fyrirkomulag sem haft var á starfi borgarstjóra (svonefndur pólitiskur borgarstjóri) er Sjálf- stæðismenn voru i meirihluta hafi reynst betur eða verr en núverandi fyrirkomulag. 42% töldu pólitiskan borgarstjóra betri kost, 30,4% verri kost, 17.7% töldu að þetta væri svipaö, en 4.6% höföu ekki skoöun. Þá var spurt um punktakerfið viö lóöaúthlutun og töldu 38.4% reglurnar jákvæðar, 43.5% nei- kvæöar og 6.2% töldu þaö engu breyta. 11.9% höföu ekki skoöun. Þessar niöurstöður i svörum viö spurningum sem eru sæmi- lega hlutlægt fram settar gætu vel veriö visbending um raun- verulega stööu ihaldsins i borg- inni og þau tök sem málflutn- ingur Daviðs og Co gegnum Morgunblaðið hefur i raun. — ekh oö skoríð

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.