Þjóðviljinn - 28.04.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 28.04.1982, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur 28. april 1982. Þessa dagana eru sýnd húsgögn fyrir fatlaöa á Hótel Loftleiðum. Hér I stólnum er danski húsgagnaarkitektinn Flemming Hvidt, sem mun I kvöld flytja fyrirlestur um húsgögn sem eru sérhönnuð fyrir aldraða og fatiaða. Fyrirlesturinn hefst kl. 20.00 að Hótel Loftleiöum og er öllum opinn. ✓ Urbætur í skipaviðgerðum: Samstarf útgerðar og itiálmiðnaðarins Vegna slælegs undirbúnings fer oft meiri timi i skipaviðgerðir hér á landi, en ástæða er til og við- geröin veröur þvi dýrari en ella. Samband málm- og skipasmiðja og Landssamband isl. útgerðar- manna hafa um nokkurt skeið unnið að úrbótum i þessum efn- um. Skráningarkerfi hafa verið endurnýjuð og samræmd og jafn- framt unnið á grundvelli norsks flokkunarkerfis að þvi að bjóða i auknu mæli fast verð í viðgerðir. Nýlega létu samböndin þýða og staðfæra norskt námskeið sem fjallar um undirbúning og framkvæmd skipaviögerða. Slikt námskeið hefur nú verið haldið tvisvar og alls hafa sótt það 30 menn frá smiðjum, útgerðum og tryggingarfélagi. Af viðbrögðum þátttakenda að dæma er ljóst, að með þessu sam- starfsátaki S.M.S. og L.l.Ú. hefur veriðbrotið blað i þróun skipavið- gerða hér á landi. I fréttatilkynningu frá sam- böndunum, segir m.a. að af feng- inni reynslu sé auðsætt að samtök útvegs og smiðja muni halda áfram á þessari braut og efna til slikra námskeiða oftar og viðar en i Heykjavik, eftir þvi sem til- efnigefsttil. —»g- Frá námskeiði málmiðnaðarins og útgcröar um undirbúning og fram- kvæmd skipaviögerða. Fundur fbúasamtaka Vesturbæjar í kvöld íbúasamtök Vestur- bæjar halda aðalfund sinn í kvöld i kjallarasal Hallveigarstaða. Hefst fundurinn kl. 20.30. Auk venjulegra aðalfundar- starfa verður m.a. kynnt endurskoðun á umferð- armálum i gamla bæj- arhlutanum. tbúasamtökin hafa beitt sér fyrir ýmsum hagsmunamálum vesturbæinga sl. starfsár s.s. skólamálum, umferðarmálum og málefnum aldraðra i hverfinu. Fyrir tilstilli þeirra hefur gang- brautaljósum verið komið upp við Landakotsskóla, geigvænlegum umferðarhraða við Vesturgötu var mótmælt nýverið, óskað var eftir stuðningi borgaryfirvalda, við framleiðslu máltiða fyrir aldraða og sítthvað fleira biður úrlausnar. Frá stjórn ibúasamtaka Vesturbæjar. Jón og Valur eru bestir Islandsmótinu i tvimenning 1082 lauk á sunnudaginn, með sigri þeirra Jóns Baldurssonar og Vals Sigurðssonar. Þeir sigruöu einnig i fyrra, þannig að þeir hljóta þvi aö teljast okkar besta tvimenningspar i dag. Gengi þeirra félaga, Jóns og Vals hefur veriö með eindæmum I vetur. Sigur nú, nýbakaðir Islands- meistarar i sveitakeppni, einnig i sveitakeppni Heykja vikurmóts og aðalsveitameistarar B.R. Býður einhver betur i einn vetur? 1 úrslitakeppninni nú tóku þá 24 pör. Ef við rekjum gang mótsins i heild, voru það 3 pör sem héldu toppnum út allt mótið. önnur pör komu litið þar við sögu. Þessi pör voru Jón og Valur, Hermann Lárusson — Ólafur Lárusson og Ásmundur Pálsson — Karl Sigur- hjartarson. I upphafi móts eftir 3 umferöir, var staöan þessi: Hermann — ólafur 73 Jón —Valur 59 Ásmundur — Karl 49 Guðlaugur — örn 46 Eftir 6 umferðir var staöan þessi: Jón—Valur 87 Guðlaugur — Orn 76 Ásmundur — Karl 74 Hermann — Ólafur 68 A þessum tima voru næstu pör með undir 20 stigum. Eftir 9 umferðir var staðan þessi: Asmundur — Karl 118 Jón — Valur 111 Hermann — Ólafur 94 Guðiaugur — örn 64 Aðalsteinn — Asgeir 64 önnur pör undir 25 stigum. Eftir 12 umferðir var staðan þessi: Jón—Valur 153 Ásmundur—-Karl 120 Hermann — Ólafur 86 Guðlaugur — örn 83 Aöalsteinn — Asgeir 64 Sævar — Þorlákur 54 Eftir 15 umferöir (af 23) var staðan þessi: Jón — Valur 169 Asmundur — Karl 157 Hermann — Ólafur 123 Goðlaugur — örn 93 Aðalsteinn — Ásgeir 80 Eftir 18 umferðir var staðan þessi: Ásmundur —Karl 193 Jón — Valur 159 Hermann — Ólafur 134 Guðl. — örn 87 Eftir 21 umferð var staðan þessi: Jón —Valur 168 Ásmundur — Karl 154 Hermann — ólafur 123 Aðalsteinn — Ásgeir 104 Og eftir 22 umferöir (fyrir slð- ustu) var staðan: Jón — Valur 168 Asmundur—-Karl 147 Hermann — ÓÞlafur 126 Aðalsteinn — Ásgeir 109 Guðlaugur — örn 103 Að lokinni siðustu umferð myndaðist nokkur spenna meðal viðstaddra þvi ljóst var að Her- mann og Ólafur voru með „rosa- skor” i siðustu umferð, meðan efstu pörin tvö voru með lakari á móti sinum andstæðingum. En réttlætið lét ekki að sér hæða, þvi Jón og Valur héldu efsta sætinu með 6 stiga mun. Lokastaða efstu para varð þessi: 1. Jón Baldursson — ValurSigurösson 165 2. Hermann Lárusson — ÓlafurLárusson 159 3. Asmundur Pálsson — Karl Sigurhjartarson 141 4. Guðlaugur R. Jóhannsson — örn Arnþórsson 122 5. Aðalsteinn Jörgensen — Asgeir P. Asbjörnsson 112 6. Sævar Þorbjörnsson — Þorlákur Jónsson 75 7. Hrólfur Hjaltason — Þórir Sigursteinsson 61 8. Esther Jakobsdóttir — Guðmundur Pétursson 54 Jón og Valur, tslandsmeistarar i bridge 1982 9. Jón Þorvarðarson — Magnús Ólafsson 47 10. Stefán Guðjohnsen — Sigtryggur Sigurðsson 32 bridgc Umsjon Ólafur Lárusson Um mótið sjálft er það að segja, að mörgum finnst nv. keppnis- form nokkuðstirti meðferð og iitt áhugavekjandi meðal spilara. Að þessu sinni duttu nokkur pör út i undanrás, sem aftur á móti bitnaði nokkuð á úrslitakeppninni vegna styrkleikamissis. Pör eins og Þórarinn — Guðm., Sigurður — Þorgeir, Jón — Hörður, Jón — Simon (ekki með) Hjalti — Þórir (ekki með) o.fl., vantaði i úrslita- keppnina. Það rýrir þó ekki hinn góða árangur þeirra para sem efst urðu, til þess var stöðugleiki þeirra of mikill i mótinu. En nokkuð kemur þaö spánskt fyrir sjónir að heyra fólk (og keppendur) tala um það, hve mótið sé veikt? Eða var ekki ströng undanrás, og hafa ekki „sterk” pör áður misst sæti i úr- slitum? Það læðist að manni sá grunur, að þessi sterku pör séu ekki svo sterk eftir allt saman. Eða hvað? Um einstaka keppendur er það að segja, að aðeins 1 par mætti til leiks i undanrásir (62 pör) frá Austfjörðum. Er það af sem áður var fyrir austan, þegar fjölmennt var til keppni. Að þessu sinni voru það höfðingjarnir Aðalsteinn Jónsson og Sölvi Sigurðsson frá Eskifirði. Þeir stóðu sig eins og hetjur i mótinu. 1 1. umferð mættu þeir undirrituðum og fóru illa út úr þeirri viðureign. Fengu 31 i minus. í 2. umferð mættu þeir As- mundi — Karli og fengu nú 33 i minus. Hrikalegt það. Þá varð mætum lögfræðing að orði: Þess- ir menn eiga ekki heima hér. Lögfræðingurinn var þá með heldur betri skor en Aðalsteinn og Sölvi, en nokkrum umferðum seinna, þegar austanmenn voru komnir i 8. sætið og lögfræðingur- inn með minus 60 stig, þá labbaði Aðalsteinn sig i hverri umferð og bar sig saman við lögfræðinginn, samviskusamlegast. Litlar sögur fara af viðbrögðum hans. Þessi dæmisaga er hér sögð til að varpa ljósi á þá staðreynd, að flestir eiga heima i úrslitum, að undangenginni strangri undan- rás, með úrtaki 1 á móti 3. Flestir ætla að menn eigi visst erindi i úr- slit, þó lögheimilið sé utan Reykjavikur. A það er að lita að þetta eru landsmót þó einhverjir haldi annað. Þátturinn óskar Jóni og Vali til hamingju með áfangann. Leiðin til stjarnanna virðist nokkuð greið um þessar mundir, allavega á OL ’82, sem haldið er i otkóber i haust. 3 efstu pörin áunnu sér rétt til þátttöku þar, auk þess sem B.l. velur önnur. erlendar bækur Anthony Burgess: Earthly Powers. Penguin Books 1981. Það væri að æra óstöðugan, að gera viðhlitandi grein fyrir þessu þykka og yfirgripsmikla riti, stórrithöfundarins Anthony Burgess. Hann er mörgum kunn- ur fyrir sinar fyrri bækur og lik- asttil muna margir biómyndina Clockwork Orange, sem gerð var eftir einni af sögum hans. Earthly Powers er saga tuttug- ustu aldarinnar. Kynvilltur rit- höfundur á afmæli og tekur á móti góðvinisinum sem er erkibiskup. Þeir spjalla saman og fyrr en varir er Burgess stokkinn áratugi aftur i timann og hefur að segja Ódysseifsferð K. Toomeys. Sem fyrr segir er þetta afskaplega mikið rit, og af þeim sökum verö- ur ekki frekar fjallað um það. Bókin er um 650 siður og er öllum sem unna bókmenntum bent á að lesa hana hið fyrsta. Stanisla w Lem: Solaris The Chain of Chance. A Perfect Vacuum Penguin Books, 1981. Stanislaw Lem er pólskur rit- höfundur, fæddur 1921. Hann nam lyfjafræði i Lamberg og Kraká, þar sem hann er fyrirlesari i fag- inu. Lem hefur skrifað meira en tuttugu bækur, skáldsögur og önnur rit. Bækur hans hafa verið þýddar á margar tungur og þykir hann prýðilegur rithöfundur. Helst fæst Lem við visinda- skáldskap og er saga hans, Solar- is, talin hans besta bók, og er henni mjög hampað af unnendum visindasagna. Sú bók, sem hér er kynnt, inniheldur þrjár sögur. Solaris er, sem fyrr segir, vis- indaskáldsaga og eins er um A Perfect Vacuum. The Chain of Change er aftur á móti reyfari af gömlu sortinni. Allar sögurnar þrjár eru býsna skemmtilegar og þó visindaskáldverk séu yfirhöfuð leiðinleg lesning er ekki svo um þessar sögur Lems. Bókin er allþykk og kemur út i flokki King Penguin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.