Þjóðviljinn - 28.04.1982, Síða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 28. aprll 1982.
„Dauðahöf stóriðjumanna”
Athugasemd frá Orkustofnun við
grein í Þjóðviljanum 21. apríl 1982
1 Þjóðviljanum 21. april 1982
birtist grein eftir Þorstein
Danielsson i Guttormshaga sem
nefnist „Dauðahöf stóriöjumanna
eru viða fyrirhuguð”.
Meö greininni birtist mynd af
svonefndri Holtavirkjun, virkj-
unarhugmynd frá Orkustofnun
með þvi nafni, sem er hugsanlega
einn kostur af fleirum til að virkja
Þjórsá á kaflanum frá Búrfelli
niður -að sjó. Misskilningur
greinarhöfundar felst i þvi að
hann virðist telja aö Holtavirkjun
sé fyrirhuguð. Um það er alls ekki
að ræöa. Þetta er órannsökuð
virkjunarhugmynd. A henni og
fyrirhugaðri virkjun er mikill
munur. Til þess aö virkjun geti
PÓST- OG
SÍMAMÁLASTOFNUNIN
óskar að ráða vant fólk til starfa i MÖTU-
NEYTInú þegar.
Nánari upplýsingar verða veittar hjá
starfsmannadeild.
Bráðvantar húsnæð!
Óska eftir að taka á leigu stóra ibúð eða
einbýlishús. Upplýsingar i sima 92-2286.
Þórarinn.
Skjót viðbrögð
Paó er hvimleitt aö þurfa aö harösnúnu liöi sem bregóur
biöa lengi meö bilaö ralkerli,
leiöslur eöa tæki
Eöa ný heimilistæki sem þarl
aö leggja lyrir.
Þess vegna settum vió upp
neytendaþjónustuna - meö
skiótt viö
• RAFAFL
SmiðshöfSa 6
ATH. Nýtt simanúmer: 85955
• Blikkiðjan
Ásgarði 7, Garðabæ
önnumst þakrennusmíði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar biikksmíði.
Gerum föst verðtiiboð
SÍMI53468
1X2 1X2 1X2
32. leikvika — leikir 24. april 1982
Vinningsröð: 121 — XXX — 211 — 212
1. vinningur: 12 réttir—kr. 123.815,-
39475(1/12,6/11)
2. vinningur: 11 réttir—kr. 1.474,-
1399 17013 37361 40179 76350 86259
2560 36632 37985 40211 80884 + 87261
4552 36405 38591 40907 81055 88338
9174 37064 40161 68100 81056 88877
12791 37345 40167 75560 83151 44353 (31. vika) +
Kærufrestur er til 17. mai kl. 12 á hádegi. Kærur skulu
vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum
og á skrifstofunni i Reykjavik. Vinningsupphæðir geta
lækkað, ef kærur verða teknar til greina.
Handhafi nafnlauss seðils( +) verður að framvisa stofni
eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heim-
ilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests.
GETRAUNIR — iþróttamiðstöðinni — REYKJAVIK
verið fyrirhuguð er fyrsta
skilyrðið það, að hUn sé það hag-
kvæm, geti gefið það ódýra orku,
að til greina komi þess vegna að
gera hana yfirleitt. Um það er
bókstaflega ekkert vitað nU að þvi
er Holtavirkjun varðar. HUn er á
algeru frumstigi rannsóknar.
Nýlega voru starfsmenn Orku-
stofnunar á ferð i Holtum þeirra
erinda að fá leyfi landeigenda þar
til að fara um lönd þeirra til
rannsókna á þessari virkjunar-
hugmynd. Myndin sem fylgdi
grein Þorsteins er frá þeim kom-
in, en hUn var skilin eftir hjá sum-
um landeigendum að viðræðum
við þá loknum. HUn varö gerð
fyrst og fremst til að átta sig á
þvi, hvar land færi undir vatn og
hvar vatnsleiöir virkjunarinnar
lægju um landið, og þar með hvar
rannsaka þyrfti jarðveg og berg
til að ganga Ur skugga um hvort
yfirleitt væri mögulegt að gera
virkjun samkvæmt hugmyndinni
með viðráðanlegum kostnaði.
Þessvegna var hUn sýnd landeig-
endum um leið og óskað var leyf-
is þeirra til að fara um landið til
rannsóknanna.
Þessi háttur, aö afla leyfis
landeigenda, er viðhafður af
Orkustofnun, þegar fara þarf um
heimalönd bænda, en ekki þegar
um afrétti eða öræfi er að ræða.
Allir landeigendur, sem rætt var
við, veittu leyfið.
Myndin er sem sagt af
órannsakaðri virkjunarhugmynd,
en ekki fyrirhugaðri virkjun.
Hvort Holtavirkjun verður ein-
hverntima meira en hugmynd
veit enginn nU. t fyrsta lagi er hUn
aðeins einn kostur af fleirum til
að virkja Þjórsá neöan BUrfells.
Ekkert er vitað um það ennþá,
hvort hUn er hagkvæmari en aðrir
kostir i þvi efni, eða ekki.
f annan stað er heldur ekki
vitað enn hvernig hagstæðasti
kosturinn til virkjunar Þjórsár á
þessum kafla er i samanburði við
virkjanir annarsstaðar, i Hvitá,
Markarfljóti, Skaftá, Hverfis-
fljóti, Jökulásnum i Skagafirði,
Skjálfandafljóti og viðar. Aðeins
með samanburði finnast bestu
kostnirnir. A bak við hverja
virkjun sem nær þvi að verða
„fyrirhuguð” liggja fleiri eða
færri afskrifaðar virkj-
unarhugmyndir, sem rannsóknir
sýndu að ekki stóðust samanburð
við hana.
En enginn marktækur saman-
burður er mögulegur nema með
þvi að þekkja þá kosti sem bornir
eru saman. Til þess þarf að
rannsaka þá fyrst. Þess vegna
eru virkjunarrannsóknir
stundaðar. Örkustofnun er með
lögum falið að rannsaka vatns-
orku landsins. Henni ber að afla
þeirrar vitneskju sem þarf til að
unnt sé að bera saman virkjunar-
kosti og velja Ur þeim til
ákvarðanatöku, undirbUn-
ings undir framkvæmdir, og að
lokum framkvæmda. Til þess að
anna þessu hlutverki svo vel sé
þarf Orkustofnun að huga að fjar-
lægri framtið; vera vel á undan
þeim, sem ákvarðanir taka og
framkvæmdir annast. Að öðrum
kosti er ekki vist að unnt sé að
velja bestu kostina. Fyrir 20—25
árum fóru fram rannsóknir Orku-
stofnunar ofar með Þjórsá og
Tungnaá, þarsein virkjunarfram-
kvæmdir Landsvirkjunar hafa
staöiö yfir nU að undanförnu. NU
er stofnunin að byrja að rannsaka
Þjórsá neðan BUrfells, Markar-
fljót, Skaftá, Hverfisfljót o.fl..
Einhverjar virkjanir þar kunna
að koma til framkvæmda eftir
15—20 ár hér frá, ef þær þá
reynast viö rannsókn standast
samanburð við virkjanir i Hvitá
eða á Norður- eða Austurlandi.
Það er þannig hlutverk Orku-
stofnunar að annast öflun þeirrar
vitneskju sem þarf til að velja á
milli virkjunarkosta, og til að
velja hina hagkvæmustu til
ákvarðanatöku, framkvæmda-
undirbUnings og framkvæmda.
En hvorki ákvörðunin eða fram-
kvæmdirnar eru hennar hlutverk,
heldur virkjunarfyrirtækja- á
Suðurlandi Landsvirkjunar. Til
ákvörðunar um að ráðast i virkj-
un þarf heimild Alþingis, sem
þannig oft á tiðum tekur hina
raunverulegu ákvörðun sem
virkjunarfyrirtækið siðan fram-
kvæmir. Áhugi þess beinist þvi á
hverjum tima að þeim kostum
fyrst og fremst, sem rannsóknir
sýna að hagkvæmastir séu og til
framkvæmda gætu komið á
nætunni, en siður að hinum, sem
annaðhvort sýna sig að vera
miður hagkvæmir eða eru litt
rannsakaðir að ekkert verður um
þá sagt i þvi efni, eins og Holta-
virkjun.
Landsvirkjun hefur þannig
engin áform uppi um hana eða
aðrar virkjanir i Þjórsá neðan
Búrfells, og á engan hlut að þeirri
hugmynd sem Þorsteinn
Danielsson ræðir um i grein sinni.
Þess er ekki að væntg;til þess eru
rannsóknir á henni alltof skammt
komnar. Allar rannsóknir á
sumri komanda á þessum slóðum
verða á vegum Orkustofnunar.
Þær eru liður i rannsóknum
hennar á vatnsorku landsins.
Hvort þær leiða til þess að ein-
hverjar virkjanir á þessum
slóðum verði einhverntima „fyr-
irhugaðar” á timinn eftir að leiða
i ljós.
Bænda-
ferðir
til
A vegum bændasamtak-
anna verða farnar þrjár
ferðir til útianda i ár. Fyrsta
ferðin verður farin til Noregs
17. júni. Flogið verður til
Þrándheims og þaðan farið i
hópferðabifreið til Osló og
viða stansað á leiðinni.
Til baka verður farið um
Lillehammer, norður Guð-
brandsdal og endað i Þránd-
heimi. Þaðan verður flogið
til Islands 27. jUni. Skoðaðir
. verða sögustaðir og bændur
heimsóttir. Nokkur sæti eru
laus i þessa ferð. '
Tvær ferðir verða til
Kanada. f þá fyrri verður
farið 23. júli og komið heim 5.
ágUst. Flogið er til Winne-
peg, ferðast til Manitoba og
yfir til Bandarikjanna. Þátt-
takendur munu verða á Is-
lendingadeginum á Gimli 2.
ágUst.
I siðari Kanadaferðina
verður farið 5. ágUst og til
baka 18. ágUst. Ferðast
verður um Alberta og verið
við hátiðahöld við heimili
Stephans G. Stephanssonar I
Markerville þann 7, ágUst.
Vestur-Islendingar i Mark-
erville og nágrenni veröa
heimsóttir einn daginn og
dvalið hjá þeim. Þá verður
farið til Vancouver og gist
þar fjórar nætur.
f fyrri Kanadaferðina eru
ennþá nokkur sæti laus en
langur biðlisti i hinni. Upp-
lýsingar um ferðirnar eru
veittar hjá BUnaðarfélagi ts-
lands og Upplýsingaþjón-
ustu, landbUnaðarins.
— mhg
Leikfélag
Dalvíkur
með
grín-
vestra
Föstudagskvöldið 23. april
frumsýndi Leikfélag Dalvikur
grinvestrann „Það þýtur i
Sassarfasstrjánum” eftir franska
skáldið Rene du Obaldia. HUs-
fyllir var og var sýningunni vel
tekið.
9leikarar eru i sýningunni. Með
helstu hlutverk fara: Björn
Bjarnason, Guðný Bjarnadóttir,
Sigmar Sævaldsson og Elva
Olafsdóttir. Alls standa 15 manns
að sýningunni. Leikstjóri er Guð-
jón Pedersen. Leikmynd hannaði
Kristján Hjartarson og Þórunn
Þórisdóttir gerði bUningana.
Lýsingin var i höndum Lárusar
Gunnlaugssonar.
Næstu sýningar verða á mánu-
dags- og þriðjudagskvöld.