Þjóðviljinn - 28.04.1982, Side 5

Þjóðviljinn - 28.04.1982, Side 5
Miðvikudagur 28. aprll 1982. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Samþykkt aðalfundar verkalýðsmálaráðs Alþýðubandalagslns: Kosnlngamar í vor eru kjarabaratta Styðjum kröfur verkalýðssamtakanna l. Tryggjum kjarabætur — hindrum k jaraskerðingu Aðalfundur verkalýðsmálaráðs Alþýðu- bandalagsins, haldinn 25. april 1982 minn- ir á að verkalýðshreyfingin stendur nú frammi fyrir þýðingarmiklum kjara- samningum. Kröfur verkalýðssamtak- anna eru i meginatriðum: hækkun grunn- kaups, örugg verðtrygging launa og af- nám eftirvinnu i áföngum. Verkalýðs- málaráð Alþýðubandalagsins styður þessar kröfur eindregið. Réttmætum kröfum verkalýðshreyfing- arinnar hafa atvinnurekendur hafnað með öllu. Vinnuveitendasambandið hefur m. a. sett fram gagnkröfur um launa- lækkanir, fyrst og fremst með afnámi verðbóta á laun, sem hefðu i för með sér 20—30% kaupmáttarskerðingu á næstu tveimur árum. Verkalýðsmálaráð Alþýðubandalagsins fordæmir þessar ósvifnu kauplækkunar- kröfur atvinnurekenda og hvetur til þess að nú þegar verði gengið til alvarlegra samningaviðræðna. Við þessar aðstæöur hvetur fundurinn verkalýðsfélögin til þess að afla sér verkfallsheimildar hið allra fyrsta, eins og samninganefnd Alþýðu- sambandsins hefur þegar farið fram á, þannig aö verkalýðshreyfingin sé i stakk búin á næstu vikum til að fylgja eftir rétt- mætum kröfum sinum með þvi að beita verkfallsvopninu ef þörf krefur. II. Alþýðubandalagið eitt ilokka styður tiska baktrygging Vinnuveitendasam- bands tslands. Enn stendur baráttan milli þeirra annars vegar og Alþýðubandalags- ins hins vegar, milli atvinnurekendasam- takanna annars vegar og verkalýðssam- takanna hins vegar. Kosningarnar eru þvi stéttabarátta, allir þeir sem taka þátt i kosningum eru að ákvarða lifskjör sin. Þeir sem styðja Alþýðubandalagið leggja fram kröfu um varöveislu þeirra lifskjara sem unnist hafa en ganga ekki til liðs við kauplækkunaröflin. Aðalfundur verkalýðsmálaráðs Alþýðu- bandalagsins telur að það sé eitt megin- ,verkefni næstu ára að tryggja fulla at- vinnu, aukinn hagvöxt og þjóðarfram- leiðslu undir öruggu islensku forræði, þannig aö unnt verði að treysta betur þau lifskjör sem islensk alþýða hefur barist fyrir á liðnum árum og áratugum. Þess vegna leggur aðalfundurinn áherslu á að framfylgt verði þeim orku- og iönaöar- áformum sem Alþýöubandalagið hefur beitt sér fyrir i núverandi rikisstjórn. Aö- alfundur verkalýðsmálaráðsins minnir jafnframt á nauðsyn þess að gætt verði fyllstu hagsýni við nýtingu auðlindanna. Þess vegna verður að sporna við innflutn- ingi fiskiskipa, þannig að fiskiskipastóll- inn stækki alls ekki frá þvi sem nú er. Þá ber að gera ráðstafanir til þess að draga úr kostnaði við framleiðsluna i heild, bæði i iðnaði, sjávarútvegi og landbúnaöi, einkum fjármagnskostnaði, sem hefur tekið sifellt stærri skerf af þjóðarfram- leiðslunni á liðnum árum. Sérstaka áherslu ber að leggja á það að dregið verði úr milliliðakostnaði i þjóðfélaginu, einkum innflutningsverslunarinnar. baráttu láglaunafólks III. Framfarasókn Aðalfundur verkalýðsmálaráðs Alþýðu- bandalagsins heitir á alla launamenn I landinu, hvar i flokki sem þeir standa, að minnast þess að kosningabaráttan i vor er jafnframtkjarabarátta. Alþýðubandalagið er eini flokkurinn, sem lýst hefur andstöðu við launalækkun- arkröfur Vinnuveitendasambands Islands. Alþýðubandalagið hefur lýst stuðningi við kröfur láglaunafólks um batnandi kaupmátt á komandi samningstimabili. Alþýðubandalagið er þannig enn sem fyrr eini flokkurinn sem hefur skipað sér við hlið launafólks gegn atvinnurekendasam- tökunum og flokkslegum fulltrúa þeirra, Sjálfstæðisflokknum. Kauplækkunarflokkarnir eru hin póli- í félagsmálum Alþýöubandalaginu tókst vegna kosn- ingarúrslitanna 1978 að slá skjaldborg um kaup og kjör. Verulegur ávinningur hefur náðst i félagslegum efnum i máiaflokkum sem verkalýðsstéttin hafði barist fyrir ár- um og áratugum saman. Aðalfundur verkalýðsmálaráðsins fagnar þessum fé- lagslegu framfaramálum og minnir i þvi sambandi sérstaklega á eftirfarandi málaflokka: 1. Sett hafa verið ný lög um félagslegar ibúðabyggingar, sem skapa Bygg- ingasjóði verkamanna tekjustofna til þess að tryggja 90% lán til mörg hundruð ibúða á ári hverju. 2. Sett hafa verið lög um fæðingarorlof. 3. Sett hafa verið ný lög um atvinnuleys- istryggingarþarsem komið hefur ver- ið til móts við sjónarmið verkalýös- samtakanna iöllum meginatriðum. 4. Sett hafa verið lög um aöbúnaö, holl- ustuhætti og öryggi á vinnustöðum, sem skapa launamönnum aukinn rétt til hvers konar áhrifa á sitt nánasta starfsumhverfi. 5. Lög um starfskjör launafólks hafa verið endurnýjuð og kveða nú á um skyldutryggingu lifeyrisréttinda. 6. Lagaákvæði um ellilifeyri sjómanna hafa verið lagfærð, þannig aö þau ná nú til 60 ára sjómanna. 7. Þær bæjarstjórnir, þar sem Alþýðu- bandalagið hefur haft forystu hafa lagt grundvöll að stórátaki i dagvist- armálum. I þvi sambandi skal sér- stakiega minnt á Reykjavik og þann mikla mismun sem er á þeim bæjarfé- lögum þar sem Alþýðubandalagið hef- ur haft forystu annars vegar og þar sem ihaldiö hefur haft forystu bæjar- málanna hins vegar. 8. Lögfest hafa verið ný ákvæði um upp- sagnarfrest og rétt verkafólks i veik- indum og vegna vinnuslysa. 10. Tekjutrygging aldraðra hefur hækkað langt umfram laun á liðnum árum. Þessi dæmi sýna, að á Islandi hefur ver- ið haldið áfram félagslegri framfarasókn á sama tima og atvinnuleysi fer vaxandi i grannlöndum okkar og félagsleg þjónusta hvers konar hefur veriö skorin niður til- finnanlega. IV. Pólitísk og fagleg eining gegn leiftur sókn V.S.Í. og Sjálfstæðisflokksins Ýmsar blikur eru á lofti, sú hætta gæti verið yfirvofandi að leiftursóknarihaldið Frá aðalfundi verkalýðsmálaráösins, sem haldinn var 25. april. taki hér völdin annað hvort eitt sér eða meö stuöningi milliflokkanna. Eina leiðin til þess að verjast leiftursókninni er póli- tisk og fagleg eining launamanna. Þeir launamenn sem styöja aðra flokka en Alþýðubandalagið i kosningunum i vor, eru i raun að styðja andstæðinga sina til valda. Það er of seint að átta sig eftir að kjörstöðum hefur verið lokað að kvöldi 22. mai. Þess vegna skorar verkalýðsmála- ráð Alþýðubandalagsins á alla launa- menn að hefjast nú þegar handa I kosn- ingastarfi Alþýðubandalagsins þannig, að útkoma flokksins veröi sem best i kosn- ingunum i vor. Sigur Alþýðubandalagsins er ósigur ihaldsins og Vinnuveitendasambandsins. Arangur kosningabaráttunnar mun ráöa úrslitum i kjarabaráttunni. Stjórn verkalýðsmálaráðsíns A aðalfundi verkalýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins, sem haldinn var s.l. sunnudag var kjörin ný 26 manna stjórn verkalýðsmálaráðsins. Stjórnin skiptir siðar með sér verkum, en hana skipa: Benedikt Daviðsson, formaður Sam- bands byggingarmanna, Arna Jónsdóttir formaður kjaranefndar fóstra, Asmundur Stefánsson, forseti ASl, Arthur Mortens, kennari, Bjarnfriöur Leósdóttir, vara- form. Verkalýðsfél. Akraness, Björn Arnórsson hagfræðingur BSRB, Dagbjört Sigurðardóttir, form. Verkalýðsfél. Bjarma Stokkseyri, Eðvarð Sigurðsson, formaður Dagsbrúnar, Einar ögmunds- son fyrrverandi form. Sambands vörubif- reiðastjóra, Erlingur Viggósson, skipa- smiöur, Esther Jónsdóttir varaformaður Sóknar, Grétar Þorsteinsson, formaöur Trésmiðafél. Reykjavikur, Guðjón B. J. Jónsson, kennari, Guðjón Jónsson, for- maður Málm- og skipasmiðasambands- ins, Guðmundur Arnason, varaformaður Kennarasambands Islands, Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamanna- sambands Islands, Guðmundur Hilmars- son, form. Fél. Bifvélavirkja, Guðmundur Jónsson, stjórnarmaður Landssambands Verslunarmanna, Guðmundur M. Jóns- son, i stjórn Sjómannasambandsins, Guðmundur Þ. Jónsson formaöur Lands- sambands iðnverkafólks, Hafsteinn Egg- ertsson, framkvæmdastjóri INSI, Ingólfur S. Ingólfsson formaöur Vél- stjórafélags tslands, Gisli ÓI. Pétursson varaformaður launaráðs BHM, Kristin Guðbjörnsdóttir i launanefnd BSRB, Snorri Jónsson, fyrrverandi forseti ASl og Vilberg Sigurjónsson vélstjóri. Mótmælasvelti gegn bandaríska flotanum: Á að kenna atómkafbát við líkama Krists? Mitch Snydcr er ákveðinn að svelta sig I hel ef þurfa þykir. Mitch Snyder heitir ungur Bandarikjamaður sem hefur ver- ið i mótmælasvelti i tvo mánuði. Ástæðan er sú, að hann vill ekki sætta sig við það, að bandariski fiotinn hefur nefnt einn af kjarn- orkukafbátum sinum „Corpus Christi” eöa Likami Krists. Snyd- er ætlar ekki að láta undan, hann er reiðubúinn aðsvelta sig I hel. Og talsmaður flotans segir að þaðkomiekki til mála.að nafninu á kafbátnum sé breytt. Flotinn segir lika, að kafbáturinn fái nafn af borg einni i Texas, sem heitir Corpus Christi, en ekki af Kristi sjálfum. Corpus Christi er og ein af bækistöðvum bandariska flot- ans. Þá hafa talsmenn flotans af- sakað sig með þvi, að floti Brasi- liu eigi sér herskip sem heitir Es- pirito Santo eða Heilagur andi og mörg dæmi þessu skyld séu til. Mitch Snyder tekur ekki mark á þessu. Hann segir að það sé van- virðing við fyrsta boðorðið að kenna kafbát við Krist. Og þegar hiö illa hafi einu sinni verið bless- að með guðs nafni, þá sé verið að fegra hið illa. Reyndar hafa fleiri tekið undir það við Snyder, að nafngiftin sé óviðeigandi. Margir kristnir hóp- ar hafa skrifað Reagan forseta og Lehman flotamálaráðherra til að mótmæla. Meðal þeirra sem mót- mælabréf hafa skrifað er og hinn kaþólski biskup i borginni Corpus Christi.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.