Þjóðviljinn - 28.04.1982, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 28.04.1982, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 28. april 1982. ÞJÓÐVILJXNN — SIÐA 9 Ég kaus frekar aö búa hátt I lyftuhúsi vegna útsýnisins — hér hef ég alltaf einhverja hreyfingu fyrir augunum, sagði Rannvéig Jónsdóttir. Hjá henni er dótturdóttirin, Ingigeröur Guðmundsdóttir. þvert á sviðið, þannig að hjóla- stólafólk, sem vill horfa á sýningu i Þjóöleikhiísinu þarf að snúa höfðinu i 90 gráður á meðan á sýningu stendur. Það er ótrúlegt aöþettaskulivera aðstaðan fyrir okkur i sjálfu Þjóöleikhúsinu. Bílaþjónustan framför Við heimahjúkrunina skapast nánari tengsl við sjúklinginn, segir Aif- heiður Arnadóttir hjúkrunarfræðingur, sem hér er aö hjúkra Rann- veigu Jónsdóttur. Heima- hj úkrun veitir ómetanlegt — En bilaþjónusta við fatlaða, hefur hún ekki batnaö? — Jú mikil ósköp, það er mikil framför að nýju bilunum. Það eru 3 bílar i gangi núna, og það þarf að panta þá með fyrirvara, en skrifstofan er opin frá kl. 9 - 16. Þegar ég panta bilinn er hjúkrun- arkonan búin að hjálpa mér aö búa mig um morguninn, og það góða við bilana er, að það þarf ekki að lyfta okkur upp i þá. Þess- irbilar eru svo mikils virði vegna þess að aðstandendurnir verða hundleiðir á manni ef þeir þurfa alltaf að vera að aka okkur. — Færðu nokkra aöstoð ef þig langaði t.d. til þess að fara I lengri feröalögút á land eöa til út- landa? — Ég fór til Spánar tvisvar eftir að ég var komin frá lækningum i Danmörku fyrir 11 árum siöan. Svo fór ég ekki neitt fyrr en á siö- asta ári að ég tók upp á þvi að fara i 1/2 mánaðar utanlandsferð. Heimahjúkrunin sá mér þá fyrir aðstoðarmanneskju, og þið hefð- uðátt að sjá allan þann útbúnað, sem viðurðum að taka með okk- ur! Og Rannveig hlær, þvi' hún er glaðlynd og friskleg i framkomu þrátt fyrir sinn alvarlega sjúk- dóm. Það er auðvelt að skilja, að sú þjónusta, sem gerir henni kleift að vera með bömum si'num og fjölskyldu hlýtur að vera henni mikils viröi. Við enduöum þessa heimsókn á að spyrja Alfheiði Arnadóttur hjúkrunarfræðing, aö þvi hvortþetta sé ekki þakklátt starf. — Jú, þvierekki aö neita,þetta er þakldátt starf og þær móttökur sem viðfáum eru alltaf mjög góð- ar. Við veröum oft persónulegir vinir okkar skjólstæðinga... Aðskilnaðarstefnan ennþá virk • • oryggi — segir Rannveig Jónsdóttir, sem notið hefur heimahjúkrunar í 10 ár Það er ljóst af þessum stuttu kynnum okkar af heimahjúkrun hjá Reykjavfkurborg að þar er unnið gott og nauðsynlegt starf, en jafnframt má ljóst vera að enn betur má gera i' baráttunni gegn þeirri aöskilnaðarstefnu, sem sótt hefúr á i okkar þjóöfélagi, þar sem tilhneiging hefur verið til þess að koma öllum minnihluta- hópum fyrir i sér afgirtum stofn- unum, sem rofnar eru úr tengsl- um við alla meginstrauma i þjóð- félaginu. Þvi aðskilnaðarstefn- unni hefur ekki bara verið beitt gegn blökkufólki i Afriku og gyð- ingum; gamalt fólk, þroskaheft og hreyfihamlað hefur i okkar þjóöfélagi verið útilokað frá heimi hinna „heilbrigöu” á hlið- stæðan hátt. Hönnunaraðilar Blönduvirkjunar og Rannsóknarstofnun landbúnaðarins: Skerðlng á landi og beftarþoli 1 þeirri umræðu, sem farið hef- ur fram I fjölmiðlum, um land- og gróðurtap á Auðkúlu- og Ey- vindarstaðaheiðum við mismun- andi tilhögun Blönduvirkjunar, hefur verið blandað saman heildartapi á landi, tapi á grónu landi, tapi á beitilandi og stærð uppistöðulóna. Jafnframt hafa veriö bornar saman virkjanir með misstórum miðlunarlónum (400 og 220 Gl) án þess að geta þessþannig, aðallir mættu skilja. Til þess að leiðrétta þann mis- skilning og rugling, sem þetta hefur valdið er hér birtur töluleg- ur samanburður á tapi lands, gróðurs og beitilands með tilhög- un I og II miðað við 400 G1 miðlunarrými I báðum tilvikum. Að þvi er varðar tilhögun I vikja núverandi niðurstöðutölur nokkuð frá þeim, sem birtar voru i skýrslu Ingva Þorsteinssonar frá desember 1980 og eru ástæður þessar: 1) Stöðuvötn á veituleið frá miðlunarlóni voru áður talin tii glataðs lands en ekki nú, 2) veituleið hefur nú verið breytt og lögð stystu leið frá Austara-Frið- mundarvatni að inntakslóni á Eldjárnsstaðaflá og 3) stærð hólma i uppistöðulónum hefur verið endurmetin. Hólmarnir, þar með talinn Sandárhöfði með tilhögun I, teljast tapaðir sem beitiland en ekki sem gróður- lendi. Þá skal tekið fram, að i bréfi Rannsóknastofnunar land- búnaöarins frá 3. mars 1981, þar sem fjailaö var um mismun á landtapi, var ekki meðtahö lanö- tap neðan uppistöðulóns með til- högun II, en þetta hefur áður veriðleiðrétt. 1 umrætt bréf hefur nokkuð verið vitnað en það var sent Rafmagnsveitum rikisins og undirritað af Ingva Þorsteins- syni. Frá tölulegum niðurstöðum samanburðar er greint I með- fylgjandi töflum I og II. Jafn- framter i töflu III gerð grein fyrir hlutfallslegum breytingum með tilhögun II i stað tilhögunar I. Þar kemur m.a. fram, að land, sem fer undir vatn vestan Blöndu, mun minnka um 42 af hundraði miöað við tilhögun I, aukast um 50 af hundraði austan Blönduen i heild hins vegar minnka um 21 af hundraði. Allt mat á stærð landsvæða er hér byggt á yfirlitsuppdráttum Orkustofnunar i mælikvarða 1:20.000 með 5 m mun milli hæðarlina. Slikt mat er ætið bundið nokkurri óvissu. Niður- stöðutölur verða þvi aldrei ein- hlitar og á það ef til vill ekki sist við skiptingu milli svæða austan og vestan Blöndu, sem háð er þvi meðal annars, hvar á aurum Blöndu markalinan er dregin. Virðingarfyllst, B jarni Gunnarsson Verkfræðist. Hnit hf., Ingvi Þorsteinsson Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Loftur Þorsteinsson Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen Landsvæöi Land undir vatn Land ónýtt til beitar Töpuö ærgildi Helld 2 km Algróið km2 Heild km2 Algróiö km2 Vestan Blöndu 42 35 47 4 0 18402) Aðveitusk. og inntakslón 6 6 6 6 235 Samtals aö vestan 48 41 531* 4611 20752) Austan Blöndu 14 10 14 10 550 Samtals 62 51 671’ 5611 26252) TAFLA II Blönduvirkjun, tilhögun II, 400 Gl. Landsvæöi Land undir vatn Land ónýtt til beitar Heild Algróió Heild Algróió Töpuö km2 , 2 km km2 km2 ærgildi Vestan Blöndu 22 15 22 15 640 Aöveitusk. og inntakslón 6 6 6 6 235 Samtals aó vestan 28 21 283) 213) 875 Austan Blöndu 21 15 21 15 910 Samtals 49 36 493) 363) 1785 I) Breyting vegna endurmats á stæró hólma og veqna bess, aó stöðuvötn á veituleió eru nú ekki meðtalin. 2) Breyting vegna endurmats á stæró hólma. 3) Breyting vegna þess,aó land á veituleió og undir inntakslóni var áóur ótalió. Landsvæði Land undir vatn Land ónýtt til beitar Ærgildi % ■' Heild % Algróii % Heild % Algróió % Vestan - 42 - 49 - 47 - 54 - 58 Austan + 50 + 50 + 50 + 50 + 65 Vestan og austan - 21 - 29 - 27 - 36 - 32

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.